Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
Frá núllpunkti
umhverfis miðju
í HJARTA Parísar ber Vori-ar frú-
ar kirkja, Notre Dame, gotneskum
arkitektúr glæst vitni. A annarri
eynni í Signu, Ile de la Cité, þar
sem fyrstu íbúar borgarinnar settu
sig niður á 3. öld fyrir Krist. Borg-
in dregur nafn sitt af Paríseunum,
ættbálki veiðimanna frá Galisíu.
Þeir lutu í lægra haldi fyrir her-
mönnum Sesars hálfri öld fyrir
Krists burð og París varð höfuð-
staður Lútesíu, hluti Rómaveldis í
fjórar aldir. Snemma á 6. öld varð
Clovis konungur Frakka og lét
reisa sér kirkju við virkisvegg um-
hverfís eyna. Hún var eyðilögð af
Normönnum í lok 8. aldar, endur-
byggð og rifín aftur til að rýma fyr-
ir Notre Dame.
Hornsteinn var lagður að dóm-
kirkjunni árið 1163 og tvær aldir
tók að ljúka byggingu hennai-.
Lengur var unnið við framhliðina
og enn verið að skreyta á 17. öld,
með barokkstyttum eftir tísku þess
tíma. Öldinni eftir lauk með bylt-
ingu þar sem ekki dugði að höggva
kónginn: höfuð forfeðra Loðvíks
XVI voru líka látin fjúka af stytt-
um á framhlið Notre Dame, sem
nú hét Skynsemismusterið. Þau
fundust ekki aftur fyrr en 1977, í
kjallara banka í París, og voru þá
sett á Cluny-safnið í Latínuhverf-
inu. Leifar af skærlitri málningu
benda til að miðaldir hafi ekki
hvarvetna verið myrkar.
í byltingunni var reynt að hylja
trúartáknin nýklassískum gips-
myndum. Þær voru síðar fjarlægð-
ar, en dómkirkjan komin í niður-
níðslu og notuð sem gripahús um
tíma. Victor Hugo blés endurreisn-
Notre Dome stendur á eynni
sem París hringast um og
þaðan má halda í margor
áttir. Þérunn Þérsdóttir
fer hér um borgareyna og
yfir á hægri bakkann.
aranda í brjóst konungs og borg-
ara með sögunni um hringjarann í
Notre Dame, sem út kom 1831.
Mjög var deilt um viðbætur
Viollet-le-Duc í kirkjunni, líkt og á
öldinni eftir um Pompidou-menn-
ingarmiðstöðina, Bastilluóperuna
og síðast nýja landsbókasafnið.
Þeii’ sem ekki hafa leiðsögn um
Notre Dame (ókeypis á ensku
nokkrum sinnum í viku, upplýsing-
ar við innganginn) ættu helst að
hafa í huga gluggana hátt á suður-
og norðurveggjum. Útsýni er frá-
bært yfír Latínuhverfið og Marais
úr turnum kirkjunnar, en lítill
frændi blaðamanns hyggst klífa
stigana til að sjá klukkuna stóru,
sem jafnvel Quasimodo megnaði
ekki að hringja einn. Þegar niður
kemur liggja leiðir til næstum allra
átta, frá núllpunktinum framan við
Notre Dame sem fjarlægðir á
frönskum vegum miðast við.
Borgareyjan
Aftan við kirkjuna er lítill garður
og handan hans, á árbakkanum,
minnismerki um frönsk fórnarlömb
nasista í stríðinu. Farið er niður
þröngan stiga í hvelfíngu þar sem
200.000 dauf ljós vitna um þá sem
létust og heiti útrýmingarbúða eru
grafin í veggina. „Fyrirgefíð;
gleymið ekki,“ er meðal annarra
áletrana á þessum drungalega
stað.
Næst má halda til vesturs eftir
Ile de la Cité, fram hjá spítalanum
Hotel Dieu, sem byggður var á
miðöldum og gefur þreyttum grið
þótt ekki sé nema sest á bekk í
garðinum. Þvínæst einum fárra
markaða með blóm og fugla sem
eftir eru í borginni, þá lögreglu-
stöðinni, og dómhúsinu þar sem
hægt er að fylgjast með framgangi
réttvísinnar og helst að mæla með
sakadómi sem þingar frá hálftvö til
fjögur. María Antoinette hírðist
ásamt hátt í 3.000 öðrum byltingar-
föngum í Conciergeríinu í kjallara
næstu byggingar.
I garði dómhússins er St.
Chapelle, sem Proust kallaði
„perluna meðal þeiiTa allra.“ Hún
er eins og Notre Dame í gotnesk-
um stíl, byggð yfír þyrnikórónu
Krists, sem keisarinn í Konstant-
ínópel gaf Loðvík IX í skiptum fyr-
ir bækur og meira fé en kostaði að
byggja kapelluna. Þeim dýrgrip
var seinna komið fyrir í Notre
Dame, en enginn verður svikinn af
kirkjunni, með sína sérstöku birtu
innum elstu steinglerglugga París-
ar.
Munaður handan við Nýjubrú
Að svo búnu er gengið um elstu
brú Parísar sem gefíð var nafnið
Nýjabrú eða Pont Neuf við vígsl-
una 1607. Annað hvort til vinstri
inn í Latínuhverfið eða yfir á hægri
Minnislisti mínus
turn og bogi
NÁGRANNI blaðamanns fer helst
ekki út fyrir sitt hverfi, fædd, gift
og orðin ekkja, allt innan sömu
veggja. Hana rámar samt í að hafa
einhverntúna á árunum áttatíu
komið á þá staði sem hér eru
nefndir, nema það sem nýjast er.
Líkt er um fleiri borgarbúa, þeir
halda sig við heimili og vinnu með-
an ferðafólk slítur gólfum safna og
endasendist um borgina. Það hef-
ur ærna ástæðu til, Eiffelturn og
Sigurbogi eru bara byrjunin.
Heimamenn láta sér fátt um þær
skrautnálar finnast og fara annað
til að bregða út af vananum.
Gönguferðir
Þessar slóðir eru nánar raktar í
öðrum greinum um París, en hér
eru lykilorð: Marais (3. og 4.
hverfi) gyðingagatan Rosiers,
Picasso-safn, tanngarður Robespi-
erre á sögusafni og íbúð Victors
Hugo við Place des Vosges.
Gallerí og fatabúðir. Kvöldljós
Bastillunnar austur af Vosges-
torgi og Pompidou-miðstöðin
vestan við hverfið; Grasagarður
(5. hverfi) beinagrindur og upp-
stoppuð dýr á söfnum, mintute í
mosku.
Rómverskar rústir, Mouffetard-
markaður og Latínuhverfið með
stúdentum og ferðamönnum. Sa-
int Germain-des-Prés (6. hverfi)
gallerí, skóbúðir og önnur tíska,
gömul kaffihús spekinga. Orsay-
safn spölkorn til vesturs, Mont-
parnasse handan Lúxemborgar-
garðs í suðurátt. Montmartre (18.
hverfí) kirkjugarður, Sacre Coe-
ur-kirkjan, klippimyndir ferða-
fólks á Tertre-torgi og skelfiskur
við Place de Clichy. Villette (19.
hverfi) garðar, leikvellir og vís-
indasafn við kanalinn. Belleville
og Buttes Chaumont (20. og 19.
hverfi) Asía og Afríka í Belleville,
tilbúið landslag í garðinum.
Landsbókasafn og kínabær (13.
hverfi) Umdeildur arkitektúr og
vel búnir lessalir nýja safnsins
sem þekkist af turnunum fjórum
(metró Quai de la Gare). Forvitni-
legar skemmubúðir (t.d. Tang
Fréres, Av. d’Ivry) og ódýr asíu-
súpa (Av. de Choisy og nágrenni).
Flær
Við borgarmörkin eru flóa-
markaðir um helgar, frá morgni
fram á síðdegi. Vandlátir fara
snemma til að hreppa gæðagripi,
en auðveldara verður að prútta
þegar á Iíður. Vanves (í suðri)
bækur og hljómplötur, húsgögn,
listmunir og samtíningur.
Montreuil (í austri) nýr og gamall
fatnaður, hjólbarðar, reiðhjól og
annað, yfirleitt ódýrt, úr geymsl-
unni. Clignancourt eða St. Ouen (í
norðri) stærstur með rándýrum
antíkbúðum og öllu hinu sem
erfitt getur reynst að finna.
Kræklingar og franskar í svang-
inn, tónlist í markaðslok t.d. á La
Chope de Puces (122 rue Rosiers).
Stóru söfnin
í miðborginni er risinn Louvre
sem var virki frá upphafi 13. ald-
ar, konungshöll í 400 ár og opnað
almenningi eftir byltinguna í lok
18. aldar. Það var og er mál-
verkasafn en geymir Iíka högg-
myndir frá fjórtán öldum og forn-
gripasjóði: austurlenska, egypska,
gríska, etrúíska og rómverska.
Napóleon var duglegur við að
færa heim herfang sem fór á safn-
ið, sumu þurfti að skila, en þetta
var öflug byrjun á því sem verða
vildi. Safnið er ef til vill hið
stærsta í heimi og síðast var
Richelieu-álma opnuð á ný með 39
sölum.
Elstu munir safnsins eru 5.000
ára en málverk og liöggmyndir
frá 19. öld næst okkur í tíma; nú-
tímalistin er í góðu safni Pomp-
idou- miðstöðvarinnar og svo
borgarsafninu, Musée d’Art
Moderne de la Ville. Undir Sully-
álmu Louvre gefur að líta leifar
upprunalegra mannvirkja, en of-
anjarðar liggja önnur söfn að því:
Arts Decoratifs (húsgögn, mál-
verk, listmunir, leikföng, skart-
gripir frá miðöldum til samtima.
Þekkt fyrir Art Nouveau-Art
Deco) og Arts de la Mode (gamlir
búningar, glæsikjólar og tilheyr-
andi).
Orsay er annað aðalsafn, hin-
um megin árinnar svolítið lengi’a
til vesturs. Það er þekktast fyrir
málverk impressjónista en hefur
einnig aðra strauma í listum
seinni hluta 19. aldar fram á ann-
an áratug þessarar. Af götunni
glittir í höggmyndir á jarðhæð og
mann langar inn í þessa brautar-
Morgunblaðið/Pórdís
VIÐ gömlu Garnier-óperuna.
NÝJA landsbókasafnið sem ýmist þykir fegurst bygginga
stöð frá aldamótum, aflagða 1939
þegar lestir voru orðnar lengri en
pallarnir. Safnið var opnað fyrir
ellefu árum.
Fleiri söfn
Urmull annara áhugaverðra
safna er í borginni: Carnavalet
sögusafnið og Picasso-safnið í
Marais, verkin eru erfðaskattur
ættingja listamannsins. Cluny
miðaldasafnið skammt frá Latínu-
hverfinu; altaristöflur, góbelín og
rómversk böð. Afríka og eyjaálfa
fengu safn í tilefni af nýlendusýn-
ingu 1931 (metró Porte Dorée).
Byggingin er þyngslaleg, en
veggskreytingar létta hana upp
og svo skólabörn sem koma að
skoða físka og krókódíla. Til
stendur að færa safnið því Chirac
vill sameina það Musée de
l’homme í Palais de Chaillot.
Austurlensk list er fyrst og fremst
í Guimet-safni við Iena-torg og
síðan Cernuschi framan við
Monceau-garð. Hvort safnið um
sig er nokkrar metróstöðvar frá
Sigurboga og sama gildir um
Petit Palais og Grand Palais . í
fyrrnefndu byggingunni eru
höggmyndir og málverk í eigu
borgarinnar, stórsýningar og vís-
indasafnið Palais de la découverte
í hinni síðarnefndu. Sé fingri
rennt yfír borgarkortið að Eif-