Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997
BÆKUR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANN árelíuz er höfundur
ljóðabókarinnar Par avion sem
er fjórða ljóðabók hans. Jóhann
hefur búið lengi í Svíþjóð og er
við hæfi að spyija hann fyrst um
þá sérstöðu hans sem islensks
skálds og um bókmenntatengsl
hans við ísland.
„Mér býður í grun að Svíþjóð-
arveran löng hafi í raun skorið
úr um skáldskaparþörf mína og
getu. Fáir klappa óþýddu skáldi
á bakið i því langa landi sem ég
nefni stundum Skagaströnd.
Kannski af því ég lagðist fyrst í
yrkingar á Blönduósi vorið 1968!
Búluvarðarnir eru sumir breiðir
í Stokkhólmi og langt á milli leit-
andi sálna. Ekki síst í vetrarhörk-
um og niðamyrkri nóvembers.
Stundum minnir borgin með öllum
sínum eyjum helst á ölkelduvatn
í hrímuðu glasi. Það er ekki alltaf
sólin og sumarið! En stóisk frostin
og stillurnar minna mig og stund-
um á norðlenska snjóavetur og
forna und kuldaskildi. Flestum
blekberum væri held ég hollt að
hleypa heimadraganum og dvelj-
ast úti um nokkra hríð. Ekki síst
er hveijum skrifandi manni akkur
í að kynnast annarri tungu til ein-
hvurrar hlítar. Þá reynir nebbni-
lega fyrst á hvurt brestur móður-
málið eður ei. Hefur og reynst
mér mjög gagnlegt við lestur. Og
þó fjarlægðin geri stundum fjöllin
blá og mennina mikla, er sú sama
fjarlægð frá þrasi og ysi hinna
óteljandi stórviðburða smáatrið-
Sorgargleði
kallast á við
fegurðarþrá
anna kannski líf-
snauðsyn kviku ljóðs
míns og lýrískri æð.
Ekki er óleysanlegur
en stundum ólæsileg-
ur vandinn að fylgjast
með því sem gerist í
íslenska bókmennta-
heiminum. Reyndar
harla gott að sjatni
svoltið í jólabókaflóð-
inu áður en maður
hefur lesturinn. Flór-
an hlýtur að þola þro-
skandi bið og lifa vet-
urinn af standi rætur
hennar djúpt, víð-
feðmi ríki og fjöl-
breytni nokkur.“
Hvað viltu segja um efni bók-
arinnar?
„Ljóðin í Par avion eru held
ég flest um dag minn og veg og
misjafnlega háar hugsanir. Sorg-
argleði kallast á við
fegurðarþrá. Ljóðin
yfirleitt ort í Sverje
en stundum líka á Is-
landi og færð til let-
urs í kamesi mínu á
Kleifjárnsveginum í
Friði Jóhannesar í
Bromma. Kveðskap-
urinn kannski ögn-
inni tvíræðari og ydd-
aðri en fyrr.“
Stíllinn er hnitmið-
aðri en áður, töluvert
um vísanir ogþú yrk-
ir oft um staði?
„Auðvitað birtast
hér staðir eins og fyr-
irburðir úr djúpinu.
Sumir boða komu sína eins og
óvart en aðrir eru valdir af nyög
meðvituðu handahófi. Enn aðrir -
og þeir eru flestir - eru ónefndir
þó þá sé víða að finna. Læt mér
Jóhann
árelíuz
BÓKMENNTIR
Smásögur
VATNSFÓLKIÐ
Einfalt en
Gyrðir Eliasson.
Kápumynd og myndskreytingar: El-
ías B. Halldórsson.
Mál og menning, 1997 -171 bls.
í ÞESSU safni 25 smásagna er
Gyrðir á svipuðum slóðum og oft
áður. Einfaldleiki sveitarinnar
gegnsýrir söguefnið, gnauð vinds-
ins, flug fugla og aðvífandi þoku-
bakki eru efni í verðugar frásagnir.
Með því helsta sem brýtur hvers-
dagsleikann eru t.d. reglubundnar
uppáhellingar og væntanleg rútan.
Ætla mætti að efniviður af þessu
tagi fleytti frásögninni skammt. En
það er öðru nær.
I Vatnsfólkinu, sem smásagna-
safnið ber heiti af, er sagt frá systr-
um tveim, fáfengilegum orðaskipt-
um þeirra eina kvöldstund. Þar ber
jafnt á góma Steingrím Thorsteins-
son, glæpamynd í sjónvarpi og te
fyrir tvo. Yfir öllu er ró og kyrrð
sem ekkert fær hnikað, ekki einu
sinni stórháskinn í lok sögunnar.
þó margrætt
ítalska stellið er að
mörgu leyti dæmigerð
frásögn í anda Gyrðis.
Þetta er stutt smásaga,
vel byggð. í hana er
raðað persónum, atvik-
um og staðháttum sem
öll stefna markvisst að
því að skýra megin-
hugmynd sögunnar.
Eins hversdagslegir
hlutir og leirtau öðlast
ákveðna merkingu.
Gamla búðin, brot-
hættir diskar og bollar,
garðar (skemmtigarð-
ur og kirkjugarður)
verða ígildi forgengi-
leikans. Allt fram streymir enda-
laust - „og okkur fjölgaði, en disk-
unum fækkaði hægt
og hægt“.
Sögur þessa safns
skiptast í tvö horn þeg-
ar litið er til beinnar
orðræðu persóna. í
Vatnsfólkinu bera
samtölin uppi söguna,
hún gæti mætavel
staðist sem stuttur
leikþáttur. Um dimm-
an dal gerist hins vegar
í hugskoti einnar per-
sónu á ferð. Fáeinar
aðrar persónur eru
nefndar án þess að
koma frekar við sögu.
Burt er saga um
tregablandinn viðskilnað. Samræður
persóna eru naumar en dramatísk-
Gyrðir
Elíasson
BÓKMENNTIR
Skáldsaga
LOKAORRUSTAN
Höfundur: C.S. Lewis. Myndir: Paul-
ine Baynes. Þýðing: Kristín R
Thorlacius. Útgefandi: Muninn bóka-
útgáfa, Islendingasagnaútgáfan
1997.194 síður.
ÞETTA er sjöunda, og síðasta, bók
höfundar um töfralandið Narníu, því
kærkomin þeim, er af fyrri bókunum
hafa hrifízt, öðrum hvatning, til þess
að kynnast bókaflokknum nánar.
Höfundur, margheiðraður sagna-
meistari og kennari, kunni (d. 22.11.
’63) sannarlega að hvetja lesendur
til fylgdar upp ijallið hátt, svo hátt
að margan sundlaði, missti raunskyn,
tók að svífa um í dulheimum, þar sem
skii tíma og rúms eru öll rofín: Verur
af mörgum sviðum hnattahylsins
birtast á tjaldi og taka þátt í leikn-
um; dýr, sum, tala mál manna; skóg-
ardísir dansa, og jafnvel gamlar hest-
húsdyr breytast í hið „gullna hlið“.
Sjálfselskufullur api
Tónsproti töfraleiks sögunnar er
í höndum Skippa, gamals, args,
sjálfselskufulls apa, sem kann svo
sannarlega þá list að æra lýð til
hlýðni. Til þess notar hann hræðsl-
una við „guðdóminn“ Aslan, ljónið
Ljós og
myrkur
t íikast ít
mikla, sem þrátt fyrir
allt er hin æðsta hug-
sjón allrar tilveru. Ap-
inn segist hafa vald sitt
frá honum, og til að
sanna það, leiðir hann
fram, í húmskuggum
kvölds og reykjarsvælu
báls, lúinn asna, Púsla,
klæddan í húð af ljóns-
hræi, er þeir höfðu
fundið. Annað leggst
apanum og til í barátt-
unni um hefðarsætið,
moldarlitir Kalormínar,
er fara um foldu undir
gunnfána Tass, hins illa
anda. Þeim hafði tekizt
að hlekkja Tirían, hinn
sanna konung Narníu, við tré, og
þar beið hann varnarlaus örlaga
sinna, kallandi á Aslan
og allar góðar vættir
sér til hjálpar.
Skil góðs og ills
Svo dimmt var yfir
Narníu-degi, að margur
sá ekki skil góðs og ills,
steypti í sömu skál, og
úr varð andinn Tasslan,
líflaust leirhnoð. Allar
nætur eiga sér morgun,
og bænakalli Tiríans
konungs er svarað með
sjö vinum Namíu, eink-
um telpunni Júlíu Pól
og snáðanum Elfráði
Skúta. Við sjáum fagr-
an morgun renna, en
eg ræni ekki lesanda ánægjunni að
kynnast þeim degi.
Kristín R.
Thorlacius
þar nægja að nefna Akureyri og
Vopnafjörð svo og gamalgróna
kirkjugarðinn við Suðurgötu. Þá
er víða að finna bæði leyndar og
ljósar vísanir til annarra skálda,
sem öll eiga það sameiginlegt að
vera spræk þó sum séu löngu lát-
in. Nota ég tækifærið í skýringum
þeim sem fylgja Par avion og
votta eldri samheijum mínum og
vinum eins og Jóni Oskari og Sig-
fúsi Daðasyni heitnum vinsemd
mína og virðingu. Sama gildir um
Jóhann skáld Jónsson, Jóhann Sig-
uijónsson og Tómas Tranströmer.
Fleiri eru á ferðinni en ónefndir."
VÍTT OF VEGA
Febrúarsólin skín
á kaun og mein
Úlfasund skyggnd
af Höfuðbólsbrú
Jökullinn skyr
á bláum diski
bernskunnar
Fjarlægðin fjalla best
í sjóndeiidarhring
sem ieikur við
kvurn sinn fingur
Ó útlínur bakvið minnið
Ó ímyndun hrein og skær!
ar. (Var þetta ekki einhvern tíma
nefndur harðsoðinn stíll?). Hið
ósagða æpir út á milli línanna og
klippt og skorin sviðsetning kemur
í stað margra orða: „Hún rétti fram
hönd og lagði á hönd hans, hann
kippti henni að sér: hún þaut yfír
vaxdúksgrösin einsog vindblær
stryki dalbotn." Vaxdúkurinn leikur
hér stórt hlutverk og skilar andblæ
sögunnar vel í lokaorðunum: „Hún
lokaði augunum og hallaði sér fram
á borðið; hvíldi höfuðið í blágresis-
hvamminum, skammt frá fossinum."
Vatnsfólkið er vitnisburður um
höfund sem hefur fundið traustan
farveg í ritferli sínum. Ungur kom
Gyrðir fram sem óvenju þroskaður
höfundur með sterk sérkenni. Þessi
sérkenni hefur hann þroskað enn
frekar með Vatnsfólkinu og aukið
ýmsu við. T.d. bregður nú oftar við
en áður að söguatvikin kalli fram
bros, gráglettnin smeygir sér víða
fram. Tungutakið er auðugt og
óþvingað og frásögnin helst í hendur
við sterka byggingu sagnanna.
Vatnsfólkið geymir marga sprota
sem fýsilegt væri að sjá síðar vaxa
í stór verk.
Ingi Bogi Bogason
Höfundur vefur frásögn sína
þeirri dulúð, að engu er líkara en
hann segi: Þú ræður, lesandi góður,
hvert orð mín leiða þig. Aðeins eitt
skal þér vera ljóst, að eg er að ræða
um baráttu góðs og ills; dauða og
lífs. Hvort eg er að tala um trúmál;
stjórnmál eða eitthvað allt allt ann-
að, er undir þroska þínum komið,
eg aðeins gára flötinn en þroskaöld-
urnar þínar þekki eg ekki. Það er
einkenni góðra sagna, að þær eru
leiðarvísar inní marga furðuheima,
ekki aðeins einn, og því hægt að
nálgast efni þeirra á nýjan og nýjan
hátt, hvert sinn sem til bókarinnar
er leitað. Svo er um þessa, hún vek-
ur ekki eina spurn, heldur margar.
Hinn írski höfundur gerir því kröfur
til lesandans, honum er alls ekki
hlátur í huga. Hann unni þessari
jörð, og lét sér ekki á sama, hvort
stefnt er í eða úr myrkrahylnum.
Þann boðskap óf hann í ævintýrið
um Narníu. Þýðing Kristínar er mjög
góð, málharpan hljómmikil og hljóm-
fögur í höndum hennar, sýnir, að
hún nálgast móðurmálið sem lotn-
ingarfullt barnið.
Myndir hefði eg kosið skýrari, þær
minna mig, margar, á lélegt ljósrit.
Prentverk allt og frágangur útgáf-
unni til sóma.
Góð bók sem gerir kröfur til les-
andans.
Sigurður Haukur Guðjónsson
Nýjar bækur
• VÍNLANDSGÁ TAN er eftir Pál
Bergþórsson.
Vínlandsgátan fjallar um landa-
fundi norrænna
manna í Vestur-
heimi um árið
1000, ogþáaðal-
lega Leifs heppna,
Þorvalds Eiríks-
sonar og Þorfinns
karlsefnis. Höf-
undurinn, Páll
Bergþórsson,
leggur Vínlands-
sögurnar, Grænlendinga sögu og
Eiríks sögu rauða, til grundvallar,
rekur Vínlandssögurnar áfanga eftir
áfanga og kortieggur leiðir manna
og dvalarstaði. Lýsingar sagnanna
eru bornar saman við þá þekkingu
sem afla má á annan hátt um siglin-
gatækni fornmanna, staðhætti, loft-
slag, gróður og dýralíf í Vesturheimi
ogþjóðhætti indíána og ínúíta.
I kynningu segir: „Páll hefur ekki
látið þar við sitja í leit sinni að lausn
Vínlandsgátunnar. Sjálfur lagði
hann land undir fót í tengslum við
rannsóknir sínar, kannaði staðhætti
vestanhafs og fann meðal annars
villtan vínvið og sjálfsáið hveiti eða
villirís.“ í bókinni eru m.a. birt dag-
bókarbrot og ljósmyndir úr þeirri
ferð hans.
Páll Bergþórsson er löngu lands-
kunnur fyrir störf sín, rapnsóknir
og skrif um veðurfræði. í Vínlands-
gátunni fetar hann að nokkru aðrar
slóðir og skoðar fornar heimildir frá
nýjum og heillandi sjónarhóli sem
þó stendur á traustum fræðilegum
grunni.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er277bls., unnin íPrent-
smiðjunni Odda hf. Kápuna gerði
Birgir Andrésson. Verð: 3.980 kr.
• MORÐIÐ í stjórnarráðinu er
eftir Stellu Blómkvist.
í kynningu segir: „Hér er á ferð-
inni ný íslensk spennusaga úr sam-
tímanum sem íjallar um lögfræðing-
inn Stellu, sem er orðheppin og harð-
soðin, nokkuð upp á karlhöndina og
finnst viskísopinn góður. Hún brynj-
ar sig með spakmælum frá mömmu
og sérhæfir sig í að innheimta skuld-
ir sem hún hefur keypt. Þegar ná-
ungi úr undirheimunum, kallaður
Sæmi súla, vill fá hana sem réttar-
gæslumann um miðja nótt segir hún
strax nei.“
Bókin er233 bls., prentuð í Sví-
þjóð. Verð: 990 kr.
• Lífsins tré er eftir Böðvar Guð-
mundsson.
Böðvar Guðmundsson hlaut ís-
lensku bók-
menntaverðlaunin
fyrr á þessu ári
fyrir Lífsins tré,
sem er framhald
af skáldsögunni
Híbýlum vind-
anna. Hér segir frá
örlögum fólks af
fyrstu og annarri
kynslóð Vesturís-
lendinga og sam-
bandi þeirra við ættingja í gamla
landinu. Bókin er 230 bls., prent-
uðíSvíþjóð. Verð:899kr.
0 ÉG beiti Aram er eftir William
Saroyan.
í kynningu segir: „Þetta sagna-
safn er einstakt í bandarískum bók-
menntum. Hin armenski tónn inn-
flytjendanna leynir sér ekki, en samt
er þetta ekki bók um þjóðerni. Þetta
er heldur ekki tilfinningaþrunginn
lofsöngur um horfna æsku. Sögurn-
ar um Aram, fjölskyldu hans, vini
og samferðamenn eru umfram allt
óður til mannanna, gæddar hljóð-
látri trú á lífið og viðgang hins góða
á jörðinni." William Saroyan (1908-
1981) var bandarískur rithöfundur
af armensku bergi brotinn. Hann
skrifaði smásögur, leikrit og skálcl-
sögur, en sú þekktasta þeirra er Ég
heiti Aram (útg. 1940). Hann var
mikill sagnameistari og þykir höf-
unda best hafa sýnt skoplegu hliðina
á hinum svokallaða „ameríska
draumi".
Gyrðir Elíasson þýddi. Bókin er
180 bls., prentuð í Svíþjóð. Verð:
799 kr.
Útgefandi bókanna er Uglan -
íslenski kiljuklúbburinn.
Páll
Bergþórsson