Morgunblaðið - 11.11.1997, Page 3

Morgunblaðið - 11.11.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 B 3 BÆKUR SUMARIÐ bak við brekkuna heitir ný saga eftir Jón Kalman Stefánsson. Sögusviðið er sveitin bak við Brekkuna, rétt handan við þjóðveginn. Per- sónurnar eru þær sömu og í fyrri sagnabók Jóns, Skurðir í rigningu, sem kom út á síðasta ári. „Ef þú ekur alltaf eftir þjóð- veginum þá missirðu af öllum smáatriðunum, undantekn- ingunum sem gefa lífinu lit,“ segir Jón. „Því er mikilvægt að þræða stundum fáfarna vegi hvort sem er í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu.“ I sveitina kemur persóna sem undarlegir straumar stafa frá. Veran á bláu strigaskónum stundar stífar, daglangar göngur með Postulanum, bónd- anum á Gilsstöðum, sem er að leggja lokahönd á það starf þriggja ættliða að skyggna Biblíuna og greina orð Guðs frá öðrum orðum. Sú saga kemst á kreik að hér sé sjálfur Guð á ferð en ef ekki Guð þá altént vera annars heims. Kenningin, sem varpað er fram eins og hveijum öðrum skáld- skap, vindur upp á sig og hefur áður en varir tekið öll völd í sveitinni. Skáldið Starkaður lifir samkvæmt því að skáldskapur sé ekki bara orð held- ur líka öll undarleg hegðun. Þegar óvæntir atburðir gerast fara persón- ur sögunnar að hegða sér undar- lega. „I mínum augum er stór hluti skáld- skaparins að koma á einhvern hátt á óvart. Að veita nýja sín á heiminn, á rigninguna, á sjálfan þig eða hreinlega koma á óvart svo þú verð- ur hissa,“ segir Jón. „ Hegðun er að hluta til það að bregðast við væntingum ann- arra. Um leið og þú gerir einhvað sem brýtur í bága við hugmyndir annarra um þig kemurðu á óvart.“ Skáldsagan kemur á óvart með því að taka stjórnina af höfundinum. Er höfundurinn að skálda eða er skáld- sagan að skálda höf- undinn? „Ég er að fást við sígilda spurningu, sem mér hefur ekki enn tekist að svara, um það hvað sé skáldskapur og hvað sé veruleiki. Minning okkar um atburði er kannski skáldskap- ur að vissu leyti því ómeðvitað breytum við minningunni. Maður veit í raun aldrei hvað gerðist og hvað gerðist ekki. Segja má að fortíð hvers og eins sé að hluta til skáldskapur en um leið verður skáldskap- urinn sjálfstæður veruleiki sem hefur áhrif á þig í nútíð- inni. Persónur sögunnar myndu aldrei fyrirgefa mér það ef ég segði að þær væru ekki til, þær væru bara skáld- skapur. Eg væri ekki bara að svíHja þær, ég væri að móðga þær.“ EN HÉR væri hann kominn á fund Starkaðs og legði líf sitt í orð skáldsins. Hann vantaði ljóð sem segði hug hans allan. Sem kæmi tilfinningum hans til skila en sýndi jafnframt að hann, Óli í Skógum, væri enginn búskussi sem tæki draumavingl fram yfir búskapinn; ljóð sem hann gæti rétt henni eða jafnvel sent í pósti, já best þannig, þá gæti hún lesið í góðu tómi og síðan kveðið upp úrskurðinn sem skildi að líf og dauða. Ég vara þig við, sagði Starkaður þegar hann hafði samþykkt að taka að sér að bjarga lífi með orðum: þetta verður ekki rímað ljóð. Mér er alveg sama, gegnir Óli. Nei, heldur skáldið áfram, það elskar enginn rímað núorðið, kjamorkusprengjur yfir Hirosíma og Nagasaki sundruðu endanlega öllu rími. Mér er alveg sama, endurtók bóndinn; kjarn- orkusprengjur eða rím, ég hef ekk- ert vit á þessu, veit bara að ég er að veslast upp, sjáðu, buxumar rétt hanga utan á mér. Á fjórum vikum hef ég þrengt beltið um fjög- ur göt, ég horast til dauða fyrir haustið, segir Óli og þá spyr Stark- aður: Hvemig er hún? Úr Sumrinu bak við Brekkuna. Fortíð okkar er að hluta skáldskapur Jón Kalman Stefánsson Úr hyljum mannssálarinnar BOKMENNTIR Þýdd skáldsaga MINNISBLÖÐ ÚR UNDIRDJÚPUNUM eftir Fjodor Dostojevskí. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og ritaði for- mála. Mál og menning 1997.139 bls. INGIBJÖRG Haraldsdóttir held- ur áfram að auðga íslenska bók- menntaflóru með þýðingum sínum á verkum rússneska rithöfundarins Fjodors Dostojevskí. í þetta sinn kemur út þýðing hennar á því verki Fjodors Dostojevskí sem markaði upphafið að blómaskeiði rithöfund- arferils hans, eins og Ingibjörg seg- ir sjálf í formála að þýðingunni. Þetta er skáldsagan Minnisblöð úr undirdjúpunum sem þrátt fyrir mikla kynngi telst ekki til höfuð- verka skáldsins. Eins og Ingibjörg bendir á í formálanum er gildi hennar hins vegar falið í því að hún tæpir á nokkrum þeim umfjöllunar- efnum sem skáldið átti eftir að glíma hvað mest við í öndvegisverk- um sínum, svo sem Glæp og refs- ingu og Djöflunum. Þessi skáldsaga hefur raunar merkilega skírskotun fram til svo- kallaðra umræðuskáldsagna sem nú eru algengar. Bókin skiptist í tvo hluta og er sá fyrri eins konar heimspekilegur inngangur að þeim síðari þar sem hin eiginlega saga er sögð. í fyrri hlutanum eru með öðrum orðum reifaðar hugmyndir sem oru ofarlega á baugi í um- ræðu samtímans (sagan kom út árið 1864) en í þeim síðari er sögð eins konar dæmisaga sem á að styðja við skoðanir höfundar á þeim hugmyndum. F)jodor Dostojevski í fæstum orðum sagt þá er bókin skrif- uð gegn óbilandi bjartsýni samtímans og óbilandi trú hans á skynsemi mannsins og góðvilja - kannski sérstaklega góðvilja, en bókin hefst á þess- um orðum: „Ég er veikur maður ... Eg er vondur maður. Óvið- felldinn maður er ég. Ég held mér sé illt í lifrinni.“ Sagan gerir ýmist gys að samtíma sínum eða fjallar um hann af fyrirlitningu. Snúið er út úr viðteknum gildum með hreinum skætingi; letin er upp- hafin, iðja fagurfræð- inga og velmeinandi listrýna er dregin sundur og saman í háði og vísindaþekk- ingu samtímans hampað í írónískum tón. Öllu, sem gert er í nafni skynsemi, nyt- semi, fegurðar og góðvildar, er með öðr- um orðum gefið langt nef: „Ó, bara ef það væri letinni einni að kenna að ég geri ekki neitt! Drottinn minn, þá mundi ég sannar- lega bera virðingu fyrir sjálfum mér.“ Bókin hefur komið eins og blaut tuska í andlitið á samtíma sínum þegar menn voru svo að segja nýfrelsaðir frá villum tilfinn- inganna af skynseminni, rökhyggj- unni. Dostojevskí kallar sögumanninn þversagnameistara sem er einmitt lýsandi fyrir andóf hans og frá- sögnina sem sprettur úr hyljum mannssálarinnar, undirdjúpunum. Þar fer þessi barátta fram á milli óvinveittra afla, á milli hins góða og hins illa í manninum. Þessi sögumaður er raunar afar nútíma- legur því hann lætur lesendur ekki í friði; talar til þeirra og potar í þá með at- hugasemdum um ímyndaðar skoðanir þeirra. Biekking skáldsögunnar er þannig rofin á sama hátt og gert hefur verið í skáldsögum síðustu ára. Minnisblöð úr und- irdjúpunum er stund- um óþægileg lesning, einkum í lýsingum sögumanns á illsku sinni, jafnvel hreinni illgirni. En hún er líka á köflum bráðfyndin, ekki síst vegna þess að þrátt fyrir að vera meira en hundrað ára gömul hittir hún enn í mark í gagnrýni sinni á hina ódrepandi skynsemistrú manns- ins og meinlegum at- hugasemdum um þarflausa iðju hans á mörgum sviðum. Þrátt fyrir óþægindin er lesturinn því á stundum óborganleg- ur. Gagnrýnandi hefur engin tök á því að bera saman þýðingu Ingibjargar við frum- texta. Þýðingin er hins vegar afar læsileg eins og aðrar sem Ingibjörg hefur sent frá sér á undanförnum árum en þar á meðal eru fjórar skáldsögur eftir Pjodor Dostojevskí. Þröstur Helgason Ingibjörg Haraldsdóttir Nýjar bækur • MEÐ bálfum huga er eftir Sig- urð A. Magnússon. í bókinni segir á einum stað: „Þegar maður skilgreinir sjálfan sig í samhengi við söguna, er það skáldskapur eins og sjálf sagan er skáldskapur, því hún er ekki annað en saga vindanna. Maður getur með sama réttmæti rökstutt at- hafnir sínar með tilvísun til erfða- vísanna. Maður getur líka skírskot- að til stjarnanna: ég hagaði mér svona afþví að ég er hrútur. Líka má taka Guð sér til fulltingis: ég gerði þetta afþví það var Guðs vilji. Loks má grípa til goðsagnarinnar: ég hagaði mér svona afþví röddin í brjósti mér bauð mér það. Að sönnu hef ég í þessu verki á stöku stað stuðst við dagbókarslitur, kafla úr bréfum eða birtum greinum, en allt er það efni fellt inní viðeigandi goðsögn.“ í bókinni Með hálfum huga held- ur Sigurður A. Magnússon áfram þroskasögu sinni sem hófst með metsölubókinni Undir kalstjörnu, en klæðir ekki lengur frásögn sína í skáldsögubúning heldur stígur sjálfur fram. „Einna markverðast er þó hversu sjálfsskoðun höfundar er einlæg og hispurslaus“, segir í kynningu. Bókin er prýdd fjölda mynda. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 428 bls., unnin íPrent- smiðjunni Odda hf. Málverk á kápu er eftir Louisu Matthíasdóttur. Kápuna hannaði Anna Cynthia Leplar. Verð: 3.980 kr. Sigurður A. Magnússon Fæddist aldrei ÉG fæddist aldrei. Á þessum orðum hefst nýjasta skáldsaga Rúnars Helga Vign- issonar, Ástfóstur, og af þeim má ráða eilít- ið undarlega stöðu sögumanns hennar en hann er fóstur, og það sem meira er, fóstur sem var eytt og ætti því í raun ekki að vera til leng- ur. „Þetta er að stofni til ástarsaga sem er sögð af fóstri," segir Rúnar Helgi. „Aðal- sögupersónan er kona sem lét eyða þessu fóstri en það lifir áfram með henni, og reyndar körlunum tveimur sem að því komu einnig, ráðsettum rektor við Skálholtsskóla og ung- um pilti. Lykillinn að þessari frá- sagnaraðferð er sem sé sá að fóstri verður aldrei fullkomlega eytt, það lifir áfram í huga þeirra sem það áttu. Aðalsögupersónan er að rifja þessa fóstureyðingu og aðdraganda hennar upp tutt- ugu árum eftir að hún átti sér stað vegna þess að hún er aftur orðin ólétt. Sagan fjallar um þetta val sem fólk getur staðið frammi fyrir og afleiðingar þess fyrir bæði það sjálft og afkom- endur þess.“ Rúnar Helgi segir að það hafi vissulega sett sig í svolítið skrýtna aðstöðu að skrifa út frá sjónarhorni fósturs. „Þetta er frekar óvenjulegt og auðvitað er þetta fyrst og fremst skáidlegt sjónarhorn. Ég er að taka mér ákveðið skáldaleyfi en fóstrið er hugsað sem holdgerving hugs- ana og tilfinninga persóna sög- unnar. Það er þannig bæði ást- fóstur og hugarfóstur í þeim skilningi. Það hafa bæði menn og konur hissað sig á því að karlmaður skuli skrifa bók sem þessa, bæði vegna þess að aðalpersónan er kvenkyns og svo fjallar sagan að miklu leyti um ólétt- ur og fóstur og bamsfæðingu. En ég hef svo sem ekkert svar við þvi. Ég reikna með því að þráin eftir því að vita hvernig væri að vera hitt kynið, sem Guð- bergur Bergsson tal- aði einu sinni um, sé þarna að koma upp á yfirborðið hjá mér.“ Rúnar Helgi segist hins vegar ekki vera að fjalla á pólitískan hátt um fóstureyðing- ar. „En ég býst við því að þeir lesendur sem hafa glímt við þær spurningar og tilfinningar sem fylgja því að ákveða fóstureyð- ingu kannist kannski við ýmis- legt í þessari bók.“ EG fæddist aldrei. En ég var til, því ég kom undir á venjulegan hátt, að vísu við óvenjulegar aðstæð- ur. Ég var til nokkrar dýrmætar vikur og hefði orðið lögráða um þessar mundir ef mér hefði ekki verið styttur aldur. Það var gert með lögmætum hætti einn bjartan sumardag og var móðir mín svo stutt gengin með að kyn mitt var enn á huldu. Kynlaus fór ég því á órannsakanlega stigu og hvorug- kyns segi ég mína sögu eins og ég þekki hana best. Faðemið veit held- ur enginn mennskur maður með vissu, reyndar er eins víst að ég sé tvífeðra, því tveir komu til álita, annar ungur maður og óharðnaður eins og móðir mín, hinn töluvert ráðsettari. Það kann því vel að vera að ég sé eining sönn í þrennum greinum. Úr Ástfóstri Rúnar Helgi Vignisson Nýjar brýr? ÞAÐ er harla óvenjulegt að inn- bundin útgáfa skáldsögu sé á met- sölulistum í Bandaríkjunum í heilt ár samfellt. Minnisbókin (The Netbook) eftir Nicholas Sparks hef- ur nú setið meðal söluhæstu bóka þar í landi frá því í október í fyrra. Hún hefur selst í 816.000 eintökum og verið prentuð 17 sinnum. Vel- gengni bókarinnar hefur helst verið líkt við gengi skáldsögunnar Brýrn- ar í Madisonsýslu eftir Robert James Waller og þykja höfundamir raunar slá á svipaða strengi. Báðar bækurnar eru líka frumraun þeirra á skáldsagnasviðinu. Útgáfuréttur- inn á bókinni hefur verið seldur til 25 landa og New Line Cinema mun heQa framleiðslu á kvikmynd eftir bókinni á síðari hluta næsta árs. Minnisbókin kemur út í íslenskri þýðingu Sigríðar Halldórsdóttur hjá Vöku-Helgafelli nú í nóvember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.