Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 4

Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Nýjar bækur • íDAG varð ég kona er eftir Gunnar Dal. í kynningu segir: „Söguhetjan í bók Gunnars Dal er Guðrún - ung stúlka sem ritar dagbók og trúir henni fyrir hugs- unum sínum. Hún sér hlutina í nýju ljósi og skilur nýj- um skilningi. Guð- Gunnar rún hlustar eftir Dal lífinu, nið aldanna og visku kynslóðanna. Hún sökkvir sér í ævafornar goðsögur og heill- ast af þeim. Guðrún gengur inn í hin helgu vé karlmanna - goðsög- una þar sem karlmaðurinn skil- greinir sig sem herra og guð jarðar - konuna sem eign og herfang sitt. Þarna liggja dýpstu rætur misrétt- is. Guðrún er hin nýja kona. Hún krefst jafnréttis og lætur ekki skipa sér til sætis. Hún tekur sér sæti.“ Gunnar Dal hefur gefið út yfir 50 bókmenntaverk á tæplega 50 ára jithöfundarferli. Útgefandi er Vöxtur. Bókin er 192 blaðsíður og kostar kr. 3.870,- • MINNINGARBROT Sigurðar Lárussonar frá Gilsá eru minninga- greinar og greinar um ýmis efni eft- ir hann. Einnig eru sýnishom ljóða og lausavísna eftir Sigurð og bróður hans, Stefán Ragn- ar, sem lést ungur. Birt er viðtal Ei- ríks Eiríkssonar við ______________ Sigurð, Hér vil ég Sigurður una ævi minnar Lárusson daga, alla sem Guð mér sendi. Útgefandi er höfundur og fæst bókin sem er 183 síðurhjá honum. Héraðsprent hf. Egilsstöðum prentaði. • LISA í Undralandi og Galdra- karlinn í OZ eru í þýðingu Stefáns Júlíussonar. Sögurnar hafa verið styttar og endursagðar og eru hent- ugt lesefni fyrir börn sem farin eru að lesa af sjálfsdáðum. „Glæsilegar litmyndir og Ijós og greið frásögn falla hér saman á skemmtilegan hátt,“ segir í kynn- ingu. • Bangsi lærir að lesa er í þýðingu Jóns Orra. Þessi bók kom út árið 1994 og seldist fljótt upp. Bangsi litli býður öllum börnum heim í húsið sitt til að skoða með sér myndir. Og ef pabbi og mamma, afi og amma hjálpa okkur þá lærum við smám saman að þekkja stafina og lesa. Á hverri blaðsíðu eru marg- ar litmyndir. • Augun hvarfla til ogfrá og Bátsferðin - reiptogið er í þýðingu Stefáns Júlíussonar. Tilvaldar til að sýna ólæsum börnum og lesa fyrir þau. Og líka handa börnum sem sjálf eru byijuð að lesa, segir í kynningu. • Dýrin okkar - oghlustið er í þýðingu Jóns Orra. Harðspjaldabók með litmyndum úr sveitinni. Og þar eru dýrin okkar: hestur, kind, kýr, köttur, lambið, og haninn. Um leið og bókinni er flett er stutt á hljóm- borðið og dýrahljóðin heyrast. Útgefandi bókanna fjögurra er Setberg. • LEIKIR á léttum nótum er eftir Bryndísi Bragadóttur. Leikirnir í þessari nýju bók eru sagðar henta vel til skemmtunar og gamans í barnaafmælum og á mannamótum, eða heima þar sem fjölskyldan er saman komin á góðri stund. í inngangsorðum segir m.a.: „Hér er leitast við að setja saman á einn stað sem fjölbreyttast úrval af leikj- um, keppnum og þrautum sem nota mætti við hin ýmsu tækifæri, t.d. í afmælum, á skemmtunum eða heima þegar fjölskyldan er saman. Leikir eiga fyrst og fremst að vera til skemmtunar og gamans, bæði fyrir þátttakendur og áhorfendur. Mikil- vægt er að hafa alltaf í huga að ekki skiptir mestu máli hver sigrar heldur það að vera með og hafa gam- an af.“ Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er 72 bls. Teikningar gerði Brian Pilk- inton. Prentvinnslu sá Oddi hf. um. Úr síðustu ferð Sigfúsar til Frakklands sumarið 1996. Myndin af þeim Sigfúsi og Guðnýju Ýri er tekin á bökkum Signu en síðasta ljóð bókarinnar, um alskínandi apríl-lauf ,minnir GuðnýjuÝri á þessa ferð. Heima glaður og við gesti reifur Ljóðabókin Qg hugleiða steina er síðasta ljóðabók Sigfúsar Daðasonar skálds sem lést í fyrra. Sigrún Oddsdóttir blaðar í bókinni og ræðir við ekkju skáldsins, Guðnýju Ýrí Jónsdóttur, um manninn Sig- fús, daglegt líf hans og áhugamál. BRÁÐUM er liðið ár frá andláti Sigfúsar Daða- sonar skálds, en hann lést í desember. Berst okkur þá í hendur ljóðabókin Og hugleiða steina, sem Sigfús kallaði í vinnu- drögum „Sjötta kver“. Þorsteinn Þorsteinsson annaðist lokafrágang bókarinnar að beiðni Sigfúsar. Bókin skiptist í fjóra hluta, alls 29 ljóð. Framan við hvern bókar- hluta eru blýantsteikningar Arng- unnar Ýrar af fjöllum og skýjum, saman mynda teikningarnar og ljóð Sigfúsar heildstætt og gott lista- verk. Einkunnarorð verksins eru: Les pierres [...] ne perpétuent que leur propre mémoire eftir Roger Caill- ois. Á íslensku: Steinarnir geyma aðeins eigin minningu. Eins og fram kemur í eftirmála Þorsteins Þorsteinssonar um útgáf- una, setti Sigfús sér stefnuskrá varðandi Ijóðabókina; þar segir: Síðasta ljóðakver: stefna. Tveir þættir aðeins: - Alveg einföld ljóð um kontakt við heiminn, einkalegur tími. - Um söguna og heiminn og örlög og heimstíma. Sigfús heldur stefnu bókarinnar, í henni eru alveg einföld ljóð um kontakt við heiminn. Hreinar mynd- ir, sem ekki eru lík fyrri ljóðum Sigfúsar, þó sjá megi á þeim ákveðna þróun t.d. í Jjóðabókinni Provence í endursýn. í bókinni eru einnig ljóð er fjalla um tímann, bæði hugleiðingar um tímann og liðnar stundir sbr. ljóðið Alltaf man ég Marseille/í æsku minni. Um sög- una sbr. ljóðið Suður yfir Mundía- fjöll og heiminn og örlög og heims- tíma. Hér eru á ferðinni síðustu Ijóð skáldsins, ef til vill nokkurs konar kveðjuljóð eða það sem kallað hefur verið „alterlyrik“. Nokkur ljóðanna varpa nýrri sýn á drauma og þrár Sigfúsar varðandi starf hans i þágu Ijóðlistarinnar, en það sem einkenn- ir verkið þó öðru fremur er sátt skáldsins að lokum. Og þá get ég víst ekki heldur - ef ég set sem svo að ég sé ég - gert öllu meira mér til varnar. Nema - ef guðunum væri það þægilegt - raðað saman nokkrum óhjúpuðum en þó ekki nema hálf-gapsæjum línum og reynt að skynja hvort þær tolla hver við aðra. Engar neðanmálsgreinar þá! Ekki neina bætifláka meðfram! Engar réttlætingar eftirá! Og ekki nema fjögurra atkvæða orð. 0 di ignoti! 0 deaeqque omnes! Ef yður þóknast það. - í allra mesta lagi. Enn örlar þó á einu og einu ljóði með svolítilli uppreisn og ádeilu á samtímann, smá stríðni og glettinni gleði. I fáum orðum erum við, með útgáfu ljóðabókarinnar Og hugleiða steina, ríkari en áður, enn hafa bæst við ljóð í perlur íslenskrar Ijóð- listar. Fyrir það erum við þakklát skáldinu, sem á þennan hátt birtist okkur nærri þó farinn sé. Orðskýringar og athugasemdir Þorsteins og eftirmáli hans varpa skýrari og gleggri mynd á verk, sem kemur út að skáldinu látnu. Og gefur okkur jafnframt innsýn í vinnubrögð Sigfúsar og opnar þannig augu okkar fyrir vandvirkni hans og djúphugsaðri heimspeki um menn og málefni liðins tíma. Síðasta ljóð bókarinnar hljóðar þannig: Ferðaðist þá loksins langsóttan óvissan veg. Og til þess aðeins að fá að hitta á ný alskínandi apríl-lauf. Á þennan hátt lýkur sjötta kveri Sigfúsar Daðasonar og því síðasta. Jafnhliða bókinni er kominn út nýr hljómdiskur með upplestri Sig- fúsar á eigin ljóðum. Á disknum eru fimmtán ljóð, hljóðrituð á árunum 1985-1995 og er ómetanlegt að eiga ljóðin í upplestri skáldsins sjálfs. Maðurinn Sigfús Dyrnar eru bláar eins og á mynd- um frá Iöndum við Miðjarðarhafið. Þar er gengið inn undirgang við Skólavörðustíginn og eins og fleiri hús skálda er inngangurinn að húsi skáldsins á bak við önnur hús. Þar tekur á móti mér Guðný Ýr Jónsdótt- ir kona skáldsins og býður mig hjart- anlega velkomna. Tilgangur heim- sóknarinnar er að fræðast um mann- inn Sigfús Daðason í tilefni útgáfu bókar hans Og hugleiða steina. Heimilið er hlýlegt. Mikið af bók- um, listaverk á veggjum og steinar í gluggum. Já! Steinar frá hinum ýmsu stöðum, sem skáldið heim- sótti. Einn líkist Ópinu eftir Munk. Annar stendur á skrifborði skálds- ins, holóttur og geymir skriffærin. Blóm í gluggum. Notalegt, menn- ingarheimili, laust við allt prjál nútímans. Nema þá þessir steinar. í ófullgerðu ljóði skáldsins er fjallar um dauðann segir: Dauður verður hver þrátt fyrir tryggðarheit og lífslof. Þær tryggðir sárra súta! Og mun fá að huga að hrækindum og hugleiða steina. Hvernig maður var Sigfús Daða- son? spyr ég Guðnýju Ýri. „Sigfúsi hefur verið lýst sem ar- MÁLVERK Ball istókrat í jákvæðri merkingu þess orðs, sem fáguðum menntamanni og heimsborgara. Hann var mikils metinn sem skáld og bókmennta- fræðingur. Hann hafði mikinn áhuga á franskri tungu, ljóðlist og menningu. Hann var listhneigður og naut bæði tónlistar og myndlist- ar. Auk Ijóðlistarinnar sinnti hann einnig útgáfumálum, fyrst hjá Máli og menningu og síðar í eigin út- gáfu, Ljóðhúsum. Sigfús kenndi einnig bókmenntir við Háskóla Is- iands og var prófdómari við þá stofnun og fleiri menntastofnanir í mörg ár. Þess má einnig geta að Sigfús var almennt listhneigður og naut bæði tónlistar og myndlistar. Sigfús var vandaður og heil- steyptur maður, tilfinningaríkur og skemmtilegur. Hann hafði gaman af börnum og umgekkst þau af mikilli alúð enda löðuðust þau að honum. Hann varð dætrum mínum traustur vinur og börnum þeirra, „afabörnunum“, frábær afi.“ Hvar leið honum best? „Sigfúsi leið best heima og í góðra vina hópi. Hann naut þess að taka á móti gestum. Ljóðlínan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.