Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 B 7
KÖFLÓTT LÍF
Köflótt
var lífhennar
eins og marglitir efnisbútar
sem falla ekki saman
hversu oft sem hún raðar
þeim.
Hún reyndi
aðgera við saumsprettur
lífs síns
en þótt nálin léki íhendi
hennar
slitnuðu saumarnir
jafnóðum.
Enn siturhún
með nál og tvinna
og reynir að raða saman
marglitum efnisbútum.
Orð segja ekki allt
HANDAN ORÐA er heiti nýút-
kominnar ljóðabókar Sigrúnar
Guðmundsdóttur píanókenn-
ara. Þetta er fyrsta bók höf-
undar en Sigrún hefur ort ljóð
um árabil og hafa sum þeirra
birst í blöðum.
„Ég yrki af sköpunarþörf og
einhvern veginn varð Ijóðið
fyrir valinu. Ljóðið heillaði
mig,“ segir Sigrún. „Misjafnt
er hvernig ljóðin verða til og
yfirleitt koma yrkisefnin ómeð-
vitað til mín. Ég trúi á undir-
meðvitundina og læt hana
vinna mcð mér. Flest ljóðin
skrifa ég upp aftur og aftur,
vakna stundum á morgnana
með hugmynd um
breytingu, stundum
mjög smávægilega,
eitt orð sem á að
hverfa eða breyta.
Sumum ljóðunum
breyti ég þó lítið.“
Ljóðin eru öguð
og Sigrún segist
vilja selja hugmynd-
ir sínar fram með
fáum orðum, ná
fram kjarnanum.
Orðin segja ekki allt
og handan þeirra
býr annar heimur.
„Vinnubrögð í tón-
listinni nýtast mér
Sigrún
Guðmundsdóttir
að því leyti við
ljóðagerð að þau
krefjast sömu ögun-
ar. A sama hátt
vinnur undirmeðvit-
undin með manni í
hvoru tveggja.“
Elstu ljóðin eru ort
fyrir árið 1990 en
þau yngstu eru frá
því snemma í vor.
Ljóðið Köflótt líf
fjallar um þraut-
seigju manneskj-
unnar. Lífið er eilíf
barátta en handan
við sársaukann er
von.
Ævi og ást-
ir læknis
Ingólfur Margeirsson
og Esra S. Pétursson.
BÓKMENNTIR
Endurminningar
Sálumessa syndara
Ævi Esra S. Péturssonar eftir Ingólf
Margeirsson. 272 bls. Útg. Hrísey.
Prentun: Steindórsprent-Gutenberg
ehf. Reykjavík, 1997.
INGÓLFUR Margeirsson hefur
þess háttar tök á máli og stíl sem
með þarf til að setja saman áhrif-
amikinn og magnaðan texta. Sömu-
leiðis hefur hann undravert lag á
að kafa ofan í sálardjúp sögumanna
sinna og koma þeim til að ljóstra
upp sínum leyndustu hugrenning-
um. Markmiðinu með söguritun
sinni lýsir hann hér skilmerkilega
í formála. í þeim efnum fetar hann
sig eftir ákveðinni línu sem honum
tekst að framfylgja út í ystu æsar
í þessari bók. Hann nefnir Freud.
Og ekki að ástæðulausu. Því kenn-
ingar Freuds koma mikið við sögu
í síðari hluta bókarinnar. Kemur
þá og á daginn að skoðanir höfund-
ar og sögumanns fara í mörgum
greinum saman hvað það varðar.
Sögumaðurinn, Esra Pétursson,
ólst upp á strangtrúuðu heimili, naut
í bernsku móðurumhyggju en jafn-
framt óskoraðs aðhalds frá kröfu-
hörðum föður, tókst eigi að síður
að bijótast undan aganum og lifa
fijálsu lífi á æskuárum, gaf sig á
vald þeirra lífsnautna sem buðust,
eignaðist síðan fjölskyldu og heim-
ili, var fyrst starfandi læknir í ís-
lensku sveitahéraði, síðar í höf-
uðstaðnum, loks sérfræðingur í
heimsborginni New York uns hann
á ný stefndi fleyi sínu til heimahafn-
ar til að eyða hér ævikvöldinu sem
reyndist þó ekki síður viðburðaríkt
en fyrri æviskeið. Þessi er í stórum
dráttum sólarsagan. En frásagnir
af ævistarfi og búferlaflutningum
er aðeins rammi utan um annað og
meira. Sögumaður hefur einatt verið
næmur fyrir umhverfi sínu; haft
áhuga á mannlífinu í kringum sig,
ekki hvað síst veikara kyninu! Hann
hefur svo sannarlega gert sér far
um að kynnast leyndardómum lífsins
frá sem flestum hliðum. Og ekki
aðeins ytra borðinu sem við blasir
daglega, miklu fremur hinu náttúr-
lega atferli sem undir kraumar og
frumhvatirnar stjórna. Sem læknir
er hann raunsær og hlutlægur, sem
einstaklingur getur hann verið
draumlyndur, allt að rómantískur.
Sjálfum sér lýsir hann með svofelld-
um orðum: »Ég hef alltaf verið leit-
andi sál; aldrei kyngt öllu sem að
mér hefur verið rétt.« Söguþræðin-
um samkvæmt má lýsing þessi vera
kórrétt. Þar við bætist að sögumað-
ur er kjarkmikill og áræðinn en jafn-
framt óstýrilátur. Óþrotleg er Iíka
mælska hans þegar hann segir frá
því sem honum er hugleikið. Og sem
sálkönnuður og sálgreinir, sem sjálf-
ur hefur gengist undir sálgreiningu,
telur hann sér skylt að leyna hér
engu hvað hann sjálfan varðar, segja
allt! Þar sem hann greinir frá ástum
sínum og fjöllyndi gerist hann t.d.
í hæsta máta berorður. Hvergi verð-
ur þó sagt að hann sé beinlínis gróf-
ur. Læknirinn kann sitt fag og get-
ur gripið til fagmálsins eða jafnvel
latínunnar þegar skilgreina þarf
hinn líffræðilega þátt ástarsælunn-
ar. Allt um það eru ástarsögur hans
huglægs eðlis — mestanpart. í end-
urminningunni verður ástalífið hvar-
vetna yfirskyggt af djúpstæðum
kenndum ef ekki hreint að segja —
trúarlegri dulúð.
Foreldrum sínum — með kostum
sínum og göllum — lýsir sögumaður
hispurslaust. Þau voru ólík; móðirin
umhyggjusöm og íhugul, faðirinn
örgeðja, trúhneigður, tilfinninga-
næmur og eirðarlaus. Sú var árátta
föðurins að vera einatt að flytjast
stað úr stað og heimsálfa milli með
fjölskyldu sína auk þess sem hann
var langtímum saman að heiman
vegna fyrirlestrahalds. Trúarhitinn
og hugsjónirnar virðast
ekki hafa veitt honum þann
sálarfrið sem hann hefur
þó sjálfsagt verið að sækj-
ast eftir. Drengurinn óttað-
ist föður sinn en naut skjóls
undir verndarvæng móður-
innar. Vart að furða þó
konur yrðu síðar áhrifa-
valdar og reyndar örlaga-
valdar í lífi hans!
Þegar Esra Pétursson
var starfandi læknir hér í
Reykjavík og hlaut ekki
þann frama sem hann sótt-
ist eftir fór honum sem
mörgum í hans stöðu: Hann
hvarf í skyndingu af landi
brott, til Ameríku. Og gerð-
ist meira að segja bandarískur ríkis-
borgari. Og þá hefst nýr kapítuli í
sögu hans. Þá — á sjöunda og átt-
unda áratugnum — voru að hefjast
þar vestra þær miklu hræringar
sem skóku bandarískt þjóðlíf.
Læknirinn tók fræði sín — og reynd-
ar líf sitt gervallt — til gagngerðs
endurmats.
Skemmst er frá að segja að Esra
Pétursson hefur aldrei lokast inni í
þröngum heimi vísindanna. Þvert á
móti hefur honum tekist að leggja
menntun sína við meðfætt bijóstvit
sitt og áunna lífsreynslu. Þess
vegna er saga hans allt í senn,
mannleg, lærdómsrík og trúverðug.
I lokaköflunum lítur læknirinn yfir
farinn veg. Þá hefur hann aftur
tekið barnatrú sína. Og meir en
svo. Því að hætti föður síns tekur
lífsnautnamaðurinn að boða hóf-
semi og sjálfsafneitun. Trúarheim-
speki hans er þar með fullmótuð,
ævistarfinu senn lokið. Ferðalang-
urinn hefur að lokum dregið skip
sitt af hafi.
Erlendur Jónsson
Deilt um bók um
kynfer ðisafbr ot
BÓKAVERSLANIR W.H.
Smith í Bretlandi hafa neitað
að selja nýja og afar umdeilda
skáldsögu eftir unga banda-
ríska skáldkonu, A.M. Homes.
Bók hennar „The End of Alice“
(Endalok Alice) fjallar m.a. um
barnaníðinga og hefur vakið
mikla reiði í heimalandinu og
Bretlandi. Útgáfa hennar vakti
hins vegar litla athygli í Dan-
mörku fyrr á árinu, að því er
segir í Politiken
Bresku samtökin NSPCC,
sem berjast gegn ofbeldi gegn
börnum hafa hvatt almenning
og bóksala til að hunsa bókina
sem fjallar ítarlega um kyn-
ferðisleg samskipti fullorðinna
við börn og um barnamorð.
Segir hún sögu kynferðisaf-
brotamanns sem situr í fang-
elsi fyrir morð á tólf ára stúlku.
Á maðurinn í bréfaskriftum við
unga konu, sem er gagntekin
af tólf ára dreng.
Afsökun fyrir
afbrotamenn
Höfundurinn hefur einkum
verið gagnrýndur fyrir þær
sakir að draga upp þá mynd
af börnunum að þau séu viljug-
ir þátttakendur og jafnvel
hvatamenn að kynferðisafbrot-
unum sem hinir fullorðnu
fremja. Telja áðurnefnd samtök
að bókin leggi kynferðis-
afbrotamönnum afsökun í
hendur og hún verði þeim bein-
línis hvatning til frekari af-
brota.
Fjallað hefur verið um málið
á forsíðum breskra blaða en
aðrar bókaverslanir en W.H.
Smith hyggjast selja bókina.
Sigrún Eldjárn til-
nefnd til H.C. And-
ersen verðlaunanna
H.C. Andersen verðlaunin eru veitt
á heimsþingi IBBY samtakanna
sem haldið er annað hvert ár, hið
næsta í Delhi haustið 1998. Þau
eru annars vegar veitt rithöfundi
en hins vegar myndlistarmanni og
mun ekki ofmælt að þau séu virt-
ustu verðlaun sem veitt eru á vett-
vangi barna- og unglingabók-
mennta í heiminum, enda eru þau
oft nefnd „Litlu Nóbelsverðlaun-
in“.
Tilnefndar
á heiðurslista
í tengslum við ráðstefnuna hef-
ur íslandsdeild IBBY sömuleiðis
tilnefnt þijár barnabækur á heið-
urslista IBBY samtakanna. Það
eru „Peð á plánetunni jörð“ eftir
Olgu Guðrúnu Árnadóttur. „Risinn
og skyrfjallið" sem er tilnefnd
vegna myndskreytinga Guðrúnar
Hannesdóttur og íslensk þýðing
Sigrúnar Árnadóttur á bókinni „Ég
sakna þín“ eftir sænska höfundinn
Peter Pohl. Bækur höfunda sem
hljóta tilnefningu til H.C. Andersen
verðlaunanna, svo og heiðurs-
listabækurnar, verða til kynningar
og sýnis á vegum alþjóðlegu IBBY-
samtakanna á bókastefnunni í
Bologna og víðar um heim árið
1998.
Börn og menning
íslandsdeild IBBY hefur nú
starfað í tólf ár og gefið út tíma-
rit sitt „Börn og bækur“ um það
bil tvisvar á ári. Nú á næstunni
mun það birtast í breyttri mynd
undir nafninu „Börn og menning".
Ætlunin er að fjalla þar um ýmsa
þætti barnamenningar og mun það
verða fyrsta tímaritið sem helgað
er eingöngu þeim málum á íslandi.
Nýjar bækur
• LEYNDARMÁL frú Stefaníu
er eftir Jón Viðar Jónsson.
Ævi- og listferill Stefaníu Guð-
mundsdóttur leik-
konu er eitt af
ævintýrum ís-
lenskrar menn-
ingarsögu. Hún
lést í blóma lífsins
árið 1926, tæplega
fimmtug að aldri,
en náði að marka
Stefanía djúp spor í leiklist-
Guðmundsdóttir arlíf Islendinga og
vinna ómetanlegt
brautryðjandastarf. Hún bjó yfir
segulmagni sem gerði hvort tveggja
í senn: að iaða almenning að leikhús-
inu og halda saman leikflokknum
sem var kjarni Leikféiags Reykjavík-
ur á fyrstu áratugum þess.
Hún naut
ómældrar virðing-
ar og aðdáunar
flestra samtíðar-
manna sinna og
Þorsteinn skáld
Erlingsson kallaði
leiklistina á íslandi
„landnám Stefan-
íu“. í sama streng
tók Einar H. Kvar-
an í eftirmælum
sínum um hana: „Hún var fyrsta
landnámskonan. Hún var morgun-
roðinn. Hún var vorið.“ Bókina prýð-
ir Ijöldi mynda sem margar hvetjar
hafa ekki birst áður.
Útgefandi er Mál og menning.
Leyndarmál frú Stefaníu er 440 bls.,
unnin íPrentsmiðjunni Odda hf.
Verð: 4.980 kr.
Jón Viðar
Jónsson
• RITIÐ Hallgrímsstefna kom út á
ártíð Hallgríms Péturssonar 27.
október sl. Ritið er með fyrirlestrum
sem haldnir voru á
ráðstefnu.
Helgi Þorláks-
sonfjallarum
aldafar sautjándu
aldar og leitast við
að leiðrétta út-
breiddar hug-
myndir um þá öld
en Siguijón Árni
Eyjólfsson skýrir
Hallgrímur
Pétursson
guðfræðina aðbaki Passíusálmun-
um. Vésteinn Ólason skrifar persónu-
lega hugleiðingu um ljós og myrkur
í kveðskap 17. aldar, Margrét Eg-
gertsdóttir gerir grein fyrir varð-
veislu kveðskapar Hallgríms og
Steinunn Jóhannesdóttir bregður upp
mynd af manninum. Helgi Skúli
Kjartansson ber Hallgrím saman við
Bach og þýski fræðimaðurinn Wil-
helm Friese skoðar Passíusálmana í
ljósi barokksins í Evrópu, en Þórunn
Sigurðardóttir setur ljóð Hallgríms
eftir Steinunni dóttur sína í nýtt sam-
hengi. Loks ritar Sigurbjöm Einars-
son biskup hugvekju þar sem hann
minnir á erindi Passíusálmanna við
okkar öld. Ritstjórar em Þómnn Sig-
urðardóttir og Margrét Eggertsdóttir.
Hallgrímsstefna er 130 síðurmeð
inngangi, nafna- og atriðisorðaskrá
og skrá yfir helstu rit og ritgerðir þar
sem fjallað er um Hallgrím Pétursson
og verk hans. Kápu hannaði Ingibjörg
Eyþórsdóttir. Ritið er hið fyrst í rítröð
Listvinafélags Hallgrímskirkju. Dreif-
ingu annast Hið íslenska Biblíufélag.
Ritið erfáanlegt í bókaverslunum og
kostarkr. 1.500.
Hjartað í helli
Berlín. Morgunbladið.
í TILEFNi af sýningu þýska þjóð-
minjasafnsins „Samskipti Þýska-
lands og Norðurlandanna 1800-
1914“, styrkir menningarmálaráðu-
neyti Berlínarborgar vetrardagskrá
um norræna menningu og listir. Á
komandi mánuðum munu margir
þekktari rithöfundar Norðurland-
anna kynna verk sín á bókmennta-
kvöldum í húsi Bertolts Brechts.
Síðastliðið föstudagskvöld lásu
Vigdís Grímsdóttir og Guðbergur
Bergsson úr verkum sínum. Kynnt
var þýsk þýðing bókar Guðbergs
„Hjartað býr enn í helli sínum“ og
„Svanurinn" sem kemur út á þýsku
á næsta ári. Andreas Vollmer lektor
í íslensku við Humboldt Háskólann í
Berlín las uppúr þýðingu sinni „Stúlk-
an í skóginum“ sem er fyrsta þýðing
á verkum Vigdísar á þýska tungu.