Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 C 3 ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR ÍÞRÓTTIR Keflavík - KR 90:80 Laugardalshöll: Undanúrslit í Eggjabikam- um, fimmtudaginn 13. nóvember 1997. Gangur leiksins: 2:0, 6:3, 6:9, 9:11, 22:11, 24:19, 30:21, 37:31, 40:39, 42:42, 44:42, 44:46, 53:49, 58:53, 68:56, 73:65, 76:70, 81:73, 90:80. Stig Keflavíkur: Dana Gingle 28, Guðjón Skúlason 22, Falur Harðarson 12, Gunnar Einarsson 10, Birgir Örn Birgisson 6, Hall- dór Karlsson 6, Kristján Guðlaugsson 4, Fannar Ólafsson 2. Fráköst: 19 í vörn - 6 í sókn. Stig KR: Hermann Hauksson 27, Nökkvi Már Jónsson 14, Kevin Tucker 13, Ingvar Ormarsson 7, Baldur Ólafsson 6, Ósvaldur Knudsen 6, Óskar Kristjánsson 3, Marel Guðlaugsson 2, Sigurður Jónsson 2. Fráköst: 20 í vöm - 8 í sókn. Dómarar: Leifur Garðarsson, Helgi Braga- son og Sigmundur Herbertsson. yillur: Keflavík 20 - KR 24. Áhorfendur: 500. UMFIM-UMFT 90:102 Laugardalshöll: Gangur leiksins: 0:2, 11:6, 25:16, 35:21, 37:29, 41:36, 45:44, 48:44, 48:46, 52:50, 56:50, 56:59, 65:62, 66:68, 73:70, 77:78, 78:78, 80:78, 80:82, 81:86, 85:86, 88:88, 90:93, 90:102. Stig Njarðvikinga: Petey Sessoms 32, Teitur Orlygsson 30, Páll Kristinsson 16, Friðrik Ragnarsson 4, Kristinn Einarsson 3, Guðjón Gylfason 2, Logi Gunnarsson 2, Jón Júlíus Árnason 1. Fráköst: 28 í vörn - 8 í sókn. Stig Tindastóls: Torrey John 50, Arnar Kárason 12, Sverrir Þór Sverrisson 12, Láms Dagur Pálsson 9, Hinrik Gunnarsson 8, Ómar Sigmarsson 6, José Maria Narang 3, Skarphéðinn Ingason 2. Fráköst: 21 í vörn - 9 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Kristinn Albertsson og Jón Bender. Voru ekki eins slakir og Njarðvíkingar vilja vera láta, en hafa oft dæmt betur. Villur: UMFN 27 - UMFT 27. Áhorfendur: Ríflega 500. Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Real Madrid - Maccabi (fsrael)..68:76 Alberto Angulo 15, Dejan Bodiroga 12, Alberto Herreros 11 - Oded Katash 21, Randy White 21, Constantin Popa 11. 3.500. Efes (Tyrkl.) - Limoges (Frakkl.).65:64 Petar Naumoski 26, Mirsad Turkcan 18 Limoges - Hughes Occansey 16, Nenad Markovic 12, Weis 12. 10.000. C-RIÐILL: Ulkerspor (Tyrkl.) 74 Hapoel (Israel) ................................74:56 Harun Erdenay 24, Michael Anderson 16 - Radisav Curcic 16, Kenny Williams 13. 10.000. D-RIÐILL: Bologna (ítal.) - Cibona......77:75 Wilkins 28, Fucka 17, Chiacig 13 - Mrsic 17, Grgat 14. 5.385. NBA-deildin Chicago - Washington..........83:90 Boston - Denver...............96:86 Indiana - Atlanta.............86:89 Orlando - Sacramento.........89:115 Toronto - Nwe York Knicks.....70:93 Houston - Philadelphia......100:114 Phoenix - Milwaukee..........103:95 Utah - Vancouver..............93:80 Golden State - Detroit.......71:102 Íshokkí NHL-deildin Pittsburgh - Washington.........1:4 ■Florida - NY Islanders.........2:2 NY Rangers - New Jersey.........2:3 ■Dallas - Boston................3:3 Edmonton - Carlolina............6:4 ■Anaheim - Montreal.............3:4 San Jose - Vancouver............2:5 Knattspyrna Spánn Athletic Biibao - Barcelona.....3:0 Javi Gonzalez (40.), Bittor Alkiza (50.), Ismaei Urzaiz (72.). 45.000. Stafa efstu liða: Barcelona...........11 8 1 2 24:13 25 Real Madrid..........11 7 3 1 19: 7 24 CeltaVigo ..........11 7 3 1 20:10 24 Espanyol ...........11 6 4 1 20: 6 22 A.Madrid.............11 6 3 2 27:12 21 Real Sociedad........11 6 3 2 16: 8 21 í kvöld Körfuknattleikur 1. deild karla: Austurberg: Leiknir- Stjarnan.20 Handknattleikur 2. deild karla: Seltj.nes: Grótta/KR_- Þór..20 ísafjörður: Hörður - Ármann.20 Fjölnishús:; Fjölnir - Selfoss.20.30 FELAGSLIF Herrakvöld Fram Herrakvöld Fram verður í félagsheimilinu við Safamýri í kvöld. Húsið verður opnað kl. 19. Ámi Gunnarsson er ræðumaður kvöldsins og Jóhannes Kristjánsson eftir- herma tekur upp þráðinn þar sem frá var horfíð hjá Fram fyrir ári. Torrey reið baggamuninn Setti persónulegt met; gerði 50 stig, 49% stiga UMFT TORREY John átti sannkallaðan stórleik í Laugardalshöll í gær- kvöldi þegarTindastóll vann Njarðvík, 102:90, eftirframlenginu. Með sigrinum tryggði Tindastóll sér sæti í úrslitaleik Eggjabikars ins á morgun en þar munu þeir mæta Keflvíkingum. Torrey John gerði 49% stiga Tindastóls, 40 ívenjulegum leiktíma og bætti tíu við í framlengingunni og lauk því ieiknum með 50 stigum og 13 fráköstum. Hann hitti úr 9 af 19 þriggja stiga skotum. Þó svo Torrey John hafi átt stærst- an þátt í sigri Sauðkrækinga var hann ekki einn og samheijar hans léku flestir Skuli Unnar ágætlega, bæði í vörn Sveinsson og sókn, og baráttan skrifar var til staðar. Njarð- víkingar byrjuðu mjög vel og virtust um tíma vera með leikinn í hendi sér, voru komnir í 35:21 er fímm mínútur voru til leik- hlés. Þá tóku Njarðvíkingar leikhlé og það nýttu Tindastólsmenn sér til fullnustu, komu til leiks á ný tilbúnir í baráttuna og með hana að vopni tókst þeim að minnka muninn fyrir hlé og komast síðan yfír eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Leikur- inn var í jámum. Tíu sinnum skipt- ust liðin á, um að hafa forystu og sjö sinnum var jafnt á komið með þeim og lokamínútumar í venjulegum leik- tíma vom æsispennandi. Er 2,45 mín. voru eftir fékk Petey Sessoms dæmdan á sig ruðning og fékk þar með sína fimmtu villu. Vafasamur dómur. Njarðvík var 77:75 yfir en Torrey setti niður þriggja stiga skot og Friðrik svarði með tveggja stiga körfu er tvær mínútur vom eftir. Ekkert var skor- að eftir það fyrr en í framlengingu. Taugarnar greinilega þandar til hins ýtrasta því menn hittu ekki og misstu boltann í sókninni þannig að framlenging var staðreynd. Sauðkrækingar komust yfir 86;81 en Njarðvík minnkaði muninn í í eitt stig, 85:86 en þá gerði Torrey átta stig og þá var kátt í Skagafirði því ljóst var að Tindastóll, sem varð Reykjavíkurmeistari í haust, var komið í úrslit og hefur aldrei náð eins langt í körfuknattleik. Norðanmenn léku vel eftir dálitla byijunarerfiðleika þar sem þeir hittu ekkert og virtust dálítið óstyrkir. Torrey var frábær og reyndu sam- heijar hans að koma boltanum til hans enda var hann í miklum ham. Arnar, Ómar, Sverrir og Hinrik áttu ailir ágæta spretti. Það háði þó Tindastóli að nokkrir leikmenn virt- ust ekki komast alveg í takt við leik- inn og fjölmörg mjög góð færi nýtt- ust ekki vegna einhverrar streitu sem virtist hijá þá. Sjálfsagt aðeins spennan yfir því að leika í Höllinni. Hjá Njarðvíkingum átti Sessoms ágætan leik svo og Teitur sem nú sýndi sitt rétta andlit, en það dugði ekki til. Páll átti einnig fínan leik. „Þetta var sætur sigur. Við töp- uðum fyrir Njarðvík heima í deild- inni og þetta var því mjög gott,“ sagði Torrey John eftir leikinn. Hann sagði að 50 stig væri met hjá sér því mest hefði hann gert 48 stig í leik, hér á iandi fyrir nokkrum árum. Páll Kolbeinsson, þjálfari UMFT, var einnig ánægður: „Þetta er í fyrsta sinn sem við komumst svona langt og í fyrsta sinn sem við erum hér í Höliinni. Ég lék að vísu nokkr- um sinnum hérna, en það er langt síðan. Við vorum hæstánægðir með að komast í undanúrslitin og himin- lifandi með að komast í úrslitaleik- inn. Torrey var alveg frábær og ég hef sjaldan séð annað eins.“ Morgunblaðið/Ásdís TEITUR Örlygsson, sem hér sendir boltann frá sér, og Tor- rey John, sem er til varnar, léku báöir stórvel í gær er Tinda- stóll lagði Njarðvíkinga f framlengdum leik. Barcelona fékk skell EFSTA lið spænsku deildarinnar, Barcelona, fékk skell í gærkvöldi er það sótti Athletic Bilbao, lokatölur 3:0. Ósigurinn hleypir spennu í deildina þar í landi þar sem aðeins munar nú einu stigi á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid og Celta Vigo sem koma næst á efir og sigruðu örugglega í sínum leikjum á miðvikudagskvöldið. Sigurviljinn var til staðar hjá heimamönnum frá fyrstu minútu leiksins á San Mames leikvanginum og var engin virðing borin fyr- ir andstæðingunum. Fyrsta markið kom á 40. mínútu eftir að vörn Barcelona var splundrað og miðherjinn Jaseba Etxeberria lagði knöttinn fyrir fætur Joses Zigandas sem skoraði. Fimnm mínútum eftir að flautað var til leiks í síðari hálfleik gerði Bittor Alikiza annað markið frá markteigshorni. Á 72. mínútu var sigurinn innsigl- aður er landsliðsmaðurinn Ismeal Urzais eftir einleik frá miðjum eigin vallarhelmingi og upp allan völl. Rivaldo átti góð marktæki- færi fyrir gestina en markvörður Bilbao, Imanol Exteberria, fór á kostum. FOLK ■ BALDUR Ólafsson leikmaður KR fékk skurð á höfuðið snemma í síðari hálfleik og lék ekki meira eftir það. ■ ÓSVALDUR Knudsen lék með KR-ingum í fyrsta skipti síðan í Reykjavíkurmótinu. Hann kom seint inn á og gerði tvær þriggja stiga körfur. ■ DANA Dingle tók 11 af 19 varnarfráköstum sem leikmenn Keflavíkur náðu í leiknum í gær- kvöldi. ■ STEINAR Kaldal var eini leik- maður KR sem ekki kom inn á í leiknum við Keflavík, en Sigurð- ur Ingimundarson þjálfari Kefla- víkur notaði hins vegar alla sína leikmenn. ■ BIRGIR Örn Birgisson, leik- maður Keflavíkur, og Ingvar Ormarsson KR-ingur voru einu leikmennirnir sem fengu 5 villur í leik Keflavíkur og KR. ■ GHEORGHE Muresen, hæsti leikmaðurinn í sögu NBA - 2,31 m, sem leikur með Washington Wizard verður frá keppni í sex vikur, eftir að hafa meiðst á ökkla í leik gegn Chicago Bulls. Morgunblaðið/Ásdís ÞAÐ war oft hart barist í fráköstunum í leik Keflavíkur og KR, en kapp er best með forsjá. Hér eru það Kevin Tucker, Nökkvi Már Jónsson og Dana Dlngle sem reyna að handsama knöttinn. Keflvfldngar kunna þá list KEFLVÍKINGAR kunna þá list að leika vel þegar mikið liggur við og vera skrefi á undan andstæðingi sínum. Það fengu KR-ingar að finna er félögin áttust við í undanúrslitum Eggjabikarsins í Laugardalshöll í gærkvöldi. Eftir að hafa gefið eftir ífyrri hálfleik komu þeir ákveðnir til leiks og léku sem ein heild í þeim síðari. Um leið innbyrtu þeir nokkuð öruggan 10 stiga sigur og sæti f úrslitaleiknum á laugardag- inn, lokatölur 90:80. Margir voru þeirrar skoðunar að nú væri tími KR-inga runninn upp og þeir sneru taflinu sér í vil að þessu sinni, en íslandsmeistar- arnir voru á öðru máli. Framan af fyrri hálfleik léku Keflvíkingar vel og þijár þriggja stiga körf- ur í röð á rúmri einni mínútu þegar rúmiega fjórðungur leiktíma hálfleiksins var liðinn nægði til að leiðir skildu. Ivar Benediktsson skrifar Bæði lið léku maður á mann vörn og hún gekk illa hjá leikmönnum KR sem voru ekki nógu grimmir við að fara á móti skyttum Keflvíkinga. í stöðunni 22:11 tóku KR-ingar leikhlé og Hrannar Hólm þjálfari þeirra messaði yfir sínum mönnum með þeim afleiðingum að þeir komu skarpari til leiks á ný, Léku vörn- ina af meiri ákveðni en áður og tóku til við að ná hraðaupphlaupum sem skiptu sköpum. Þá fór Hermann Hauksson á Svæðisvörnin heppnaðist „ÞAÐ kom kafli í fyrri hálfleik þar sem við gáfum of mikið eftir og lékum illa og fengum á okkur villur,“ sagði Sigurð- ur Ingimundarson, þjálfari Kelfavíkur. „Fljótlega í síðari hálfleik breyttum við vöminni og sú breyting heppnaðist vel. Svo má kannski segja að heppnin hafí að hluta til frekar lent hjá okkur.“ Sigurður sagði ennfremur að sú umræða að nú væri kominn tími á að KR-ingum tækist að leggja Keflvíkinga þar sem leikið væri upp á allt eða ekk- ert hefði þjappað leikmönnum Keflavík- ur saman. „Við vorum staðráðnir að standa saman og sigra," sagði Sigurð- ur. Það er alltaf gaman að leika úrslita- leiki, hvað þá dag eftir dag og víst er að við munum leggja okkur fram á laugardaginn." Hðfðum undirbúið okkur „Við vorum undir það búnir að Kefla- víkingar gætu farið út í svæðisvörn og höfðum farið yfír svar við henni á æf- ingu í gær, en æfingar eru eitt og leik- ir eru annað,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari Njarðvíkinga. Hrannar sagði að sínir menn hefðu ekki náð að bregðast rétt við því er Keflvíkingar skiptu yfir í svæðisvörn. „Við vorum of staðir, þvert á það sem gera skal gegn þessari vörn. Þá nýtt- ist Kevin Tucker ekki sem skyldi því hann hvarf löngum stundum.“ kostum, skoraði mikið og sinnti varnar- hlutverki sínu vel. Smátt og smátt tókst KR-ingum að laga stöðuna þannig að þegar flautað var til leikhlés höfðu þeir jafnað verðskuldað, 42:42. Við svo búið stefndi í að tími KR væri að renna upp. Upphafsmínútur síðari hálfleiks bentu til þess að spenna yrði í lofti. KR-ingum tókst um stund að ná frumkvæðinu. Guðjón Skúlason var á öðru máli. Eftir að hafa haft sig lítið í frammi í fyrri hálfleik hrökk hann í gang og skoraði 14 af fyrstu 16 stigum Keflvíkinga og fór fyrir sínum mönnum eins og sannur fyrirliði. Þetta hleypti nýju blóði í með- heija hans sem skiptu yfir í svæðisvörn og við henni átti KR ekkert svar. Keflvík- ingar héldu sínum hlut og voru sex til átta stigum yfir síðasta stundarfjórðung- inn. Þrátt fyrir að munurinn væri ekki meiri virtist sigurinn aldrei í hættu. Dana Dingle átti stórleik hjá Keflavík, jafnt í vörn sem sókn, og áður var getið um framgöngu Guðjóns í síðari hálfleik. Annars var samstaðan í síðari hálfleik aðal Keflvíkinga að þessu sinni og víst er að þeir kunna vel við sig þegar mikið er í húfi. Hermann Hauksson var yfirburða- maður hjá KR, einkum í fyrri hálfleik er hann gerði 19 stig. Nökkvi Már Jóns- son var einnig góður og hefði mátt nýt- ast betur. Kevin Tucker var staður og Ingvar Ormarsson gerði óvenjumörg mistök sem voru dýrkeypt. Marel Guð- laugsson olli hins vegar mestum von- brigðum hjá KR-ingum, hitti ekkert og skoraði aðeins tvö stig. TENNIS Sampras sneri vöm ísókn Eftir að hafa beðið lægri hlut í 1. umferð ATP-mótsins í tenn- is, sem er heimsmeistaramót þar sem átta bestu tenniskarlar heims taka þátt, sneri fremsti tennismað- ur heims, Pete Sampras, vörn í sókn í 2. umferð á miðvikudaginn. Þá lagði hann Greg Rusedski i tveimur settum, 6-4, 7-5. Nú lék Sampras eins og hann best getur og þá eru ekki margir sem standast honum snúning, því fékk Bretinn Rusedski að kynnast. Ekki var það heldur til að hjálpa Rusedski að hann gekk ekki heill til skógar vegna meiðsla í hásin. „Að leika meiddur við Sampras er ekki það auðveldasta sem hægt er að hugsa sér,“ sagði Rusedski. „í gær var ég algjöriega mátt- laus, bæði líkamlega og andlega, en nú var þessu þveröfugt farið og ég lék mjög öruggt,“ sagði Sampras glaður í bragði að leik loknum. Þetta var sjötti sigur Bandaríkja- mannsins á Bretanum í jafnmörg- um viðureignum og sagðist Samp- ras ekki hafa orðið var við að Rusedski gengi ekki heill til skóg- BANDARÍKJAMAÐURINN Pete Sampras er án efa besti tennisleikari heims enda er kappinn búinn að tryggja sér efsta sæti á heimslistanum fimmta árið í röð. Sampras hefur vissar áhyggjur af fram- tíð íþróttarinnar, segir að ekki séu nógu margar stórstjörnur til að halda við þeim mikla áhuga sem verið hefur á íþróttinni. Meistaranum þykir fremur einmanalegt á toppnum og saknar gömlu góðu daganna þegar hann atti kappi við þá Boris Bec- ker og Andre Agassi. „Auðvitað er maður spenntur að mæta nýjum spilurum, en það var alltaf ákveð- in og meiri spenna þegar maður gekk útá völlinn með Boris eða Andre. Slíkir viðburðir voru að- dráttarafl, bæði fyrir áhorfendur á mótunum sjálfum og eins fyrir þá sem fylgdust með í sjónvarpi. I þannig leiki kemur maður ósjálf- rátt betur stemmdur en gegn þeim sem maður þekkir varla,“ segir Sampras. Sampras, sem er 26 ára, tekur þátt í ATP heimsmeistaramótinu þessa dagana og er talinn líklegur til afreka þar þrátt fyrir tap í fyrsta leik gegn Spánveijanum Carlos Moya, enda tókst hvorki Becker né Agassi að tryggja sér rétt til þátt- töku á mótinu. Þar keppa aðeins átta efstu menn heimslistans. Kennir í brjósti um Agassi Sampras sagðist bæði kenna í bijósti um Agassi og einnig líta upp til hans. „Einhver sagði mér að hann væri að keppa í áskorenda- mótaröðinni! Ég dáist að honum því ar. „Uppgjafir hans voru öflugar að vanda og hann var mjög kvikur á leikvellinum,“ sagði Sampras. Rusedski hætti keppni Rusedski, sem er fyrsti Bretinn til að komast í þetta mót, ákvað í gær aðjiætta keppni vegna meiðsl- anna. í hans stað kom Thomas Muster frá Ástralíu og byijar hann á núlli þrátt fyrir að Rusedski væri búinn að tapa tveimur leikjum. Muster á því ekki möguleika á að komast í undanúrslitin. Michael Chang vitnaði í Bíblíuna eftir að Rússinn Yevgeny Kafeln- ikov hafði rassskellt hann 6-3 og 6:0. Hann sagði að í hinni helgu bók væri sagt að menn ættu að gleyma því sem væri að baki og einbeita sér heldur að því sem væri framundan. Chang á enn möguleika á að komast í undanúrslit, en til þess þarf hann að leggja Svían Jonas Björkman í dag. Björkman átti ekki í neinum eriðleikum með að leggja Sergi Bruguera 6-3 og 6-1 í gær. það lítur ekki vel út fyrir hann að leika þar, en hann ákvað að byija á byijuninni aftur og ég dáist að því. Hann á eftir að komast á með- al þeirra bestu á ný því hann hefur þetta í sér og ef það er einhver sem menn hræðast þá er það Andre í stuði,“ sagði Sampras, en Agassi var á toppi heimslistans í 30 vikur árið 1995. Sampras segir marga unga og efnilega tennisleikara narta í hæl- ana á sér og nefnir hann þá Greg Rusedski frá Bretlandi og Svíann Jónas Björkman en þó fýrst og fremst Ástralann Patrick Rafter. „Ég hef leikið nokkrum sinnum við hann og við verðum að sjá hvað verður úr honum á næstu árum. Hann er góður tennisleikari og hef- ur rétta skapið í þetta. Ég myndi veðja á hann í framtíðinni," sagði Sampras. Valur Fannar með Arsenal VALUR Fannar Gíslason, sem lék sem lánsmaður með Brighton í mánuð, er kominn á ný til Arsenal. Hann hafnaði boði Brighton, sem vildi hafa hann áfram, og lék með vara- liði Arsenal á móti Tottenham á miðvikudagskvöldið - kom inná sem varamaður í jafn- teflisleik, 1:1. Martin Keown skoraði mark Arsenal, en hann hefur verið frá vegna meiðsla að undanförnu. Hann mun leika með aðalliði Arsen- al gegn Coventry í deildarbik- arkeppninni á þriðjudaginn. Hörður Már afturíVal HÖRÐUR Már Magnússon, sem lék með Leiftri á Ólafs- firði í sumar, er genginn á ný í raðir Valsmanna. Hörður lék með Val áður en hann hélt norður í fyrravor en hefur nú ákveðið að snúa heim og gerði tveggja ára samning við Val, en hann hefur leikið 58 leiki með félaginu í 1. deild. ■ JÚLÍUS Jónasson og félagar hans í St. Otmar töpuðu fyrir TV Suhr 29:25 á útivelli á miðviku- dagskvöldið. Þetta var fyrsti tap- leikur St. Otmar á leiktíðinni og er félagið nú í 2. sæti í deildinni með 14 stig. ■ JÚLÍUS lék með TV Suhr í fyrravetur, en það félag er í 3. sæti með 14 stig en lakari marka- tölu en Júlíus og félagar. Pfadi Winterthur er í efsta sæti sviss- nesku deildarinnar með 16 stig, fullt hús að loknum 8 leikjum. ■ ÍSLENDINGALIÐIÐ í sænska kvennahandknattleiknum, Eslöv, sem Svava Sigurðardóttir og Helga Torfadóttir leika með, sigr- aði á miðvikudaginn HP Warta 25:15 á heimavelli. Með sigrinum færðist Eslöw upp í 8. sæti efstu deildar með 8 stig, en 12 lið eru í deildinni. ■ ROD Milburn, ólympíumeistari í 110 m grindahlaupi á Ólympíu- leikunum í Mtínchen, lést í vik- unni, 47 ára gamall. Hann fannst látinn á vinnustað sínum en engin skýring hefur enn verið gefin á láti hans. ■ MILBRUN setti heimsmet í sig- urhlaupi sínu í Miinchen, hljóp á 13,24 sek., og stóð það í 5 ár og ólympíumetið stóð allt til 1984. Þá hljóp landi hans Roger Kingdom á 13,20 sek. Milburn vann 27 hlaup í röð á árunum 1971 til 1972. Hann lagði skóna á hilluna 1983. Pétur áfram hjá Boro PÉTUR Marteinsson, knattspyrnumaður hjá Hammarby í Sví- þjóð, sem hefur verið að líta á aðstæður lyá enska fyrstu deild- ar liðinu Middlesbrough verður þar eitthvað fram yfir helgi. Ekki hefur tekist að ná sambandi við Pétur en unnusta hans, sem er komin til Svíþjóðar, sagði í gær að hann kæmi væntan- lega heim einhvern tíma eftir helgina. Ekki náðist í neinn af forráðamönnum eða þjálfurum Middl- esbrough í gær en starfsmaður á skrifstofu félagsins sagði að Pétur hefði að sögn staðið sig nijög vel í leiknum á þriðjudag- inn er hann lék með varaliðinu gegn Notts County. „Ég sá ekki leikinn en þjálfarinn vill endilega fá hann í annan leik og það er frágengið að hann verður með á mánudaginn á móti Leicester. Þjálfarinn hlýtur að hafa áhuga á honum, ann- ai's væri hann ekki að fá hann í annan leik,“ sagði starfsmaður- inn. Saknar gömlu góðu daganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.