Morgunblaðið - 14.11.1997, Blaðsíða 4
6,2 millj. kr.
á mann
JÍJRGEN Klinsmann, fyrirliði
þýska landsliðsins, sat fund
með forráðamönnum þýska
knattspymusambandsins í
gær. Unmæðuefnið var bónus-
greiðslur til leikmanna lands-
liðsins vegna HM í Frakklandi
næsta sumar. Samkomulag
varð um að hver leikmaður
landsliðsins fái 6,2 millj. ísl.
kr. ef þeir verða heimsmeist-
arar í Frakklandi.
FOLX
JÚGÓSLA VNESKI þjálfarinn
Vujadin Boskov hefur snúið á ný
til Sampdoria. Hann tekur við
starfi Cesar Luis Menotti, sem
hætti á miðvikudaginn. Boskov,
sem er 66 ára, þjálfaði Sampdoria
1986 til 1992, sem voru gullöld liðs-
ins. Vann það þá sinn eina meistara-
titil, varð Evrópumeistari bikarhafa
og tvisvarítalskur bikarmeistari.
■ BOSKOV hætti hjá Sampdoria
eftir að liðið tapaði fyrir Barcelona
í úrslitaleik Evrópukeppni meistara-
iiða á Wembley 1992.
■ RON Atkinson, knattspyrnu-
stjórinn gamalkunni, er nú sterk-
lega orðaður við Sheffield Wedn-
esday, sem hann stjómaði fyrir sex
árum, áður en hann tók við Aston
Villa.
■ KEVIN Keegan hefur snarað
peningabuddunni á borðið - keypti
markvörðinn Mike Taylor til Ful-
ham frá Southampton á 700 þús.
pund í gær.
■ PATRICK Vieira, miðvallar-
leikmaður Arsenal, sem meiddist á
hné í leik liðsins gegn Man. Utd.,
verður frá keppni í sex vikur.
■ BRYAN Hamilton, sem_var lát-
inn hætta sem þjálfari N-írlands,
hefur verið orðaður við Aberdeen,
sem eftirmaður Roy Aitkens.
■ MAN. City er tilbúið að borga
fjórar millj. punda fyrir miðherjann
Obrahima Bakayoka, sem er 20
ára Fílabeinsstrendingur, leikmaður
með franska liðinu Montpellier.
ítölsku liðin Napoli og Inter hafa
einnig áhuga á Bakayoka.
■ RAY Harford, knattspyrnu-
stjóri WBA, hefur mikinn áhuga á
að fá til sín Jamie Pollock, miðvall-
arspilara hjá Bolton, og Andy
Walker, miðheija Sheff. Utd.
■ BRIAN Little, knattspyrnu-
stjóri Aston Villa, hefur hollenska
miðheijann Ronald De Boer undir
smásjánni. Little ætlaði að sjá hann
og bróður hans, Frank, leika með
Ajax gegn Twente Enschede á
miðvikudagskvöldið, en þoka kom
i veg fyrir að Little kæmist með
flugi yfir til Holiands.
■ LITTLE missti af því að sjá
Frank skora sigurmark Ajax með
glæsilegri hjólhestaspyrnu.
■ SÆNSKI landsliðsmaðurinn
Per Zetterberg verður frá keppni
þar til í janúar, eftir að hann var
skorinn upp við meiðslum í hné.
Zetterberg leikur með belgíska
liðinu Anderlecht.
■ BRASILÍSKA liðið Cruzeiro,
sem varð Suður-Ameríkumeist-
ari, er að safna liði fyrir leik sinn
gegn Dortmund í Tókýó 2. desem-
ber, þar sem liðin leika um nafnbót-
ina besta lið heims. Liðið hefur
fengið þijá leikmenn lánaða, einn
þeirra er landsliðsmaðurinn góð-
kunni Bebeto.
■ JÚRGEN Klinsmann, Andreas
Möller OG Markus Babbel geta
ekki leikið með Þjóðveijum gegn
Suður-Afríku um helgina, vegna
meiðsla.
JMttrgunltfftfeifc
Beinar sjónvarpsútsendingar NBCog TurnerSportstil 2002
NBAfær
um 184
milljarða
króna
BANDARÍSKA körfuknattleiksdeildin NBA
hefur gert nýjan samning við sjónvarps-
stöðvarnar NBC og Turner Sports um bein-
ar útsendingar frá leikjum deildarinnar til
2002 og fær NBA um 184 miljjarða króna
í sinn hlut, sem er nær tvöfalt meira en
deildin fékk fyrir fyrri samning, sem renn-
ur út næsta vor.
NBC greiðir 1,75 miHjarða dollara fyrir
réttinn en Turner Sports 890 milþ'ónir doll-
ara. Dick Ebersol þjá NBCsagðist gera ráð
fyrir að verð auglýsinga í útsendingunum
hækkaði um 10% á ári á samningstímanum,
auglýsendur væru tilbúnir að mæta hækk-
uninni og því ætti sjónvarpsstöðin ekki að
tapa á samningnum, jafnvel hagnast. í úrsli-
takeppninni á liðnu tímabili kostaði 30 sek-
úndna auglýsing tæplega 30 milljónir króna
en um sjö mil^ónir í deildarkeppninni
sjálfri.
Samkvæmt samningnum verða fleiri út-
sendingar en áður. Turner Sports sýndi 70
deildarleiki á ári samkvæmt fyrri samningi
en nú verða þeir 80 auk þess sem bæði
fyrirtækin sýna fleiri leiki í úrslitakeppn-
inni en áður.
Reuter
Enn tapa
meistarar
Chicago
HARVEY Grant, lelkmaður Washington Wlzards, nœr ekkl að koma í veg fyrlr að Mlcha-
el Jordan setur knöttinn í körfuna.
„Lögðum áherslu á
að stöðva Jordan“
ÞAÐ er ár og öld síðan Chicago Bulls hefur byrjað jafn illa í NBA-
deildinni og íár. í fyrrinótt tapaði liðið enn einu sinni og hefur nú
tapað fjórum leikjum og unnið fjóra. Það sem er ef til vill enn
merkilegra er að meistarar Bulls töpuðu 90:83 fyrir Washington
Wizards í Chicago og það kunnu stuðningsmenn meistaranna ekki
að meta.
Við lögðum áherslu á að stöðva
Jordan og gátum einbeitt okkur
vel að þvi vegna þess að Pippen er
ekki með,“ sagði Rod Strickland eft-
ir sigurinn. Juwan Howard var með
18 stig og Strickland og Chris Web-
ber 17 hvor fyrir Wizards en Jordan
var stigahæstur meistaranna með
28 stig, en hann hitti aðeins úr tíu
skotum af 28. Luc Longley gerði 21
stig og jafnaði þar með sinn besta
árangur.
„Við hittum hræðilega í kvöld,“
sagði Phil Jackson þjálfari Bulls eft-
ir leikinn en í þriðja leikhluta var
hittnin aðeins 31%. Toni Kukoc var
með níu stig, hitti í fjórum skotum
af 13. „Eins og er gengur ekkert
okkur í hag, en við örvæntum ekki
og vitum að við eigum eftir að ná
okkur á strik," sagði Kukoc.
Atlanta Hawks gengur allt í hag-
inn og liðið hefur nú sigrað í átta
leikjum í röð og er það besta byijun
félagsins í deildinni. Það var í heim-
sókn í Indiana í fyrrinótt og þar fór
Mookie Blaylock fyrir sínum mönn-
um, gerði mikilvæg stig undir lok
leiksins og alls 18 auk níu stoðsend-
inga. Travis Best reyndi þriggja stiga
skot um leið og klukkan gall, en
boltinn vildi ekki ofaní körfuna og
89:86 sigur Hawks staðreynd og um
leið þriðja tap Indiana í röð. Stiga-
hæstur í liði Atlanta var Dikembe
Mutombo með 25 stig og 15 fráköst
og Steve Smith gerði 21 stig.
„Ég hef alltaf verið hrifínn af
Mookie Blaylock," sagði Larry Bird
þjálfari Pacers eftir tapið. „Það er
eins og hann hafí einstakt lag á að
gera út um leiki," bætti hann við.
Atlanta vinnur venjulega ekki stór-
sigra og sést það best á því að síð-
ustu þijá leiki hefur liðið unnið með
samtals aðeins 9 stigum og aðeins
einn leik hefur það unnið í vetur með
tveggja stafa tölu.
Philadelphia vann sinn fyrsta sigur
í ár er liðið lagði Houston og þar var
Allen Iverson stigahæstur með 26
stig. Þetta var fyrsti sigur 76ers í
Houston í nærri níu ár. Clyde Drexl-
er gerði 23 stig fyrir heimamenn,
Charles Barkley 19 og Olajuwon 14
auk þess að taka 15 fráköst. Tim
Thomas, nýliði hjá Houston, meiddist
í fyrsta leikhluta þegar Matt Maloney
lék full harkalega í vörninni er Thom-
as var að leggja boltann í körfuna.
Thomas var fluttur á sjúkrahús með
verk í mjóhrygg og niður í fætur en
hann lá hreyfingarlaus í tíu mínútur
áður en sjúkrabíllinn kom.
KORFUKNATTLEIKUR