Morgunblaðið - 14.11.1997, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
■
)
JRorjjimdMðíúi)
c
1997
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
BLAÐ
KtÉ>:
£ mt
Hilmar
fer til
Tromsö
HILMAR Björnsson, knatt-
spyrnumaður með KR, hefur
ákveðið að ganga að tálboði
norska félagsins Tromsö og
Jeika með þvi næstu tvö árin.
Frá þessu var gengið í gær,
en Hilmar hefur undanfarnar
vikur átt í samningaviðræðum
við félagið.
Hilmar er Qórði leikmaður
úr byrjunarliði KRá sl. sumri
sem gengur norsku Jiði á hönd.
Hinir eru Bryiýar Björn Gunn-
arsson, Óslsar Hrafn Þorvalds-
son og Ríkharður Daðason.
Hilmar hefur undanfarin
tvö ár verið útsendingasljóri á
Stöð 2 og sagðist hann liafa
fengið tveggja ára leyfí frá því
starfí á meðan á Noregsdvöl-
inni stendur.
Þorbjöm fylgist með
Wuppertal-tríóinu
ÞORBJÖRN Jensson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, er nú
staddur í Þýskalandi til að fylgj-
ast með landsliðsmönnunum
sem leika þar og þá sérstak-
lega Wuppertal-tríóinu - Geir
Sveinssyni, Ólafi Stefánssyni
og Degi Sigurðssyni, sem eru
lykilmenn landsliðsins.
að má með sanni segja að ég
sé að lengja undirbúninginn
fyrir hina þýðingarmiklu leiki við
Júgóslavíu í Evrópukeppninni, að
vera með strákunum, ræða við þá,
fylgjast með þeim á æfingum og í
leikjum," sagði Þorbjörn, sem sá
Wuppertal leika gegn Wallau-Mass-
enheim. „Strákarnir stóðu sig vel,
léku sterkan varnarleik. Þá lék
Geir vel á línunni og Ólafur var
ógnandi í sókninni, skoraði sjö
mörk. Vöm Wuppertal var sterk í
fyrri hálfleik og var liðið þá yfir,
10:8, en Wallau-Massenheim gerði
út um leikinn á heimavelli í seinni
hálfleik, 26:20,“ sagði Þorbjörn,
sem er hrifmn af nýliðum Wupper-
tal. „Liðið er sterkt, með marga
góða einstaklinga. Það á eftir að
styrkjast."
Þorbjörn var í gærkvöldi á æf-
ingu með Wuppertal-liðinu undir
stjórn Viggós Sigurðssonar, einnig
á fundi þar sem farið var yfir leik
Essen-liðsins, sem Wuppertal mætir
á laugardaginn. Með Essen leikur
Patrekur Jóhannesson.
Landsliðið mætir Júgóslavíu í
Laugardalshöllinni miðvikudaginn
26. nóvember og heldur síðan á
föstudegi til Júgóslavíu og leikur í
Padgrorica sunnudaginn 30. nóv-
ember. „Við gerum okkur grein
fyrir þýðingu leikjanna gegn Júgó-
slavíu og erum ákveðnir i að ganga
hreint til verks - ætlum okkur ekk-
ert annað en sigur í Reykjavík og
tryggja okkur rétt til að leika í loka-
keppninni á Ítalíu,“ sagði Þorbjörn.
Landsliðshópurinn kemur saman
sunnudaginn 23. nóvember, en Pat-
rekur daginn eftir. „Við fáum því
þrjá daga til að gera okkur klára i
slaginn og ætlum okkur að nýta
þá vel,“ sagði Þorbjörn Jensson.
Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson
WUPPERTAL-tríólð Gelr Sveinsson, Dagur Slgurðsson og Ólafur Stefánsson, lykllmenn f lands-
llðlnu, ásamt þjálfara sínum, Vlggó Slgurðssynl.
Stoke
villfá
Kristján
ENSKA 1. deildar liðið Stoke
City vill fá Akureyringinn
Kristján Sigurðsson i sínar
herbúðir, en hann hefur stað-
ið sig nyög vel í leikjum með
unglingaliði liðsins að undan-
förnu. Kristján, sem varð 17
ára 10. október, er bróðir
Lárusar Orra Sigurðssonar,
fyrirliða Stoke - og hann er
varnarleikmaður eins og
stóri bróðir. Pabbi þeirra,
Sigurður Lárusson, var mið-
vörður - lék með landsliðinu
og var fyrirliði eins sigursæl-
asta liðs ÍA.
Morgunblaðið hefur
áreiðanlegar heimildir fyrir
þvi að Stoke hafi gert Krist-
jáni átján mánaða tilboð og
það tilboð er nú á leiðinni
til KA, liðsins sem Kristján
lék með sl. keppnistímabil.
Chic Betes, knattspyrnu-
stjóri Stoke, vonast eftir að
Kristján skrifi undir samn-
inginn fljótlega í næstu viku,
en hann hefur verið nyög
ánægður með framgöngu
Kristjáns.
HANDKNATTLEIKUR
SJÓNVARPSÚTSENDINGAR: NBA FÆR UM 184 MILUARÐA KRÓNA / C4