Morgunblaðið - 15.11.1997, Side 1

Morgunblaðið - 15.11.1997, Side 1
 A Ð A L L R A 1997 TENNIS LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997 BLAÐ B Sá bréfið 47 árum of seint ROY Sutcliffe er ekki þekkt nafn í enska knatt- spyrnuheiminum, en hefði hugsanlega getað verið það. Ekki er loku fyrir það skotið að hann hefði verið einn „Busby-drengjanna“ í einu frægasta liði Englands fyrr og síðar. Ef... Sutcliffe, þá sextán ára, undraðist mjög að heyra ekki frekar frá forráðamönnum Manchester Un- ited eftir að hafa verið boðið til æfinga hjá þessu heimsfræga enska knattspyniufélagi í byrjun sjötta áratugarins. Hann stóð sig nefnilega vel á æfingum og var vonsvikinn að vera ekki boðið aftur. Nú hefur hins vegar komið í yós að boðið kom - en móðir hans gleymdi að afhenda honum bréfið. Sutcliffe, sem er nú er 63 ára, fann nýlega bréf- ið frá Jimmy Murphy, aðstoðarmanni Matts Bus- bys, þar sem honum er boðið að kom aftur. Móðir hans, Mabel, sem nú er látin, gleymdi að afhenda drengnum bréfið, þannig að hann lagði ekki knattspyrnu fyrir sig, heldur varð verkfræðingur en lék reyndar með áhugamanna- liðinu Glossop FC um tíma. Roy sagðist hafa verið held- ur vonsvikinn fyrst eftir að hann fann bréfið, en þegar hann hugsaði málið betur kom annað hljóð í strokkinn. „Hefði mér gengið vel á æfingum þeg- ar mér var boðið aftur hefði ég hugsanlega verið í liðinu 1958 og látist í flugslysinu í Miinchen," sagði hann, en flest- ir leikmenn félagsins létust í því slysi, þegar liðið var á heimleið eftir leik í Evrópu- keppninni. Og Sutcliffe upplýsti einnig um aðra ástæðu þess að hann væri ánægður með að hafa ekki vitað af boðinu: Hann er nefnilega ákafur stuðnings- maður Manchester City. Konráð dansk- ur meistari KONRÁÐ Stefánsson, karate- maður, varð danskur meistari í sveitakeppni með liði sinu Álaborg um síðustu helgi. Til gamans má geta þess að Kon- ráð er fertugur og fátítt að menn á hans aldri standi í fremstu röð í karateíþróttinni. Konráð, sem býr nú í Dan- mörku ásamt eiginkonu sinni Jónínu Olsen, vann silfurverð- laun á síðasta Islandsmóti, í -80 kg flokki. Sampras lék vel PETE Sampras, besti tennisleikari heims, tryggði sér í gær rétt til að leika í undanúrslitum á ATP-mótinu í Þýskalandi, en þar keppa átta efstu menn á heimslistanum. Sampras mætti Ástralanum Patrick Rafter, sem sigraði á Opna bandaríska mótinu í sumar, og er skemmst frá því að segja að sá ástralski átti aldrei möguleika. Sampras var öryggið upp- málað og sigraði 6-4 og 6-1 í leik sem stóð yfir í aðeins eina klukkustund. Sampras varð að sigra til að komast í undanúrslitin en þar leika auk hans Spánverjinn Carlos Moya, Rússinn Yevegeny Kafelnikov og Jonas Bjorkman frá Svíþjóð sem lagði Michael Chang frá Bandaríkjunum sem er á myndinni hér að ofan. Reuters KNATTSPYRNA Singh sigurviss JOGINDER Singh er viss um sigur, hvort sem er í stökkum, köstum eða hlaupum, á frjálsíþróttamóti öldunga sem stendur fyrir dyrum á Nýja-Sjá- landi. Singh, sem er 105 ára, keppir nefnilega einn í sínum aldursflokki og er iangelsti keppandi mótsins; alls taka 500 manns þátt en hann er 20 árum eldri en sá næst elsti, skv. frétt Press Association fréttastofunn- ar á Nýja-Sjálandi. Singh, sem er Indveiji, keppir í flokki 105 ára og eldri á Meistara- móti Eyjaálfu í frjálsíþróttum, sem fram fer í borginni Hastings í jan- úar. Singh, sem er Síkhi frá norðurhluta Indlands, telur sig eiga heimsmet í langstökki í flokki 95 ára og eldri; hann stökk 4,15 metra árið 1990. Vegabréf Singhs var afhent mótshöldurum sem sönnunargagn fyrir aldri íþróttamannsins. Skv. því fæddist hann í Patiala 12. júní 1892. Aldursmörk á ÓL endurskoðuð Nefnd Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, sem er með knattspyrnu á Olympíuleikum á sinni könnu, ætlar á fundi fram- kvæmdanefndar í París á næsta ári að leggja fram tillögu þess efnis að knattspyrnumenn eldri en 23 ára megi ekki keppa á Ólympíu- leikum. Til þessa hafa lið mátt vera með allt að þrjá eldri leikmenn, en Al- þjóða ólympíunefndin óskaði eftir því á sínum tíma til að auka vin- sældir knattspyrnunnar á Ólympíuleikum. Andreas Herren, talsmaður FIFA, sagði að rökin ættu ekki lengur rétt á sér. Keppn- in nyti mikilla vinsælda og margir af bestu leikmöhnum heims, menn eins og Ronaldo, væru yngri en 23 ára. „Á Ólympíuleikunum í Atlanta notuðu Evrópuliðin ekki eidri leikmenn,“ sagði Herren. Á Ólympíuleikunum 2000 verða 16 lið; Gestgjafar Ástralíu, fjögur lið frá Afríku, fjögur frá Evrópu, tvö frá Suðui' Ameríku, tvö frá Mið- og Norður-Ameríku og þrjú frá Asíu en þriðja lið Asíu þarf að keppa um réttinn við efsta lið Eyjaálfu. Riðlakeppnin stendur yfir frá 1. ágúst 1998 út apríl 2000. Úrslitaleikur karla verður á ólympíuleikvanginum í Sydney en úrslitaleikur kvenna á Sydney- leikvanginum. Knattspyrna er gífurlega vinsæl á Ólympíuleikum, einkum þegar nær dregur úrslitum en meira en 100.000 áhorfendur voru á úrslita- leiknum í Pasadena í Kaliforníu 1984, sem var helsta ástæða þess að Bandaríkin fengu að halda Heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu 10 árum síðar. KIMATTSPYRIMA / ÍTALIR OG „RÚSSNESKA RÚLLETTAN" í NAPOLÍ / B4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.