Morgunblaðið - 15.11.1997, Síða 2
2 B LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Úrslit
standa í
Munchen
þrátt fyrir
mistök
ALÞJÓÐA knattspyrnusam-
bandið, PIFA, staðfesti í gær
að úrslit í leik 1860 Miinchen
og Karlsruhe í þýsku deild-
inni sem fór fram í ágúst og
lauk með 2:2 jafntefli, skyldu
standa þrátt fyrir mistök
dómarans. Þýska sambandið
hafði áður vísað frá kröfu
Karlsruhe, sem vildi að úr-
slitin stæðu, og ætlaði að láta
liðin leika að nýju en sætti
sig við niðurstöðu FIFA.
1860 Miinchen sætti sig
ekki við það að jöfnunarmark
Karlsruhe á 87. minútu var
gert eftir að dómarinn hafði
flautað á brot, en í máli FIFA
kom fram og áréttað að allar
ákvarðanir dómara í leik,
einkum varðandi hvort mark
hefði verið gert eða ekki,
væru endanlegar og þeim
væri ekki hægt að breyta síð-
ar. „Þýska knattspyrnusam-
bandið getur ekki annað en
tekið þessari niðurstöðu,"
sagði talsmaður þess í gær.
Fulltrúar viðkomandi félaga
tóku í sama streng og Winfri-
ed Scháfer, þjálfari Karlsru-
he, bætti við að ákvörðun
FIFA væri sigur fyrir alla.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Leikir í fyirinótt:
NewJersey-Cleveland............ 74: 85
Minnesota - Washington........ 88: 91
• Eftir framlengingu.
Dallas - Philadelphia........... 98:99
San Antonio - LA Lakers........100:109
• Eftir framlengingu.
Seattle - Detroit.............. 95: 89
LA Clippers - Milwaukee........ 94:102
Ískokkí
NHL-deildin
Buffalo - Washington..............2:3
Ottawa - Detroit..................2:4
Philadelphia - Colorado............1:2
Chicago - Toronto..................1:2
St. Louis - Boston................4:2
Calagary - Carolina...............2:4
Phoenix - Montreal................2:5
Los Angeles - San Jose............6:3
UM HELGINA
Handknattleikur
LAUGARDAGUR
Nissan-deild karla:
Digranes: HK - IBV................16
1. deild kvenna:
Ásgarður: Stjaman - Grótta/KR..16.30
Framhús: Fram - ÍBV............16.30
Kaplakriki: FH-Valur...........16.30
Strandgata: Haukar-Vikingur....16.30
2. deild karia:
Fylkishús: Fylkir - ÍH.........16.30
Varmá: HM - Þór Ak................18
SUNNUDAGUR
Borgarkeppni Evrópu:
Varmá: UMFA - Runar...............20
Körfuknattleikur
LAUGARDAGUR
Eggjabikarkeppnin:
Úrslitaleikur
Höilin: Keflavík - UMFT...........15
1. deild karla:
Stykkish.: Snæfell - Höttur.......20
Smárinn: Breiðablik - Hamar.......15
SUNNUDAGUR
1. deild karla:
Borgames: Stafholtst. -Höttur.....14
MÁNUDAGUR
1. deild kvenna:
Kennaraskóli: ÍS - KR.............20
Badminton
Alþjóðlegt badmintonmót verður í TBR-hús-
inu í dag og á morgum. Undanúrslit hefjat
kl. 10 á morgun og úrslit kl. 13.30.
ÍÞRÓTTIR
KORFUKNATTLEIKUR
Bandarísk stúlka til Keflvíkinga
KEFLVÍKINGAR hafa samið
við bandarisku stúlkuna Jenni-
fer Boucek um að leika með
liði þeirra 11. deild kvenna í
körfuknattleik út þetta keppn-
istímabil. Boucek, sem verður
24 ára þann 20. desember, er
173 sentimetra bakvörður og
lék með Virginíu-háskólanum
áður en hún hóf að leika i
NBA-deildinni fyrir konur, en
þar lék hún tíu leiki. Hún var
í byrjunarliði háskólans öll árin
og náði því að skora yfir 1.000
stig.
Boucek kemur til landsins á
þriðjudaginn og ætti að geta
leikið með gegn KR laugardag-
inn 22. nóvember. Boucek verð-
ur önnur erlenda stúikan sem
leikur hér á landi í vetur því
fyrir er Penny Peppas hjá
Grindavík.
Páll Kolbeinsson þjálfari Tindastóls á
Ijúfar minningar úr Laugardalshöll
V
E33Z
KEFLVÍKINGAR og Tindastóls-
menn mætast í úrslitum Eggja-
bikarsins í körfuknattleik í
Laugardalshötlinni ídag og
hefst leikurinn kl. 15. Keflvík-
ingar eru núverandi meistarar
en ieikmenn Tindastóls hafa
aldrei náð svona langt í íþrótt-
inni.
Keflvíkingar lögðu KR í undan-
úrslitum á fimmtudaginn og
Tindastóll lagði Njarðvíkinga. Báðir
leikirnir voru bráðskemmtilegir og
spennandi og þá sérstaklega leikur
Tindastóls og UMFN. Þrátt fyrir
að lið Keflavíkur og Tindastóls séu
ólík, og ef til vegna þess, má búast
við skemmtilegum leik í dag.
Keflvíkingar hafa hefðina með
sér og þó svo að miklar breytingar
hafí orðið á liðinu frá þvi í fyrra
má ekki gleyma að í því eru þrír
landsliðsmenn með mjög mikla
reynslu en aðeins einn leimanna
Tindastóls hefur leikið landsleik.
Keflvíkingum hefur hingað til fallið
best að leika hratt og skjóta snöggt,
en miðað við leikinn við KA á
fimmtudaginn þá virðist heldur
hafa dregið úr hraðanum frá því
undanfarin ár.
Sauðkrækingar vilja heldur leika
hægar og leggja mesta áherslu á
vörnina en sýndu þó á fimmtudag-
inn að þeir geta vel leikið hratt ef
því er að skipta. Torrey John var í
gríðarlegu stuði á fimmtudaginn
og ekki við því að búast að hann
eigi annan eins leik í bráð. En á
móti kemur að ólíklegt er að leik-
menn eins og Arnar Kárason leiki
eins ilia í sókninni og hann gerði á
fimmtudag; til þess er hann allt of
góður leikmaður.
Liðin mættust í deildinni síðasta
dag októbermánaðar og vann
Tindatóll 88:79 á Sauðárkróki. Þar
var skor heimamanna mun jafnara
en á fimmtudaginn því fimm leik-
menn gerðu 10 stig eða meira en
hjá Keflvíkingum voru fjórir með
tveggja stafa tölu á skortöflunni.
Það er erfitt að spá hvernig leik-
ALÞJÓÐLEGT badmintonmót verð-
ur hér á landi um helgina í hús-
næði TBR. Mótið hefst á laugardag
kl. 10 og verður leikið þar til kem-
ur að úrslitum í aukaflokki og und-
anúrslitum í aðalflokki. Á sunnudag
verða úrslit í aukaflokki og undan-
úrslit í aðalflokki kl. 10 árdegis og
úrsiitaleikurinn kl. 13.30.
Flestir bestu badmintonspilarar
landsins verða meðal keppenda auk
þess sem nokkrir erlendir hafa til-
kynnt þátttöku. Þar er Niels Christ-
urinn í dag þróast en ef hann verð-
ur hraður eru meiri líkur á að Kefl-
víkingar sigri, nema einhver leik-
maður Tindastóls verði „sjóðheitur"
eins og Torrey John var á fimmtu-
daginn - þá getur allt gerst. Verði
leikurinn hins vegar hægari og
minna skorað þá er líklegra að
Tindastólsmenn hafi betur því
þannig vilja þeir leika og þannig
líður þeim best.
Páll Kolbeinsson þjálfari Tinda-
stóls á góðar minningar úr Höll-
inni, en þar lék hann oftlega með
KR á árum áður. „Það var oft gam-
an að leika í Höllinni og ekki síst
á móti Keflvíkingum. Síðast þegar
ég lék hér, í úrslitum bikarkeppn-
innar árið 1991, unnum við einmitt
Keflvíkinga," segir Páll og á von á
spennandi leik í dag.
Hinn þjálfarinn, Sigurður Ingi-
mundarson hjá Keflavík, var sigur-
sælasti þjálfari síðasta tímabils en
þá þreytti hann frumraun sína með
lið í úrvalsdeild. Árangurinn var
einstakur. Allir bikarar sem keppt
var um í karlaflokki eru geymdir í
Keflavík.
Sigríður vara-
forseti ÍSÍ
SIGRÍÐUR Jónsdóttir, fyrrver-
andi formaður Badmintonsam-
bands íslands,_ er varaforseti
íþrótta- og Olympíusambands
íslands. Það var einróma sam-
þykkt á fyrsta fundi fram-
kvæmdastjórnar þess í vikunni.
Sömuleiðis að Friðjón B. Friðjóns-
son verði gjaldkeri og Benedikt
Geirsson ritari. Friðjón var gjald-
keri íþróttasambands íslands fyr-
ir sameiningu þess og Ólympíu-
nefndar, og lengi gjaldkeri Knatt-
spymusambandsins á árum áður.
Benedikt hefur verið formaður
Skíðasambands íslands, en hættir
nú þar sem hann hefur tekið
sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ.
ian Kaldau frá Danmörku efstur á
lista en hann er í 11. sæti á danska
styrkleikalistanum í einliðaleik. Þrír
aðrir Danir mæta til leiks og Tómas
Garðarsson Viborg, íslendingur
sem búsettur er í Svíþjóð, mætir
til leiks. Svíar hafa boðið honum
að æfa með sænska landsliðinu en
Broddi Kristjánsson, landsliðsþjálf-
ari, vill skoða hann með það í huga
að fá hann í íslenska landsliðið.
Einnig verða tíu færeyskir lands-
liðsmenn meðal keppenda.
ÍÞRfsm
FOLK
■ ATTILIO Lombardo, ítalski
framheijinn sem leikur með Her-
manni Hreiðarssyni hjá Crystal
Palace í Englandi, meiddist á læri
á æfingu með ítalska landsliðinu í
gær, og verður líklega frá keppni í
mánuð.
■ MIKILL áhugi er fyrir HM-leik
Itala og Rússa í Napolí í dag.
Hvorki fleiri né færri en 8.000
manns mættu á æfingu ítalska
landsliðsins í gær, þá síðustu fyrir
leikinn.
B EINN þeirra stuðningsmanna
ítala, sem mætti á æfinguna í gær,
þoldi greinilega ekki spennuna;
hann hljóp inn á völlinn og „tæ-
klaði" Roberto Di Matteo, einn
landsliðsmannanna. Di Matteo vissi
auðvitað ekki hvaðan á sig stóð
veðrið, en gesturinn var dreginn
burt af vallarvörðum.
B RAI fyrirliði Paris St. Germain
verður líklega ekki með liði sínu
gegn Bordeaux á sunnudaginn
vegna meiðsla í mjöðm. Hann missti
af annarri æfingunni í röð á föstu-
daginn og sagði að henni lokinni
að hann hefði ekki viljað taka neina
áhættu með því að taka þátt.
„Sjáum til á morgun," sagði Rai
er hann yfirgaf æfingasvæði PSG.
fl SAVIO Bartonili framherji
brasilíska landsliðsins er líklega á
leiðinni í herbúðir Real Madrid ef
marka má frásögn spænska íþrótta-
blaðsins Marca í gær. Bartonili sem
23 ára og leikmaður Flamengo í
heimalandi sínu kæmi í skiptum
fyrir landa sinn Ze Roberto sem
færi þá til Flamengo.
B BARTONILI hefur bæði brasil-
ískt og ítalskt vegabréf og verðir
því ekki skráður sem útlendingur á
leikmannaskrá Real Mardrid.
B BERTI Vogts landsliðsþjálfari
Þjóðverja hyggst gefa tveimur upp-
rennandi leikmönnum tækifæri í
vináttulandsleiknum við S-Afríku í
Dortmund í dag. Leikmennirnir
sem um er að ræða eru Thomas
Linke varnarmaður Schalke 04 og
miðheijinn Dietmar Hamann hjá
Bayren Miinchen. Er þetta einn
liður þjálfaranc í að byggja upp lið
fyrir úrslitakeppni HM á næsta ári.
B ANGHEL Iordanescu, lands-
liðsþjálfari Rúmeníu, valdi fjóra
nýliða í hópinn fyrir vináttuleik við
Spán í næstu viku, þar af einn 17
ára strák og annan ári eldri. „Miðju-
mennirnir Alin Stoica [And-
erlechtj og Catalin Munteanu
[Steaua Búkarest] fá tækifæri þó
þeir séu mjög ungir,“ sagði Iordan-
escu, en Stoica er 18 ára og Munte-
anu 17 ára.
B MUNTEANU var í sviðsljósinu
í liðinni viku þegar hann gerði tvö
mörk á móti franska liðinu Bastia
og átti stóran þátt í að Steaua er
komið í 3. umferð Evrópukeppni
bikarhafa.
B DENIS Pankratov sundmaður
frá Rússiandi og tvöfaldur ólymp-
íumeistari í flugsundi á síðustu
Ólympíuleikum keppir ekki á heims-
meistaramótinu í sundi sem fram
fer í Perth í Ástralíu í janúar nk.
Ástæðan er þreyta og óánægja með
árangurinn á þessu ári. Talsmaður
sundmannsins neitaði hins vegar
sögusögnum um að ólympíumeist-
arinn hyggðist hætta keppni í sundi.
BADMINTON / ALÞJOÐLEGT MOT
Þrír Danir mæta til leiks
Afturelding þarffi
Möguli
Bergsveinn Bergsveinsson markvörður
Aftureldingar og íslenska landsliðsins
er nú að etja kappi við norsk félagslið í
Evrópukeppninni í handknattleik í fjórða
sinn. Er hann lék með FH mætti hann
Fredriksborg Sky og Stavangri og nú eftir
að hann gekk til liðs við Aftureldingu fyrir
íjórum árum hafa Drammen og Runar
bæst í hópinn. Þá hefur hann nokkrum
sinnum leikið með íslenska landsliðinu gegn
því norska.
„Ég tel möguleika á að komst áfram
vera góðan, en ég held að við verðum að
hleypa leiknum aðeins upp til þess að ná
frumkvæðinu. Leikmenn Runar eru góðir
en með lítið hjarta,“ segir Bergsveinn og
telur Runar ekki vera eins sterkt og Dramm-
en sem Afturelding lagði á heimvelli með
fímm marka mun fyrir tveimur árum. Þá
steinlá Afturelding reyndar á útivelli.
„Ég veit að úrslitin munu mikið ráðst á
hvort ég og vömin náum okkur á strik.
Sóknarmenn Runar að undanskilinni örv-
hentu skyttunni eru ekki hávaxnir og
hornamennimir em mjög færir. Ég mæti
hins vegar óhræddur til leiks og staðráðinn
í að gera mun betur en ytra. Það er einnig
stórt atriði fyrir okkur að fá öflugan stuðn-
ing frá áhorfendum, þeir geta verið eitt
aðalvopn okkar í leiknum."
Leika kerfisbundið
„Með skynsamlegum sóknarleik og
grimmum sóknarleik þar sem markvarslan
fylgir með eigum við mjög góða mögu-
leika, en við verðum einnig að fá fullt hús
áhorfenda til þess að styðja við bakið á
okkur,“ sagði Gunnar Andrésson, fyrirliði
Mosfellinga. Hann var meiddur í fyrri leikn-