Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 D 9 Átján fasteignasölur hafa tekið forritið Húsið í þjónustu sína Huffbúnaðarfyrirtækið Úrlausn-Aðgenffl ehf. hefur sérhæft sig í hugbúnaði á sviði laga og réttar. Magnús Sigurðsson kynnti sér starfsemi fyrirtækisins. ÞEIM hugbúnaðarkerfum fjölgar stöðugt, sem hugbúnaðarfyrirtækið Urlausn-Aðgengi hefur búið til. Má þar helst nefna Innheimtukerfi lög- manna, Lagasafn Islands á tölvu- tæku formi og Réttarríkið. Af ann- ars konar hugbúnaði má nefna, að fyrirtækið vinnur nú að gerð síma- skrár á geisladiski fyrir Póst og síma hf. Fyrir um það bil ári setti Úr- lausn-Aðgengi ehf. á markað fast- eignasölukerfið Húsið 95 og nú hafa 18 fasteignasölur tekið það í notkun og enn fleiri hafa sýnt þessu kerfi mikinn áhuga. Þau Sigurður Gauti Hauksson kerfisfræðingur og Hafdís Haf- steinsdóttir viðskiptafræðingur hafa með höndum framkvæmda- stjórn fyrirtækisins Úrlausnar-Að- gengis, Hafdís á fjármálasviðinu en Sigurður á hugbúnaðarsviðinu. Að þeirra sögn láta notendur vel af getu forritsins Húsið 95 til að upp- fylla þær kröfur sem gerðar eru á fasteignasölum í dag. „Forritið var hannað í samvinnu við fasteignasala og frá fyrstu út- gáfu þar til í sumar störfuðu fjórir fasteignasalar sem notuðu kerfið að staðaldri með okkur í svokölluðu tækniráði,“ segja þau Hafdís og Sigurður. „Hlutverk þess er að taka afstöðu til breytingartillagna sem berast frá notendum Hússins og útfæra þær í samráði við kerfis- fræðinga sem starfa innan fyrir- tækisins. Þetta hefur gefist mjög vel. Nú hefur verið fækkað niður í tvo í tækniráðinu þar sem helstu agnúarnir hafa verið lagfærðir en hlutverk tækniráðsins helst óbreytt því alltaf er hægt að bæta við.“ Aðgengilegt forrit En hvaða kosti hefur forritið fyr- ir fasteignasala? „Með Húsinu fá fasteignasalar tæknilega fullkomið vinnuumhverfi sem auðvelt er að læra á,“ segja þau Hafdís og Sigurður. „Húsið sinnir einnig seljendum og kaup- endum fasteigna mjög vel. Selj- endur geta fengið yfirlit yfir þær auglýsingar sem birtar hafa verið, þann kostnað sem fallið hefur til og þá aðila sem spurzt hafa fyrir um eignir þeirra. Þá geta eigendur fasteigna jafnt sem kaupendur nýtt sér kosti Vefsendilsins, sem er hliðarforrit við Húsið. Með hjálp Vefsendilsins eru upplýsingar á alnetinu (Inter- netinu) uppfærðar daglega og eig- endur og kaupendur fasteigna ná saman á skemmri tíma en áður. Ef farið er í stuttu máli yfir kerf- ið þá heldur söluskráin utan um all- ar upplýsingar varðandi eignir sem eru á skrá með hjálp svokallaðra flipa. Upplýsingarnar geta varðað eigendur, lýsingu, auglýsingar, myndir, áhvílandi lán, feril eignar o.s.frv. Aðilar eignar geta verið eig- endur, leigjendur, forsvarsmenn, umboðsmenn eða aðrir sem fast- eignasalinn velur við uppsetningu kerfisins. í lýsingu er skráður sá texti sem á að koma fram á söluyf- irliti en í auglýsingu er skráður sá texti sem á að birtast í þeim auglýs- ingamiðli sem viðkomandi kýs að auglýsa hjá. Þá byggjast auglýsing- arnar upp á því að skráðar eru aug- lýsingar fram í tímann á ákveðna auglýsingardaga. Auglýsingarsendillinn sem lýst er nánar hér á eftir nær í upplýs- ingar um hvaða eignir á að auglýsa á ákveðnum dögum úr þessum flipa og birtir þær í ákveðnu vinnuum- hverfi fyrir auglýsingar. Mynda- skráning er mjög auðveld og skrá má inn margar myndir á hverja eign. Þær geta síðan birst á skján- um með stækkunarmöguleika, á al- netinu með hjálp vefsendils eða í auglýsingum með hjálp auglýsinga- sendilsins. Upplýsingar um áhvílandi lán eru sla-áðar í Húsið sem reiknar út afborganir, eftirstöðvar og greiðslubyrði lána. Þá má auðveld- lega fá upplýsingar um þær aðgerð- fr sem framkvæmdar hafa verið í Húsinu varðandi ákveðna eign, svo sem hvenær hún var skráð, hverjir hafa spurzt fyrir um hana, hvort gerð hafi verið tilboð í hana eða jafnvel kaupsamningur. Ef unnið er út frá fyrirspyrjend- um eða skyndileit má auðveldlega setja upp hin ýmsu leitarsldlyrði þar sem þarfir fyrirspyrjandans eru útlistaðar eða bent er á ákveðna eign og beðið um eignir sem uppfylla sambærilegar þarfir. Skilyrðin geta verið af ýmsum toga. Þau helstu eru verð, hverfi, póst- númer, áhvflandi lán, hvort þörf er á greiðslumati o.s.frv. Kerfið finnur síðan eignir sem samræmast leitar- skilyrðunum. Við tilboðsgerð birtir kerfið allar SJÁSÍÐU 10 ÞPiepOLT Brautartiolti 4 ♦ sími 561 4030 ♦ fax 561 4059 GSM 8984416 og 897 6933 Opið kl. 9—18 virka daga og kl. 12—14 á laugardögum og sunnudögum. Friðrik Stefánsson, lögg. fasteignasali. 3JA HERB. KRUMMAHOLAR Góð ibúð í fal- legu og vel hirtu fjölbýlish. í Breiðh. Rúm- gott eldhús m. smekklegri innr. S. svalir. Skipti hugsanleg á minni eign, ca 4-5 millj. Stæði í bílgeymslu fylgir. Verð 6,3 millj. HRINGBRAUT. Glæsileg íbúð á 1. hæð á góðum stað við Hringbrautina. 2 rúmgóð svefnherbergi. Allt tréverk og innréttingar nýlegt. Áhvíl. hagstæð langt.lán. Verð 6 millj. ÁLFTAMÝRI. Vel staðsett 3ja herb. 75 fm íbúð. Áhv. húsbréf 4,9 millj. Verð 6,4 millj. 4RA-6 HERB. REYKAS - 2 HÆÐIR. Rúmgóð 2ja hæða 143 fm endaíbúð við Reykás í Seláshverfi. íbúðin skiptist í 4 sv.herb., stofu/borðstofu, eldh., baðherb. og WC á efri hæð. Þv.hús í íb. Glæsilegt útsýni og stutt í skóla og aðra þjónustu. Skipti möguleg. Áhv. byggsj. 2,5 millj. Verð 10,5 millj. ^7 j IJT» M :: isí STÆRRI EIGNIR REYRENGI - GRAF. Fallegt parh. á 2 hæðum og innb. bílsk. Rúmgott eldhús og björt stofa með glæsil. útsýni til Esj- unnar og víðar. Stutt í skóla, leikvöll og i golfið. Ahv. ca 7,5 millj. Verð 10,2 millj. FURUHJALLI - KÓPAVOGI. Einbýlishús 208 fm á nokkrum pöllum innst í botnlanga með innbyggðum bil- skúr. Fimm svefnherbergi, 2 flísalögð baðherbergi, góðar stofur. Miklar suður- svalir með hita í gólfi, hiti í stéttum. Áhv. 5,7 millj. Verð 18,5 millj. BREKKUTANGI - MOS. Gott endaraðh., 2 hæðir + séríb. í kj. S. svalir, góður gróinn s. garður. Verð 13 millj. ÞVERHOLT MOS. Mjög rúmgóð 115 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð í nýl. fjöl- býli. Eldh. með stórum borðkrók og búri. Þvottaherb. i íb. Fataherb. inn af hjóna- herb. Geymsla á hæðinni. Verð 8,7 m. Áhv. langtlán ca 4,5 m. RAÐHUS - MIÐSVÆÐIS. Afar snyrtilegt 133 fm raðhús ásamt stæðum [ bflskýli við Ásholt I Reykjavík. Einstak- lega vel skipulagður húsgarður. 3 rúm- góð svefnherbergi. Góðar innréttingar. Ahv. ca 5 millj. húsbr. Verð 12,7 millj. HÆÐIR SUÐURGATA - HF Glæsiieg 4 herb. sérhæð í tvíbýllshúsi 172 fm ásamt innb. bílsk. Eldhús með viðarinnr. og borðkrók. S. svalir. Sjónvarpshol, hjóna- og barnaherb. parketlögð. Baðherb. flísa- lagt með sturtu og baðk. Fullbúinn bil- skúr m. hurðaopnara 26.2 fm. Áhv. 7,5 millj. Verð 11,3 millj. HJALLABREKKA - KÓP. Gott um 206 fm einb. á tveimur hæð- um með innb. bílskúr. Nýtt eldh. og parket. Sjónv.herb. með útgangi út á mjög góða suðurverönd. Garður í mikilli rækt. Möguleiki á skiptum á minni eign. Verð 14 millj. Húsbréf brúa bilið Félag Fasteignasala Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sigurður Gauti Hauksson kerfisfræðingur og Hafdis Hafsteinsdóttir viðskiptafræðingur hafa með höndum framkvæmdastjórn hugbúnað- arfyrirtækisins tirlausnar-Aðgengis. Fasteignasölukerfið Húsið sinnir seljendum og kaupendum fasteigna mjög vel. EIGNAMIÐSTOÐIN-Hátún Skipholt 500, 2. hæð Sími 561 9500 æ* Fax 561 9501 | . Brynjar Fransson löggiltur fasteignasali Lárus H. Lárusson sölustjóri Kjartan Hallgeirsson sölumaður Auðarstræti - stórglæsilegt!! Vorum að fá í sölu þessa stórglæsilegu ca 130 fm 6 herb. hæð og ris á þessum eftirsótta stað í Norðurmýrinni. 4 svefnh. 2 stofur. 2 baðh. Mikið endurnýjuð. þetta er draumaíbúðin og draumastaðsetn- ing. Hér þýðir ekkert hik, hún stoppar ekkert þessi! Áhv. 5,3 m í góð- um lánum. Verð 10,2 m. 1258 Esr einb./radhús : wn herbergja Logafold. Nýkomið í sölu mjög falleg og einkar vel staðsett einbýlishús. Húsiö er ca 234 fm og mjög stór yfir 50 fm bíl- skúr. Sérsm. innr. Fallegur garður. Spenn- andi eign á góðum stað. 1100 Langabrekka - Kóp. Til sölu fallegt 180 fm parh. ásamt 34 fm bílskúr. Lítil íb. í kj. Gott ásigkomulag. Skipti möguleg v. 13,8 m. 1070 Vesturberg. Falleg íbúð í nýviðgerðu húsi, Pergo-parket á gólfum. Stórar suð- ursvalir. Skipti á stærra möguleg. Áhv. 3,3 m.V. 5,3 m. 1199 Frostafold - Byggsj. 63 fm íbúð í góðu lyftufjölbýli á 4. hæö. Suðursvalir, mjög gott útsýni. Parket, þvottahús í íbúð. Áhv. 4 m. í Byggsj. V. 6,2 m. 1200 herbergja Súluhólar - frábær íbúð!!!! Vorum að fá I sölu gullfallega og mikið endurnýjaða ca 90 fm íbúð á 1 hæö með góðum suð- ursvölum. Góðar innr., parket og flísar. Skoðaðu þessa, hún er frábær. 1256 Fífusel - bilskýli. Falleg 97 fm íbúð á 2. hæð. Parket og flísar. þvhús í ib. Skipti koma til greina á minni íb. Áhv. 4 m. V. 6,9 m.1063 fE herbergja Þverholt - Mos. - Byggsj. Falleg 100 fm penthouse íbúð i góðu nýlegu fjölbýli. Mikill lofthæð. Öll þjónusta við höndina. Sérstök og spennandi íbúð. Áhv. 5,1 millj. Greiðslub. 25. þús á mán. Verð 7,3 m. 1242 Skipholt. Falleg og vel skipulögð 84 fm íbúð á 2. hæð I mjög góðu fjölbýlishúsi. Nýtt eldhús og parket. Vestursvalir, góð- ur staður. Áhv. 4 m. V. 6,9 m. 1235 m annað Kópalind - hver að verða síðastur. Mjög góðar og vel innréttaðar 3ja og 4ra herb. íbúðir með sérinng. á fallegum út- sýnisstað. Skilast fullbúnar án gólfefna. íbúðimar verða afhentar í byrjun april nk.. Aðeins tvær íbúðir eftir. 1125 Breiðavík - einsktakt. Mjög fallegar 4ra herb. íbúðirtilsölu. í göngufæri við golf- völlinn. Skilast fullbúnar án gólfefna. V 8,4 m. 1110 Sumarbústaðarlóð í Grímsnesi. Eignarióð 1/2 ha í sumarbústaðariandi í Kerhrauni rétt við Kerið. Góður stað- ur. Hringdu og kannaðu málið. V. 500 þús. 1241 FJÁRFESTAR! Vorum að fá í sölu nokkr- ar íbúðir í nýju íbúðarhóteli við Höfða- bakka. Mjög góð staðsetning. Upplagt fyrir t.d. verkalýðs- og stéttarfélög sem vantar aðstöðu í borginni. Nokkrar íbúð- ir eftir. V. 4-5 m. 1077 Erum fluttir í SKIPHOLT 50B, 2. hæð. Nýtt SÍMANÚMER 561 9500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.