Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • JttorgunMaMii Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 25. nóvember 1997 Blað d markaður FASTEIGNAVIÐSKIPTI eru nú lífleg, segir Grétar J. Guð- mundsson í þættinum Markað- urinn. Það er mikilvægt fyrir markaðinn, að áfram verði boð- ið upp á jafn góða lánamögu- leika og í boði hafa verið að undanförnu. / 4 ► Stjórn hitakerfa LAGNAFÉLAG ÍSLANDS efnir til ráðstefnu í Perlunni nk. fímmtudag, en þar verður m. a. fjallað um stjórntæki fyrir hita- kerfí og í kjallara Perlunnar verður sýning. I þættinum Lagnafréttir er fjallað um þessa ráðstefnu. / 28 ► Ú T T E K T Skúlagata breytir um svip AHORNI Skúlagötu og Snorrabrautar, þar sem Málningarverksmiðjan Harpa stóð áður, hefur bygg- ingafyrirtækið Viðar hf. hafið miklar framkvæmdir, en þar eiga að rísa þrjú 6-8 hæða fjöl- býlishús og stór skrifstofu- og þjónustubygging. I fyrsta áfanga verða byggð tvö fjölbýlishús, annað með 19 fbúðum en hitt með 21 íbúð. Gert er ráð fyrir, að þær verði tilbúnar til afhendingar í nóv- ember á næsta ári, en þeim verður skilað fullbúnum. Skrif- stofubyggingin verður á íjór- um hæðum og með tveimur stigahúsum fyrir utan bíla- kjallara og öll hin vandaðasta. Byrjað verður að grafa fyrir þessari byggingu eftir áramót. Hver hæð hennar er um 860 ferm., nema efsta hæðin, sem er um 650 ferm., en hún er inndregin og með geysilegu útsýni. AIIs er stærð bygging- arinnar um 3.200 ferm. Undir henni er þar að auki gert ráð fyrir bílakjallara og geymsl- um. Vandað verður til bygg- ingarinnar, en hún verður ein- angruð að utan og klædd með viðhaldsfríium múrklæðning- um eða plötuklæðningum. Að sögn Viðars Daníelsson- ar, framkvæmdastjóra Viðars hf., nemur heildarkostnaður við þessar byggingafram- kvæmdir um 900 millj. kr. / 16 ► Fleiri sækja um hús- bréfalán til endurbóta í LOK október voru innkomnar umsóknir um húsbréf mun meiri en á sama tíma í fyrra, bæði að því er varðar notað íbúðarhúsnæði og nýbyggingar. Þetta gefur mikla vísbendingu um umsvifín á fast- eignamarkaðnum á þessu ári. Mest er aukningin í umsóknum vegna nýbygginga einstaklinga, sem stafar sennilega af því, að byggingaraðilarnir eru að skila af sér íbúðum í fjölbýli, sem kaup- endurnir taka sjálfír húsbréfalán út á. Þetta kann líka að benda til meiri áhuga á nýju sérbýli, eink- um raðhúsum, sem mikil eftir- spurn er eftir nú, en þau eru að verulegu leyti byggð á vegum ein- staklinga. Atvinnuástand í byggingariðn- aði er nú gott og jafnvel vöntun á mönnum. Auk meiri nýbygginga eru umsvif í endurbótum og við- haldsverkefnum nú greinilega meiri en áður. Þannig var 17% aukning í októberlok í umsóknum um húsbréfalán vegna endurbóta miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kann vel að eiga rót sína að rekja til batnandi efnahags en einnig til vaxandi vitundar fólks um, að nauðsynlegt er að halda húseignunum við. Samþykkt skuldabréfaskipti vegna viðhalds og endurbóta voru aftur á móti 11% minni. Skýringin er sú, að þessar umsóknir eru þá fyrst samþykktar, þegar 80% af framkvæmdunum er lokið. Þrátt fyrir meiri umsvif á mark- aðnum er húsbréfaútgáfan nánast sú sama og í fyrra. Sennilegasta skýringin er sú, að þeim íbúðum og húseignum fer nú stöðugt fjölg- andi, sem búið er að taka hús- bréfalán út og við eigendaskipti yfirtekur kaupandinn lánin. Athygli vekur, að vanskil í hús- bréfakerfinu hafa minnkað. Fjöldi lántakenda í vanskilum var 5.395 hinn 1. júlí sl. eða um 9,1% lántak- enda, en um 9,6% lántakenda voru í vanskilum um síðustu áramót. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu í jan.- okt. 1997 breyting frá sama tímabili 1996 Innkomnar umsóknir Notað húsnæði Breyting jan.-okt. 1997/1996 +10,81% Endurbætur +17,09% Nýbyggingar einstaklinga +27,69% Nýbyggingar byggingaraðila +8,77% Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi +8,27% Notað húsnæði - upphæðir +6,06% Endurbætur - fjöldi -11,11% Endurbætur - upphæðir +1,27% Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi +15,00% Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir +23,49% Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi +1,95% Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir +5,39% Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð +10,93% Útgefin húsbréf Reiknað verð +0,78% Fasteiginatón F^árvangs Dæmi um mánaðariegar afboiganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs* \fortir(%) 10 ár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta [TF’’ FJÁRVANGUR LOGGIIT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI Laugavegi 170,105 Reykjavík, sími 540 50 60, símbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is Kynntu þér kosti Fasteignalána Fjárvangs hjá ráðgjöfum Fjárvangs ísima 5 40 50 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.