Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 4
KNATTSPYRNA KORFUKNATTLEIKUR/NBA Nelson fagnaði mest Dallas Mavericks hefur ekki gengið mjög vel í NBA-deild- inni í körfuknattleik, en var þó ekki í vandræðum með að vinna New York 105:91 á heimavelli sínum í fyrri nótt. Don Nelson, þjálfari Ma- vericks, var manna ánægðastur og fagnaði mest allra því hann var rekinn sem þjálfari New York í fyrra. Hubert Davis, fyrrum leik- maður New York, gerði 16 af 20 stigum á síðustu 14 mín. leiksins fyrir Mavericks. Michael Finley var með 27 stig og Khalid Reeves 24. Houston vann Atlanta 94:87 og var þetta sjöundi sigur liðsins í röð. Kevin Willis setti persónulegt stiga- meti á tímabili, gerði 31 stig. Hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu utan af velli og tók auk þess 11 fráköst. Terrell Brandon átti góðan leik fyrir Milwauee Bucks sem vann Charlotte 102:92. Hann gerði 24 stig og átti 11 stoðsendingar og náði boltanum fjórum sinnum. Ray Allen setti niður 22 stig, Tyrone Hill 18 og Ervin Johnson og Glenn Robinson voru með 16 stig hvor. Chris Webber var með 26 stig og 14 fráköst fyrir Washington sem vann Sacramento Kings, 118:96. Juwan Howard gerði 22 stig og átti sjö stoðsendingar og Rod Strickland 16 fyrir Washington. Mitch Richmond var stigahæstur í liði Sacramento með 26 stig. Táningurinn Maurice Taylor gerði 17 stig og setti persónulegt stigamet er LA Clippers vann San Antonio Spurs á heimavelli 100:96 eftir framlengdan leik. Eric Piat- kowski setti einnig persónulegt stigamet með því að gera 24 stig og Lorenzen Wright sömuleiðis, gerði 17 stig og tók auk þess níu fráköst. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í síðustu 13 leikjum. David Robin- son var stigahæstur í liði gestanna með 25 stig og tók auk þess 12 frá- köst. Nýliðar Kaiserslautem komu á óvart í fyrstu umferð þýsku deildarinnar og unnu meistara Ba- yem 1:0 í Munchen í ágúst. í gær- kvöldi gerðu þeir betur á heima- velli, unnu Bayem 2:0 og eru með sjö stiga forystu á meistarana. Carsten Jancker skoraði fyrir Bayem á 20. mínútu eftir gott spil en hann var rangstæður og mark- ið því ekki dæmt gilt. Heimamenn náðu forystu á 45. mínútu, þegar Dietmar Hamann, sem var í bar- áttu við Andreas Buck um bolt- ann, gerði sjálfsmark eftir hom- spymu frá vinstri. Marian Hristov innsiglaði sigurinn eftir gagnsókn fimm mínútum fyrir leikslok, fékk boltann frá Buck, sem hafði leikið ÚRSLIT Handknattleikur HM kvenna A-riðill Sindelfmgen, Þýskalandi: Austurríki - Angðla.................29:22 Þýskaland - Pólland.................29:19 Japan - Brasilía....................25:21 ■ Þýskaland og Austurríki eru með sex stig eftir þrjá leiki en tvö efstu lið í hverjum riðii fara áfram í átta liða úrslit. B-riðill Saarbruckep, Þýskalandi: Noregur - Úsbekistan..............44:13 Króatia - Frakkland...............21:20 Kanada - Hvíta-Rússland...........13:30 ■ Noregur og Króatía eru með sex stig eftir þrjá leiki. c-riam Suður- Kórea - Uruguay............35:11 Rúmenía - Ungverjaland............26:30 Alsír - Fílabeinsströndin.........20:21 ■ Suður-Kórea og Ungverjaland eru með sex stig eftir þrjá leiki. D-riðiIl Danmörk - Slóvenía................37:24 Rússland - Makedónía..............22:19 Tékkland - Kína...................30:25 ■ Danmörk og Rússland eru með 6 stig eftir þrjá leiki. Bikarkeppni karla 16 liða úrslit Selfoss - Fram........................23:37 ÍR-b - Afturelding....................20:29 Höness hrokafullur ULI Höness, framkvæmda- stjóri Bayern Miinchen, gerði lítið úr Otto Rehhagel, þjálf- ara Kaiserslautern, fyrir leik liðanna í þýsku deildinni í gærkvöldi en Rehhagel var látinn fara frá Bayern í fyrra. „Otto Rehhagel er rétti þjálfarinn fyrir mörg lið víða um heim en ekki fyrir lið í heimsklassa,“ sagði Höness. „Otto er fyrsta flokks þjálfari þar sem liann fær allt upp í hendurnar frá vallarstarfs- mönnum til forseta, en það er ekki mögulegt í borg eins og Miinchen.“ Rehhagel er einn af sigur- sælustu þjálfurum Þýskalands. Hann þjálfaði Werder Bremen 1981 til 1995 og undir hans stjórn varð liðið tvisvar Þýska- landsmeistari og Evrópumeist- ari bikarhafa 1992. Rehhagel var látinn taka pokann sinn Ijórum dögum fyrir úrslitaleik Bayern og Bordeaux í Evrópu- keppni félagsliða og Bayern fagnaði sigri. Hann fór til Ka- iserslautem, kom Iiðinu upp og á toppinn en aldrei fyrr hafa nýliðar verið efstir í 1. deild þegar keppnin er hálfn- uð. „Því miður er hann ekki rétti maðurinn fyrir Miinchen, Madrid eða Tórínó en hann getur gengið í Kaiserslautera eða Bremen,“ sagði Höness. ÍMÓmR FOLK ■ GHEORGHE Hagi, fyrirliði rúmenska landsliðsins, ætlar að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistarakeppnina í Frakk- landi í sumar. Hann er 32 ára og hefur leikið með landsliðinu í 18 ár. Hann hefur gert 32 mörk í 107 landsleikjum. ■ BEBETO og Romario verða í fremstu víglínu í liði Brasilíu sem mætir Suður-Afríku í vináttuleik í Jóhannesarborg á morgun. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir leika saman í brasilíska landsliðinu síðan Brasilía vann Ítalíu í úrslitaleiknum á HM í Bandaríkjunum 1994. ■ BRASILÍA er nú að undirbúa sig fyrir heimsálfukeppnina sem hefst í Saudi-Arabíu í næstu viku. Nokkrii' lykilmanna landsliðsins verða ekki með á móti Suður-Afríku á sunnudaginn. Þeirra á meðal eru Cafu (Roma), Juninho (Atletico Ma- drid), Leonardo (AC Milan), Ri- valdo (Barcelona), Roberto Carlos (Real Madrid) og Ronaldo (Inter Milan). ■ HRISTO Boaev, landsliðsþjálf- ari Búlgara, sagðist sannfærður um að lið hans kæmist upp úr D-riðlin- um sem er talinn einn sterkasti riðill HM keppninnar í Frakklandi. Hin liðin þrjú eru Spánn, ólympíumeist- arar Nígeríu og Paraguay. „Við mætum óhræddir og ég er viss um að við komumst áfram,“ sagði Bo- nev. ■ MEÐAN leikmenn Manchester United borða kvöldmatinn í dag geta þeir verið með sex stiga forskot í ensku deildinni. En til þess þurfa þeir að vinna Liverpool í dag, en leikurinn hefst kl. 11.15 á Anfield. Liverpool hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum liðanna und- anfarin ár og hefur ekki unnið United í deildarkeppninni síðan í desember 1995. ■ LTVERPOOL leikur án Paul Ince í dag, en hann tekur út leik- bann. Það mun því mikið mæða á Ja- mie Redknapp á miðjunni. Robbie Fowler er laus úr leikbanni og og verður með. Það verður spurning hvort það verður Karlheinz Riedle eða táningurinn Michael Owen, sem verður með honum frammi. ■ UNITED verður án Gary Pall- isters sem er meiddur og Paul Scho- les, sem tekur út leikbann. Andy Cole, sem var útnefndur leikmaður nóvembermánaðar ásamt Kevin Da- vis, Southampton, verður að öllum lfldndum í fremstu víglínu enda ver- ið drjúgur fyrir liðið í síðustu leikj- um. ■ REAL Madrid hefur keypt brasilíska framherjann Savio Bartonili írá Flamengo. Kaupverðið er talið nema um 250 milljónum króna. Savio er væntanlegur til Spánar fljótlega til að gangast undir læknisskoðun. OTTO Rehhagel, þjálfari Kaiserslautern, hafði ástæðu til að fagna í gærkvöldi. Otto fagnaði aftur upp hægri kantinn og að vítateigs- horninu áður en hann gaf fyrir markið. „Þeir sóttu stíft á okkur í seinni hálfleik en fyrir vikið opnuðust svæði sem veitti okkur tækifæri eins og það sem við skoruðum úr,“ sagði Otto Rehhagel, þjálfari nýlið- anna. „Mínir menn börðust vel og ekkert er eins spennandi og það að þurfa að halda forystu." Stemmningin var gríðarleg hjá 38.000 áhorfendum og lögðu þeir sitt af mörkum. „Við vorum óheppnir að fá á okkur fyrra mark- ið en það var vendipunkturinn,“ sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Bayem. „í seinni hálfleik urðum við æ taugaóstyrkari eftir því sem á leið leikinn." Um baráttuna um titilinn sagði ítalski þjálfarinn: „Kaiserslautem er sterkt en mikið er eftir og margt getur gerst. Þetta er ekki búið.“ Ólafur í góðum félagsskap ÓLAFUR Stefánsson, Wuppertal, er í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handknattleik að loknum tíu umferð- um. Hann hefur gert 71 mark, þar af 26 úr vítaköstum. Stefan Stoecklin, Frakkinn í liði Minden, er markahæstur með 81 mark. Kóreumaðurinn Kim Yoon hjá Gummersbach er með 73 og Júgósla- vinn Nenad Perunicic í liði Kiel með 72 mörk. Næstir á eftir Ólafi eru Marc Baumgartner, Lemgo og Talant Duishebaew, Nettelsted, sem hafa gert 67 mörk hvor. Sjónvarps- þáttur um Kristján KRISTJÁN Halldórsson, sem þjálfar handknatt leikslið Lar- vikur í Noregi, var hér á landi í vikunni. Hann var meðal áhorfenda á leik Stjörnunnar og Víkings í Garðabænum á miðvikudag, þar sem grannt fylgst með honum - því með honum í Fór var tveggja manna norskt upptökulið frá frönsku sjón- varpsstöðinni Canai Plus. Franska stöðin hefur einka- leyfí á útsendingum frá efstu deild norska kvennahandboit- ans og ætlar að sýna í Noregi * þátt um Kristján. Hluti þátt- arins er tekinn upp hér á landi. Liðs Kristjáns í Nor- egi hefur ekki tapað í sfðustu 32 leikjum í deild og bikar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.