Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 1
Ilm ffélagsskap viö menn Indriói G. Þorsteinsson/3 Brynjúlfur frá Minna-Núpi og heimspekin/2
Listmálarqþqnkar Hjörleifs/4 Nykur heitir forlag ungra skálda/5 Aö haida tilffinningum sinwm
q liffi Guðbergur Bergsson/6 Tióarandi og hiartasffaóur Arnheióur og Ragna/7 Í miójum straumi
menningar Siguróur Nordal Jón ur Vör ies eigin ljóó/8
pliorigiiwMaíiiiiSl*
MENNING
LISTIR
ÞJÓÐFRÆÐI
BÆKUR
B
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997
BLAÐ
Flaut með
straumnum
DORIS Lessing hefur sent frá sér
annað bindi æviminninga sinna
(Walking in the Shade, útg. Harper-
Collins, 395 síður). í bókinni segir
hún frá komu sinni til London frá
Ródesíu með tvö hjónabönd að baki.
í Ródesíu hafði Lessing verið félagi
í kommúnistaflokknum og fljótlega
eftir að hún kom til London gekk
hún í breska kommúnistaflokkinn
þótt hún að eigin sögn hataði og
hati enn að ánetjast nokkru og þyldi
ekki opinber fundahöld.
Á friðarþingi í Moskvu var hún
fulltrúi breskra rithöfunda og það
olli henni miklum vonbrigðum og
heilabrotum. Hún hafði barist gegn
aðskilnaðarstefnunni heima fyrir
og stóð með undirokuðum svert-
ingjum.
I London sjötta áratugarins var
Lessing einstæð móðir og aðþrengd
fjárhagslega eins og fleiri. Mennta-
menn og listamenn sem hún þekkti
voru flestir marxistar og hún
skoraðist ekki undan að fylgja
þeim.
Viti sínu fjær
Nú lítur Lessing þannig á að hún
hafi verið viti sínu fjær þegar hún
gekk í flokkinn og segir að inn-
gangan hafi verið mesta tauga-
veiklunarákvörðun lífs síns. Hún
var ekki trúuð á kommúnismann,
en tekur undir með Arthur Koestl-
er að menn hafi gerst marxistar
af persónulegum ástæðum.
Áfstaða margra var flóknari en
menn gera sér grein fyrir að mati
Lessing, oftar persónuleg en póli-
tísk. Marxisminn var á þessu tíma-
bili kóirétt stefna og hvað Doris
Lessing snerti lét hún berast með
straumnum.
UNDANFARIN ár hefur ljóðabókaútgáfa
dregist nokkuð saman hér á landi. Engin
augljós skýring virðist vera á þessu. Nóg
virðist vera af skáldunum og ekki vill
maður trúa því að svo fá þeirra séu frambærileg að
ár eftir ár komi færri íslenskar ljóðabækur út en
skáldsögur. Markaðsstaða ljóðsins hefur ekki þótt
sterk og því læðist stundum að manni sá grunur að
útgefendur séu ekki fúsir til að leggja fé í útgáfu
ljóðabóka (en auðvitað vill maður ekki heldur trúa
neinu illu upp á útgefendur). Sumir vilja segja að
staða ljóðformsins sé ekki eins sterk og áður. Hefur
þá verið talað um ákveðna stöðnun í formi ljóðsins
sem hafi að nokkru leyti gefið eftir i glímunni við
nútímann. Skáldsagan sé hins vegar form sem gleypi
í sig tímann með húð og hári, hún gleypi i sig önn-
ur form ef þörf krefji, sé eins konar kamelljón eða
furðudýr sem lagi sig alltaf að breyttum aðstæðum.
Það er ekki um auðugan garð að gresja í ljóða-
bókaútgáfu þessa árs. I Bókatíðindum er um tyift
bóka úr þessum flokki og athygli vekur að engin
þeirra var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun-
anna í síðustu viku. Það er þó afar umdeilanlegt
að bók Sigurðar Pálssonar, Ljóðlínudans, skuli ekki
hafa fengið náð fyrir augum dómnefndarinnar.
Fjölbreytnin einkennir skáldsagnagerð
Gróskan er hins vegar með ólíkindum í skáldsagna-
gerðinni eins og undanfarin ár. Samkvæmt bókatíðind-
um eru þijátíu íslenskar skáldsögur að koma út á
þessu hausti. Og á meðal þeirra eru bækur sem má
telja með því betra sem hefur komið út undanfarin
ár, jafavel á þessum áratug.
Fyrsta ber að nefna Faðir og móðir og dulmagn
bernskunnar eftir Guðberg Bergsson. Guðbergur
kallar þessa bók skáldævisögu en einhvern veginn
fínnst manni að hið alltumvefjandi skáldsagnaform
myndi svelgja þessa bók í sig án slíks fyrirvara.
Bókin kallast raunar nokkuð á við hið gríðarlega
skáldverk Proust, / leit að glötuðum tíma sem ný-
INNPÖKKUÐ strönd eftir Christo.
Eyður og
uppfyllingar
Á meðan fátt virðist
vera að gerast í ís-
lenskri ljóðabókaútgáfu
er gróskan með ólíkind-
um í skáldsagnagerð
landans. Þröstur
Helgason skoðaði ljóð
og skáldsögur ársins og
einnig þýðingarnar sem
setja okkur sífellt í betra
samband við heiminn.
Einnig nefnir hann bók
sem er nánast eins og
himnasending í hans
augum.
lega kom út í íslenskri þýðingu Péturs Gunnarsson-
ar; í báðum verkunum flæðir textinn út yfir allt
með orðum sem öll eru full af höfundinum. Við sjáum
Guðberg smyija sig á hveija síðu, hann er í öllu,
það verður allt einhvem veginn guðbergst í textan-
um, hvort sem verið er að lýsa saumandi ömmunni,
smíðandi föðurnum, ljúfri móðurinni, sístritandi
ómenntuðum meðalmönnunum i þorpinu, hálftilbúnu
húsinu. Í báðum verkunum eru höfundarnir að endur-
skapa sjálfa sig, ekki að endursegja sögu sína og
sinna. Þetta er mótun sjálfsmyndar.
Þessi sjálfssköpun hefur reyndar verið eitt af
meginviðfangsefnum íslenskra skáldsagna síðustu
áratuga og er enn. Nægir að nefna hinar svokölluðu
drengjasögur Péturs Gunnarssonar, Einars Kárason-
ar, Einars Más Guðmundssonar og fleiri. Einar Már
heldur áfram eins konar sjálfsleit í nýjustu bók sinni,
Fótspor á himnum. Eins og oftast áður leitar Einar
efnisfanga í fjölskyldusögu sinni. Sagan er tilraun
til að segja sögu þjóðar á þessari öld út frá sögu
fjölskyldu, að sjá hið stóra í hinu smáa, ef svo má
segja. Aðferð Einars er hins vegar lík Guðbergs að
því leyti að hann leitar inn í sig; textinn verður
ekki úthverfur og realískur heldur sjálfhverfur og
ljóðrænn. Þótt bókin leitist við að vera sagnfræði-
lega rétt er það sannleikur skáldskaparins sem hún
vill miðla fyrst og fremst.
Annars er það umfram allt fjölbreytni í efni og
stíl sem einkennir íslenskar skáldsögur um þessar
mundir. í bókaflóðinu má bæði finna tilraunaskrif
eins og bók Diddu, Eiia, draumkenndar frásagnir
eins og Elskan mín ég dey eftir Kristínu Ómarsdótt-
ur, en slíkar bækur hafa verið algengar síðustu ár,
raunsæislegar sögur eins og Góða nótt, Silja eftir
Siguijón Magnússon eða nútíma ævintýri eins og sjá
má hjá Steinunni Sigurðardóttur í Hanami.
Það sem kannski vantar einna helst er að menn
takist meira á við stóru verkefnin, stórar epískar
skáldsögur eru sjaldséðir gripir á íslenskum bóka-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Doris Lessing
ril
fó';.
lií;