Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 B 5 '
listavettvangi og norrænir módern-
istar, sem margir voru einnig eld-
rauðir í stjórnmálum og tengdu það
framsækni í listum og litu niður á
alla aðra. Þessi einstrengni og harka
hafði víða afdrifaríkar afleiðingar
einkum hvað varðar einstefnu í
myndlist og húsagerðarlist hér á
landi. íslenzk myndlist var ung eng-
in íslenzk akademía til né sjón-
menntadeild við Háskólann og því
voru menn eðlilega opnari fyrir er-
lendum áhrifum en bræðraþjóðimar.
Sumir álitu það lengi styrkleika okk-
ar, sem reyndist þó frekar skortur
á haldfestu og jarðsambandi, sem
oftar en ekki byrgði sýn og raun-
hæft mat á almennar staðreyndir.
Minnist ég dvalar í Gordes í suður
Frans sumarið 1960, hjá einum
mesta rökfræðingi Parísarskólans
J.J. Deyrolle, en sá. hafði mestan
áhuga á að sýna okkur nemendum
sínum fornar menjar, einkum frá
tímabili Rómveija sem var hinum
öfgafullri í trúnni óvænt lexía. Mód-
ernisminn var einfaldlega engin ný
uppgötvun heldur byggðist á æva-
fornum lögmálum sem voru aðlöguð
nýjum tímum og nýjum hugsunar-
hæti í ljósi tækniframfara.
Yfirþyrmandi fáfræði á þessa
þætti hér á landi komu helst fram
í öfgakenndum viðbrögðum af hálfu
almennings og fengu óhlutlægu
málararnir að finna fyrir henni á
margan hátt jafnt á sýningum sín-
um, förnum vegi og á vinnustöðum.
Segir Hjörleifur frá ýmsum skondn-
um atvikum í því sambandi.
Að sjálfsögðu er vikið að Kjarvals-
staðadeilunni, en þar var engu síður
hart deilt en hvað Rómarsýninguna
snerti og eftirhreyturnar jafnvel
sýnu alvarlegri. Það hefur lengi vaf-
ist fyrir opinberum aðilum að skilja
þýðingu lista, að hún er hveiju þjóð-
félagi nauðsyn og sömuleiðis hefur
það vafist fyrir myndlistarmönnum
að standa saman, fylgja eftir rétti
sínum og sýna stjórnvisku í samn-
ingagerðum í landi þar sem mörkuð
opinber listastefna er ekki til. Enn
ræður baktjaldamakk, pólitík og
hentisemi framvindunni.
í bókinni eru 16 síður með 24 lit-
prentuðum myndverkum Hjörleifs,
sem sýna þróun listar hans frá 1949
fram að síðustu árum, sem er afar
gott innlegg. Einnig er fjöldi mynda
í svarthvítu sem eru þó helst til litl-
ar og óskýrar sumar hveijar. Loks
fylgja vel orðaðar hugleiðingar um
nokkur verkanna í þeim knappa stíl
sem listamaðurinn tamdi sér í rýni
sinni og opnar vafalaust mörgum
nýja og dýpri sýn á list hans.
Bókin er vel úr garði gerð, kápa
einföld og falleg.
• • •
III
Þrjátíuogníu ára gömul
kona í Mjóstræti
gengur niður að Tjörn
og tínir tjaðrir í poka
þurrkar
og límir
á dóttur sína.
(Höfundur:
Sigtryggur Magnason)
LANDSÝN
... og þarna velkjast þau í
ruslinu
andvana að því er virðist
Askur og Embla
(Höfundur:
Bergsveinn Birgisson)
Einn dag. . .
Einn dag var hún
afturgengin
litla gula hænan
(Höfundur:
Björgvin ívar.
___________BÆKUR________________
Urð og grjót, upp í mót...
Á TINDINUM.
BÆKIJR
Fcrðasaga
EVEREST. ÍSLENDINGAR
Á HÆSTA FJALLI HEIMS
eftir Hörð Magnússon. Oddi hf. prent-
aði. Mál og menning, 1997.167 bls.
leiðb. verð 4.980 kr.
í VOR lögðu þrír íslenskir ofurhug-
ar upp í langa og stranga ferð á
hæsta ijall jarðar, Everest, þetta fjall
sem hefur alltaf verið í einhverri goð-
sögulegri fjarlægð frá okkur Frónbú-
um. íslenska þjóðin fylgdist í fjölmiðl-
um stolt og spennt með strákunum á
leiðinni upp. Hún fékk þar hugmynd
um þá erfiðleika sem mættu þeim en
vitanlega var ekki greint nákvæmlega
frá þeim raunum sem þeir rötuðu í,
ekki síst af tillitssemi við vini og
vandamenn sem heima sátu. I bók
þessari er sagan hins vegar sögð frá
a-ö, án þess að skafið sé utan af hlut-
unum. Er það í raun fyrst við lestur
hennar sem maður fær einhveija til-
finningu fyrir því hversu mikið afrek
það hefur verið hjá þeim Birni Ólafs-
syni, Einari Stefánssyni og Hallgrími
Magnússyni að klífa tindinn.
Það er Hörður Magnússon, bróðir
Hallgríms, sem skráir söguna en hann
var aðstoðarmaður í ferðinni. Með í för
var einnig Jón Þór Víglundsson kvik-
myndatökumaður. Í bókinni er saga
ferðarinnar rakin allt frá því að hún
var aðeins íjarlægur draumur þar til
ijallamennimir héldu sigurreifir af stað
heim. Sagt er frá íjallinu, myndun þess
og umhverfí. Einnig er sagt frá þeim
sem reyndu fyrstir manna að sigra
þetta ógnarlega ijall og þurftu allir að
láta í minni pokann þar til Edmund
Hillary og Tenzing Norgay Sherpa
komust á toppinn árið 1953.
Þrátt fyrir að þremenningamir hafi
mikla reynslu af ijallaferðum og þrátt
fyrir góðan undirbúning varð ekki
komið í veg fyrir þá erfiðleika sem
þeim mættu í fjallinu. Mikið hafði ver-
ið rætt um að erfítt yrði að kiífa efst
í fjallinu, sem er 8.848 metrar, vegna
þunna loftsins en raunirnar byijuðu
miklu neðar. Lungnasýking setti strik
í reikninginn við hæðaraðlögun hópsins
en margar ferðir þurfti að fara upp
og niður í íjallinu til að venjast þunna
loftinu. Einar varð einna verst úti og
veiktist hastarlega í þriðju búðum í
um 7.500 metra hæð. Því sem kallað
hafði verið slæmt kvef í íslenskum fjöl-
miðlum lýsir hann þannig í bókinni:
„Nóttin var sú versta sem ég hef
lifað. Eg vaknaði um kvöldið klukkan
hálfníu við ofsafengin hóstaköst sem
drógu upp úr lungunum viðbjóðslega
sýkingarleðju. Það var ekki nokkur
leið að sofa, en ég dottaði þó stund
og stund milli verstu hryðjanna. Seint
um nóttina var ég orðinn aðframkom-
inn af þreytu og náði vart andanum
þegar mest gekk á. Ég gat varla hó-
stað lengur vegna þreytu í magavöðv-
unum en engdist um í krampakennd-
um rykkjum sem enduðu með því að
gömul meiðsl í baki tóku sig upp. Til
þessa hafði nóttin verið hátíð hjá því
sem nú tók við. í hvert sinn sem ég
hóstaði var sem hnífur væri rekinn í
mjóbakið á mér. Ég reyndi að halda
niðri hóstanum en án árangurs. Að
lokum fann ég út að með því að liggja
í kuðung á hliðinni og spenna greipar
undir hnésbætumar dró úr kvölunum
og ég hóstaði minna.“
í kjölfar veikindanna fylgdu nagandi
efasemdir um að lokatakmarkinu yrði
nokkum tímann náð. Og ekki bætti
það úr skák að þremenningamir höfðu
þurft að skipta liði vegna þess að þeir
vom komnir mislangt í hæðaraðlögun-
inni. Af frásögn bókarinnar má glöggt
ráða að þeir hafa sótt mikinn styrk
hver til annars enda kom ekkert annað
til greina en að þeir fæm allir saman
upp í einu þegar til lokaátakanna kom.
Það kemur raunar á óvart að í bókinni
er leiðangursstjóra íslendinganna, Jon-
athan Tinker, ekki borin góð sagan.
Fram kemur að hann hefur átt við
skapgerðarbresti að stríða og látið er
liggja að því að hann hafí gert sig sek-
an um dómgreindarbrest sem lá við
að kostaði einn leiðangursmanna lífíð.
Frásögnin af ferðinni upp á tindinn
sjálfan er skemmtileg og spennandi
aflestrar eins og bókin öll. Ýmislegt
verður til að telja för en að lokum
standa þeir keikir á kolli jarðar. Ekki
skal sú saga rakin frekar hér.
1 bókinni koma fjölmargir við sögu,
bæði aðrir úr leiðangri íslendinganna
og menn úr öðrum leiðöngrum. Flest-
ir komust upp. Sumir urðu að snúa
við fullir vonbrigða og jafnvel með
sært stolt. Aðrir komust upp en varla
niður. Enn aðra tók Ijallið.
Bókina prýða um 230 litmyndir og
skýringarkort.
Þröstur Helgason
Vesturfaramir og örlög* þeirra
BÆKUR
Frædirit
NÝJA-ÍSLAND
Örlagasaga vesturfaranna í máli og
myndum eftir Guðjón Amgrímsson.
Reylqavík, Mál og menning,
1997, 334 bls.
NORÐUR-Ameríka hefur haft
mikið aðdráttarafl síðustu eina og
hálfa öldina, að minnsta kosti fyrir
marga Evrópumenn. Þetta á bæði
við um Bandaríkin og Kanada. í
daglegri umræðu er alltaf öðru hvoru
verið að greina frá því að Bandarík-
in séu mikill bræðslupottur þjóðar-
brota, ijölskyldna og einstaklinga
sem þangað flytjast. En þetta sama
á líka við um Kanada þótt það sé
ekki eins áberandi. Það þarf því
engan að undra að samband ensku
og annarra tungumála og uppruna-
legrar þjóðmenningar og menningar
Norður-Ameríku sé umræðuefni á
opinberum vettvangi stöðugt í þeim
heimshluta.
Það er vel kunnugt að íslending-
ar fóru í stórum hópum til Norður-
Ameríku á síðari hluta síðustu aldar
og í byijun þessarar. En mér er
ekki kunnugt um að saga þessa
fólks hafi verið sögð í bók ætlaðri
íslenzkum almenningi á síðustu ára-
tugum. Bók Guðjóns Arngrímsson-
ar er því kærkomin lesning á þess-
um jólabókamarkaði. í henni er
sögð saga þessara landnema í Norð-
ur-Ameríku og athyglinni sérstak-
lega beint að Nýja-íslandi við
Winnipegvatn í Kanada. Hann hefur
dregið saman mikinn fróðleik um
þetta efni og segir söguna á ein-
földu og skýru máli og lætur land-
nemana tala sjálfa í löngum ívitnun-
um.
Guðjón byijar á því
að gera grein fyrir inn-
flutningi fólks á síðustu
öld til Norður-Ameríku
og bendir á að það ætti
ekki að koma á óvart
að íslendingar hafi farið
í stórum hópum til
þessa svæðis því að aðr-
ir Evrópumenn hafi
flykkst þangað milljón-
um saman. Það var
sama hvort litið var til
Ítalíu eða Norðurlanda,
fólk hópaðist til Norður-
Ameríku á þessum
tíma. Skýringarnar á
þessum fólksflutning-
um eru svipaðar hvar sem er í Evr-
ópu. Fólki fjölgaði mikið á síðustu
öld og þjóðfélagsþróunin helt ekki í
við mannijöldaþróunina. Á íslandi
kom þetta þannig fram að undir
aldamótin síðustu var búið á nánast
hveiju örreytiskoti sem til var í land-
inu. Menn þurfa ekki annað en skoða
tóttir sumra þessara kota á norð-
lenzkum heiðum núna til að sjá
ástæðurnar fyrir því að fólk sótti
annað. Það hefur ekki verið nokkur
von til þess að lifa þar mannsæm-
andi lífi og um leið og veður kólnaði
og ís lagðist að landinu svalt fólk
heilu hungri. Það er ekkert sérlega
göfugt að lifa við hungurmörk á
Islandi og ekkert sjálfsagðara en að
fólk í slíkri aðstöðu leiti annað.
Höfundur rekur aðdraganda ferð-
anna, hvemig mormónar í raun hófu
þessa búferlaflutninga, síðan fóru
nokkrir íslendingar til Brasilíu og síð-
an virðast fregnir um aðstæður í
Norður-Ameríku hafa borizt í gegnum
Lefolii verzlun á Eyrarbakka en fyrr-
um starfsmaður hennar, danskur,
flutti til Wisconsin árið 1865 og skrif-
aði Guðmundi Thorgrimsen bréf um
samfélagið þar vestra.
Þessi bréf urðu til þess
að kaupmaðurinn hafði
milligöngu um að nokkrir
ungir og efnilegir menn
héldu til Vesturheims.
Þar með hófst sú at-
burðarás sem leiddi til
þess að íslendingar fluttu
til Vesturheims þúsund-
um saman sum árin fram
að því að heimsstyijöldin
fyrri hófst árið 1914.
Fyrsti stóri hópurinn
hélt til Kanada 5. ágúst
árið 1873 frá Akureyri.
Var fyrst siglt til Edin-
borgar í Skotlandi og
þaðan haldið með lest til Glasgow.
Frá Glasgow var siglt til Quebec.
Þaðan skiptist hópurinn, sumir fóru
til Ontario, aðrir til Milwaukee í
Wisconsin. Það var árið 1875 að
fjórir íslendingar héldu til Winnipeg
til að kanna aðstæður þar fyrir
landnám íslendinga. í október það
ár fékkst samþykki kanadískra
stjórnvalda fyrir því að sérstakt
landsvæði yrði frátekið fyrir íslend-
inga. Það ár um haustið hélt stór
hópur vestur til Winnipeg að Nýja-
íslandi. En undirbúningurinn var
öðruvísi en búizt hafði verið við og
þessi fyrsti vetur varð landnemun-
um erfiður. Þeir kunnu ekki á þess-
ar nýju aðstæður, skógarhögg var
óþekkt á íslandi en það fyrsta sem
landnemar þurftu að gera var að
höggva skóg, þeir þurftu síðan að
plægja landið og kunnu lítið til þess
enda heyjuðu menn á íslandi. Það
bauðst einnig vinna við lagningu
þjóðbrauta. Ekki kunnu íslending-
arnir til þess enda vegir óþekktir í
heimalandinu. Þar að auki var tíð-
arfar í Nýja-íslandi erfitt fyrstu
árin. En þeir voru fljótir að læra
og með tímanum komu þeir sér upp
góðum jörðum og húsakosti, þeir
lærðu að nýta fiskveiði á Winnipeg-
vatni og ýmsir þeirra efnuðust vel
þótt það tæki tíma.
Guðjón lýkur bókinni á að vitna •
í fyrirlestur Einars H. Kvaran um
vesturferðirnar sem hann hélt í
Lærða skólanum árið 1895 skömmu
eftir að hann flutti til íslands en
Einar hafði verið ritstjóri í Winnipeg
um nokkurra ára skeið. Það er
merkileg lesning og lýsir sanngjörn-
um skilningi á örlögum þessa hóps
íslendinga. Bókinni lýkur síðan
sniðuglega á frásögn af tveimur
ungum Kanadamönnum sem eru
engir íslendingar þótt þeir séu
komnir af íslenzkum landnemum í
báðar ættir.
Það eru fjöldamörg efnisatriði í
þessari bók sem hér hefur ekki verið
minnzt á. En það er sjálfsagt að vekja
athygli á því að ljósmyndir eru skipu-
lega notaðar til að auka við efni text-
ans og myndir úr blöðum frá þessum
árum. Það hefur tekizt vel, uppsetning «
öll og umbrot er til fyrirmyndar og
prentun eins og bezt verður á kosið.
Texti Guðjóns er þægilegur aflestrar,
vel saminn og skýr. Það er óhætt að
mæla eindregið með þessari bók. Það
er ekki bara að bókin frasði um merki-
lega sögu heldur ætti hún að vekja
áleitnar spurningar um hvemig Is-
lendingar á gamla landinu hugsa um
sjálfa sig og þjóðemi sitt. Lesendur
mættu líka taka eftir þeim orðum
Dufferins lávarðar, á bls. 162 um
þegnskap við Viktoríu drottningu og
rækt við eigin menningu. Ekki sá
hann neina andstæðu á milli þessa
tvenns eins og mönnum er tamt nú á
dögum.
Guðmundur Heiðar _
Frímannsson
Guðjón
Arngrímsson
1-