Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.12.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 B 7 BÆKUR Tilfinningar og- tíðarandi BÆKUR Endurminningar MÆRIN Á MENNTABRAUT eftir Arnheiði Sigurðardóttur. 256 bls. Pjölvaútgáfa. Prentun: Grafík hf. Reyiqav'ik, 1997. Verð kr. 3.280. ARNHEIÐUR Sigurðardóttir sendir frá sér endurminningar. Ekki er það samfelld ævisaga. Höfundur- inn velur úr það sem upp úr stendur í minningunni. Titillinn, Mærin á menntabraut, gefur góða hugmynd um innihaldið. Faðir Arnheiðar, Sig- urður Jónsson á Arnarvatni í Mý- vatnssveit, var skáld og bóndi, þjóð- kunnur maður og mikils metinn. Arnheiður hleypti heimdraganum og nam í héraðsskóla og síðar í Kenn- araskólanum. í höfuðstaðnum kynntist hún mönnum sem hátt bar í menntalífinu, Laxness, Birni Guð- finnssyni, Hirti Kristmundssyni (bróður Steins Steinarr), Helga Hjör- var og Jóni Eyþórssyni svo aðeins fáir séu nefndir. Tveir hinir síðast- nefndu störfuðu hjá útvarpinu. Þar á bæ munu þeir hafa ráðið því sem þeir vildu. Arnheiður fékk því snemma tækifæri til að láta rödd sína berast á öldum ljósvakans. Vin- konu hennar þóttu þessir herramenn grunsamlega stimamjúkir við döm- una og hafði á orði að þetta væri bara erótík. Ef til vill var það ekki fjarri sanni. Kannski ólgaði ástleitn- in einhvers staðar í undirvitundinni, jafnvel án þess þeir gerðu sér það ljóst. Karlar hrífast oft af gáfuðum og glæsilegum stúlkum og viija þá allt fyrir þær gera! Hvað sem því leið hefur Arnheiður vafalaust notið þarna æsku sinnar og þokka ekki síður en góðra gáfna. En unga stúlkan greip ekki þau tækifæri sem ef til vill stóðu henni til boða. Hún var haldin óþoli og útþrá og vildi skoða heiminn. Hún hélt til náms í Kaupmanna- höfn, innritaðist þar í Kennaraháskólann, hvarf þaðan í þeim vændum að ljúka heldur dönsku stúdentsprófi, sá sig um hönd og arkaði aftur inn í Kennarahá- skólann. Mátti hún þá reyna að sá, sem fer, á ekki jafnauðveldlega aft- urkvæmt. Arnheiður lýsir mönnum og mál- efnum hófsamlega en jafnframt hreinskilnislega. Hún hlífir ekki sjálfri sér, segir berlega frá innri baráttu sem hún mátti oft heyja, vonum og vonbrigðum í lífi og starfi. Þar til kemur að leynistigum ástar- innar. Þar skellir hún í lás: »Ástæð- una þá hef ég engum sagt og mun ekki heldur segja hér,« segir hún í kafla sem hún nefnir Heitrof. Er ekki sem Arnheiður tali þarna fyrir munn kynslóðar sinnar sem gat sagt kost og löst á hvetju sem var en fór einnatt dult með reynslu sína af lofn- armálum! Eitt sinn bauð Pétur í ísafold Am- heiði að þýða fræga skáldsögu sem þótti nokkuð djörf. Amheiður las bók- ina en óaði svo við bersöglinni að hún treystist engan veginn til að koma nálægt verkinu. Sagan kom síðar út í íslenskri þýðingu undir heitinu Klík- an, mörgum minnisstæð. Tvímælalaust er þessi bók Arnheiðar merkust fyrir þá sök hversu vel henni tekst að endurvekja tíðar- andann í íslensku menntalifi fyrir og um miðja öldina. Þó marg- ur teldi sig þá róttæk- an í þjóðfélagsmálum héldu menn enn fast við fornar dygðir í sið- ferðismálum. Ljómi lék um skáld og and- ans menn. Þess háttar upphafning afreks- manna á menningar- sviðinu telst nú ræki- lega til liðna tímans. Bækur þeirra höfunda, sem hæst bar, voru almennt lesnar strax eft- ir útkomu. Arnheiður varð þeirrar náðar að- njótandi að eiga vináttu stórskálds- ins sjálfs, Halldórs Laxness. Eitt sinn fylgdi hún honum um sveitina sína. Það bar upp á lýðveldissumar- ið. Margt bar á góma og rekur Arn- heiður samtal þeirra. Meðal annars trúði Laxness henni opinskátt fyrir því sem hann var að fást við þá um sumarið og hvemig það gengi. Fjórum árum síðar, eða vorið 1948, kom Atómstöðin út. Laxness sendi Arnheiði bókina. Áður hafði hann gefið í skyn að Arnheiður væri ef til vill heppileg fyrirmynd að sögupersónu í skáldverki sem hann hefði í huga að setja saman. Þegar Arnheiður tók að lesa um Uglu gat hún fráleitlega fundið til minnsta skyldleika við söguhetjuna. Og yfirhöfuð gekk henni erfiðlega að átta sig á sögunni. Hvað var höfundurinn að fara? Fleiri munu hafa spurt svo. Undr- un Arnheiðar var því skiljanleg. Nú - áratugum síðar - vitum við hvað var að gerast, hvað höfundurinn var að fara. Hann var einfaldlega að hverfa frá fyrri stefnumiðum. Það áhrifamikla raunsæi, sem einkenndi bókmenntirnar á árunum milli stríða og gat af sér mestu skáldverk aldar- innar, var senn að baki. Stórverk eins og Fjallkirkjan og Sjáifstætt fóik mundu ekki framar verða sam- in. Tíðarandinn hafði breyst með stríðinu, gjörbreyst. Nýi tíminn kall- aði á annars konar verk. En fótatak tímans er ekki alltaf hávært. Og veðrabrigðin í menning- unni eru ekki ætíð merkjanleg á samri stund og þau gerast. Menn vilja halda í gömlu góðu dagana. Þar til maður áttar sig á að ekki verður aftur snúið. Húmanismi 19. aldar var þarna smámsaman að líða undir lok, víkja fyrir annars konar menningarheimi. Arnheiður sá strax að Ugla var alls engin dæmigerð sveitastúlka heldur tilbúin persóna, aðlöguð þeim söguþræði sem skáldið hafði valið sér að yrkisefni. Endurminningar Arnheiðar Sig- urðardóttur búa yfir hvoru tveggja, björtu sólskini og dimmum skuggum. Allt eins og hún getur endurvakið hugljómun æskuáranna fyrir miðja öldina tekst henni að lýsa því hvern- ig það er að liggja inni á stofnun, aldurhnigin, og hugsa um lífið fyrir utan og - framtíðina! Að baki er viðburðarík ævin og fjölbreytt ævi- starf. Hvorugt verður endurtekið fremur en sólskinssumarið 1944 þeg- ar ung stúlka sýndi verðandi Nóbels- skáldi héraðið sitt og átti lífíð fram- undan. Erlendur Jónsson Arnheiður Sigurðardóttir í hjartastað BÆKUR Skáldsaga SKOT eftir Rögnu Sigurðardóttur. Prent- vinnsla: Grafik. Mál og menning, 1997.135 bls. Leiðb. verð: 3.280. RAGNA Sigurðardóttir vakti tölu- verða athygli með skáldsögu sinni Borg sem kom út fyrir þremur árum og var tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Borg þótti nýstárlega samin saga og bera þess glögg merki að höfundurinn væri myndlistarmaður að upplagi. Sú bók sem Ragna hefur nú sent frá sér er öðruvísi en kannski ekki síður at- hyglisverð. Bókin heit- ir Skot og gerist í Rotterdam í Hollandi þar sem höfundur hef- ur verið búsettur í nokkur ár. Bókartitillinn hefur tvöfalda skírskotun inn í söguna. Það verður örlítið skot á milli ungr- ar íslenskrar stúlku og heillandi manns af austrænu bergi brotinn í Rotterdam, þau eiga saman stutt- an ástarfund en skömmu síðar verður annað skot, en nú úr byssu beint í hjartastað mannsins, hann liggur örendur eftir á götunni og stúlkan stendur ráðalaus yfir hon- um, hún veit þó ekki enn að hún ber barn hans undir belti. Upphefst nú mikil leit. Stúlkan vill komast að því hver þessi mað- ur var í raun og veru og hvers vegna hann var skotinn. Lengi vel virðist hún vera fórnarlamb ótrú- legra tilviljana, eða allt þar til undir lok sögu að brotin koma saman í eina heildstæða mynd - sem er þó ekkert síður ótrúleg. Fuglinn Bokki leikur allstórt hlut- verk við lausn gátunnar en hann er fýlgja stúlkunnar. Bokki situr á öxl hennar og hefur hönd í bagga með ýmis mál. Þótt hann sé ekki af þessum heimi tekur hann fullan þátt í öllu því sem fram fer, að minnsta kosti í huga stúlkunnar sem er jafnframt sögumaður. Þessir tveir heimar sem stúlkan lifir í eru eitt megin- umfjöllunarefni sög- unnar. Raunar veit lesandinn ekki alltaf í hvorum heiminum hann er, þeir skarast í sífellu og hafa áhrif hvor á annan þótt þeir lúti ólíkum lögmálum. Það sem virtist eiga sér fullkomlega eðli- legar skýringar í til- viljanahyggju efnis- heimsins opinberast stúlkunni í nýju ljósi við að komast í snert- ingu við önnur og ókunn lögmál, og „samhljómur alheims- ins“ verður nýr og breyttur. Þessi stutta og skemmtilega saga hefur á sér svipmót spennu- sögu, og þá er það ekki meint í neikvæðum skilningi. Hún er vel byggð, fangar athygli lesandans strax í byijun og heldur henni vandræðalaust allt til loka þegar allir endar koma saman. Ragna vinnur meira með plottið í þessari sögu en í Borg og ferst það vel úr hendi. Ragna færir svolítið nýj- an og ferskan tón inn í íslenska skáldsagnagerð með einkar mynd- rænni skynjun sinni sem litar frá- sagnarhátt hennar. Bókin er sér- lega vel skrifuð og á stundum mjög svo upplífgandi lesning. Þröstur Helgason Ragna Sigurðardóttir Afbrigði útlegðar OSTRAKA er titill ljóðabókar eftir Stef- án Snævarr, sem kom út á dögunum. Er þetta sjöunda ljóða- bók höfundarins, sem hefur búið erlendis í um 22 ár, þar af átján í Noregi. Stefán gaf síðast út bókina Bragabar fyrir um átta árum, en sú fyrsta kom út 1975 og ber heitið Limbó- rokk. I nýútkominni bók Stefáns segir að Ostraka sé „grískt heiti á Ieirkerabrot- um þeim sem Aþen- ingar skrifuðu útlegðardóma á“. Utlegð kemur víða við sögu í Ostraka, að sögn höfundarins, en hvaðan kom innblásturimi sem Stefán nýtti í bókina? „Ég held að hann komi aðallega úr minu einka- lífí. Oft nefni ég dæmi þess er ég var að flytja eina ferðina enn. Eg hef búið á tuttugu og tveimur mis- munandi stöðum um dagana, ef ekki fleirum. Ég hef átt heimili í sex löndum. Það má því segja að þessi bók sé í naflaskoðunaráttina, en í lok hennar tek ég önnur yrkis- efni fyrir. Þar yrki ég til dæmis mikinn bálk um Bosníustríðið og fall kommúnismans í Austur-Evr- ópu. Þar má líka finna kvæði um Rushdie meðal annars, en það má segja að flest hin kvæðanna séu per- sónulegri," segir höf- undurinn. „Bókin er hugsuð með eitt ákveðið meg- instef, þ.e.a.s. útlegð- arstefið. Það kemur fram í titli bókarinn- ar. Bæði er um að ræða þá útlegð að vera erlendis og ef til vill okkar eigin útlegð gagnvart okkur sjálf- um. Það er oft þannig að við virðumst oft dæma okkur sjálf í útlegð, á vissan hátt. Það þarf ekki annað en að líta í kringum sig á mannlíf- ið og sjá hvernig fólk dæmir sig sjálft í útlegð. Til dæmis þekki ég ótrúlega margt fólk sem hefur lent í því að giftast einhvetjum einstaklingi sem það á ekkert sameiginlegt með. Persónulegur framandleiki er því eitt útlegðar- stefið í bókinni," segir Stefán. Hann segir einnig önnur af- brigði útlegðar finnast í bókinni. „Ekki verður komist hjá því að nefna útlæga flóttamenn af völd- um stríðs, sem ég fjalla um í Bosn- íubálknum. Síðan yrki ég líka um ýmsa váboða í íslensku menning- arlífi og það má leggja það út sem þá staðreynd að stór hluti íslend- inga er á góðri leið með að verða Stefán Snævarr Nýjar bækur • SAFARÍPARADÍSIN er í ferða- bókaflokknum „Leitandi útþrá“ og er lýsing Oddnýjar Sv. Björgvins blaðamanns og rithöfundar á Kenýa, einkum á dýralífinu og því náttúrusamspili sem tengir mann- fólkið við jörðina og uppruna sinn. í kynningu segir: „Oddný fór með eiginmanni sínum Heimi Hann- essyni í Safaríferð til Austur-Afr- íku. Svo kölluðust áður veiðiferðir, þar semhin voldugu dýr sléttunnar voru skotin í hrönnum. Nú eru öll þessi dýr alfrið- uð en þess í stað er komin upp gífurleg eftir- spum ferða- manna að kom- ast í nánd við dýrin, skoða þau og taka myndir af þeim. Fjöldi litmynda sem Oddný tók í ferðinni birtist í þessari bók. En Oddný fékk auk þess lifandi Oddný Sv. Björgvins Nýjar bækur Sagnaarfur og flugnasuð SAGNIR ogsögupersónur. Helgi- spjall eftir Matthías Johannessen er komin út. í þessari nýju bók ræðir Matthías einkum um fornsögur, per- sónur þeirra og höfunda, ekki síst Sturlu Þórð- arson, „merk- asta skáld sinnar samtíðar á íslandi" en víkur einnig að nútímabókmennt- um og áhuga útlendinga á sagna- arfi Islendinga. Dægurmál og daglegt líf eru líka til umræðu, stundum í léttum og ádeilugjörnum anda. í bókinni eru nokkur ljóð sem tengjast líð- andi stund. I Eintali á alneti er Guð ávarpaður, m.a. með þessum orðum: Og samt er ég einn þáttur af þrauthugs- aðri gleði sem þjakaði víst engan meðan kraftaverkið skeði og hvemig væri að endurtaka upphafíð að nýju og yfirfylla jðrðina af flugnasuði og kriu? Útgefandi er Árvakur. Sagnir og sögupersónur er 140 síður unnin í Prentsmiðju Morgunblaðsins og Odda. Upplag er 200 tölusett ein- tök. Kápumynd gerði Helga Guð- mundsdóttir. útlægur úr eigin landi, vegna þess að margt fólk sem býr á íslandi á bara að vera í Bandaríkjunum. Þetta eru amerískir Islendingar og hafa ekkert að gera á íslandi - eiga bara að koma sér burt,“ segir Stefán. Hví sækirðu titil bókarinnar til Grikkja hinna fornu? „Ég starfa sem heimspekingur og vitaskuld eru Grikkirnir manni hugstæðir þess vegna. Ég kemst ekki hjá því að hafa áhuga á þeim. Ég leita svo sem nýrra fanga í þessari bók. Þar eru til dæmis_ ýmsar tilvitnanir í fornsögur Is- lendinga - má því nefna stuttan bálk sem heitir Sturlungustef, sem er samt mjög persónulegur. Þetta er persónulegt kvæði þar sem tilvísanir úr Sturlungu eru notaðar, í allt öðru samhengi,“ segir Stefán Snævarr. Úr Ijóðabók- inni Ostraka Aftur skil ég eftir móðu á rúðu íglugga íhúsi í borg sem sekkuríhaf bak við augun Illstætt þeim sem erdæmdur til vængja áhuga á hinu frumstæða lífi margra Afríkubúa. Hún ferðaðist um sveit- ir, heimsótti byggðir og ræddi við yfirmóður í einu hringþorpinu. En þar er fleira merkilegt að sjá, — hið heilaga Kenýafjall, búgarð Kar- enar Blixen og bústaði Adamson- hjónanna sem urðu heimsfræg af því að ala ljón, hlébarða og bletta- tígra upp sem gæludýr." Útgefandi erFjölvi. Bókin er224 bls. með hátt íhundrað Ijósmyndir, ogstóran uppdrátt af Kenýa. Bókin erprentuð í Steinholti hf. ogbund- in íFlateyhf. Verðerkr. 3.680.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.