Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 4
KNATTSPYRNA
Reuters
DAVID Beckham og félagar hans hjá Man. Utd. eru taldlr slgurstrang-
leglr f Melstaradelld Evrópu. Hór fagnar Beckham markl í lelk.
1
Evrópudráttur
EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA
Leverkusen (Þýskalandi) - Real Madrid (Spáni)
Juventus (Ítalíu) - Dynamo Kiev (Úkraínu)
Bayem Munchen (Þýskalandi) - Dortmund (Þýskalandi)
Mónakó (Frakklandi) - Manchester United (Englandi)
• Leikdagar 4. og 18. mars.
EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA
Þjóðverja-
slagur
Roda JC Kerkrade (Hollandi) - Vicenza (Ítalíu)
Slavía Prag (Tékklandi) - Stuttgart (Þýskalandi)
AEK (Grikklandi) - Lokomotiv Moskva (Rússlandi)
Real Betis (Spáni) - Chelsea (Englandi)
• Leikdagar 5. og 19. mars.
UEFA-KEPPNIN
Ajax (Hollandi) - Spartak Moskva (Rússlandi)
Inter (Ítalíu) - Schalke (Þýskalandi)
Lazio (Ítalíu) - Auxerre (Frakklandi)
Atletico Madrid (Spáni) - Aston Villa (Englandi)
• Leikdagar 3. og 17. mars.
EVRÓPUMEISTARAR Dortmund
drógust á móti Bayern Miinchen
í átta liða úrslitum Meistara-
deildar Evrópu og á Bayern fyrst
heimaleik 4. mars. Dortmund
tryggði sér einmitt Evrópu-
meistaratitilinn á ólympiuleik-
vanginum í Miinchen en Bayern,
sem var Evrópumeistari þrjú ár
f röð, 1974 til 1976, hafði betur
í viðureign liðanna í þýsku deild-
inni í Dortmund fyrr í vetur og
vann 2:0. „Þá vorum við með
10 menn meidda og næst verða
aðstæður allt aðrar," sagði
Christian Hockenjos, fram-
kvæmdastjóri Dortmund, um
viðureign liðanna i Meistara-
deildinni.
Talsmenn þýsku liðanna voru al-
mennt óánægðir með dráttinn.
„Þetta verður mikill viðburður, við á
móti Evrópumeisturunum og heims-
meisturum félagsliða en hann kemur
á röngum tíma; ég hefði frekar viljað
sjá þessi lið í úrslitum," sagði Franz
Beckenbauer, forseti Bayern. Gio-
vanni Trapattoni, þjálfari Bayern,
tók í sama streng. „Við vildum drag-
ast á móti erlendu liði, þó þau séu
öll sterk. Liðin þekkja hvort annað
mjög vel og mikil barátta er fram-
Veðbankar
JUVENTUS og Manchester
United eru talin sigurstrang-
legs í Meistaradeild Evrópu
hjá veðbönkum í London.
9-4 Juventus,
Man. Utd.
9-2 Real Madrid
15- 2 Bayem Miichen
9-1 Dortmund
16- 1 Dynamo Kiev,
Bayer Leverkusen
20-1 Mónakó
Evrópukeppni bikarhafa:
5-2 Chelsea
3- 1 Stuttgart
7-2 Vicenza
5-1 Real Betis
10-1 AEK Aþena
14-1 Lokomotiv Moskva 16-
1 Roda
25-1 Slavia Prag
UEFA-keppnin:
5-2 Inter
7-2 Atletico Madrid
4- 1 Ajax, Lazio
10-1 Auxerre
14-1 Aston Villa
16-1 Schalke 04,
Spartak Moskva
undan en við höfum sjálfstraustið
sem þarf til að komast áfram."
Lothar Mattháus, leikmaður Bayem,
sagði að Dortmund hefði sýnt á sér
aðra hlið í Meistaradeildinni en í
þýsku deildinni, þar sem liðið er í
11. sæti. „Ég efast um að margir
hjá félögunum séu ánægðir með
dráttinn." Mario Basler, samheiji
hans, var á öðru máli. „Ekki skiptir
máli hver næsti mótherji er. Við vilj-
um verða meistarar og til þess verð-
um við hvort sem er að ryðja Dort-
mund úr vegi. Því er þetta gott.“
Stefan Reuter, fyrirliði Dortmund,
sagði lið sitt ekki óttast mótheijana.
„Ekki er mikill ljómi yfir því að
mæta þýsku liði en drátturinn þýðir
að við eigum möguleika á að spila
við erlent lið í næstu umferð.“ Nevio
Scala, þjálfari liðsins, var á sama
máli. „Við verðum að taka þessu.
Bayem var ekki versti kosturinn í
stöðunni. Ef við ætlum í úrslitin verð-
um við að geta sigrað hvaða lið sem
er.“
Manchester United á mikla mögu-
leika á að komast í undanúrslit annað
árið í röð, mætir Mónakó og á seinni
leikinn heima. „Við eigum mikla
möguleika en megum ekki ofmetn-
ast,“ sagði Ferguson, stjóri United,
en Mónakó hefur sigrað í sjö leikjum
í röð og er efst í frönsku deildinni.
Juventus, sem varð meistari 1996
og lék til úrslita í fyrra, mætir Dyn-
amo Kiev. „Þetta er ekki drauma-
drátturinn en við erum tilbúnir að
mæta Juventus," sagði Olexiy Semen-
enko, talsmaður Kiev, sem á seinni
leikinn heima 18. mars. „Við höfum
þegar sýnt að við óttumst ekki stórlið-
in í evrópskri knattspymu."
Bayer Leverkusen er þriðja þýska
liðið í átta liða úrslitum en það tekur
á móti Real Madrid 4. mars.
Úrslitaliðin mætast
Schalke sigraði Inter í úrslitum
Evrópukeppni félagsliða í fyrra en
liðin mætast í átta liða úrslitum að
þessu sinni. Inter, sem er efst í ít-
ölsku deildinni, hefur tvisvar orðið
meistari í keppninni á líðandi áratug
og Giammaria Visconte di Modrone,
varaforseti félagsins, sagði að drátt-
urinn væri hvetjandi fyrir liðið.
„Aldrei er um hefnd að ræða í íþrótt-
um en samt sem áður er drátturinn
góð hvatning fyrir leikmenn okkar.“
Frakkar áttu sjö lið í keppninni
til að byija með en Auxerre er eitt
eftir og mætir Lazio. Ajax leikur á
móti Spartak Moskva en Aston Villa
og Atletico Madrid leika um sæti í
undanúrslitum 3. og 17. mars.
■ AEK keypti nýlega tvo leikmenn,
Líberíumann sem lék með Xanthi,
liðinu sem sló AEK út úr bikar-
keppninni í vetur, og Georgios Don-
is, sem verið hefur hjá Blackbum í
Englandi.
■ MARCELLO Salas landsliðs-
maður Chile og leikmaður River
Plate gengur ekki til liðs við Manch-
ester United eins og Alex Fergu-
son knattspymustjóri liðsins hefur
vonað. Líklegast er talið að hann
fari til Parma eða Lazio skipti hann
um vettvang á annað borð.
■ IGOR Cvitanovic landsliðsmað-
ur Króatíu og leikmaður með Kró-
atíu frá Zagreb er að flytja sig um
set til Real Sociedad. Þarf spænska
félagið að reiða fram 245 milljónir
fyrir leikmanninn og skiptist sú upp-
hæð jafnt á milli Cvitanovic og
króatíska félagsins.
■ CVITANOVIC er 27 ára og hef-
ur leikið með Króatíu Zagreb í átta
ár. Hann er markahæsti leikmaður
félagsins frá upphafi, hefur gert 104
mörk í deildarleikjum. Samningur
hans við Real Sociedad er til þriggja
ára.
■ BARCELONA hefur mikinn
áhuga á að fá Steve McManaman
í sínar raðir og telja að hann geti
orðið lykillinn að velgengni í Evrópu-
keppninni á næsta keppnistímabili.
Hefur spænska félagið í hyggju að
bjóða Liverpool 12 milljónir punda,
um 1,4 milljarða króna fyrir
McManamann.
■ TILBOÐIÐ verður ekki lagt
fram fyrr en að lokinni heimsmeist-
arakeppninni í Frakklandi næsta
sumar. Samningur McManamans
við Liverpool rennur út sumarið
1999 og vilja forráðamenn Liv-
erpool að hann geri nýjan samning
og verði í herbúðum félagsins út
feril sinn en leikmaðurinn er 25 ára.
■ LIVERPOOL gerði honum tilboð
snemma árs en því hefur ekki enn
verið svarað af umboðsmanninum
Simon Fuller.
■ HOWARD Kendall knatt-
spymustjóri Everton verður að selja
einhveija leikmenn áður en hann fær
að kaupa aðra til þess að styrkja
liðið í botnbaráttunni. Þetta er álit
hluthafa í félaginu og er reiknað
með því að Gary Speed, Duncan
Ferguson og Andy Hinchcliffe
verði settir á sölulista. Kendall á
fund með Peter Johnson stjómar-
formanni Everton á föstudaginn þar
sem Kendall ætlar að leggja áherslu
á að fá peninga til leikmannakaupa.
■ BERNARD Lama fyrrum mark-
vörður franska landsliðsins og Paris
St. Germain kemur til greina sem
markvörður West Ham, en félagið
leitar nú að markverði í stað Ludek
Miklosko sem verður frá keppni í
tvo mánuði vegna meiðsla.
■ LAMA er sagður hafa áhuga því
hann hefur ekki leikið frá því á síð-
ustu leiktíð eftir að sannaðist upp á
hann neysla á ólöglegum fíkniefnum.
Lama telur að með því að leika á
Englandi aukist líkur fyrir því að
hann geti endurheimt sæti sitt i
franska landsliðinu.
■ RUUD Gullit knattspymustjóri
Chelsea er sagður í þann mund að
ganga frá kaupum á Fan Zhiyi,
knattspymumanni ársins í Kína árið
1996.
■ EINS munu Arsenal, South-
ampton, Crystal Palace og Nott-
ingham Forrest vera að keppast
um framheijann Hao Haidong, sem
leikur með fyrrum Kínameisturum,
Dalian Wanda.
■ BAKSLAG er komið í kaup
Sheff. Wed. á Makedóníumanninum
Coce Sedloski eftir að hann stóðst
ekki læknisskoðun. Einnig var ósk
félagsins um atvinnuleyfí hafnað.
Ron Atkinson knattspyrnustjóri
sagðist ekki vera búinn að gefa
Sedloski upp á bátinn.