Morgunblaðið - 19.12.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.12.1997, Qupperneq 6
6 D FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Bardagahetjan Michelle Yeoh slær í gegn Framtíðarfélagi? Svo gæti farið, að leikkonan Michelle Yeoh semji um að leika í fleiri myndum um njósnarann James Bond. Yeoh þykir standa sig svo vel í myndinni “Tomorrow Never Dies” að alvarlega hefur verið rætt um að finna henni sess í syrpunni um James Bond til frambúðar. Persóna hennar yrði þannig sett á stall með ekki ómerkari mönnum en Q, Felix Leiter, Emst Blofeld og síðast en ekki síst sjálfum Jaws, sem á íslandi er kannski betur þekktur sem hinn huggulegi beljaki með vírtennumar. Hún hefur verið kölluð drottning hasarmyndanna og heima í Hong Kong er hún fyrir löngu komin í dýrlingatölu. “Ég sparka ansi fast og á í engum vandræðum með að láta höggin dynja," hefiir hetjan sjálf látið hafa eftir sér en bætir því síðan við, að annars sé hún nú hið mesta meinleysisgrey. Yeoh, sem einnig hefur leikið í myndum undir nafninu Michelle Khan, er kannski þekktust á vesturlöndum fyrir að hafa leikið á móti samlanda sínum og kollega, Jackie Chan, t.d. í kvikmyndinni “Supercop”. Þar barðist hún af stöku listfengi og dró hvergi af í glæffalegum áhættuatriðum, sem hún framkvæmdi auðvitað öll sjálf, rétt eins og Chan sjálfúr. f myndinni leikur Yeoh, Wai Lin, útsendara kínversku leyniþjónustunnar og telur hún sjálf að hlutverkið boði byltingu fyrir Bond myndimar. “Flestar Bond stelpumar hafa haft um útlitið eitt að hugsa og stundum hafa þær líka haft fyrir því að kalla “James, hjálp!,” segir hún. “SUkt hvarflaði aldrei að Bomban Michelle Yeoh er fullfær um að bjarga sér sjálfl ^Creykjavík • mér. Ég ímyndaði mér alltaf að ég væri sjálf James Bond.” Leikstjórinn, Roger Spotiswoode, segir persónu Lins, frábæra leið fyrir myndimar um James Bond til að aðlagast enn frekar breyttum aðstæðum. “Hérna er kominn kvenmaður, sem er fylhlega jafiioki 007. Á sama tíma viðheldur hún kvenlegri fegurð sinni, en er laus við þann veikleika Bonds, að vera veikur fyrir hinu kyninu.” Hann segist aðspurður spenntur fyrir að hafa leikkonuna með í næstu mynd, en segir það jafnframt fara eftir stöðu Kínverja í alþjóðamálum; semsé hvort þeir verða góðu eða vondu mennimar í framtíðinni. Talið er að Yeoh eigi greiða leið að vinsældum í kvikmyndaheiminum. Ekki aðeins í myndaröðinni um James Bond heldur einnig á öðrum vígstöðvum. Leikstjórar á borð við Oliver Stone og Quentin Tarantino gera hosur sínar grænar fyrir henni um þessar mundir og spumingin er aðeins hvor þeirra verður fyrri tíl að hreppa hnossið. Þúsundþjala- smiður á níræðisaldri Tæki og tól í ölhim regnbogans lituni Ein ástsælasta persóna Bond myndanna er án efa hugvitsmaðurinn Major Boothroyd, betur þekktur undir nafitínu Q. Desmond Llewlyn lék uppfinningamanninn fyrst í myndinni “From Russia with Love” árið 1963 og hefur upp firá því leikið í öllum myndunum, ef undan er skilin “Live and Let Die”. Telja margir að þessi 83 ára gantíi snillingur sé ómissandi hlutí hverrar Bond myndar. Svo mjög er Llewlyn tengdur persónu Q í hugum almennings, að honum hefur reynst þrautin þyngri að fóta sig í öðrum hlutverkum á hvíta tjaldinu. Desmond Llewlyn lætur sig sjaldan vanta þegar James Bond skýtur upp kollinum. Paris Carver og Q eru bæði gamlir kunningjar James Bonds en örlög þeirra eru æði ólík. - Leikkonan Teri Hatcher leikur Paris, eiginkonu fjölmiðlamógúlsins Carvers í “Tomorrow Never Dies.”

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.