Morgunblaðið - 20.12.1997, Síða 2
2 B LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
_______________________GOLF________
Sakna félag
annaog
léttleikans
Nokkrir íslenskir kylfingar hafa reynt fyrir sér
sem atvinnumenn í íþróttinni á undanförnum
árum. í vor var stofnað hlutafélag sem gerði fjög-
urra ára samning við Birgi Leif Hafþórsson frá
Akranesi. Hann segir í samtali við Skúla Unnar
Sveinsson að fyrsta árið hafi verið allt í senn;
skemmtilegt, lærdómsríkt, erfitt og á stundum
einmanalegt. Hann heldur þó ótrauður áfram enda
náði hann mun betri árangri en áætlanir hlutafé-
lagsins gerðu ráð fyrir og hann hefur tryggt sér
rétt til að keppa í evrópsku áskorendamótaröðinni.
ÚRSLIT
Knattspyrna
Heimsálfukeppnin
Undanúrslit
Brasilía - Tékkland..........2:0
Romario 54., Ronaldo 83. 30.000.
Ástralía - Uruguay...........1:0
Harry Kewell 91. „Gullmark" í bráðabana.
30.000.
■ Brasilía og Ástralía leika til úrslita á
morgun en Tékkland og Uruguay leika um
þriðja sætið.
Þýskaland
Dortmund - Schalke................2:2
But 26., Möller 79. - Kliouev 75., Lehmann
90. 55.000 (uppselt).
Gladbach - Hertha.................4:2
Klinkert 11., Pflipsen 36., Effenberg 69.,
Per Pedersen 80. - Covic 5., Preetz 7.
17.000.
Staðan
Kaiserslautem.....19 13 3 3 39:23 42
BayemMiinchen.....19 11 5 3 40:23 38
VfB Stuttgart.....19 10 5 4 39:22 35
Schalke...........20 8 8 4 23:18 32
Bayer Leverkusen..19 8 7 4 34:22 31
Wolfsburg.........19 8 3 8 25:27 27
BorussiaDortmund...20 6 7 7 33:30 25
Hansa Rostock.....19 7 4 8 29:27 25
Duisburg..........19 7 4 8 23:25 25
Karlsmhe..........19 6 6 7 31:36 24
Gladbach..........20 5 7 8 34:38 22
1860 Munchen......19 5 6 8 22:33 21
Hamburg...........19 5 5 9 25:31 20
Bochum............19 5 5 9 23:30 20
Köln..............19 6 2 11 30:42 20
Arminia Bielefeld.19 6 1 12 23:31 19
Þrakkland
Auxerre - Bordeaux.................4:2
Marseille - En Avant Guingamp......fr.
Montpellier - RC Lens..............1:2
Bastia-Lyon.......................0:1
Rennes - Paris St Germain..........1:2
Cannes - Chateauroux..............fr.
Strasbourg - Toulouse.............2:0
Staða efstu liða
Metz...............21 12 6 3 34:18 42
PSG................21 12 5 4 34:18 41
Mónakó.............21 13 2 6 34:21 41
Marseille..........20 11 4 5 26:14 37
Lens...............21 11 4 6 30:24 37
Auxerre............21 10 3 8 36:29 33
Bordeaux...........21 8 8 5 26:24 32
Bastia.............21 7 8 6 22:17 29
Lyon...............21 9 2 10 24:24 29
Skíði
Heimsbikarinn
Stórsvig kvenna
Deborah Compagnoni (Ítalíu).....2.18,83
(1.09,17/1.09,66)
■ Þetta var áttundi sigur hennar í röð í
stórsvigi heimsbikarsins siðan 3. janúar sl.
Alexandra Meissnitzer (Austurríki)..2.18,93
(1.08,79/1.10,14)
Leila Piccard (Frakklandi).........2.20,02
(1.09,24/1.10,78)
Stefanie Schuster (Austurríki).....2.20,37
(1.09,44/1.10,93)
SonjaNef (Sviss)...................2.20,39
(1.09,57/1.10 82)
Sonia Vierin (Italiu)..............2.20,55
(1.09,94/1.10,61)
Andrine Flemmen (Noregi)...........2.20,72
(1.09,60/1.11,12)
Ana Galindo Santolaria (Spáni).....2.21,02
(1.09,62/1.11,40)
Pemilla Wiberg (Svíþjóð)...........2.21,27
(1.10,09/1.11,18)
■ Katja Seizinger, Þýskalandi, var með
besta tíma eftir fyrri umferð en skíðaði út
úr braut í seinni umferð.
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Orlando - Utah.................73:85
Dallas - Phoenix...............75:89
Seattle - Denver.............119:106
LA Clippers - Golden State.....82:78
Íshokkí
NHL-deildin
Washington - Florida.............0:4
Ottawa - Carolina................3:2
Philadelphia - Boston............2:2
St. Louis - New Jersey...........4:4
Calgary - Dallas.................1:2
Los Angeles - Toronto............5:2
San Jose - Vancouver.............0:0
Leikir aðfaranótt fimmtudags:
Florida - NY Rangers.............2:4
NY Islanders - Buffalo...........4:0
Tampa Bay - Boston...............2:0
■ Colorado - Detroit...........2:2
■ Edmonton - Chicago...........0:0
Phoenix - Vancouver..............1:5
Anaheim - Toronto................2:6
TENNIS
Jólamót
Jólamót Tennishallarinnar og Samvinnu-
ferða/Landsýnar verður haldið í Tennishöll-
inni í Kópavogi á milli jóla og nýárs. Mótið
hefst 27. desember og verður ekki með
hefbundnu sniði. Keppnin í meistaraflokki
verður nokkurs konar meistarakeppni,
þannig að átta bestu tennisleikarar landsins
verða teknir út og haldin er forkeppni fyrir
þá sem vilja etja kappi við þá.
Einnig verður keppt í öðlingaflokkum
fyrir 30 til 40 ára og fyrir 40 ára og eldri
auk þess sem keppt verður í bama- og
unglingaflokkum og byijendaflokki. Keppni
i forgjafarflokki ætti einnig að geta orðið
skemmtileg því þar er keppendum gefln
forgjöf og þá gæti til dæmis einhver með
hæstu forgjöf lent á móti Arnari Sigurðs-
syni ísiandsmeistara og byijaði þá hver lota
á 40:0 fyrir háforgjafarmanninn. Hann yrði
þá aðeins að skora eitt stig í lotunni til að
sigra. Skráning og nánari upplýsingar era
! 564-4050.
Birgir Leifur er fæddur 16. maí
árið 1976 4 Akranesi þar sem
hann er einnig alinn upp og hefur
búið alla tíð, nema í sumar. „Þá má
segja að ég hafi búið i ferðatösku,“
segir Birgir Leifur um síðastliðið sum-
ar. í vor var stofnað hér á landi hluta-
félag sem gerði síðan samning við
kylfinginn unga út árið 2000. Birgir
Leifur gerðist því atvinnumaður og
spilaði í sænsku mótaröðinni í sumar
og er nú kominn með rétt til að keppa
í „áskorenda-mótaröðinni" (Chalange
Tour) í Evrópu, sem er miklu sterk-
ari mótaröð og það verður því spenn-
andi að fylgjast með hvemig hann
stendur sig næsta sumar.
Draumurinn rættist
„Það er auðvitað draumur hvers
kylfíngs að gerast atvinnumaður og
það var því erfítt að segja nei þegar
ég fékk þetta kostaboð. Það er auðvit-
að mikill heiður fyrir mig að fínna
að einhveijir hafí trú á manni og ég
er mjög ánægður með sumarið. Þetta
er dálítið öðruvísi en að spila hér
heima og mestur munurinn fínnst
mér að nú er maður ekki að spila
með félögunum. Núna er miklu meiri
alvara í spilamennskunni, menn eru
ekki að gera að gamni sínu enda
samkeppnin mjög mikil og það kemur
fyrir að maður spilar heilan hring án
þess að tala við nokkum mann; því
átti maður ekki að venjast heima,“
sagði Birgir Leifur.
„Sumarið var mjög skemmtilegt.
Ég keppti í Svíþjóð, Noregi, Finn-
landi, Danmörku, á Englandi og Spáni
þannig að þetta voru mikil ferðalög
en ég á von á að næsta sumar verði
ennþá erfíðara, bæði verða mótin
jafnari og svo verða örugglega miklu
meiri ferðalög. Ég var með samastað
hjá frænku minni í Örebro í Svíþjóð,
svona til að fá þvegið og straujað af
mér, en næsta sumar er ætlunin að
hafa samastað sunnarlega í Þýska-
landi, skammt frá þeim stað sem
Amar Már Ólafsson golfkennari er
að vinna.“
Hefll hringur án orða
Venjuleg vika hjá Birgi Leifí í fyr-
rasumar var þannig að hann æfði á
mánudag og þriðjudag, kom sér á
keppnisstað á miðvikudegi og lék þá
æfíngahring og keppti síðan á
fímmtudegi, föstudegi og laugardegi.
Sunnudagurinn fór svo í að koma sér
til Örebro. Mótshaldarar greiða ekki
kostnað kylfínganna og það er ekki
gert í þessari íþrótt fyrr en menn eru
orðnir heimsfrægir, þá er mönnum
boðið að keppa og fá greitt fyrir. „Ég
verð víst að bíða aðeins lengur eftir
slíku boði, en það er að sjálfsögðu
draumurinn. Það er allt í lagi að eiga
sér draum, er það ekki? Ég held að
fyrsta árið í þessu sé erfíðast því þá
er allt svo nýtt fyrir manni og það
getur verið einmanalegt að vera einn
og ég saþna stundum félaganna úr
golfínu. í svona mótum eru menn
ekki að gera að gamni sínu, og ég
sakna þess stundum að geta ekki
brosað meira, verið kátari og gantast
dálítið við meðspilarana. En svoleiðis
gerir maður ekki í þessum mótum.
Eg hef stundum leikið heilan hring
án þess að segja orð! Það eru helst
Englendingar og írar sem eru hressir
og það er ágætt að spila með þeim.
Annað fannst svolítið erfítt og það
var að vera alltaf á nýjum völlum;
völlum sem ég hafði aldrei séð áður.“
Venjulega notar Birgir Leifur ekki
kylfusveina heldur dregur settið sitt
sjálfur. Frændi hans dró þó fyrir hann
á nokkrum mótum nærri Örebro í
sumar og Björgvin Þorsteinsson á
Spáni. „Bjöggi gamli gat ekki verið
mirmi en aðrir kylfusveinar og bar
pokanum alla hringina. Það var gríð-
arlegK gott að hafa hann með sér því
hann þekkir leikinn út og inn og gat
leiðbeint mér mikið.
Annars var mótið á Spáni algjört
ævintýri; bæði gekk mer vel og ekki
síðar vegna veðursins. Ég hefði gjam-
an viljað spila tvo hringi í viðbót því
mér fannst ég eiga mikið inni. Ég lék
mjög jafnt alla hringina og það vant-
aði alla heppni þannig að ég var viss
um að það hefði komið. Maður verður
að hafa smá heppni með sér til að
ná langt. Þar sem þetta var í fyrsta
sinn sem ég var með í svona móti
vissi ég ekki hvað þurfti til að kom-
ast áfram, en nú veit maður það.
Annars tel ég það ágætt að hafa þó
náð niðurskurðinum - það var það
sem stefnt var að. Maður verður að
hafa mikla trú á sjálfum sér og ég
veit að ég get þetta alveg.
Mér fannst oft vanta herslumuninn
hjá mér í sumar. Ég lék oft í kringum
parið, kannski einn til tvo undir og
það er allt í lagi, en ég þarf að gera
það fjóra hringi í röð. Það kemur
með reynslunni, ég er alveg viss um
það. Ég hef ekki haldið utanum forg-
jöfína mína síðan ég gerðist atvinnu-
maður, gleymdi henni um leið og ég
fór út. Eg nenni ekki að haida bók-
hald yfír hana, en ég skrifa alltaf
niður allar tölulegar uppiýsingar, til
dæmis hve margar brautir ég hitti í
teighöggi, fjölda pútta og því um líkt.
Eftir hvem hring skifa ég hjá mér
með hvað ég hef verið í erfíðleikum.
Fyrri hluta sumars sló ég betur en
nokkru sinni síðan ég byijaði í golfí,
en púttin gengu ekki nógu vel. Ég
held samt að það hafí fyrst og fremst
verið vegna þess að ég var ekki nógu
nálægt holu þegar ég kom inn á flöt.
Það var ansi þreytandi að eiga alltaf
löng pútt. Síðari hluta sumars brást
það sem ég hef alltf verið bestur í;
jámahöggin. Sérstaklega var þetta
áberandi í mótinu á Spáni. Ég hitti
ekki nógu margar flatir en bjargaði
mér með því að vippa og pútta vel.
Það er algjör haugur af mönnum sem
stefna á evrópsku mótaröðina og sem
dæmi má nefna að 760 kylfíngar
kepptu að því að vinna sér rétt til
að taka þátt í úrtökumótinu á Spáni,
en þaðan komust 40 að í mótaröð-
inni. Ég tryggði mér rétt á að leika
á Spáni á móti í Englandi og þar lék
ég það besta golf sem ég hef leikið,
var sjö högg undir pari á þremur
hringjum."
Birgir Leifur stóð sig vel í sumar
og á úrtökumótinu á Spáni náði hann
að komast áfram, en vegna veðurs
var hætt við að leika tvo síðustu
hringina þannig að ekkert verður af
því að hann leiki í evrópsku mótaröð-
inni í sumar, eða hvað? „Það gætu
orðið einhver mót. Vegna frammistöð-
unnar er maður settur í ákveðið sæti
á lista og ef menn sem eru fyrir ofan
mig mæta illa gæti svo farið að ég
næði að leika á einhveijum mótum í
evrópsku mótaröðinni. Maður verður
bara að vera í startholunum og þjóta
á mótsstað ef kallið kemur. Einnig
er mögulegt að mér verði boðið á ein-
hver mót, en það þarf að vinna skipu-
lega að slíku. Mér var sagt á mótinu
á Spáni að það ætti að vera mögu-
legt, sérstaklega af því ég er frá Is-
landi, menn eru forvitnir að sjá kylf-
ing þaðan enda vita flestir afskaplega
lítið um landið."
Hver er munurinn á að spila í Sví-
þjóð og hér heima? Eru veliimir mikiu
betri?
„Nei, þeir eru ekki miklu betri.
Flestir eru þó betri en hér heima, en
ég hef spilað á völlum sem eru miklu
verri en vellimir hér. Mestur munur-
inn er umgjörðin í kringum mótin,
hún er eins og hjá atvinnumönnum,
öll til mikillar fyrirmyndar. Maður
hafði það stundum á tiifínningunni á
mótum hér heima að aðalmarkmiðið
væri að ná inn sem mestum pening,
lítið sem ekkert var hugsað um að
gera spilarana ánægða.“
Þarf aö bæta úthaldið
Birgir Leifur æfír nú af kappi til
að koma sér í nægilega góða æfíngu.
„Ég æfi af kappi í Mætti til að kom-
ast í góða líkamlega æfíngu og ná
upp góðu þoli. Ég er algjörlega á
núlli þar. Ég hef oftast verið í góðri
æfíngu en síðustu tvö árin hafa ekki
verið nógu góð og í sumar fann ég
fyrir þreytu á síðustu holunum í löng-
um mótum. Það á ekki að gerast og
maður á í raun að geta hlaupið átján
holur án þess að blása úr nös,“ segir
Birgir Leifur. En hann gerir fleira í
„fríinu" því á morgnana „mála ég
með Hannesi frænda," segir hann.
Gerður var fjögurra ára samningur
við Birgi Leif þannig að hann á að
geta einbeitt sér að golfínu út árið
2000. „Maður fínnur á þessum fjórum
árum hvort maður getur þetta og líka
hvort manni líkar þetta líf, því þetta
er talsvert öðruvísi en maður á að
venjast," segir kylfingurinn.
Er ekki aukinn þrýstingur á þér
að ná árangri. Heimta hluthafar ekki
árangur?
„Auðvitað er þrýstingur á manni
SIGURÐUR Pétursson golfkennari hefur
fylgst með Birgi Leifi í mörg ár og síðari
ár hefur hann aðstoðað hann. „Hann er
mjög góður kylfíngur. Hann er með ein-
falda og góða hreyfíngu og sveiflan hjá
honum er mjög góð. Það sem snýr að golf-
kennaranum er einnig gott því Birgir Leif-
ur er bæði jákvæður gagnvart leiðsögn og
er fljótur að tileinka sér það sem fyrir
hann er lagt. Teighögg hans eru eins löng
og best gerist og þau eru ótrúlega bein.
Sálfræðilega hliðin er sterk, hann er allt
í senn rólegur, harður og yfírvegaður og
þorir að taka áhættu þegar því er að skipta.
Hann var seinheppinn í sumar því boltinn
fór frekar hring á holubarminum en að
detta - en það kemur allt saman," segir
Sigurður um Birgi Leif.
„Innst inni vonaði maður auðvitað að
hann kæmist alla leið í ár, en ég held það
sé betra fyrir hann að staldra aðeins við
á áskorendamótunum frekar en fara beint
í evrópsku mótaröðina, en þangað fer hann
og ég hef sagt áður og segi enn að Birgir
Leifur er það góður kylfíngur að hann nær
eins langt í íþróttinni og hann sjálfur vilL
Hann komst áfram úr þeim fimm úrtöku-
mótum sem hann þurfti að fara í sumar
og það er í rauninni ekki hægt að gera
betur. Það er í rauninni ekkert að marka
golfið hjá honum í sumar því hann var að
læra svo margt annað. Hann var að læra
að vera einn og það tekur mikinn kraft frá
mönnum. Það fer mikil orka í að keyra á
keppnisstað, fínna hótel og fínna golfvöll-
inn og sjá um sig einn.“
Þegar Sigurður var spurður um veiku
hliðar Birgis Leifs varð fátt um svör. „Tja,
ég veit ekki hvað skal segja. Ef það er
eitthvað þá mætti hann ef til vill vera að-
eins harðari við æfingar,“ sagði golfkenn-
arinn.