Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís BIRGIR Lelfur Hafþórsson er ákveðlnn í að koma sér í betri sefingu og vera með betra úthald næsta sumar. að standa sig og ég ætlast til þess af sjálfum mér að ég standi mig. Hluthafamir hafa hins vegar ekki beitt mig neinum þrýstingi og þegar þeir hringja í mig þá er það alltaf mjög jákvætt. Þeir eru þá að láta mig vita hvað þeir séu ánægðir með árangurinn. Það er allt voðalega já- kvætt hjá þeim og það hjálpar mér mikið. Þeir vita hvemig golfið er og eru því ekki að setja óþarfa þrýsting á mig. Það er mikill heiður fyrir mig að fá þetta tækifæri og mesti þrýst- ingurinn er frá mér sjálfum.“ Mætti ekki í bráðabana Móðir þín, Ella Kristín Sigurðar- dóttir, dró nokkrum sinnum fyrir þig hér heima, hjálpaði hún þér ekkert í sumar? „Jú, jú. Hún dró fyrir mig á síðari úrtökumótinu fyrir sænsku mótaröð- ina í vor og þá lenti ég víst í öðm sæti. Reyndar vorum við tveir jafnir í fyrsta til öðru sæti, en ég fór beint heim eftir hringinn og eftir að móts- haldarar gáfust upp við að leita að mér á svæðinu var hinn látinn fá verðlaunaféð. Ég var fjómm eða fimm höggum á eftir honum fyrir síðasta daginn og datt ekki í hug að ég myndi ná fyrsta sæti og var bara ánægður með að vera kominn áfram. Ég hitti strákinn sem var jafn mér á næsta móti og hann stökk á mig, tók í höndina á mér og þakkaði fyrir sig og sagði að ég væri ágætur! Þetta hafði líka ágæt áhrif hvað kynningu varðaði því þegar ég hringdi í móts- haldara til að tilkinna þátttöku þá vissu allir hver ég var: „Nú, þú sem mættir ekki í bráðabanann!“ sögðu þeir alltaf.“ Birgir Leifur er einn og einhleypur og segir ömgglega ekki hlaupið að því að finna stúlku sem hefur þolin- mæði í að búa með kylfíngi. „Ég held það þurfí ansi þolinmóða og skilningsríka stúlku til að búa með eða giftast atvinnukylfingi. Það er samt aldrei að vita hvort það leynist ekki ein slík einhvers staðar,“ segir kylfíngurinn ungi og hlær við. Margir íþróttamamenn era hjátrúa- fullir, en Birgir Leifur segist ekki vera það - altént ekki áberandi. „Mér fínnst vænt um ljósgrænar bux- ur sem ég keypti á sínum tíma í versl- unninni Bjargi á Akranesi. Ég byija gjaman mót í þeim enda líður mér vel í þeim, þær em víðar að neðan og falla dálítið niður á skóna.“ Þeir enda allir í golfinu Birgir Leifur byijaði seint í golfínu, var orðinn tólf ára gamall þegar „ég fór að fara mjög reglulega á golfvöll- inn,“ eins og hann segir. Áður hafði hann leikið knattspymu með yngri flokkum ÍA og handknattleik líka. En golfíð átti vel við pilt og nú er hann orðinn atvinnumaður. „Við vor- um nokkrir saman í þessu og núna em vinir mínir úr fótboltanum, til dæmis Jóhannes Harðarson, orðnir algjörlega sjúkir í golf og Bjami Guð- jóns er byijaður að fikta við þetta. Þeir enda allir í golfínu; ég er bara aðeins á undan þeim,“ sagði Birgir Leifur. Skagamaðurinn ungi hefur lengst- um notað kylfur frá Wilson, svokall- aðar blade-kylfur, en þær em ekki ,jafnvægisstilltar“ eins og þær kylfur sem algengastar em. Kylfumar sem em ,jafnvægisstilltar“ eru þannig að þær gera slæm högg heldur skárri en þau yrðu með blaðkylfum. Birgir Leifur var með slíkar kylfur í sumar en hyggst skipta aftur. „Þær fyrir- gefa meira ef maður slær illa, en ég kann betur við gömlu blaðkylfumar og held ég skipti aftur yfir í Wilsonin minn. Ég held maður verði betri kylf- ingur við að nota slík verkfæri, en það getur tekið lengri tíma.“ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 B 3 ÍÞRÓTTIR SKVASS Kim Magnús sigraði í Lúxemborg Eg hef aldrei leikið betur Kim Magnús Nielsen, íslandsmeistari i skvassi, sigraði á dögunum á alþjóðlegu móti í Lúx- emborg - og kom sú niður- staða öllum í opna skjöldu. „Okkur var ekki raðað á styrkleikalista mótsins, og urðum því að keppa í for- keppni til að komast inn í aðalmótið sjálft,“ sagði Kim Magnús í samtali við Morgunblaðið og átti þar við sig og Albert Guðmundsson, hinn ís- lenska keppandann á mótinu. Þátttakendur voru rúmlega 40, aðallega Belgar, Lúxemborgarar og Þjóðveijar. Mótið, sem kallaðist Top Squash Open, var haldið í skvassklúbbi íslenskrar konu, Dísar Bond. Eiginmaður hennar, David Bond, sem er fyrrverandi atvinnu- maður í greininni, tók þátt í mótinu og komst í undanúrslit. „Það kom öllum mjög á óvart að ég ég skyldi sigra, sérstaklega okkur Albert. Enginn taldi okkur eiga möguleika og ég reiknaði alls ekki með að ná svo góðum ár- angri,“ sagði Kim Magnús. íslands- meistarinn gerði sér lítið fyrir og sigraði belgískan keppanda 3:1 í fyrstu umferð, en Belgan- um hafði verið raðað í fyrsta sæti á styrkleikalista mótsins fyrirfram. „Þetta var hörkuviðureign, sem tók einn og hálfan tíma og var mjög jöfn þótt ég hafi unnið 3:1.“ Kim Magnús sigraði Fabrice Chinetti frá Lúxem- borg í úrslitaleiknum. „Hann hefur tvisvar komið hingað til lands á Norðurljósamótið en ég hafði aldrei spilað við hann. En hann hefur í bæði skiptin kom- ist lengra á því móti en ég,“ sagði íslandsmeistarinn. „Ég hef tvímæla- laust aldrei leikið betur en á þessu móti og þetta er besti árangur sem ég hef náð. Það er alveg ótrúleg tilfínning að sigra á mótinu, líka vegna þess að ég taldi mig alls ekki eiga neina möguleika. Hafði í mesta lagi gert mér vonir um að vinna „pleitið“,“ sagði Kim Magnús - en svo kalla skvassmenn upp- reisnarkeppnina, sem þeir taka þátt í sem tapa í fyrstu umferð aðalmóts- ins. Albert Guðmundsson fagnaði reyndar sigri í þeirri uppreisnar- keppni. Sigraði danskan keppanda í langri og strangri viðureign. IÞROTTA- OG OLYMPIUSAMBANDIÐ Klm Magnús Nlelsen Nýtt merki afhjúpað MERKI nýstofnaðra sameinaðra samtaka íþróttahreyfingarinnar, íþrótta- og Ólympíusambands ís- lands, var afhjúpað í gær og þar með voru merki fyrrum íþrótta- sambands íslands og Ólympíu- nefndar íslands aflögð. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Björn Jóns- son, hönnuður nýja merkisins hjá íslensku auglýsingastofunni, af: hjúpuðu merkið í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Við sama tækifæri voru nokkr- um einstaklingum afhentar heið- ursviðurkenningar ÍSÍ og Óí fyrir vel unnin störf í þágu íþróttahreyf- ingarinnar og gat Ellert þess að þetta væri í síðasta sinn sem gull- merki.ÓÍ og heiðurskross ÍSÍ væru afhent í þessari mynd. Á myndinni vinstra megin við nýja merkið eru Bergþór Magnús- son, fyrrverandi formaður FH, Lovísa Einarsdóttir, sem var í framkvæmdastjóm ÍSÍ 1986 til 1997, Magnús Oddsson, fyrrver- andi formaður ÍA og varaforseti ÍSÍ 1992 til 1997, og Júlíus Haf- stem,_ fyrrverandi formaður Óí, HSÍ, ÍBR og ÍTR og nú formaður Júdósambandsins, sem fengu heið- urskross ÍSÍ. Júlíus, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, sem var í fram- kvæmdastjórn Óí, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Einar Einarsson, forstjóri VISA ísland, fengu gullmerki Óí. Við merkið standa Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Björn Jónsson, hönnuður merkisins. Pétur Björns- son, forstjóri Vífilfells, átti einnig að fá gullmerki Óí afhent í gær en var erlendis. Gleðileg jól hjá Jóhanni JÓHANN B. Guðmundsson úr Keflavík hefur verið í sviðsljósinu þjá Genk í Belg- íu undanfama daga. Um liðna helgi lék hann með varaliðinu, gerði eitt mark og lagði upp tvö í 5:3 sigri á Standard Liege. í fyrra- kvöld kom hann inná í fyrri hálfleik í deildabikarleik Genk og St. Traiden. Genk vann 5:3 í vítakeppni eftir að staðan hafði verið 1:1 að venjulegum leiktíma loknum og er komið í átta liða úr- slit. í gærkvöldi skoraði Jó- hann þegar varaliðið tapaði 7:3 fyrir Mouscron. Þórður Guðjónsson, landsliðsmaður hjá Genk, sagði að Jóhann hefði staðið sig vel en þeir koma saman tii íslands á morgun. Jóhann sagði að ekkert hefði verið rætt um framhald en hann væri vissulega spenntur þó hann gerði ekki ráð fyrir neinu. „Þetta hef ur gengið mjög vel lyá raér og mér líst mjög vel á allt héma,“ sagði hann í gærkvöldi. Ronaldo enn í efsta sæti GREINT var frá því í gær að brasilíski miðherjinn Ronaldo hjá Inter á Italiu yrði útnefndur leikmaður ársins á mánudag í lgöri sem franska knattspyrnublaðið France Footballge ngst fyrir árlega. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær völdu lesendur tlmaritsins World Soccer Romario knatt- spyraumann ársins og al- mennt er talið að Alþjóða knattspyrnusambandið haldi uppteknum hætti frá liðnu ári, þegar það greinir frá sinu kjöri. Romario er fyrsti knatt- spyrnumaðurinn frá Suður- Ameríku sem kjörinn er leik- maður ársins bjá France Football. Júgóslavinn Pe- drag Myatovic hjá Real Madrid var í öðru sæti, Frakkinn Zinedine Zidane þjá Juventus hafnaði í þriðja sætí, Hollendingurinn Denn- is Bergkamp þjá Arsenai kom næstur og Roberto Car- los hjá Real Madrid var í fimmta sæti í kjörinu. ’ É#ÉÉ . ÍÍ ÍÍulfll\.:£' \ - <l j .i- ■ZtZ.it*.. itlll ■ íraWÓ 1 y+'Vj ■ | I w -- Morgunblaðið/Ámi Sæberg ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.