Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1997, Blaðsíða 4
Kristinn Björnsson keppir í Madonna di Campiglio á mánudag skynsemina ráða ferðinni KRISTINN Björnsson, skíða- kappl frá Ólafsfirði, tekur þátt í þriðja heimsbikarmótinu í •svigi í Madonna di Campiglio á ftalíu á mánudaginn. Hann hefur verið við œfingar í Ma- donna frá því á miðvikudag, en mikil snjókoma hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Hann ásamt félaga sínum í finnska landsliðinu, Mika Marila, hefur aðeins náð ein- um æfingadegi frá því að þeir kepptu í Sestriere á mánu- dagskvöld. ValurB. Jónatansson skrifar frá Itallu Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið að auðvitað hefði hann vijjað æfa meira en hafði þó ekki miklar áhyggjur af því. Hann ætlar að hita upp fyrir heimsbikar- mótið með því að keppa í Evrópubikarmóti í svigi St. George í Austurríki á sunnudg. Heldur héðan frá Madonna í dag yfir til Austurríkis og kemur síðan strax eftir mótið á sunnudag til að gera sig kláran fyrir svigið í heims- bikamum á mánudag. „Það er ágætt að koma sér í gang aftur með því að keppa í Evr- ópubikarnum. Það er góð upphitun -fyrir heimsbikarinn. Ég ætla að reyna að komast á verðlaunapall í Evrópubikamum eins og ég gerði í síðustu viku. Þá hafði ég rásnúmer 24 en nú verð ég í fyrsta ráshópi," sagði Kristinn. Hvernig leggst heimsbikarmótið íþig hérí Madonna á mánudag? „Það leggst vel í mig. Ég held að svigbrekkan hér henti mér vel, enda er hún nokkuð brött og eng- inn afgerandi flati í brekkunni. Markmiðið hjá mér verður að vera á meðal tuttugu fyrstu. Ég kem ekki til með að taka óþarfa áhættu, heldur reyna að keyra af öryggi án þess þó að gefa neitt eftir. Eg verð að láta skynsemina ráða ferðinni. 'Það er mikilvægt að ég nái að skila mér niður og næla í heimsbikarstig því það léttir mér framhaldið eftir áramót.“ Þú kepptir hér í fyrra vetur og náðir þá mjög góðri ferð en krækt- ir þegar fjögur hlið voru eftir í markið. Þú þekkir því vel til hér og ættir að vera reynslunni ríkari? „Já, ég átti mjög góða ferð hér en það er ekki nóg því ég verð að komast alla leið í markið. En ég er bjartsýnn og veit að hverju ég geng. Það má alltaf búast við að 'skíðamenn fari út úr og það er mjög algengt að menn kræki eins og ég gerði í Sestriere. Það má ekki miklu muna og aðeins spum- ing um millímetra hvorum megin við stöngina maður lendir. Það ger- ist oft að ef skíðamenn eru seinir Baldur ný- liði í lands- liðshópnum BALDUR Ólafsson í KR er eini nýliðinn í landsliðshópnum í körfuknattleik sem Jón Kr. Gísla- son, landsliðsþjálfari, valdi fyrir fjögurra þjóða mótið sem verður í Lúxemborg milli jóla og nýárs. ís- lendingar mæta Austurríkismönn- um 27. desember, U-22 ára liði Pól- verja daginn eftir og heimamönn- um mánudaginn 29. desember. Teitur Orlygsson og Sigfus Gizurarson gáfu ekki kost á sér og Herbert Amarson er meiddur en eftirtaldir leikmenn em í hópnum (íjöldi landsleikja í sviga): Baldur Ólafsson, KR (0), Birgir Öm Birgisson, Keflavík (12), Eirík- ur Önundarson, ÍR (9), Falur Harðarson, Keflavík (71), Friðrik Stefánsson, KFÍ (3), Guðjón Skúla- son, Keflavík (109), Guðmundur Bragason, Hamburg (133), Helgi Jónas Guðfinnsson, UMFG (23), Hermann Hauksson, KR (46), Jón Amar Ingvarsson, Haukum (84), Nökkvi Már Jónsson, KR (41) og Pétur Ingvarsson, Haukum (18). Innan við 20 á næsta heimslista KRISTINN Bjömsson hef- ur færst hratt upp heimslist- ann í svigi. Fyrir síðasta keppnistímabil var hann númer 116 á styrkleikalista Alþjóða skíðasambandsins (fis-listanum) í svigi. Fyrir þetta tímabil var hann kom- inn í 53. sæti. Næsti fis-listi verður gefmn út um áramót- in og þá má reikna með hann verði kominn í kringum 20. sæti í svigi, sem er frábær áranur og undirstrikar enn frekar framfarir hans. Hann var með 13,89 fis-stig fyrir tímabilið en hefur nú náð tveimur góðum mótum, í Park City þar sem hann fékk 0,56 stig og í Evrópu- bikamum þar sem hann fékk 5,05 stig. Meðaltal tveggja bestu mótanna gildir við útreikning á heimslistan- um. Hann verður því með um 3,00 fis-stig á næsta lista. Til fróðleiks má geta þess að á heimslistanum eru 4.000 bestu skíðamenn heims. Lágmarkið fyrir þátttöku á ólympíuleikunum í Nagano er að vera innan við 500 á fis-listanum. KRISTINN Björnsson hafnaði [ öðru sætl f svlgl f Park Clty á dögunum, sem gaf honum 80 stlg f helmsblkarkeppnlnnl. og finna ekki rétta taktinn í braut- inni að þeir kræki. Þetta er hluti af þessu. Sem dæmi um það krækti ólympíumeistarinn Thomas Stangassinger fyrir fyrsta hliðið í síðari umferðinni í Sestriere svo það getur komið fyrir alla. Það er því mikilvægt að finna taktinn strax í fyrstu hliðunum. Ég hef verið að keyra vel á æfingum og skilað mér yfirleitt í gegn og ég mun því reyna að keyra eins á mánudaginn." Kristinn verður með rásnúmer 28 í sviginu á mánudaginn. Hann hefur færst aftur um þrjú sæti síð- an í Sestriere. Það er því mikilvægt að hann skili sér niður í Madonna því ef hann færist aftur fyrir 30 má búast við að hann verði með rás- númer í kringum 40 í fyrsta heims- bikarmótinu eftir áramót sem fram fer í Krajnska Gora í Slóveníu 4. janúar. Reglumar eru þær að þrjá- tíu efstu að heimsbikarstigum rað- ast í rásröð eftir stigum, en síðan er farið eftir stöðu á fis-listanum og þá skipta heimsbikarstigin ekki máli. Kljaic hættur hjá Wallau KRÓATINN Velimir Kijaic, sem tók við þjálfarastarfi Kristjáns Arasonar hjá Waliau-Massenheim i þýsku 1. deildarkeppninni í handknatt- leik, er hættur með liðið. Klja- ic, sem var þjálfari Ólympíu- meistara Króatíu í Atlanta, hefur tekið við landsliðinu á ný og jafnframt verður hann þjálfari Baden Zagreb, mdtheija KA í Meistaradeild Evrópu. Hann fékk fjöguira ára tUboð, sem hann gat ekki hafnað. Ekki er búið að ráða nýjan þjálfara hjá Wallau, en reiknað er með að Martin Schwalb, leikmaður iiðsins og fyrrum Iandsliðsmaður Þýskalands, taki við þjálfún liðsins. Gullit ekki á förum frá Chelsea „ÉG átta mig ekki á þessum orðrómi og sögusögnum. Ég hef ailtaf sagt að ég sé tilbú- inn að skrifa undir nýjan samning við Cheisea," sagði Hollendingurinn Ruud Gullit, knattspyraustjóri Lundúna- liðsins, en í gær voru ensku biöðin með fréttir þess efnis að hann væri jafnvei á förum til Glasgow Rangers, einnig að landsliðsþjálfarastarf Hollands stæði honum tii boða - einnig þjáifarastarf hjá Feyenoord og AC Miian. „Það er Ijóst að ég vil ekki fara og Clielsea ætlast ekki til þess að ég fari,“ sagði Guilit. Guðni til í slaginn GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, komst í gegnum æf- ingu í gærraorgun, fer með liðinu til Leeds árla i dag og ætiar að reyna að vera með í leik liðanna í ensku úrvals- deiidinni eftir hádegið. „Öklinn hélt á æfingunnni og ég geri alit sem ég get til að spila,“ sagði Guðni við Morg- unblaðið. Arnar Gunnlaugsson er líka í hópnum lijá Bolton. KARFA SKÍÐI/HEIMSBIKARKEPPNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.