Morgunblaðið - 21.12.1997, Side 4
-+
4 C SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
FERÐALOG
MORGUNBLAÐIÐ
Skíðasvædið á iöklinum
bjargaði afkomu dalsins
Það voru biðroðir við lyfturnor í
Pitztal þó veðrið væri enn svo
gott um miðjan október að sum-
arblóm sáust á svölum hótels
y---------------------------■—■—
Wildspitze. Anna Bjarnadóttir
var í hópi skíðafólksins.
^ LYFTURNAR í Pitztal eru
með fyrstu skíðaljð'tunum sem
Keru opnaðar í Austurríki á
haustin og það er sama hvort
§■■ veturinn er kominn eða ekki,
y skíðafólk streymir að til að
iðka vetraríþróttina.
Pað var ósköp lítið við að vera í
dalnum áður en göng voru boruð í
gegnum Mittelberg og neðanjarðar-
lest lögð upp á Pitzdalsjökul árið
1984. Flestir lifðu fram'að því af
slandbúnaði og margir sóttu vinnu út
fyrir dalinn. Nokkrar fjölskyldur
ráku gististaði og höfðu mest að gera
á sumrin. Þetta breyttist allt með til-
komu skíðasvæðisins á jöklinum. Nú
eru sárafáir sem tengjast ekki ferða-
mannaiðnaðinum á einhvem hátt.
Fljótt á litið virðist vera boðið upp á
gistingu í hverju húsi. Heimamenn
eru hættir að þurfa að sækja vinnu
út fyrir dalinn.
Alois Melmer var einn af frum-
kvöðlunum. Hann opnaði Wildspitze
fyrir 37 árum og nefndi hótelið eftir
^hæsta tindi Tíról sem er 3.771 metr-
ar og blasir við af jöklinum. Hótelið
hafði 40 rúm í upphafí en hefur nú
80. Það verður sameinað hótelinu við
hliðina á næsta ári og stækkað um
helming - hótelið við hliðina tilheyr-
ir nú þegar Melmer-fjölskyldunni.
Melmer kom fljótt upp toglyftu við
hótel Wildspitze og laðaði þannig að
vetrargesti. Tennisvöllur hefm- síðan
bæst við, ljómandi gufubaðsaðstaða
er til staðar og næsta sumar verður
sundlaug byggð við hótelið. Wild-
spitze liggur sæmilega við neðan-
jarðarlestinni upp á jökulinn og þyk-
ir eitt af bestu hótelum dalsins.
Óþolandi afi
Dóttir Melmers sér um rekstur-
’ínn. í kynningarbæklingi um hótelið
stendur að „afí“ hjálpi enn við að
þjóna gestunum. Mér fannst það af-
ar viðkunnanlegt. Þangað til ég lenti
í afanum.
Ég mætti alsæl í morgunverð
fyrsta morguninn. Það var enginn til
að taka á móti mér í hlýlega skreytt-
um salnum svo ég setti lykilinn minn
á laust borð og ætlaði að fara að
hrúga á disk af morgunverðarhlað-
borðinu þegar gamall karl vatt sér
að mér og spurði óvingjarnlega
hvort ég væri gestur á hótelinu,
hvenær ég hefði komið og hvort ég
væri ein. Ég svaraði öllum spurning-
unum. Hann sagði að ég mætti ekki
sitja þar sem ég hafði sett lykilinn og
•-j-fcak mig frekjulega inn í þröngan
hliðarsal. Honum fannst ótrúlegt að
ég ætlaði að sitja ein við borð og
endurtók nokkrum sinnum hvort ég
væri örugglega ein, hvort ég ætti
enga vini. Morgunsælan í sálinni á
mér var rokin út í veður og vind og
ég hvæsti á móti að, já, ég væri ein
og ég vildi kaffí með heitri mjólk.
Kai-linum tókst að ergja mig aftur
næsta morgun og ég skildi ekki af
hverju honum væri ekki komið fyrir
á elliheimili. Þangað til ég var kynnt
fyrir AIois Melmer, frumkvöðli og af-
anum á hótel Wildspitze.
*; Fjallahlíðarnar í innri hluta Pitztal
eru brattar og víða hætta á snjóflóð-
um á veturna. Byggðin er því dreifð í
mörg lítil þorp. Alls búa um 1.200
manns í þessum hluta dalsins. Það
eru nokkrar skíðalyftur fyrir ofan
þorp í dalnum en þær eru ekkert í
samræmi við skíðasvæðið á jöklin-
. Jökullinn er innst í dalnum og
BLACKY hlýðir húsbóndanum
þegar honum hentar.
Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir
HOTEL Wildspitze þykir eitt af bestu hótelunum í Pitztal.
ALOIS Melmer aðstoðar Doris dóttur á morgnana á
hótel Wildspitze.
að kynna Tíról fyrir ferðamönnum.
Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir
WEBER-systurnar eru vinsælir skemmtikraftar í Pitztal. Þær syngja Tíról-lög í Tíról-búningum.
Fimm syngjandi systur
MARGT hefur breyst í Pitztal á
undanförnum 15 árum. Ferða-
mannaiðnaðurinn blómstrar og
flestir eru uppteknir við að
græða á honum. En fólki er þó
umhugað um að halda við göml-
um siðum. Kór- og annar sam-
söngur gamalla Tíról-söngva er
vinsæll.
Weber-systurnar eru eftirsótt-
ir skemmtikraftar við allskyns
tækifæri. Þær eru 38, 39, 40, 43
og 47 ára og hafa sungið opin-
berlega saman í ein 10 ár. Engin
þeirra heitir lengur Weber. Þær
eru allar giftar mönnum úr
dalnum. Ein rekur fjallaskála
með sínum á sumrin og önnur
tekur fólk í bændagistingu. Mað-
urinn hennar er framarlega í
skipulagningu bændagistingar í
Tíról. Ahugi á henni fer æ vax-
andi.
Sú fertuga (önnur frá vinstri á
myndinni) var jóðlmeistari Aust-
urríkis fyrir tæpum tuttugu ár-
um. Systur hennar segja að hún
hafi hafið „barkakýlisfimleika"
af því að hún nennti ekki að
læra söngtexta.
skíðafólk verður að fara með rútu
eða bíl til að komast í neðanjarðar-
lestina sem liggur upp á hann. Það
liggja engar merktar brautir niður 1
dalinn af jöklinum en skíðakennarar
eða fjallaleiðsögumenn fara með
gesti niður í dalinn eftir öruggum
leiðum þegar snjór leyfir. Skíða-
svæðið á jöklinum er ekki sérlega
stórt (þrjár toglyftur og einn kláfur)
en það hefur góðar, breiðar brekkur
og undurfagurt útsýni. Brekkurnar
eru kjörnar fyrir snjóbretti og ég
naut þess að fara stóra sveiga um
þær í sumarblíðu á Carving-skíðum.
Fyrstur Austurríkismanna
á Everest
Wolfgang Nairz, fyrsti Austurrík-
ismaðurinn sem kleif Everest, er frá
Tíról og vinnur mikið kynningarstarf
fyrir sambandsríkið. Ég hefði getað
farið í loftbelgsferð með honum yfn-
fjallatinda Tíról ef ég hefði haft
heppnina með mér eða í skíðagöngu
ef skíðaleigan hefði haft bindingai-
fyrh’ skó númer 38. Hvorugt gekk.
Nairz kleif Everest vorið 1978.
Hann var sá tuttugasti og fimmti til
að komast á toppinn, 25 árum eftir
að tindurinn var fyrst klifinn. Hann
hugsar með hi’yllingi til traðksins á
tindinum nú og bendir á að það séu
til ótrúlega mörg fjöll sem séu
skemmtilegri að klífa en Everest. Ég
spurði hvort hann myndi samt fara
upp Everest núna ef hann hefði
aldrei verið þar og hann hefði kraft
til. Já,“ sagði hann. Það eru margir
fallegri tindar, en Everest er hæstur
í heimi.“
Fastur á klettasyllu
Ég fór í reiðtúr á Haflinger-hesti
til að gleyma vonbrigðunum yfir að
komast ekki í ferð með Everest-far-
anum. Alfred (Fredl) Eiter hefur
ávallt haft áhuga á hestum og nú er
hann farinn að bjóða gestum í Pitztal
upp á reiðtúra eða sleðaferðir með
Haflinger-hestum. íbúar dalsins eru
mishrifnir af þessu uppátæki og
sumir leyfa honum ekki að fara um
sitt land - af hverju ætti hann að
græða á því að traðka niður þeirra
gras?
Haflinger eru lágvaxnir eins og ís-
lenskir hestar en ættaðir úr Ölpun-
um. Konu Fredls hefur lengi dreymt
um að eignast „íslending" og fær lík-
lega íslenskan hest í fertugsafmælis-
gjöf.
Við fórum ekki langt. Ég naut
þess jafn mikið að ríða um dalinn og
að renna mér í skíðabrekkunum. Ég
var þó fegin að algjör byrjandi var
með í ferðinni og vildi ekki hleypa.
Ég hefði annars ekki getað setið í
hálfan mánuð - hesturinn var svo
hastur. Það þarf að læra að sitja
Haflinger rétt eins og aðra hesta.
Blacky, hundur Eiter-hjónanna,
var með í ferðinni. Hann hefur unnið
sér það til frægðar að festast á
klettasyllu og vera sóttur með þyrlu.
Hann er stór og kolsvartur af
Nýfundnalandsætt. Hann hlýðir hús-
bóndanum þegar honum hentai- og
hefur gaman af að elta fólk um fjöll-
in. I vor fór hann í humátt á eftir
klifurleiðangri. Hann komst hátt upp
hamarinn en varð örmagna og lagð-
ist á syllu til að hvíla sig. Oveður
skall á, klaki safnaðist á klettinn sem
er kallaður Eiswand og Blacky
komst ekki leiðar sinnar. Eiter-fjöl-
skyldan fékk áhyggjur af hundinum
og hélt að hann hefði orðið úti þegar
hann skilaði sér ekki eftir þrjá daga.
En þá fréttist af honum á klettasyll-
unni. Fredl hafði samband við allar
björgunarsveitir í nágrenninu en
þær voru uppteknar við að bjarga
fólki. Austurríski herinn sagðist að-
eins sækja dauð dýr með þyrlu. Að
lokum fannst þyrla og Fredl sótti
Blacky. Hundurinn vai’ hinn róleg-
asti. Hann borðaði smávegis þegar
hann kom heim en hreiðraði síðan
um sig í stofusófanum í fyrsta skipti
á ævinni og svaf þar í góða stund.
Frekari upplýsingar um ferða-
möguleika í Pitztal eða Tíról fást hjá:
Tourismusverband Innerpitztal,
Mandarfen, A-6481 St. Leonhard,
Austurríki, sími: 00 43 5413 8216,
fax: 00 43 5413 8349, heimasíða:
http://www,tiscover.com/innerpitztal
eða Tirol Tourist Board, Maria-
Theresian-Strasse 56, A-6010 Inns-
bruck, Austurríki, sími: 00 43 512
5320-0, fax: 00 43 512 5320-150,
heimasíða: http://www.tis.co.at/tirol.