Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 1
smi __ ^ HANDKNATTLEIKUR: FRAMARAR MEÐ BESTU SKOTNYTINGUNA / B3 Heath og Brown í mál við Breiðablik BLAÐ BANDARÍSKU handknattleiksmennirnir Darrick Heath og Derek Brown leika ekki meira með Breiðabliki í 1. deildarkeppninni í handknattleik. Þeir hafa aftur á mdti hug á málsdkn, þar sem Breiðablik hefur ekki staðið við samninga við þá, en þeir eru samningsbundnir Breiða- bliki út keppnistímabilið. Lögfræðingur í Sví- þjdð, þar sem þeir ldku áður með sænska liðinu Skövde, sér um mál þeirra. Geir Hallsteinsson, þjálfari Breiðabliks, mæt- ir til leiks með ungt lið, þar sem Heath, sem skoraði 48 mörk og Brown, sem skoraði 26 mörk, verða ekki með og fjörir leikmenn eru meiddir, Ómar Kristinsson, Ragnar Ki’istjáns- son, Örvar Arngrímsson og Þdrodd Ottesen. Bikarkeppni KKÍ Grindavík og Keflavík drógust saman í GÆRKVÖLDI var dregið í undanúrslit í bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins. í kvennaflokki leika Grindavfk og Keflavík annars vegar og ÍS og Skallagrímur hins vegar. Njarðvíkingar þurfa að sækja Isfirðinga heim f karlaflokki og Valur og Grindavfk leika á Hliðarenda. Leikirnir fara fram sunnudaginn 25. jamiar. Vonast eftir Reuter Gott stökk hjá Völu VALA Flosadöttir stökk 4,12 í stangarstökki á mdti í Malmö á sunnudaginn og átti gdðar til- raunir við 4,22 m. Það er 2 sm hærra en heimsmet unglinga sem Vala setti á Afmælismöti ÍR fyrir ári. Þetta er betri árangur en Vala hafði náð á sama tíma í fyrra - þá hafði hún hæst stokkið fjdra metra slétta. Árangurinn lofar gdðu hjá Völu en framundan er einvígi hennar og Danielu Batovu frá Tékklandi á stdrmdti ÍR í Laug- ardalshöfl eftir tæpar tvær vik- ur. Síðan tekur við undirbún- ingur fyrir Evrdpumeistaramdt innanhúss sem fram fer í Sevilla á Spáni í byrjun mars. Þar á Vala Evrdpumeistaratitil að verja. 1998 ■ MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR SUND/HM I ASTRALIU Ljcsi l-œn j-.'igr,'. !§» i TfWT: heimsmeti ALLT stefndi í að ástralska karla- sveitin í 4x200 m skriðsundi setti heimsmet í gærmorgun þegar Daniel Kowalski stakk sér til sunds við síðustu skiptingu. Þá höfðu félagar hans, Ian Thorpe, Grant Hackett og Michael Klim, synt fyrstu 600 m á betri tíma en sundmenn Samveldis sjálfstæðra ríkja (lið íþrdttamanna frá fyrrum Sovétríkjum) er þeir settu heims- metið 7.11,95 mfn., á Ólympíuleik- unum í Barcelona 1992. Þrátt fyrir mikinn stuðning tdkst Kowalski ekki að halda hraðanum út sundið og tíminn, 7.12,48. Félagarnir, sem hér að ofan sjást bíða eftir að Kowalski komi í mark, eru ekki af baki dottnir, segjast ætla að gera aðra tilraun til að setja heimsmet á Samveldis- leikunum í sumar. I Kristy... / B4 Efni Kínveijanna vom hreinir hormónar ú er kominn óvefengjanleg staðfesting á því að efnið sem fannst í 13 glösum í farangri kín- versku sundkonunnar Yuan Yuan við skoðun ástralskra tollyfirvalda í Sydney í síðustu viku er hreint hormónaefni, svokallað Somatrop- in. „Þetta var hreint efni, engu hafði verið blandað saman við það,“ sagði Andrew Thomson, íþróttamálaráðherra Ástralíu, í gær. Efnið var rannsakað á rann- sóknarstofu ástralska ríkisins við bestu hugsanlegu aðstæður. Þar með hefur öllum vafa í málinu ver- ið eytt og ekkert því til fyrirstöðu að Alþjóða sundsambandið geti tekið málið fyrir, en fram til þessa hafa menn þar á bæ ekki viljað segja eða gera neitt í málinu fyrr en óyggjandi niðurstaða lægi fyr- ir. Sundmaðurinn og þjálfari Zhou Zhewen fóru hins vegar heim með skömm daginn eftir að efnin fund- ust og fyrsta athugun benti til að þama væri á ferð Somatropin en ekki skjaldbökusúpa. Ástralskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um málið og þar hefur ver- ið látið að því liggja að efnið nægði 25 íþróttamönnum í 3 vikur, en ekkert hefur verið staðfest um það. Reyndar eru kínverkur sund- mennirnir á HM á milli 25 og 30 og þeir dvelja í landinu nærri þrjár vikur svo þarna gæti alveg eins verið um hreinar getgátur að ræða. Ritari Alþjóða sundsambands- ins, Gunnar Werner, vildi ekkert segja um þessa niðurstöðu í gær en áður hafði hann látið hafa eftir sér að þetta mál gæti komið fyrir lyfjanefnd sambandsins. „Málið er nú komið í hendur lögfræðinga og er flókið, var efnið ætlað öllum í liðinu eða aðeins einum úr því? Því er prfitt að svara.“ í framhaldi af því að efnið fannst komu fram kröfur um að kínverska liðinu yrði vísað heim, en Alþjóða sundsambandið ljáði ekki máls á því. Forráðamenn kín- versku keppendanna hafa sagt þetta einangrað mál sem væri bundið við tvímenningana sem hefði verið vísað til síns heima. Efnið hefði þjálfarinn tekið með til þess að láta kunningja sinn í Perth hafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.