Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 4
Wí'% 3 -í
V. ISS (8
, S'os- -X
KÖRFUKNATTLEIKUR / STJÖRNULEIKUR
Benedikt
byijaði á
að velja
Helga
Hinn árlegi stjömuleikur í
körfuknattleiknum verður á
laugardaginn í Laugardalshöll. I
gær völdu þjálfarar liðanna leik-
ynannahópa sína. Benedikt Guð-
inundsson, þjálfari Grindvíkinga,
og Einar Einarsson, þjálfari
Hauka. Þjálfaramh- völdu 12
manna lið og tvo til vara og máttu
aðeins hafa þrjá erlenda leikmenn í
liði sínu, en leikmenn af Evrópska
efnahagssvæðinu teljast ekki er-
lendir leikmann.
Þjálfaramir völdu til skiptis,
Benedikt fyrst, þá Einar og svo
koll af kolli og hafði hvor um sig
fimm mínútur til að velja. Eftir að
valinu lauk vora þjálfaramir
spurðir hvemig stæði á því að
Todd Triplett úr Val og Pétur
Ingvarsson úr Haukum væra ekki í
liðinu. Sögðust þeir vilja hafa er-
lendu leikmennina stóra til að geta
nýtt íslensku bakverðina og Pétur
er meiddur. Liðin fara hér á eftir í
þeirri röð sem þjálfaramir völdu,
fyrst lið Benedikts.
Helgi Jónas Guðfinnsson, Grinda-
vík
K. Tsartsaris, Grindavík
Jonas
Teitur Örlygsson, Njarðvík
Hermann Hauksson, KR
Sherrick Simpson, Haukum
Eiríkm- Önundarson, ÍR
PáO Kristinsson, Njarðvík
Ólafur Jón Ormsson, KFI
Pétur Guðmundsson, Grindavík
Nökkvi Már Jónsson, KR
Torrey John, Tindastóli
Petey Sessoms, Njarðvík
Til vara valdi hann Marcos
Salas, KFI og Hafsteinn Lúðvíks-
son, Þór
Lið Einars:
Darryl Wilson, Grindavík
Damon Johnson, Akranesi
Falur Harðarson, Keflavík
Guðjón Skúlason, Keflavík
Baldur Ólafsson, KR
Bjami Magnússon, Akranesi
Friðrik Stefánsson, KfT
Sverrir Þór Sverrisson, Tindastóli
David Bevis, KFÍ
Sigfús Gizurarson, Haukum
Ingvar Onnarsson, KR
Arnar Kárason, Tindastóli
Til vara valdi hann Tómas
Holton, Skallagiími og Ingvar
Guðjónsson, Haukum.
Morgunblaðið/Golli
DARRYL Wilson úr Grindavík var fyrsti maðurinn sem Einar Ein-
arsson valdi í Stjörnulið sitt.
SUND / HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í ÁSTRALÍU
Kristy Kowal kom,
sá og sigraði
Tom Dolan og Kristy Kowal
unnu ein gullverðlaun hvort í
gær og tryggðu Bandaríkjamönn-
um efsta sætið á verðlaunatöflu
mótsins að loknum öðram degi
^pundkeppninnar. Dolan sem er
ríkjandi Ólympíu- og heimsmeist-
ari í 400 m fjórsundi varði titil sinn
örugglega á sama tíma og ungling-
urinn Kwoal vann eftir æsispenn-
andi keppni í 100 m bringusundi
kvenna. Kowal komst ekki í banda-
ríska liðið fyrir Ólympíuleikana í
Atlanta 1996 og hlaut nú uppreisn
æra.
Ekki er hægt að segja að úrslit í
200 m skriðsundi kvenna hafi kom-
ið mörgum á óvart en þar kom
Claudia Poll frá Costa Rica fyrst í
mark og bætti einum gullverðlaun-
um við í verðlaunasafn sitt. Hún
sigraði einnig í greininni á síðustu
Ólympíuleikum. I fjórðu og síðustu
grein dagsins kom ástralska sveitin
íyrst í mark í 4x200 m skriðsundi
karla á öðram besta tíma sem
náðst hefur frá upphafi, 7.12,48
mín. - rúmum 3 sek. á undan hol-
lensku sveitinni er varð önnur.
Mikil spenna ríkti við sundlaug-
arbakkann í Perth er 100 m
bringusund kvenna stóð yfir því
keppnin um verðlaunin var hörð.
Bandaríkjamaðurinn Kowal og
heimamaðurinn Helen Denman,
Lauren Van Oosten frá Kanada og
Ungverjinn Agnes Kovas vora svo
gott sem hnífjafnar. Kowal vann á
sjónarmun, kom í mark á 1.08,42
mín. en Denman önnur á 1.08,51.
Ekki munaði nema 2/100 úr sek-
úndu á Oosten er hreppti þriðja
sætið og Evrópumeistaranum
Kovacs í fjórða sæti, tími
kanadísku stúlkunnar, 1.08,66.
Þegar úrsltin lágu fyrir kom í ljós
að ekki var nema 74/100 úr sek-
úndu munur á sigurvegaranum og
þeim er varð að gera sér 8. sætið
að góðu.
„Enginn vissi hver ég var er ég
kom til keppninnar,“ sagði Kowal.
„Eftir þetta sund þekkja mig allir.
Gullverðlaunin eru hápunktur lífs
míns, þau bæta upp vonbrigði mín
á Ólympíuleikunum 1996.“
Dolan náði forystu í 400 fjór-
sundi í öðram hluta keppninnar,
baksundinu, og eftir það lék aldrei
vafi á að hann næði að verja heims-
meistaratitilinn sem hann vann í
Róm 1994. Evrópumeistarinn
Marcel Wouda frá Hollandi varð að
gera sér annað sætið að góðu.
„Draumurinn var annað gull og ég
gerði það sem þurfti til að hann
mætti rætast,“ sagði Dolan sem er
aðeins fjórði bandaríski sundmað-
urinn sem nær að verja heims-
meistaratitil. „Eg synti upp á stolt-
ið því eftir að hafa hafnað í fjórða
sæti heimslistans í greininni á síð-
asta ári vora margir efíns um getu
mína,“ bætti Dolan.
Poll sýndi og sannaði í 200 m
skriðsundi að enginn stenst henni
snúning um þesar mundir. Heims-
meistarinn frá því í Róm, Þjóðverj-
inn Franziska van Almsick, hefur
ekki jafnað sig eftir mótorhjólaslys
á síðasta ári og komst ekki í úrslit.
Frammistaða kínversku stúlkn-
anna olli vonbrigðum og komst
engin þeirra í úrslitin. En Ólymp-
íumeistarinn mætti til leiks í góðri
æfingu og vann öragglega. „Ég
hafði það á tilfinningunni frá upp-
hafi að ég myndi sigra og eftir 25
m var ég viss,“ sagði Poll sem var
nærri því sekúndu á undan Mart-
inu Moravcova er varð í öðra sæti.
Tími Poll 1.58,90 mín., en silfur-
verðlaunahafi síðasta Evrópumóts
mældist á tímanum 1.59,61.
■ Úrslit / B2
■ KRISTJÁN Jónsson, fyrram
landsliðsmaður í knattspymu, sem
lék með sænska liðinu Elfsborg,
hefur gengið til liðs við sitt gamla
félag - Þrótt. Kristján hóf knatt-
spymuferil sinn hjá liðinu, en gekk
síðan til liðs við Fram, þar sem
hann lék í átta ár áður en hann fór
til Svíþjóðar.
■ DANSKI miðvallarleikmaðurinn
Moretn Nielsen gekk á mánudaginn
til liðs við franska liðið Stassborg
en hann hefur leikið með FC Kaup-
mannahöfn. Frakkar keyptu kapp-
ann fyrir 32 milljónir króna.
■ DANSKI landsliðsmaðurinn í
knattspyrnu, Stig Töfting, gekk um
helgina til liðs við þýska liðið Duis-
burg. Hann lék með AGF í Árósum
þ_ar til í sumar að hann skipti yfir í
Óðinsvéum. Ekki var getið um
kaupverðið á pilti.
■ STUTTGART hefur keypt Mitko
Stojkovski, landsliðsmann frá Ma-
kedóníu, frá Oviedo á Spáni. Hann
gerði samning til ársins 2001 og
mun taka stöðu vinstri bakvarðar-
ins Torsten Legat sem er meiddur.
■ CHELSEA og Ajax era líkleg til
að keppa um að fá danska landsliðs-
manninn Brian Laudrup til sín, en
hann er leikmaður með Glasgow
Rangers. Laudrup myndi væntan-
lega fá um þrjár millj. ísl. kr. í viku-
laun.
■ TVEIR leikmenn Tottenham,
Derren Anderton og Les Ferdin-
and, fóra til Þýskaiands í sl. viku, til
að láta Hans Miiiler-Wolfhart,
lækni Jiirgen Klinsmann, skoða
meiðsli sín og í gær héldu þrír aðrir
leikmenn liðsins til Þýskalands -
Chris Armstrong, Allan Nielsen og
Steffen Iversen til að láta kanna
meiðsli sín.
■ LIVERPOOL er tilbúið að fá
Kashavar Tskhadadze, fyrirliða
landsliðs Georgíu, til æfinga. Tsk-
hadadze er 29 ára varnarleikmaðm-,
sem leikur með rússneska liðinu Al-
ania Vladikavkaz. Hann er metinn
á eina millj. punda.
■ JIM Smith, knattspymustjóri
Derby, er tilbúinn að greiða tvær
millj. punda fyrir franska miðvall-
arleikmanninn Didier Lang sem
leikur með Sporting Lissabon.
■ NORÐUR-írar hafa áhuga á að
fá Terry Venables sem næsta
landsliðsþjálfara. Nokkrir þjálfarar
hafa hafnað boði N-íra, eins og Joe
Royle, Ron Atkinson og Bruce Ri-
och.
■ BRYAN Hamilton, sem var rek-
inn sem þjálfari Norður-írlands,
hafnaði í gær tilboði um að gerast
tæknilegur ráðgjafí norður-írska
landsliðsins.
■ EMERSON, vandræðamaðurinn
frá Brasilíu, sem hefur verið í her-
búðum Middlesbrough, er á föram
frá liðinu - til Tenerife á Spáni,
sem er tilbúið að greiða fjórar millj.
punda fyrir hann.
■ ÞÆR fréttir bárust frá Liver-
pool í gær að Robbie Fowler færi
fram á að fá um sex millj. ísl. kr. í
vikulaun ef hann skrifaði undir
fimm ára samning við liðið.
■ MARK Bosnich, markvörður
Aston Villa og Ástralíu, var út-
nefndur knattspyrnumaður ársins
1997 í Eyjaálfu í gær. Hann er
fyrsti markvörðurinn til að vera út-
nefndur.
■ STEFAN Effenberg, fyrrum
landsliðsmaður Þýskalands, sem
leikur með Mönchengladbach, seg-
ist ekki vera á fórum til Tottenham,
en þær fréttir hafa borist út að
Lundúnaliðið væri að kaupa hann á
fjórar millj. punda. „Ég hef lesið um
þessar sögusagnir í blöðum,“ sagði
Effenberg.