Morgunblaðið - 04.02.1998, Side 1

Morgunblaðið - 04.02.1998, Side 1
 B 1998 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRUAR BLAD FRJALSIÞROTTIR Heims- met hjá Greene MAURICE Green frá Bandaríkjun- um setti í gær heimsmet í 60 m hlaupi innanhúss á alþjóðlegu móti I Madríd á Spáni. Mældist hann hafa farið vegalengdina á 6,39 sekúnd- um, 2rí00 betri tíma en landi hans Andre Cason gerði á sama stað 14. febrúar 1992. Greene hafði jafnað það met á móti í Stuttgart um helg- ina, en lagði allt í sölumar í gær- kvöldi, enda andstæðingar hans ekki af verri endanum, m.a. landi hans Jon Drummond og Davidson Ezinwa frá Nígeríu. Eins og nærri má geta fagnaði heimsmethafinn innilega enda er þetta fyrsta heimsmetið sem hann setur og hafði hann í nógu að snúast við að gefa eiginhandaráritanir er heimsmetið var í höfn eins og myndi hér til hliðar sýnir. Hann varð heimsmeistari í 100 m hlaupi karla í Aþenu í fyrrasumar. Greene er aðeins 23 ára og margir telja að hann muni bæta heimsmet Kanadamannsins Donovans Bailey í 100 m í sumar. Þrátt fyrir heimsmetið er ljóst að Greene getur gert betur. Hann þjófstartaði og varð því kalla hlauparana til baka. I annað sinn sem hlaupurunum var skipað af stað var viðbragð hans blandað hika og þá hljóp hann niðurlútur fyrstu 20 metrana. Dummond varð annar á 6,50 og Ezinwa þriðji á 6,57. Reuters Theodóra fána- berí í Nagano THEODÓRA Mathiesen, skfðakona úr KR, verður fánaberi íslans við opnunarhátíð Vetraróiympíu- leikanna í Nagano á laugardaginn. Theodóra er þriðja konan sem er fánaberi íslands á vetrarleikum. Nanna Leifsdóttir frá Akureyri var fánaberi í Sarajevo 1984 og Asta Halldórsdóttir frá Ísafírði á leikunum í Lillehammer fyrir fjórum ái’um. Kristinn Björnsson átti upp- haflega að vera fánaberi Is- lands, en þar sem hann er við æfingar í Svíþjóð og fer ekki til Nagano fyrr en 10. febrúar varð að fá staðgengil hans. Ákveðið var að draga úr nöfn- um hinna ólympfufaranna sjö og kom nafn Theó- dóru upp. Islensku ólympíufararnir, nema Kristinn Björns- son, halda í dag frá Kaupmannahöfn til Nagano. Kristján Vilhelmsson, aðaifararstjóri, fór reyndar til Nagano í gær og mun taka á móti liðinu þar. Nýtt ríkisfang og nýir skór AFRÍKUMETHAFINN í langstökki, Cheikh Toure frá Senegal, hefur ákveðið að sækja um franskt rík- isfang. Það þætti ekki ýkja merkilegt ef hann hefði ekki tekið þá ákvörðun til þess eins að fá nýja skó, en hann vonast til að fá auglýsingasamning við íþróttavöruframleiðanda. „Ég átti fjórða lengsta stökkið í heiminum í fyrra [8,46 m] og varð sjöundi í heimsmeistaramótinu. Samt fæ ég enga styrki eða samninga," sagði Toure í Madrid í fyrradag, þar sem hami keppti á innan- hússmóti í gærkvöldi. „Ég veit af hveiju það er. Framleiðendurnir selja ekki marga skó í Senegal. Þess vegna ætla ég að skipta um ríkisfang.“ Toure hefur haft aðsetur í Frakklandi í nokkur ár, en hann æfir nú í Monte Carlo. Nicklaus neitað um undanþágu SKIPTAR skoðanir eru um ákvörðun bandarfska golfsambandsins, USGA, að veita Jaek Nicklaus ekki undanþágu til að fá að leika á opna bandaríska mótinu í júní nk., sem er eitt fjögurra stórmóta hvers árs. „Gullni björninn“, eins og Nicklaus er oft nefndur, hefur tekið þátt í 145 slíkum mótum í röð. USGA veitti Arnold Palmer hliðstæða undanþágu á hveiju ári í um tuttugu ár eftir síðasta sigur hans á stórmóti, en tæp tólf ár eru liðin frá síðasta sigri Nicklaus. Honum tókst enn fremur að komast í gegnum fækkun keppenda eftir tvo keppnisdaga á þremur stórmótum af fjórum á síðasta ári. Honum stendur til boða að fara í undankeppni fyrir mótið, en hann kveðst ekki ætla að nýta þann möguieika. THEÓDÓRA HANDKNATTLEIKUR „Ögrandi verkefni“ Jóhann Ingi Gunnarsson hefur tekið að sér ráðgjafahlutverk hjá þýska 1. deildarliðinu Bayer Dorm- agen, eins og Morgunblaðið greindi frá í gær. Jóhann Ingi staðfesti þetta í gær og kvaðst fara til Þýskalands í næstu viku. Tveir íslenskir landsliðsmenn leika með Dormagen, Róbert Sighvatsson og Héðinn Gilsson. Jóhann Ingi þjálfaði í Þýskalandi á sínum tíma, sem kunnugt er; fyrst lið THW Kiel og síðan Tusem Essen. „Það eru tíu ár síðan ég kom heim og ég er búinn að leggja þjálfun á hill- una. En þetta er ögrandi verkefni hjá Dormagen þannig að ég ákvað að slá til. Þetta rifjar vissulega upp gamlar og góðar minningar; ég verð að við- urkenna að hjartað tók smá kipp þegar þeir höfðu samband við mig,“ sagði Jóhann Ingi við Morgunblaðið. Þjálfari Dormagen er Hans- Joachim Gossow og þrátt fyrir slakt gengi liðsins eru forráðamenn fé- lagsins ánægðir með störf hans. „Ég lagði á það ríka áherslu að ég kæmi ekki utan nema í fullu samráði við þjálfarann og með samþykki hans. Hann féllst á þessa hugmynd stjórn- arinnar og því er ég tilbúinn," sagði Jóhann Ingi. Hann heldur reyndar ekki tii Þýskalands fyrr en í næstu viku, sem fyrr segir; er nú staddur í Finnlandi í viðskiptaerindum, kemur heim í lok vikunnar og heldur utan á ný eftir helgi. „Forráðamenn Doimagen telja sig vera með góðan mannskap og góðan þjálfara en þrátt fyrir það segja þeir liðið komið í öngstræti, sem það rati ekki út úr. Það er ástæðan fyrir því að þeir leituðu til mín. Ég verð ytra í þrjá daga, fylgist með æfingum og fer i gegnum andlegan undirbúning leik- manna,“ sagði Jóhann Ingi. Hann staðfesti það sem kom fram í blaðinu í gær að forráðamenn Dormagen vildu hafa hann til taks út keppnistímabilið. Hann kvaðst þó ekki fara utan nema endrum og sinnum. „En þeir báðu mig um að semja ekki við neitt annað félag í vetur (!)“ sagði Jóhann Ingi. Dormagen mætir liði Grosswall- stadt í þýsku deildarkeppninni um næstu helgi á heimavelli og viku síðar sækir liðið Patrek Jóhannesson og samherja í Tusem Essen heim - fyrsti leikur leikmanna Dormagen eftir „heimsókn" Jóhanns Inga verð- ur því gegn liðinu sem hann gerði að þýskum meistara á sínum tíma, en er nú í harðri fallbaráttu ásamt Dorm- agen. Sverrir gerði Malmö gagntilboð SVERRIR Sverrisson, landsliðs- maður í knattspyrnu úr IBV, er hugsanlega á leið til Malmö í Sví- þjóð eins og gi-eint hefur verið frá. Hann var hjá félaginu á dögunum og í kjölfarið gerði það honum til- boð - bauð honum samning til fimm ára. „Ég gerði þeim gagntil- boð, lagði til að samningur yrði gerður til þriggja ára,“ sagði Sverrir við Morgunblaðið í gær- kvöldi, en hann er nú staddur með landsliðinu á Kýpur. Hann sagðist hafa kunnað vel við sig í Malmö. „Og vonandi skýrist framhaldið á næstu dög- um.“ KÖRFUKNATTLEIKUR: ÆVINTÝRI ÚRVALSDEILDARLIÐS ÍSFIRDINGA / B2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.