Morgunblaðið - 06.02.1998, Side 4
Mm
FOLK
■ OLIVER-Sven Buder kúluvarpari
frá Þýskalandi varpaði kúlunni
21,15 m á mótinu í Erfurt í Þýska-
landi í fyrrakvöld þar sem Vala
Flosadóttír bætti Norðurlanda- og
íslandsmet sitt í stangarstökki.
Árangur Buders er sá besti náðst
hefur í kúluvarpi innanhúss á þessu
ári.
■ KASTSERÍAN sem Buder náði á
mótinu var mjög góð, eða 21,03 -
21,03 - 21,09 - 21,15 - 20,87 - 21,16.
■ IVAN Pedrodo heimsmeistari í
langstökki frá Kúbu náði lengsta
stökki ársins á mótinu í Erfurt,
'stökk 8,29. Kvöldið áður hafði
James Beckford frá Jamaíku
stokkið 8,21 á móti í Madrid, en það
var þá lengsta stökk ársins.
■ CHRISTINE Arron spretthlaup-
ari frá Frakklandi náði þriðja besta
tíma sögunnar í 100 m hlaupi
kvenna innanhúss á móti Tampere í
Finnlandi á miðvikudagskvöldið.
Arron hljóp á 11,18 sek.
■ INNAN mánaðar skýrist hvort
breytingar verði gerðar á leikbanni
.Latrells Sprewells, körfuknatt-
leiksmanns í bandarísku NBA-
deildinni, en hann var dæmdur í
ársbann og samningi hans við
Golden State Warriors var rift eftir
að hann réðst tvívegis á þjálfara
sinn, P.J. Carlesimo, á æfíngu.
HANDKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Ásdís
Baríst um bikarana á morgun
ÚRSLITALEIKIR bikarkeppni Handknattleikssam-
bands íslands fara fram á morgun í Laugardaishöll. I
kvennaflokki mætast Stjarnan og Vfltíngur og hefst
viðureign þeirra kl. 13.30 og að honum loknum mæt-
ast Valur og Fram á sama stað. Karlaleikurinn hefst
kl. 16.30. Á myndinni eru fyrirliðar liðanna íjögurra
sem verða í eldlfnunni á rnorgun. Frá vinstri: Halla
María Helgadóttír frá Vfltíngi, Herdís Sigurbergsdótt-
ir Stjörnunni, Guðmundur Hrafnkelsson Val og Þór
Jónsson Fram.
Utah með
taká
Chicago
UTAH Jazz er fyrsta liðið í þrjú ár,
sem tekst að leika hefðbundið leik-
tímabil [82 leiki] án þess að tapa
fyrir Chicago Bulls, en liðið hefíir
nú sigrað meistarana tvívegis í vet-
ur og liðin mætast ekki aftur á
tímabilinu - nema ef bæði komast í
úrslitaleikina í júní. í fyrrinótt léku
liðin í Salt Lake City í Utah og
lokatölur urðu, 101:93, fyrir heima-
menn. Fyrri leikur liðanna fór
fram í Chicago í síðasta mánuði, en
þá varð Utah fyrsta Vesturdeildar-
liðið sem sigrar í Chicago síðan
Jordan hóf aftur að leika í NBA-
deildinni snemma árs 1995.
Karl Malone skoraði þrjátíu stig
fyrir Utah í fyrrinótt, sem lenti
snemma undir og gestirnir náðu 24
stiga forskoti í fyrri hálfleik, en
leikmenn Utah tóku forystuna
seint í þriðja leikhluta og leikm-
Chicago hrundi í kjölfarið. „Við
héldum einbeitingunni allan tím-
ann, nema hugsanlega í byrjun
leiks, en þetta var mjög góður sig-
ur,“ sagði John Stockton, leik-
stjórnandi Utah, sem gerði sautján
stig og gaf átján stoðsendingar.
Michael Jordan gerði fjörutíu
stig fyrir Chicago. Hann hitti þó
aðeins úr sautján af 37 skotum ut-
an af velli og fékk mjög litla hjálp
frá félögum sínum. Scottie Pippen
skoraði aðeins níu stig, Dennis
Rodman tók fjögur fráköst og
Króatinn Toni Kukoc lék ekkert
vegna bakmeiðsla. Ferðalagi
Chicago Bulls um heimavelli Vest-
urdeildarliða er nú lokið, en liðið
vann fjóra af sex leikjum þess.
„Við komum venjulega mjög
ákveðnir til svona stórleikja," sagði
Jordan. „Við lékum ekki af ákveðni
allan tímann. Við héldum að okkur
höndum um leið og þeir tóku við
sér,“ sagði hann.
KÖRFUKNATTLEIKUR
„Stórsýriing“ NBA loks
sett upp á Broadway
„STÓRSÝNING" NBA deildarinnar verður nú loks sett upp á
Broadway í New York-borg að nýju eftir 30 ára fjarveru. Hinn ár-
legi stjörnuleikur deildarinnar fer sem sagt fram þar um helgina.
Flestir bestu leikmenn deildarinnar mæta á sviðið í Madison
Square Garden og forráðamenn NBA gætu vart hugsað sér betri
tíma til að mæta með sýninguna í höfuðborg fjölmiðlanna.
Gunnar
Valgeirsson
skrifar frá
Bandaríkjunum
Fjölmiðlar í New York eru marg-
ir og áhrifamiklir og hafa
óspart velt fyrir sér á undanfómum
árum hvort deildin
sé nú loks að missa
flugið eftir fimmtán
ára velgengni. í
fyrra veltu íþróttaf-
réttamenn því fyrir sér hvort of
mikil harka væri komin í leikina,
eftir slagsmál í nokkrum þeirra, og í
ár eru það lögbrot leikmanna utan
vallar sem hafa verið mikið í sviðs-
ljósinu. Nokkrir leikmenn hafa ver-
ið handteknir fyrir óstýrilæti á
skemmtistöðum og notkun sumra
leikmanna á marijuana hefur vakið
athygli. Þá hefur árás Latrells
Sprewells hjá Golden State á þjálf-
ara liðsins mildð verið í fréttum.
Forseti NBA-deildarinnar, David
Stem, sagði í viðtali við CNN í vik-
unni að þrátt fyrir einstök slík
dæmi, væm vandamál leikmanna í
deildinni ekki meiri en gengur og
gerist hjá almenningi og hefur hann
sjálfsagt rétt fyrir sér. Af þeim sök-
um er leikurinn í ár mikilvægur fyr-
ir deildina. Hann er fjölskyldu-
skemmtun og leikmenn sýna venju-
lega sínar bestu hliðar í honum.
Byrjunarlið em valin af áhorf-
endum á leikjum deildarinnar í sér-
stakri kosningu, en varamenn em
valdir af þjálfuram. Val áhorfenda
hefur oft verið sérkennilegt. í ár er
Penny Hardaway t.d. valinn í byrj-
unarlið Austurdeildar, þrátt fyrir að
hann hafí verið meiddur meirihlut-
ann af keppnistímabilinu. Það sama
má segja um Shaquille O’Neal í liði
Vesturdeildar. Liðin verða annars
skipuð eftirtöldum leikmönnum.
Lið vesturdeildar:
Kobe Bryant, Los Angeles Lakers, Gary
Payton, Seattle SuperSonics, Kevin Gar-
nett, Minnesota Timbervolwes, Karl Ma-
lone, Utah Jazz, og Shaquille O’Neal, Los
Angeles Lakers, eru í byrjunarliði. Vara-
menn eru: Vin Baker, Seattle SuperSonics,
Tim Duncan, San Antonio Spurs (nýliði),
Eddie Jones, Los Angeles Lakers, Jason
Kidd, Phoenix Suns, Mitch Richmond,
Sacramento Kings, David Robinson, San
Antonio Spurs, og Nick Van Exel, Los Ang-
eles Lakers.
Lið Austurdeildar:
Penny Hardaway, Orlando Magic, Michael
Jordan, Chicago Bulls, Grant Hill, Detroit
Pistons, Shawn Kemp, Cleveland Cavaliers,
og Dikembe Mutombo, Atlanta Hawks, eru í
byrjunarliðinu en varamann eru: Tim Har-
daway, Miami Heat, Reggie Miller, Indiana
Pacers, Glen Rice, Charlotte Homets, Steve
Smith, Atlanta Hawks, Rik Smits, Indiana
Pacers, Antoine Walker, Boston Celtics, og
Jayson Williams, New Jersey Nets,
Að venju hefur valið verið gagn-
rýnt, en þó meira í ár en venjulega.
Sérstaklega er erfítt að sjá hvemig
hægt var að ganga fram hjá Rod
Strickland, bakverði Washington
Wizards. Hann hefur verið frábær
og hefur átt flestar stoðsendingar í
vetur. Dennis Rodman hefur einnig
átt besta keppnistímabil sitt í lang-
an tíma og hefur haldið Chicago á
floti með fjölda frákasta það sem af
er. Þá á Scottie Pippen jafn mikinn
rétt á vali eins og O’Neal og Penny
Hardaway. Þess má geta að Kobe
Bryant, sem er aðeins 19 ára, verð-
ur yngsti leikmaðurinn til að taka
þátt í stjömuleiknum.
George Karl frá Seattle, þjálfar
lið Vesturdeildar, og Larry Bird lið
Austurdeildar. Karl hefur tvívegis
áður þjálfað í stjörnuleiknum, en
Bird þreytir nú frumraun sína.
Hann tók tólf sinnum þátt í stjömu-
leik sem leikmaður en hafði aldrei
veralegan áhuga á þeim. „Það hafði
ekkert að gera með leikina sjálfa.
Eg var einu sinni valinn í slíkan leik
í gagnfræðaskóla í Indiana og sú
reynsla var ekld góð. Það hafði áhrif
á mig allan minn feril. Það var ekltí
fyrr en þriggja stiga skotkeppnin
[sem hann vann 1986-88] kom að ég
fór að hafa gaman af leikjunum,"
sagði Bird nýlega.
GLIMA / ÞORRAMOTIÐ
SIGURVEGARAR í þremur flokkum. F.v. Arngeir Friðriksson, Ólaf-
ur Kristjánsson og Andrl Leó Egllsson. Sveinn Guðmundsson,
gefandi verðlauna, er lengst tll hægri.
Andri hreppti hnossið
ANDRI Leó Egilsson, ungur glímu-
kappi úr Ásahreppi í Rangárþingi,
sigraði á Þorramóti glímumanna um
síðustu helgi. Um er að ræða
stigaglímu, en í henni fá glímumenn
fleiri stig eftir því hversu fljótir þeir
era að leggja andstæðinginn.
Fimm keppendur kepptu í karla-
flokki. Þar voru hinir knáu kappar
Helgi Kjartansson, HSK, og Arn-
geir Friðriksson fremstir í flokki -
áþekkir glímumenn, lágvaxnir,
sterkir og brögðóttir. Þegar þeir
mættust seint í mótinu var ljóst að
um úrslitaglímu væri að ræða. Am-
geir tókst fljótlega að ná Helga í öfl-
ugt klofbragð og lagði hann hreinni
byltu. Arngeir sigraði því í flokkn-
um og hlaut níu stig að meðaltali úr
viðureignum sínum - sannarlega
góður árangur.
í unglingaflokki, 17 til 20 ára,
sigraði Ólafur Kristjánsson nokkuð
öragglega. Fyrrverandi félagi hans,
Pétur Eyþórsson, sem keppir nú
fyrir Víkverja, var honum þó óþæg-
ur ljár í þúfu. Endaði glíma þeirra
með jafntefli, sem gefur ekkert stig.
Þar með var Ólafur úr leik í keppni
um aðalverðlaun mótsins, en það er
veglegur farandbikar sem veitist
þeim sem fær hæstu meðaleinkunn
úr sínum viðureignum.
í flokki yngstu keppendanna, 14
til 16 ára, voru hópar keppenda frá
bæði HSK og KR. Sigurvegari varð
ungur piltur úr Rangárvallasýslu,
Andri Leó Egilsson. Hann sýndi
mesta fjölhæfni og féll því sigurinn
honum í skaut. Næstur kom Jón
Hrafn Baldvinsson, KR, sem er öfl-
ugur drengur, og Benjamín Hall-
dórsson varð þriðji - ágætur klof-
bragðsmaður.
í mótslok voru þeir Andri og
Arngeir jafnir að stigum, en þeim
fyrmefnda var dæmdur sigur eftir
að reglugerðir höfðu verið lesnar í
þaula. Kom í ljós að báðir höfðu þeir
fengið hæstu einkunn tvisvar, en
Andri fékk oftar næsthæstu ein-
kunn og fagnaði því sigri.