Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 C 7 Um 80% þjóðarinn- ar á svæð- inu frá Hvítársíðu til Hvols- vallar ÍBÚAFJÖLDI sveitarfélaganna níu á höfuðborgarsvæðinu, sem ná frá bæjarmörkum Hafnarfjarðai’ vestan Straumsvíkur og að Brynjudalsá í Hvalfirði, er kring- um 160 þúsund. Ingibjörg R. Guð- laugsdóttir, deildarstjóri hjá borg- arskipulagi, sagði á fundi hjá sjálf- stæðismönnum í síðasta mánuði að á næstu 5 til 10 árum verði búið að byggja á flestum láglendissvæðum innan núverandi byggðarmarka samkvæmt skipulagsáætlunum. I lok erindis síns vitnaði Ingi- björg til niðurstöðu eins þeirra hópa sem störfuðu á síðasta ári og voru skipaðir borgarstarfsmönn- um, en þeir fjölluðu um framtíðar- sýn ýmissa málaflokka. Var það framtíðarlífshópurinn en þar segir m.a. að áhrif fólksflutninga á byggðaþróun næstu ára séu óviss. Verði byggðaþróun svipuð og verið hefur munu um 80% þjóðarinnar búa á svæðinu frá Hvítársíðu til Hvolsvallar og verða í beinum dag- legum tengslum við Reykjavík. „Búast má við auknu flæði innan svæðisins, samþjöppun verslunar og margvíslegrar þjónustu. Bú- setubreytingar skapa skilyrði til aukinnar fjölbreytni atvinnulífs en hvað Reykjavík snertir koma áhrifin m.a. fram £ aukinni þörf fyrir félagslega aðstoð og aukinni þörf á húsnæði fyrir aldraða.“ Færri kaupa stór einbýlishús Þá segir í niðurstöðum hópsins að umhverfismótun og sjálfbær þróun muni í vaxandi mæli hafa áhrif á stefnumótun og forgangs- röðun stjórnvalda á öllum sviðum og að umhverfisskattar muni taka við af tekjubundnum sköttum. Einnig segir að atvinnuhættir og viðskipta- og verslunarmynstur muni breytast með bættri tækni og almennri tölvunotkun. „Breytt gildismat kemur m.a. fram í vaxandi kröfum um styttri vinnutíma. Samkeppni um tíma fólks fer harðnandi þar sem valið stendur m.a. um vinnu, fjölskyldu, félagsmál og áhugamál. Erlend áhrif, aukin menntun og hreyfan- leiki hafa líklega átt sinn þátt í því að breyta viðhorfum fólks. Fast- eignir skipa ekki sama sess í hug- um fólks og áður. Færri munu geta leyft sér að byggja og kaupa stór einbýlishús. Eftirspurn vex eftir góðum íbúðum í nálægð við skóla, vinnustað og miðbæ.“ EIGNAMIÐSTQÐIN-Hátún SkiphoLti 50b, 2. hæð Simi 561 9500 Fax 561 9501 I&MAðff- Viðar hdl. Lárus R. Láttisson, Kjártaii Hallgeirsson ftSíir Halidóreson tstöV tmr-t Sk■ Súlunes. Stórglaesilegt 375 fm nýlegt einbýli með aukaíbúð á 1. hæð og 63 fm tvöföldum bílskúr. Vandaðar innréttingar. Parket og marmari. Stór sólskáli með heitum potti og arni. 150 fm verönd með lítilli sundlaug, öll afgirt og upplýst. Mikið áhv. í hagstæðum lánum. 1184 Logafold - gott raðhús. Nýlega komið I sölu mjög gott og vel umgengið ca. 200fm raðhús með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist m.a. ( 5 svefnh. stofu og borðst. Góðar innr., parket og flísar. Seljandi leitar eftir skiptum á stærri eign, nær miðbænum. 1264 Einarsnes - einb./tvíb. Reisulegt einbýli á tveimur hæðum ásamt bílskúr á þessum eftirsótta stað í Skerjafirðinum. Séríbúð er í kjallara. Spennandi hús á skemmtilegum stað. Hafðu samband við sölumenn og fáðu nánari uppl. 1138 |jfi hxtor Rauðalækur. Vorum að fá f sölu góða ca 115 fm hæð á þessum skemmtilega stað í Reykjavík. Ágætar innréttingar og góð gólfefni. þrjú svefnherb., möguleiki á fjórum. Stórar stofur. Lítill „róló” rétt við hliðina.Þetta er góð íbúð á góðu verði. V 8,9 m. 1294 Stararimi 57. Mjög góð 114 fm efri sérhæð með 28 fm bílskúr. Gott útsýni og fallegt hús. Ákv. 6,3 m. i húsbréfum. 1041 Nýbýlavegur - Kóp. Falleg og endurn. 134 fm efri sérh. með bíisk. 4-5 svherb. Nýtt gler og flísar á gólfum. Arinn i stofu. Gott útsýni. Áhv. 4 millj. Gott verð. 1191 Barmahlíð. Vorum að fá í sölu mjög skemmtilega og spennandi ca 137 fm sérhæð á þessum eftirsótta stað i borginni. Þrjú svefnherb. og tvær stofur eru meðal kosta sem prýða þessa íbúð. Sjón sögu ríkari. íbúðin er laus og lyklar á skrifstofu EM Hátúns. Þessi stoppar ekki lengi. 1293 Veghús - Byggingarsj. Til sölu mjög falleg 122 fm íb. á 2. hæð, ásamt 27 fm bílskúr í góðu húsi á fráb. útsýnisstað. Vandaðar innr., fín gólfefni. Stórar suðursvalir. Hagst. Byggingarsjóður áhvílandi. Hafðu samb., það borgar sig. V. 9,9 m. 1081 Flúðarsel - gott verð Góð ca 100 fm ibúð. ( góðu fjölbýli. Verð 6,8 m. 1302 Penthoues - Breiðholt Góð 136 fm alvöru þakíbúð á 8. hæð. 3. svefnh. 2. stofur. 3. svalir. Hús og sameign í góðu ástandi. Gott verð. V. 8,3 millj. 1281 Erum fluttir í SKIPHOLT 50b, 2. hæð. Nýtt SÍMANÚMER 561 9500 Súluhólar - frábær íbúðl!!! Vorum að fá í sölu gullfallega og mikið endurnýjaða ca 90 fm íbúð á 1 hæð með góðum suðursvölum. Góðar innr., parket og flísar. Skoðaðu þessa, hún er frábær. 1256 Leirubakki - gott verð. Skemmtilega skipulögð 93 fm íbúð með parketi. Sér- þvottahús og fráb. útsýni. Hús viðgert. Suðursvalir. Áhv. 2,9 m í byggsj. V. 6,9 m. 1099 EC Safamýri. Vorum að fá í sölu góða ca. 70 fm íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi á þessum eftirsótta stað. Stutt I alla þjónustu. Þessi stoppar ekki lengi. 1279 Seljavegur - mjög góð (búð á 1 hæð í nýlegu húsi með skjólgóðum suður- svölum og þvottah. í íb. Nýtt parket og flísar á gólfum. Skemmtilegur staður. Þverholt - Mos - Byggsj. Falleg 100 fm „penthouse" íbúð í góðu nýlegu fjölbýli. Mikil lofthæð. Öll þjónusta við höndina. Sérstök og spennandi íbúð. Áhv. 5,1 millj. Greiðslub. 25. þús á mán. Verð 7,3 m. 1242 Dúfnahólar. Vorum að fá í sölu mjög góða 72 fm íb. á 7. hæð I lyftuhúsi. Frábært útsýni. Áhv. 3,0 m. V. 5,9 m. 1072 fi: Asparfell. - ekkert greiðslumat. Lftill útborgun. Ágætt 49 fm íbúð á 7. hæð. Gott útsýni. Viðgert hús. Laus fljótlega. Áhv. 3,2 millj. Verð 4,2 m. 1295 Hverafold. Til sölu mjög falleg 56 fm íbúð á 1. hæð. Vandaðar innréttingar, parket og flisar. Áhv. 2,7 m. byggsj. 40 ára. V. 5,7 m. 1053 ÓSKABRUNNURINN! Fjársterkur aðili hefur sett sig í samband við okkur og er að leita að 6 svefnherbergja húsi í grónu hverfi. Húsið þarf að vera vel staðsett í götu og kostur væri að leikskóli eða skóli væru í nágrenninu. Uppl. gefur Lárus. Ungt fólk vantar íbúð á ca. 8-9 m. Skilyrði er aö bílskúr eða vinnuskúr fylgi, því þetta er tónlistarfólk. Uppl. gefur Lárus. Höfum kaupanda af 4-5 herb. í Safamýri, Háaleitisbraut, Fellsmúla eða Hvassaleiti. Uppl. Kjartan. Fjársterkur aðili, búsettur I Þýskalandi leitar að sérhæð í Reykjavík. Uppl. gefur Þórir. Ert þú í vandræðum með að selja. Hefur þú kynnt þér ÓSKABRUNNINN Óskabrunnurinn er algjör nýjung fyrir kaupendur og hjálpar seljendum gífurlega. Alltí röð og reglu HVER vill ekki hafa allt í röð og reglu heima hjá sér, í hvaða hirslu sem er? Verkfæri þurfa líka sinn stað, þar sem auðvelt er að grípa til þeirra. Dúkku- vagn frá 1920 í BARNAHERBERGI væri ekki amalegt að hafa vagn af þessu tagi til skrauts. Þessi vagn er frá því um 1920 og í hon- um sitja tvær þýskar dúkkur frá Armand Marseile. Sú rauðklædda er frá aldamótum en hin tuttugu árum yngri. Glæsihús í Þingholtunum ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar í sölu koma glæsileg hús í Þingholtunum. Hjá Fasteigna- markaðnum er nú til sölu húseignin Fjölnisveg- ur 11. Þetta er virðulegt steinhús, byggt 1929 auk bílskúrs sem byggður var 1962. Húsið er alls 275 ferm. Þar fyrir utan er gott rými í risi. Bílskúrinn er 26 ferm. „Þetta er afar vandað hús að fyrstu gerð og hefur staðið mjög vel fyrir sínu,“ sagði Ólafur Stefánsson hjá Fasteignamarkaðinum. „Á fyrstu hæðinni er forstofa, hol, gestasalerni, þrjár stórar samliggjandi stofur og eldhús með þvottaherbergi inn af. Á annarri hæð eru fjögur herbergi og baðher- bergi. Fataherbergi er inn af hjónaherbergi. Af stigapalli er svo gengið upp í ris sem ekki hefur enn verið innréttað en þar mætti útbúa glæsi- lega stofu með góðu útsýni. í kjallara er sérinn- gangur og líka innangengt í aðalíbúð. Þar er þriggja herbergja íbúð, auk þvottahúss, geymslna og fleira. Bílskúrinn stendur sér og er með rennandi vatni og öðru tilheyrandi. Rúmlega 1.000 fer- metra lóð fylgir þessu húsi. Hiti er í stéttum og heimreiðin er sérlega glæsileg. Ásett verð er 27,5 millj. kr.“ HÚSEIGNIN Fjölnisvegur 11 er til sölu hjá Fasteignamarkaðinum. Húsið er alls 275 ferm. og þar fyrir utan er gott rými í risi. Bflskúrinn er 26 ferm. Þetta er vandað og virðulegt hús. Ásett verð er 27,5 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.