Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998 HALLDOR KILJAN LAXNESS Þeir þtnguðu drjúgleingi í stíunni ÍSLANDSKLUKKAN / HIÐ LJÓSA MAN JÚNGKÆRINN fylgdist með Túre Natvesen til svínastíunnar. Þar voru geymd þau dýr sem ein allrar skepnu lifðu í velfarnaði og sóma á íslandi, ekki síst síðan kóngsins sérstakur umboðsmað- ur hafði með ofríki bannað tvifætlíngum að eta maðk og maur. Bændur feingu stundum fyiir náð að horfa á þessi undrakvikindi gegnum rimlaverk, og klígjaði við, einkum þar sem dýrin voru á litinn einsog bert fólk, með holdafar ríkra manna, horfandi þaráof- an skynsamlegum augum fátækra manna; margir spjóu galh við þessa sýn. Stían var gerð úr viði einsog stofur tignarmanna og bikuð, í öðr- um enda lá sá maður sem geymdi dýranna, Jes að nafni Ló, íhlaupadreingur í vöruskemmunni, Túre Narvesens vin og stall- bróðir af Brimarhólmi. Almenníngur hafði illan bifur á manni sem fæddi slík dýr í landi þar sem menskir menn og börn lögðu upp laupana fyrir ófeitisakir hundruðum og þúsundum saman á vori. Túre Narvesen drap á dyr eftir sérstakri reglu sem vinur hans skildi og var hleypt inn, en júngkærinn varð að bíða fyrir utan. Þeir þínguðu drjúgleingi í stíunni og júngkærinn tók að ókyrrast, en hlerar voru vel aftur, svo hann neyddist til að hefja enn öskur og formælíngar og hóta morði og eldi. Loks kom Túre Narvesen út. Hann var mjög hnugginn, kvað undirassistent Jes Ló taka dauft í hans mál, hér væri alt lokað og innsiglað eftir kóngsins boði og ekki brennivín að hafa fyrir gull, - flutti þau skilaboð að íslensk- um væri sæmst að gánga á fund síns landsmanns Arne- sens og taka hjá honum það brennivín sem þeir þóttust þurfa. Júngkæri bað Túra segja að svínahirðirinn skyldi fá jörð í Selvogi. Túre sagði að svínahirðirinn kærði sig ekki um að eiga jörð. Júng- kæri sagði að svínahirðir skyldi nefna hvað hann vildi. Túre Narvesen dróst á að gera enn þrautatilraun við svínahirðinn, og júngkærinn gekk á lagið og ruddist inní svínastíuna með honum. Jes Ló var í holdafari ekki ólíkur þeim dýrum sem hann geymdi og sama lykt af honum og þeim. Hann lá í fleti á pallkomi, en kvik- indin fast hjá, hinumegin við rimla, göltur sér í kró, gylta í annarri með tólf grísi og nokkur úngsvín í hinni þriðju; þessi þrifafénaður var vaknaður og farinn að rýta. Einginn íslendíngur þoldi lykt þeirra, en júngkærinn fann aungva lykt, heldur þrýsti svínahirðin- um að sér og kysti hann. Hurðin stóð opin og úti var sjórinn og túnglið. EINAR KÁRASON valdi Frœndi þegar fiðlan þegir Frændi, þegarfiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fíðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þom í sylgju, þó að hrökkvi fíðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. Þótt form þín hjúpi graflín Þótt form þín hjúpi graflín, granna mynd, oggeymi þögul moldin augun blá hvar skáldið forðum fegurð himins sá, - ó fjarra stjörnublik, ó tæra lind - og eins þótt fólni úngar varir þær sem eitt sinn þíddu kalinn hlekkjamann, þær hendur stirðni er ljúfar leystu hann og lyki dauðans greip um báðar tvær, það sakar ei minn saung, því minníng þín í sálu minni eilíft líf sér bjó af yndisþokka, ást og mildri ró, einsog þú komst í fyrsta sinn til mín; einsog þú hvarfst í tign sem mál ei tér, með tár á hvarmi í hinsta sinn frá mér. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI valdi NÓBELSSKÁLDIÐ og forleggjarinn, Ólafur Ragnarsson, á svölum Gljúfrasteins. Nálœgð skálds „Það er vandasöm þraut að segja sögu,“ segir Halldór Laxness í einni ritgerða sinna. „Sú þraut hlítir ekki formála, reglu né fyrirmynd. Hvorki er til iðnskóli né háskóli þar sem hægt sé að læra þessa grein. Ekki er heldur nóg að fara til ein- hvers meistara og herma eftir hon- um. Sérhver árangur í listrænni sköpun er kominn undir ögun hug- arins og leiðir af persónulegu jóga sem einginn fær miðlað öðrum.“ Verk Halldórs Laxness sýna að honum tókst með öguðum huga að ná einstæðum árangri í listrænni sköpun. Hann skorti heldur hvorki áræði né elju á ferli sínum. Á æsku- dögum að morgni aldar setti hann sér það mark að verða skáld, - skáld stórra verka. Þeim áfanga hafði hann náð fyrir miðja öldina. Síðan óx vegur skáldsins jafnt og þétt og honum veittust margvísleg- ar viðurkenningar og heiður fyrir verk sín, skáldsögur, smásögur, leikrit, Ijóð og ritgerðir. Öll bera þau merki einstakrar ritsnilldar, margbreytilegrar frásagnargáfu og fágaðs stíls. Halldóri Laxness var alla tíð ljóst að vandinn í skáldskap er eins og í listdansi: engin áreynsla má sjást, allt verður að koma eins og af sjálfu sér. Hann segir í einni bóka sinna: „Vel skrifuð setning „situr“ einsog blóm sem vex á jörðinni; fer vel. Það er auðvelt að vera seinnitíma- maður og finna upp skothvellinn þegar aðrir hafa fundið upp púðr- ið.“ Það eru einstök forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast Halldóri Laxness. Mér verður minnisstæð hlýja hans og al- úð, heillandi og fáguð framkoma, sérstæð blanda af reisn heimsborg- arans og hógværð sveitamannsins, og síðast en ekki síst orðfæri hans, frujnlegt, áhugavert og hrífandi. Á því tímabili sem Vaka-Helga- fell hefur gefíð út bækur Hallórs Laxness og ég hef annast höfundar- réttarmál hans og ýmis önnur mál- efni gagnvart innlendum og erlend- um aðilum höfum við átt náin sam- skipti. Framan af árum, á meðan hann var við góða heilsu, hittumst við að jafnaði viku- eða hálfsmánað- arlega á Gljúfrasteini og ræddum allt milli himins og jarðar. Þegar á döfinni voru nýjar bækur í ritsafn hans eða nýjar útgáfur eldri verka gátu fundir okkar orðið enn tíðari. Oft ræddum við um ritstörf hans, vinnulag og heimildaöfiun á ferðum um landið þar sem hann „safnaði í sagnabelginn". Skrifpúltið sem hann lét smíða í vinnustofu sína varð vettvangur skriftanna fyrri hluta dagsins. Hann sagði að það færi illa með innyflin að sitja í keng við skriftir. Handrit sín skrifaði hann flest „með hendinni" og gafst fljótt upp á „ritvélasamningu". Þótt pennar væru oft á lofti voru blýant- ar eftirlætisskriffæri hans. Þá not- aði hann nánast upp til agna. Oft var lítið annað eftir en járnhringur- inn og strokleðrið. Því beitti hann sjaldan, heldur strikaði óspart yfír orð og setningar og krotaði inn breytingar. Einhverju sinni þegar við skoðuðum safn hans af blýants- stubbum sagði skáldið: „Það hafa komið furðu góðar sögur úr þessum stubbum." Þegar Halldór brá sér í daglegar „fjallgöngur" sínar i nágrenni Gljúfrasteins sem gátu orðið æði langar var hann alltaf vel búinn en einu mátti aldrei gleyma, saman- brotnu minnisblaði og blýants- stubbi. Það var aldrei að vita hvenær nýjar hugdettur gerðu vart við sig. Þeim þurfti að koma sam- stundis á blað. Sama gilti á ferða- lögum innan lands og utan. Þá hafði hann alltaf með sér svartar minniskompur sem hann skrifaði í sitt af hverju. Ýmsar þeirra sem voru enn í skúffum í vinnustofunni skoðuðum við saman. Komu þá meðal annars í ljós fyrstu drög að skáldsögum, hugmyndir að ritgerð- um, sjaldgæf orð og málfarsleg at- hugunarefni. I eina kompuna hafði hann til dæmis hripað eins konar leiðarvísi um vinnubrögð við vænt- anlega skáldsögu: Aldrei tala illa um kýr ... eða vel um hunda og ketti ... aldrei segja grey um hest eða hund ... aldrei drepa flugur í öðrum húsum ... Hugsanlegt upphaf: Klukkan hjá afa og ömmu - er hún ekki eilífðin... Það fór ekki milli mála að hér var Brekkukotsannáll í fæðingu. Þar eru umræddar lífsreglur í heiðri hafðar og klukkan fær sérstakt hlutverk. „Það rann sumsé upp fyr- ir mér einn dag að orðið sem hún sagði þegar hún tifaði, tveggja at- kvæða orð sem var dregið á seinna atkvæðinu, það væri ei-líbbð, ei-ei- líbbð,“ stendur þar. Þótt ég hafí eins og aðrir áttað mig á því hvílíkan orðaforða bækur Halldórs Laxness geyma og séð, heyrt og lesið viðtöl við hann frá fyrri árum þar sem meitluð hugsun og orðsnilld hans naut sín til fulln- ustu þá kom hann mér hvað eftir annað í opna skjöldu. Notalegt spjall við Halldór varð aldrei hvers- dagslegt. Svo tamt var honum að nota sjaldgæf orð og orðatiltæki, fella saman orð og hugtök sem öðr- um dytti ekki í hug að tengja eða einfaldlega að smíða nýyrði á ör- skotsstundu þegar það átti við. Þegar ég vann að útgáfu á úrvali greina sem hann hafði skrifað um menningarástand þjóðarinnar á þriðja tug aldarinnar og leitaði til hans varðandi skýringar á sumu af því sem þar kom fyrir minntist hann oft á það að hann hefði „götóttar endurminningar“ um ým- is æviskeið sín. Hann talaði stund- um um að skáld gætu verið „hug- detturík", að eitthvað væri „upp- hressandi“. Þegar við ræddum ein- hverju sinni um trúmál sagðist hann ekki vera „mjög kirkjugeng- inn maður“ og bætti við: „Mín helstu niðurtök eni í kaþólsku kirkjunni." Oft greip hann til orða eða mál- fars sem hann sagðist hafa lært í bernsku af fólki sem kom „úr fjar- lægum stöðum“ eins og hann orðaði það. Hann talaði títt um ömmu sína Guðnýju Klængsdóttur sem hann sagði mér að hefði haft „náttúrulegt og sérstakt orðabragð" - en hefði ekki vitað af því sjálf. Að ömmu sinni frátalinni sagðist hann hafa lært afar mikið af fólki sem hefði verið í vistum hjá fjölskyldunni í Laxnesi - ekki síst Halldóru Álfs- dóttur. Hann sagði að hún hefði verið „afskaplega lítil gömul kona af Suð- urlandsundirlendi með lifandis ósköp mikla orðabók í höfðinu“! Eftir á að hyggja held ég að orða- bókin hennar Halldóru gömlu hafi varla getað jafnast á við þá orðabók sem Halldór hafði í eigin höfði. Hún átti sér engan líka. Bókmenntaverk Halldórs Lax- ness varpa ijósi á íslenska sögu og þjóðerni og kunnustu söguhetjur hans eru í okkar augum eins konar samnefnarar íslenskrar þjóðarsál- ar. Engu að síður eru verkin þjóð- leg og alþjóðleg í senn, íslenskar heimsbókmenntir. Þótt bækurnar séu í upphafi ritaðar á tungu sem einungis 260.000 sálir í sólkerfinu hafa að móðurmáli þá hefur reynst hljómgrunnur fyrir þær um ger- vallan heim. Góður skáldskapur ber eflaust alltaf merki uppruna síns, hann er kraftbirting á veröld höfimdarins, ekki endilega hinni ytri, samfélagi, landslagi, umhverfi - heldur hugs- unarhætti, hefð og menningu í víð- um skilningi. Og einu gildir í hvaða umhverfi skáldsagnapersónum er skipað eða hvemig höfundur lætur þær klæðast. Það sem berst af síð- um bóka Halldórs Laxness til les- enda hans fyrir galdur textans er hinn sanni tónn, mynd hins innri manns. Á það hefur verið bent að sögur hans og persónur snerti ein- hverja þá strengi í brjósti lesand- ans sem hann vissi kannski ekki af, - fái hann til að sjá veröldina í nýju ljósi. Er Halldór Laxness þakkaði fyr- ir sig við veitingu Nóbelsverðlaun- anna 1955 sagði hann að hugurinn leitaði til þeirra undursamlegu manna og kvenna þjóðdjúpsins sem veitt hefðu honum fóstur og lagt undirstöðuna að hugsun hans, - til hinnar bókelsku íslensku þjóðar, sem haft hefði á honum vakandi auga frá því að hann fór fyrst að standa í fæturna sem rithöfundur, hefði gagnrýnt hann eða talið í hann kjark á víxl. Hann sagði að það væri skáldi mikið hamingjulán að vera borinn og barnfæddur í landi þar sem þjóðin hefði verið gagnsýrð af anda skáldskapar um aldaraðir og réði fyrir miklum bók- menntaauði frá fornu fari. En mest þætti honum um vert að Sænska akademían hefði nefnt nafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.