Morgunblaðið - 14.02.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1998
HALLDOR KTLJAN LAXNESS
Lífið á fjölunum
Eftir Hávar Sigurjónsson
/
g veit ekki hvar sá meistari
er sem fái ætlað sér þá dul
að búa til leikrit án þess að
hafa haft afnot af leikhúsi,
meðan hann var að þreifa sig áfram
í verkinu, eða komist í tæri við þau
meðul sem gera sjónleik. Leikrita-
skáldi er álíka mikil lífsnauðsyn að
geta mótað leik sinn í því réttu essi
þar sem hann á heima, í lífrænu
umhverfi leiksviðsins, eins og
myndhöggvara er nauðsynlegt að
hafa leir. Sviðið er sá einn heimur
þar sem leikrit getur lifað og and-
að; meðan það er ekki í föstum
teingslum við element sitt, sviðið,
er það einsog nokkurskonar upp-
dráttur að myndhöggvaraverki
sem enn ekki hefur verið höggvið.
Þannig er ógerlegt að segja hvort
leikrit hafí mistekist eða lánast fyr-
en þessi verkþróun hefur átt sér
stað. Leikrit er þá loks fætt þegar
höfundur hefur fylgt því eftir alla
leið upp á fjalirnar. Og þá, en fyr
ekki, er hægt að fara að dæma um
hvort leikrit sé gott eða vont.“
• • •
Með þessum orðum fylgdi Hall-
dór Laxness frumsýningu á
Prjónastofunni Sólinni úr hlaði og
dró saman á skýran hátt reynslu
sína af samningu leikrita um það
bil sem hann lauk við sitt síðasta
frumsamda leikrit, Dúfnaveisluna.
Leikritin voru bæði frumsýnd vorið
1966, Prjónastofan Sólin í Þjóðleik-
húsinu og Dúfnaveislan hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. Prjónastofuna
Sólina hafði Halldór samið
nokkrum árum fyrr og kom hún út
á bók 1962 en Dúfnaveisluna samdi
hann að mestu haustið 1965, en síð-
asta þátt verksins eftir að æfingar
voru hafnar. Er greinilegt að hon-
um hefur líkað vel að vera í tengsl-
um við leikendur og leikstjóra, og
nýta til fullnustu tækifærið sem
slíkt samstarf gaf til sköpunar.
Samtímis endursamdi hann að
nokkru texta Prjónastofunnar svo
texti sýningarinnar var að hluta
breyttur frá þeim sem birtist í bók-
inni.
Halldór Laxness samdi fimm
leikrit, Straumrof (1934), Silfurtúng-
lið (1954), Strompleikinn (1961),
Prjónastofuna Sólina (1962) og
Dúfnaveisluna (1966). Þá samdi
hann sjálfur fyrstu leikgerðina að
íslandsklukkunni sem frumsýnd
var við opnun Þjóðleikhússins 1950,
en aðrar leikgerðir eftir skáldsög-
um hans voru verk annarra.
Til sanns vegar má færa að leik-
ritin hafi að nokkru staðið í skugga
þeirra geysivinsælu leikgerða sem
unnar hafa verið upp úr nokkrum
helstu skáldsagna hans en þær eru
Islandsklukkan, Kristnihald undir
Jökli, Sjálfstætt fólk, Atómstöðin,
Salka Valka, og þrjár af bókum
Heimsljóss, Hús skáldsins, Ljós
heimsins og HöII sumarlandsins og
nú síðast Vefarinn mikli frá Ka-
smír.
• • •
Sveinn Einarsson varð góðfús-
lega við þeirri beiðni að rifja upp
samvinnu þeirra Halldórs en
Sveinn var sá sem vann hvað nán-
ast með honum í leikhúsinu á sjö-
unda og áttunda áratugnum og
vann leikgerðirnar að Kristnihald-
inu, Atómstöðinni og Húsi skálds-
ins.
„Það var sérstæð og ógleymanleg
lífsreynsla að vinna með Halldóri í
leikhúsinu. Á móti þeirri lotningu
sem við bárum fyrir honum sem
skáldi og rödd landsins kom tak-
markalítið traust hans á okkur sem
fagmönnum í leikhúsinu. Með því
er ekki átt við, að hann hafi ekki
gert sér hugmyndir um, hvemig
hann t.d. vildi láta túlka persónur
sínar eða léti sig það litlu skipta.
Hann heyrði tilsvörin, eins og góð
leikskáld gera, og ef hann hafði
ákveðnar fyrirmyndir, þar sem ein-
hver ákveðin sérkenni höfðu heillað
hann, lét hann okkur stundum
heyra tónfallið.
Nánust var samvinna okkar þeg-
ar við unnum saman í Kaupmanna-
höfn að leikgerðinni á Kristnihaldi
undir Jökli. Til þess að tengja
söguþráðinn rökrétt hafði ég leyft
mér að skjóta inn setningu og setn-
ingu svo samhengi skildist. Halldór
kom því öllu út með hægðinni og í
sameiningu fundum við jafngildar
lausnir. En meðan ég glímdi við að
koma hugsun verksins skýrri yfir,
kynntist ég því, hversu náið Hall-
dór umgekkst þessar sögupersónur
sínar og hversu hann gjörþekkti
þær! Það voru ekki allir sem fengu
að heyra Halldór Laxness túlka
Tuma Jónsen safnaðarnefndarfor-
mann og sjúga setningamar upp í
totu, þegar hann fór sem mest und-
an í flæmingi við spurningum
Umba.
En svo gat verið um alveg hið
gagnstæða að ræða. Árið 1986 vann
ég að uppsetningu á Islandsklukk-
unni í Þjóðleikhúsinu. Þar kom upp
atriði sem oftar, sem ég þurfti
skýringu á; nefnilega hvers vegna
Snæfríður situr i tötram úti fyrir
tjaldskör á Þingvöllum og hefur
látið hempu sína í skiptum við eina
sýkna konu og komin í grodda
hennar.
Ég greindi Halldóri frá pæling-
um okkar. Það setti hlátur að
skáldinu og hann sagði: Ég hef
bara ekkert hugsað út í þetta, þetta
kom svona af sjálfu sér, en ég sé
það núna, þetta er auðvitað kórrétt.
Mér hafði bara ekki dottið þetta í
hug.
Nei, það er nú einu sinni svo, að
snilldin fæðist ekki endilega af pæl-
ingum venjulegra dauðlegra
manna, hún kemur af sjálfri sér og
er náðargjöf."
• • •
Það kann að hljóma sem þver-
sögn að telja eina ástæðu þess að
leikritin hafi ekki náð jafnsterkri
fótfestu í íslensku leikhúsi og leik-
gerðimar, að í mörgu tilliti eru
leikritin óaðgengilegri, þau gera
meiri kröfur til skilnings áhorfand-
ans, einkum þrjú síðustu verkin, en
um leið eru þau órækt vitni um
mjög persónulega skynjun höfund-
arins á leikhúsinu og hversu sjálf-
sagt honum þótti að feta ótroðna
slóð. Fyrir vikið skipa leikrit Hall-
dórs Laxness algjöra sérstöðu í ís-
lenskri leikritun á ofanverðri öld-
inni; þau era heimur útaf fyrir sig
sem í er fólginn annar blær, annað
hljómfall og með þeim bættist við
ný tóntegund í hljómaregistur ís-
lenskrar leikritunar.
Halldór gerði sér góða grein fyr-
ir því að hann hafði vikið af hefð-
bundinni braut með seinni leikrit-
um sínum. Þegar Leikfélag
Reykjavíkur tók Straumrof til sýn-
inga árið 1977 sagði hann:
„Þau leikrit sem ég skrifaði
seinna eru af allt öðrum toga; þau
eru hvorki borgaraleg né bundin
raunsæis- eða náttúrustefnu; þau
eru nokkurskonar ævintýraleikir,
sem hafa mannúðarstefnu að
kjarna, t.d. Prjónastofan og Dúfna-
veislan. Strompleikurinn og Silfur-
túnglið eru greinilega satírur. En
ég tek eftir því í samvinnunni við
leikarana að þetta verk er kannski
auðveldast til leiks af öllum mínum
Þjóðleikhússafn
PRJÓNASTOFAN Sólin í Þjóðleikhúsinu 1966. Helga Valtýsdóttir og Lár-
us Pálsson í hlutverkum Sólborgar prjónakonu og Ibsens Ljósdals.
Leikfélag Reykjavíkur
DÚFNAVEISLAN í Iðnó 1966. Þorsteinn Ö. Stephensen í hlutveríd Press-
arans og Arnar Jónsson sem viðskiptavinur.
leikritum, það koma upp færri
vandamál við uppsetningu þess en
við öll hin fyrri. Það kann að stafa
af því að þarna eru farnar troðnar
slóðir. “
Straumrof og Silfurtúnglið
standa ekki einasta sjálfstæð í
tíma, heldur einnig að efni og
formi, en í þremur síðasttöldu
verkunum má glöggt sjá ákveðna
þróun frá einu til hins næsta og
vaxandi tilfínningu höfundarins
fyrir þeim fjölbreyttu tjáningar-
möguleikum sem leiksviðið bauð
uppá. „Honum var fullkomin alvara
með leikritaskrifum sínum; þau
voru ekki hliðarspor frá öðrum
bókmenntaiðkunum," segir Sveinn
Einarsson.
• • •
Fyrsta leikritið, Straumrof,
spratt þó upp úr því samhengi að
teljast verður hliðarspor frá öðru
og öllu viðameira verki.
„Þetta var í lok janúar ‘34. Ég
var búinn að vera nokkuð lengi með
Bjart í Sumarhúsum á prjónunum,
var í miðju því verki. Það var dálít-
ið erfítt og seinunnið. Hvort ég hef
allt í einu orðið þreyttur á því, ég
veit það ekki, nema altíeinu var ég
byrjaður að skrifa þetta leikrit,
hérumbil óundirbúið utanum mjög
einfalda hugmynd, sem hlýtur að
hafa myndast, án þess ég væri
nokkuð að leita eftir henni. Það tók
mig mjög stuttan tíma að skrifa
þetta, varla meira en viku.“
Straumrof er persónudrama; op-
inskátt samið í anda Lánardrottna
og Fröken Júlíu Strindbergs þar
sem óbeisluð átök milli karls og
konu, Gæu Kaldan og Dags Vestan,
era þungamiðjan.
„Strindberg var fyrsti heimsrit-
höfundurinn sem ég las af kost-
gæfni. Ég pældi í gegnum hann allt
hvað ég orkaði; en hann var mikill
afkastamaður og hristi hundrað
bækur fram úr erminni. Uppátæki
einsog Straumrof skulda ég hon-
um.“
Persónusköpunin og samtöl era í
raunsæum stíl og umgjörð verksins
hefðbundin að nútímaskilningi.
Stofudrama með expressjónískum
áherslum, þar sem stormur magn-
ast útifyrir um leið og átökin nálg-
ast hápunkt. í lokaþættinum leysist
nánast fyrirhafnarlaust úr læðingi
ein af magnaðri kvenpersónum ís-
lenskrar leikritunar; kannski of
fyrirhafnarlaust því Gæa Kaldan er
furðu sjaldan nefnd þegar bitastæð
íslensk kvenhlutverk ber á góma.
• • •
Eftir Straumrof átti Halldór ekki
við leikritaskrif í rétt tuttugu ár ef
undan er skilin leikgerðin að ís-
landsklukkunni 1950. Silfurtúnglið
var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1954
og greip þjóðina strax með sinni
einfóldu sögu og margræða boð-
skap. Silfurtúnglið er harmleikur
en um leið dæmisaga og skyldi
skoða einfaldleika verksins í því
ljósi. Alþýðustúlkan Lóa lætur
glepjast af gylliboðum um frægð
fyrir náttúralega söngrödd sína og
yfirgefur eiginmanninn Óla og barn
þeirra komungt. Óprúttin hjú,
Feilan og ísa, reyna að selja Lóu
og söngrödd hennar í hendur al-
þjóðlegum skemmtanastjóra en
hann hendir henni frá sér eftir
einnar nætur gaman. í lokin hverf-
ur Lóa á brott í örvilnan þegar hún
kemst að því að barn hennar er dá-
ið.
Dæmisöguna má skilja á ýmsa
vegu, ritunartíminn býður uppá
túlkun um sölu á saklausri þjóð í
hendur erlendu valdi sem skeytir
engu um tilfínningar eða sögu
hennar. Einnig má undirstrika
tímaleysi verksins með áherslu á
sakleysi og hreinleika annars vegar
og spillingu og græðgi hins vegar
þar sem hégóminn og sýndar-
mennskan mergsjúga alla einlæga
tjáningu hvar sem hún lætur á sér
kræla.
Persónusköpunin í Silfurtúnglinu
er í raunsæjum stíl, en um leið ein-
földuðum; persónurnar nálgast það
að vera týpur í einfaldleika sínum,
en það hæfir verkinu, því hér er
Halldór að segja sögu með eins
konar epískri aðferð, hver persóna
gegnir ákveðnu hlutverld í fram-
vindunni, lítið er staldrað við ein-
stök augnablik, heldur áfram haldið
til enda án dramatískrar miskunn-
ar. Með þeim lagfæringum sem
Halldór gerði á Silfurtúnglinu þeg-
ar það var tekið til sýninga í Þjóð-
leikhúsinu 1975 stendur það eftir
sem gljáfægður steinn, glitrandi
perla í vitund þjóðarinnar um ís-
lenska leiklist.
• • •
Þegar Paradísarheimt kom út
1960 hafði Halldór snúið sér alfarið
að leikritun og sinnti henni ein-
göngu um nokkurra ára skeið eða
þar til hann hóf ritun Kristnihalds
undir Jökli sem út kom 1968. Ber
Kristnihaldið sterkan svip af leik-
rituninni árin á undan, enda mun
Halldór hafa byi'jað þá sögu sem
leikrit.
Með Strompleiknum 1961 kvað
enn við nýjan tón í höfundarverki
Halldórs og þá ekki síður í íslenskri
leikritun.
„Ég var aungvanveginn ánægður
með „sígilt“ leikritsform sem mitt
form. En um þessar mundir var