Morgunblaðið - 15.02.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.02.1998, Qupperneq 2
2 B SÚNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Gestakokkur frá Alastair Little á La Primavera Itölsku áhrifín eru í fyrirrúmi á veitingastað Alastairs Little í London þótt hann segi sjálfur að hann reki ekki ítalskan veitingastað. Stein- grímur Sigurgeirsson brá sér í hádegisverð til Alastairs og ræddi við hann um mat hans, en yfirkokkur staðarins verður gestakokkur á La Primavera næstu daga. JONATHAN Rickettes á heimavelli í eldhúsinu á Alastair Little Restaurant. VIÐ FRITH Street í Soho í London hefúr Alastair Little rekið veitingahús undir eigin nafni frá ár- inu 1985 en áður hafði hann getið sér gott orð sem yfirkokkur á L’Escargot. Það fer ekki mikið fyr- ir staðnum og þegar inn er komið lætur hann ekki mikið yfir sér. Ein- faldleikinn er í fyrirrúmi, snjáð parkett á gólfum, Jjósir grænbláir veggir án myndskreytinga ramma inn flangan salinn þar sem á fjórða tug gesta kemst fyrir við látlaus borð í tveimur röðum. Innst í saln- um er hol þar sem hægt er að hengja yfirhafnir á slá eða ganga niður í kjallara, þar sem einnig er að finna nokkur borð. Starfsfólk er ungt og óformlegt, jafnt í klæðaburði sem fasi, en vel að sér og sinnir starfi sínu á óaðfinnan- legan hátt. Staðurinn er yfirleitt þéttsetinn og viðskiptavinahópurinn er fjölbreyttur. Kaupsýslumenn, vinkvennahópar og fólk úr stjóm- málum eða listalífinu er algeng sjón í hádeginu en á kvöldin eru leikhús- gestir og ferðamenn fyrirferðar- miklir. í loftinu angan af ólífuolíu, hvítlauk og ferskum kryddjurtum, sem egnir matarlystina. Þrátt fyrir látleysið er Alastair Little Restaurant með þekktari veitingahúsum London og iðulega að finna á lista yfir þau veitingahús borgarinnar, sem mælt er með að fólk heimsæki. Alastair opnaði annað veitinga- hús við Lancaster Road í Notting Hill fyrir nokkru, sem einnig ber nafn hans, og flakkar nú á milli þeirra tveggja. Hann er hug- myndasmiðurinn á bak við matinn en í eldhúsinu á Frith Street er það yfirleitt yfirkokkurinn ungi, Jon- athan Rickettes, sem er við stjóm- völinn. Jonathan verður gestakokk- ur á La Primavera síðari hluta febrúarmánaðar. Hann hefur störf á miðvikudag og verður eldhús staðarins í anda Alastair Little fram yfir mánaðamót. Matargerðin á Alastair Little ber sterkan keim af ítölskum áhrifum og þar ræður sama látleysi ríkjum og í veitingasalnum sjálfum. Iburð- ur er ekki aðalatriðið, það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur hvernig maturinn bragðast. Alast- air vill hins vegar ekki gangast við því að matargerðin sé ítölsk, að hans mati er ítalska matargerð ekki að finna utan Ítalíu. Þar em hins vegar óneitanlega hans rætur í matargerðinni og auk veitingastað- anna rekur hann matreiðsluskóla í kastalanum La Cacciata í Orvieto. Matseðillinn samanstendur af tölvuútprentuðu blaði og breytist daglega eftir því hvaða hráefni em í boði. Þriggja rétta hádegisverður kostar 25 pund en einnig er hægt að fá tvo forrétti og kaffi fyrir 15 pund. „Pasta e ceci a frutti di mare“ var ljúffeng blanda af grill- uðum fiski, humri og hörpufisk með litlum pastarömm, kjúklingabaun- um og bragðmikilli ólífuolíu. Baun- irnar mjúkar, sjávarréttimir með stökkri húð, létteldaðir að innan og með þægilegum grillkeim. Ekki síðra var spagettí með smokkfiski, skelfiski, chili, hvítlauk og stein- selju. Pastað löðrandi í sömu bragðmiklu olíu, sem gaf tóninn í fyrsta réttinum, ásamt skörpu, heitu chili-bragðinu, sem aldrei tók þó völdin. Með forréttunum komu á borð tvær tegundir af nýbökuðu ofnheitu brauði, annars vegar dökkt hnetubrauð og hins vegar stökkt saltmikið brauð, með mikilli olíu og ferskri salvíu. I aðalréttum urðu fyrir valinu kálfalifiu- með rauðrófum og lauk. Lifrin var borin fram í dökkri, þungri soðsósu. Létteldúð lifrin var bragðmild og glasseraður laukur- inn og salvía lyftu réttinum upp. „Maiale a latte“ var grísaafturhrygg- ur eldaður í ngólk. Þykkur kjötbitinn á beini bleikur og fallegur og það mjúkur að hægt hefði verið að borða hann með skeið. Rétturinn borinn fram á stórum diski og þótt mjólkur- sósan hafi kannski ekki verið sérlega áferðarfalleg var bragðið óaðfinnan- legt, safaríkt kjötið rann saman við ferskt rósmarín, sem hafði verið ríkulega notað við eldun þess. Rétt- ur, sem er dæmigerður fyrir matar- gerð staðarins. Einföld uppbygging og útlit en engu að síður réttur sem verður einstakur vegna frábærra hráefna, samsetningar og eldunar. Vinninginn átti þó líklega eftir- rétturinn, Panettone-brauð og smjörbúðingur. Ekkert megrunar- fæði enda egg, rjómi og smjör uppi- staða þessarar kalóríubombu. En hvort hún var þess virði. Mjúkur búðingurinn, stökk sykurhúðin, maríneraðar rúsínur og þykkin- rjóminn bráðnuðu saman í unaðs- lega - og mettandi - upplifun. „Hafðu það einfalt, kauptu bestu hráefnin sem þú finnur og ekki gera meira við þau en nauðsyn krefur," segir Alastair Little, þegar hann er beðinn um að lýsa þeirri hugsun er liggur að baki matargerð hans. „Frakkar ofvinna oft matinn. Ég hrífst hins vegar af því hvernig ítalir nálgast mat. Maður kemur inn á veitingastað og þar sitja nokkrir náungar og horfa fótbolta. Þegar gestir koma standa einhverj- ir þeirra upp, setja saman einfald- an pastarétt og setjast svo niður aftur og halda áfram að horfa á fót- boltann. Ekki svo að skflja að ég kunni ekki við franska matargerð. Ég elska franskan mat, ég vil hins vegar ekki elda hann. Nú er líka í tísku að blanda saman stflum hvaðanæva af úr heiminum. Það má segja að það hafi verið okkar stíll undanfarin fimmtán ár og stundum hafa verið á seðlum réttir þar sem áhrifin eru kínversk eða tælensk. Stundum finnst mér mat- argerð okkar verða of ítölsk en þó má segja að þótt einhver réttur sé „ítalskur“ þá myndi enginn ítali elda mat af þessu tagi.“ Áhrifavaldarnir í matargerðinni á Alastair Little eru því ekki bundnir við Ítalíu, nær væri að segja að Miðjarðarhafssvæðið sé uppspretta hugmynda hans og á undanförnum árum, þá ekki síst austurhluti þess svæðis, Grikkland, Mið-Austurlönd og jafnvel Norður- Afríka. Ávallt er það hins vegar lát- leysið, hinir einföldu en bragðmiklu og persónulegu réttir alþýðueld- hússins, sem eru í fyrirrúmi. Mat- argerð undir áhrifum Miðjarðar- hafssólarinnar, ilmríkra kryddjurta og guðdómlegrar ólífuolíu. Campagnola ÞAÐ er ekkert lát á ágætum ftölskum vínum inn á sérpöntun- arlista ÁTVR og líklega er öhætt að segja að úrvalið af vínum á ís- iandi hafi ekki aukist jafnmikið frá neinu öðru ríki en Frakklandi með tilkomu sérpöntunarlistans. Hér verður fjallað um vín frá fyrirtækinu Campagnola Guis- eppe. Campagnola er fjölskyidu- fyrirtæki, staðsett í Valpolicella í Veneto og var það stofnað árið 1886 af Carlo Campagnola. Fyrst ber að nefna þrjú hvítvín frá Campagnola. D Brolo Soave 1996 (1.280) er ljdst vín, einfalt í uppbyggingu, þurrt og ferskt með hæfilegri sýru og snert af möndlum í bland við jurtir og léttan ávöxt. Soave-vínin eru ávallt létt og þetta er fi'nt einnar ekru eintak, sem nýtur sín best kallt og svalandi, sem fordrykkur eða með léttum forrétti. Einnig tilvalið sumarvín. Það á einnig við um R Brolo Pinot Grigio (1.210 kr.). Pinot Grigio-þrúgan er köll- uð Pinot gris í Frakk- landi en f þessum hluta Norður-ftaííu getur hún af sér þurr og þægileg vín. Þetta er ávaxtaríkt vín, með grænum beijum og perum áberandi í bragði, þurrt og ferskt í munni. Ætti að ganga vel með mörgum pastaréttum, sjávarréttum og risotto. Þriðja hvítvínið er Sauvignon Selezione Luigi Campagnola 1995 (1.430 kr.) Ferskur örlítið sætur ilmur, með gljáðum eplum og möndlum í bragði. Tilvalið vín til að bera fram sem for- drykk, en 1995 komið á sfðasta snúning varðandi aldur. Frá sama framleiðanda kem- ur rauðvínið II Brolo Cabernet Sauvignon 1995 (1.190 kr.), sem er vín frá Trentino-héraði við Garda-vatn. Þægilegur þéttur Cabernet-ilmur ein- kennir vínið, nokkuð jarð- bundinn. Bragð er þurrt og fylling í meðallagi. Ávöxtur ekki áberandi, bragð er fremur jurtakennt, farið að sýna smá þroska með við og múrsteinum í bragði. Le Bine Valpolicella 1995 (1.280 kr.), er einnar ekru Valpolicella frá ekrunni Vigneti di Purano. Þetta er Valpolicella í þyngri flokk, sem einkennist ekki af hinum sæta, vissulega ljúfa ávaxtailm, sem er dæmigerð- ur fyrir ódýrari Valpolicella vín. Bmur vfnsins er þurrari, þroskaðri og örlítið sveitalegur með ögn af þurru te í bragði. Þetta er hreint út sagt hið ágætasta vín, sem ætti að henta vel með t.d. kálfakjöti og kjúklingaréttum. Það er þurrt og nokkuð sýrumikið án þess þó að sýran nái yfirráðum. Chianti I Grotti er einnig frá Campagnola þótt vínið sé úr Toskana-héraði. Þetta er þurr, létt kryddaður og þægilegur Chi- anti, vissulega fremur einfaldur en klassfskur að flestu leyti. Ágætt pastavín. Það á ekki við um Rosso Rubino (960 kr.), sem er freyðandi rauðvín, frizzante. Drungalegur ilmur og jarðvegskenndur, bragð fremur dauft og einkennalaust. Amarone Classico Consorcio 1993 (2.060 kr.) er hins vegar milt og áfengismikið með Ijúfum, sætum ilm. Vínið er silkimjúkt og þétt í munni, bragð þykkt og ein- kennist af þurrum, áfengislegn- um ávöxtum og beiskum kirsu- berjum. Mjög bragðgóður og þægilegur Amarone. Eitt athyglisverðasta vínið sem í boði er frá Campagnola er hins vegar Recioto Cassoto del Merlot 1995 (1.830 kr.). Líkt og Amaro- ne-vínin eru Recioto-vín unnin úr þrúgum sem hafa verið þurrkað- ar fyrir pressun. Þau eru hins vegar sæt ólíkt Amarone. Sum Recioto-vín verða yfirþyrmandi þykk og sæt, þetta nær hins veg- ar að halda góðu jafnvægi. Það er þykkt, sætt án þess að vera dísætt með þéttum ilm og bragði af þurrkuðum rúsínum. Vfn sem smellur vel saman við klassfska ftalska eftirrétti á borð við Tiramisu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.