Morgunblaðið - 15.02.1998, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.02.1998, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 B 7 viðvaranir þessar ekki valdið neinum óróa vegna þeiiTar vissu manna, að skipið gæti ekki sokkið. Ein sagan segir að loftskeytamaður hafi farið með tvö þessara skeyta til Smith skipstjóra og hann síðan sýnt þau Sir Bruce Ismay, forstjóra skipafé- lagsins, en hann hafi stungið þeim athugasemdalaust í vasa sinn. Og Titanic öslaði áfram með óbreyttum hraða, 22 sjómílum á klukkustund, inn í svalt næturloftið. Yfirloftskeytamaður Titanic, Phillips, kom á vakt klukkan tíu um kvöldið, og tók við fjölda skeyta- beiðna frá farþegum, en þá var ný- lega farið að veita slíka þjónustu. Hálfri klukkustund fyrir miðnætti barst enn eitt skeytið frá Califomian þess efnis að skipið sæti nú fast í rekísnum skammt norður af Titanic. En hljóðmerkin frá þessu flutninga- skipi vora Phillips loftskeytamanni til ama eins og á stóð og hann sendi þvi eftirfarandi svarskeyti: + + + til califomian stop gjörið svo vel að fara út stop þið truflið skeytasamband mitt stop er einmitt að kalla upp cap race nýfundnalandi stop titanic + + + Pví hefur verið gert skóna að þessi frávísun, sem Phillips loftskeyta- maður ákvað án samráðs við aðra yf- irmenn á Titanic, hafi öðru fremur valdið því að rúmlega 1.500 manns létu lífið þessa nótt. Evans, loft- skeytamaður á Californian, smeygði heymartækjunum af höfði sér, læsti loftskeytaklefanum og tók á sig náð- ir. Honum bar engin skylda til að standa vakt við loftskeytatækin að næturlagi. Um kvöldið, þegar Wilham Mur- doch fyrsti stýrimaður tók við stjórninni í brúnni, sáust þess glögg merki að mikill ís var í nánd, en þá lækkaði hitastigið um 6 gráður á tveimur klukkustundum. En þar sem ísinn var ekki kominn í augsýn sá Murdoch ekki ástæðu til að hægja á skipinu, en lagði ríkt á við útsýnis- verði að hafa vakandi auga með um- hverfinu. í svonefndu ,,krákuhreiðri“ á fremra mastri voru tveir menn, en samkvæmt sumum heimildum voru sjónaukar ekki á sínum stað í „hreiðrinu", af einhverjum óskiljan- legum ástæðum. Vegna aðstæðna og í ljósi viðvar- ana og þeirrar vitneskju sem fengin var um víðáttu og hreyfingu íssins hefur Smith skipstjóra verið legið á hálsi fyrir að láta ekki hægja á ferð skipsins og breyta stefnunni. Það var þó í fullu samræmi við gildandi siglingahefðir, að draga ekki úr ferð skipa á hafíssvæðum, ef veður var heiðskírt. Skipstjórinn lét heldur ekki sjá sig í brúnni um kvöldið, enda hafði hann samkvæmisskyldum að gegna í veitingasal á fyrsta far- rými. Hvort nærvera hans í brúnni hefði breytt einhverju skal hins veg- ar ósagt látið. Áreksturinn Nokkrum mínútum fyrir miðnætti sá annar útsýnisvarðanna í „kráku- hreiðrinu“ grilla í háan, silfurgráan vegg, sem stefndi beint á Titanic. Hann hringdi viðvörunarbjöllunni þrisvar og kallaði í taltækið til mann- anna í brúnni: „Borgarísjaki, beint framundan". Fyrsti stýrimaður brá skjótt við og fyrirskipaði að snúa skipinu „hart í bak“, stöðva allar vél- ar og keyra þær síðan á fulla ferð afturábak. Hvort þessi viðbrögð voru rétt hafa menn ekki orðið sammála um. Borgarísjakinn var í um 500 metra fjarlægð frá Titanic þegar hans varð fyrst vart. Risahafskipið, 46.500 lestir að stærð, stefndi á risavaxinn ísvegg- inn með 11 metra hraða á sekúndu. Vélarnar þurftu 30 sekúndur til að stöðvast og skipið hélt því áfram sigl- ingu sinni í um 350 metra áður en skrúfumar byrjuðu að bakka skipinu. Bent hefur verið á, að hefðu skrúf- urnar haldið snúningshraðanum og knúið skipið áfram á fullri ferð, hefði vökvaþrýstingurinn á stýrisblaðinu orðið meiri og það því ekki misst afl, og þannig hefði hugsanlega verið unnt að sveigja framhjá jakanum. Að vísu virtist mönnum bógur Titanic sleppa við árekstur, en það sem menn sáu ekki var að undir sjávarborðinu var nibba, sem risti nærri níutíu metra langa rifu á skrokk skipsins. í annan stað hafa menn leitt get- um að því, að hefði Titanie siglt með stefnið beint á jakann hefðu skemmdir orðið óverulegar, að minnsta kosti mun minni en raunin varð á og að öllum líkindum mun auðveldara að hemja sjávarflauminn og loka öryggishólfunum. Þess í stað streymdi nú gríðarlegt sjávarmagn óhindrað inn í fimm fremstu hólfin. Samkvæmt þessum kenningum hefði því annaðhvort átt að draga úr ferð skipsins, eins og kostur var, og sigla beint á jakann, eða þá að snúa „hart í bak“ á fullri ferð. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Björgunartækjum ábötavant Murdoch fyrsti stýrimaður var naumast búinn að hringja niður og láta stöðva vélarnar þegar Smith skipstjóri kom upp í brú. Tuttugu mínútum eftir áreksturinn var skipið farið að síga 1 sjó að framan og hin- um reynda skipstjóra var ljóst að skipið var stórskemmt og yrði ekki bjargað. Það hljómaði ótrúlega, en engu að síður staðreynd: Skipið sem gat ekki sokkið var að sökkva. Smith skipstjóri fyrirskipaði loft- skeytamönnum að senda út neyðar- kall, + CQD (come quick, danger, komið fljótt, hætta) og síðan kall- merki Titanic, MGY. Hið alþjóðlega neyðarmerki SOS var ekki tekið í notkun fyrr en eftir Titanic slysið, og raunar varð þetta hörmulega slys til þess að gerðar voru gagngerar end- urbætur á öllu er varðaði siglingaör- yggi- Það kom líka í Ijós á þessari ör- lagastundu, að þetta glæsilega risa- hafskip, sem búið var öllum hugsan- legum lúxus og þægindum var van- búið björgunartækjum, og allt skipu- lag hvað varðaði björgunarhlutverk skipshafnar var í lamasessi. Það tók of langan tíma að safna áhöfninni saman upp á þilfar, og margir skips- manna vissu ekki meira en farþeg- arnir hvað gerst hafði. Samkvæmt traustustu heimiidum virðist svo sem að þorri skipshafnarinnar hafi ekki haft hugmynd um hvert hlut- verk þeirra var ef skipið lenti í sjáv- arháska og sömu heimildir herma að ekki hafi verið haldin ein einasta björgunaræfing með áhöfninni fyrir jómfrúrsiglinguna. Þá mun Smith skipstjóri hafa ákveðið að bregða út af þeirri hefð að halda björgunaræf- ingu með farþegum og áhöfn að lok- inni sunnudagsmessu um borð, þennan fyrsta sunnudag Titanic á sjó. Önnur staðreynd, sem fólki nú til dags hefur þótt óforsvaranleg, er að björgunarbátar Titanic rámuðu ekki nema um helming þeirra sem voru um borð. Þó var það tvöfalt bátarými á við það sem krafist var í þágildandi lögum. British Board of Trade var afturhaldssöm stofnun og öryggis- reglur hennar í samræmi við það. Á Titanic hefði þurft sextíu báta til að ráma alla um borð, hefði skipið verið fullskipað farþegum, sem það vai- reyndar ekki í jómfrárferðinni. Eins og Titanic var hannað hefði ekki ver- ið möguleiki að koma þessum sextíu bátum fyrir á skipinu. Fæstum kom líka til hugar að farþegarair gætu lent í sjávarháska við þær aðstæður að þörf yrði á svo mörgum bátum. Það er vissulega kaldhæðnislegt til þess að hugsa að íyrstu klukkustund- ina eftir áreksturinn áttu skipsmenn í erfiðleikum með að sannfæra fólk um að nauðsynlegt væri að yfirgefa skip- ið og fara í bátana. Bjargföst trá manna á að skipið gæti ekki sokkið varð því til að tefja allar björgunai-að- gerðir og farþegar voru í fyrstu afar tregir til að yfirgefa skipið. Sérstak- lega fannst konum sú tilhugsun ógn- vekjandi að leggja út í rekísinn á litl- um, opnum bátum, í kolsvarta myrkri, úti á rámsjó, en það voru einmitt þær, ásamt bömum, sem áttu að fara fyrst í bátana. Og jafnvel enn nöturlegri er sú til- hugsun, að í fyrsta bátnum, sem sjó- settur var, voru aðeins fimmtán manns og litlu fleiri í þeim næsta, en hver bátur rámaði 65 manns með góðu móti. Verður ekki annað ráðið en að yfirmenn skipsins hafí hér brugðist gjörsamlega í því hlutverki að ganga skipulega til verks og koma bátunum fullmönnuðum á flot. Engin merki eru um að óðagot eða ofsa- hræðsla hafi gripið um sig um borð í Titanic fyrsta klukkutímann eftir áreksturinn, að undanskildum harð- vítugum átökum á ódýrasta farrými, sem yfirmenn skipsins bundu skjót- an enda á. Það var ekki fyrr en skut- ur þessa risaskips var farinn að rísa úr sjó að fólk tók að átta sig á alvöru málsins og þeim fór að fjölga jafnt og þétt sem vildu komast í bátana. Einn af þeim síðustu sem komst í bát var Sir J. Bruce Ismay, forstjóri White Star Line, og var það gagnrýnt mjög af almenningsálitinu, sem taldi að hann hefði átt að fara niður með skipi sínu, eins og Smith skipstjóri og aðrir yfirmenn skipsins. Örlagadómurinn Þeirri hröðu atburðarás, sem nú tók við um borð í Titanic verða ekki gerð skil í blaðagrein sem þessari. Hér verður heldur ekki reynt að fara ofan í sögusagnir um Titanic slysið, sem fljótlega komust á kreik og hafa sumar lifað allt til þessa dags. Hér verður því ekki svarað hvort hljóm- sveitin lék sálminn „Hærra minn guð til þín“ undir það síðasta, en rétt er að benda á, að aldrei tókst að hafa upp á neinum, sem með hreinni sam- visku gat fullyrt að hafa heyrt það með eigin eyrum. Sagan um hljóð- færaslátt um borð í Titanic á þessari örlagastundu er bara hluti af goð- sögninni um þetta glæsilega skip, sem „gat ekki sokkið“. Víst er að á bak við allar „stað- reyndir“ um Titanic slysið leynast miklir leyndardómar og spurningar, sem aldrei verður svarað. Haft er eftir sjónarvottum, sem komust í björgunarbátana, að það hafi 1 senn verið tilkomumikil og ógnþrungin sjón, að sjá skutinn á þessu risaskipi rísa úr sjó, uns það stóð næstum upp á endann, og hverfa síðan með þung- um drunum í djúpið. Talið er að þá hafi enn verið um þúsund manns um borð, um 500 hafi látist í köldum sjónum og um 700 hafi bjargast. Ná- kvæmar tölur hvað þetta varðar hafa þó verið á reiki. Og ef til vill má kalla það kaldhæðni örlaganna að það var skip frá aðalkeppinautinum Cunard- skipafélaginu, Carphatia, sem kom á vettvang fjórum klukkustundum eft- ir slysið, og bjargaði þeim sem komust í bátana. Það sem mörgum finnst átakan- legast við þessa hörmulegu atburði er sú staðreynd að í tíu mílna fjar- lægð var flutningaskipið Californian og hafðist ekki að, enda vissi enginn þar um borð að ægilegt sjóslys var að gerast fyrir augum þeirra. Neyð- arkall Titanic náði aldrei eyrum manna þar um borð enda svaf Evans loftskeytamaður í klefa sínum. Úr brúnni fylgdust menn með flugelda- skotunum frá þessu upplýsta far- þegaskipi, en áttuðu sig ekki á að hér væri um neyðarskot að ræða þar sem blysin voru ekki rauð og blá, eins og nauðstödd skip notuðu venju- lega, heldur hvít. Þeir reyndu að ná sambandi við Titanic með Morse- lömpum, en án árangurs. Lord, skip- stjóri á Californian, var sýknaður fyrir sjórétti af ásökunum um víta- vert skeytingarleysi. En eftir stend- ur sú nöturlega staðreynd að Cali- fornian hefði svo auðveldlega getað bjargað öllum um borð í Titanic, ef það aðeins hefði siglt þessa stuttu leið á slysstaðinn. Og það eru öll þessi „ef“ og „hefði“, sem gera Titanic-slysið átak- anlegra en orð fá lýst: Ef skipstjórn- armenn á Titanic hefðu gefið nánari gaum viðvörunum um ísrekið, sem bárust á sunnudeginum. Hefði sjó- gangur bara verið aðeins meiri og skipið siglt hægar. Hefði það bara reldst á jakann aðeins fyiT, eða að- eins seinna, og ef það hefði bara siglt beint á jakann í stað þess að sveigja „hart í bak“. Ef björgunarbátarnir hefðu rúmað alla um borð. Hefðu skilrámin verið aðeins hærri og sterkbyggðari. Svona mætti lengi telja, en sá örlagadómur virðist hafa hvílt yfir þessu glæsilega skipi að ekki einn einasti þáttur í atburða- rásinni vai- því í hag. í rauninni er engu líkara en Titanic hafi verið dæmt til að sökkva - þrátt fyrir stað- hæfingar um að það væri óhugsandi. TITANIC White Star Line. 46.500 lestir, lengd 260 metrar, hraði 22 mílur. Áhöfn 944, farþegarúm 2.600. Hleypt af stokkunum 1911, fórst í jómfrúrferð sinni 15. apríl 1912. GULLFOSS Eimskipafélag íslands. 2.923 lestir, lengd 95 metrar, hraði 14,5 mílur. Áhöfn 67, farþegar 209. Smíðað 1950. Selt 1973 til Beirút. Sökk skammmt frá Jeddah 18. des.1976. QUEEN ELISABETH II Cunard Line. 58.000 lestir, lengd 293 metrar, hraði 30 mílur. Áhöfn 900, farþegar 2.025. Tekið í notkun 1968, sem síðasta tromp Cunard- félagsins í samkeppninni við flugið um farþegaflutninga yfir Atlantshaf. Tilraunin misheppnaðist og skipið er nú notað sem skemmtiferðaskip. i. DESTINY Carnival Crusie Line. 101.000 lestir, lengd 320 metrar, hraði 35 mílur. Áhöfn 1.000, farþegar 2.642. Tekið í notkun 1996 fyrir skemmti- ferðasiglingar í Karibahafi. Destiny er stærsta farþegaskip sem smíðað hefur verið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.