Morgunblaðið - 15.02.1998, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LUNDINN
n O /70 y.
FUGLA
LUNDINN, (Fratercula
arctica), er mjög út-
breiddur um Norður-
Atlantshafið, og hvergi
er meira af honum en við
Island. Stærstu varpstöðvar lund-
ans hér eru í Vestmannaeyjum og í
Breiðafjarðareyjum en lunda-
byggðir er víða að finna með
ströndum landsins.
Lundinn er löngu orðinn hluti af
tilveru Vestmannaeyinga. Hann
sest upp síðastur bjargfugla á vor-
in og skreytir brekkur og brúnir
Eyjanna sumarlangt. Einstæð
stemmning fylgir veiðitímanum
þegar lundakarlar fara með háfa
sína í úteyjar og veiðistaði á
Heimaey. Reyktur og soðinn lundi
er á matseðli í flestum hústjöldum
á þjóðhátíð. Þegar nætur verða
dimmar í ágúst byrja pysjurnar að
fljúga í bæinn og bæði böm og full-
orðnir taka þátt í að bjarga veg-
villtu ungviðinu til sjávar.
Ungir vísindamenn
Þrátt fyrir að lundinn sé algeng-
ur hefur hann ekki verið mikið
rannsakaður hér á landi og margt á
huldu um lífshlaup hans. Undan-
farin sumur hefur staðið yfir at-
hugun á ýmsu sem snertir lundann
í Vestmannaeyjum og koma þar
meðal annars við sögu Rannsókna-
setrið og Háskóli Islands í Vest-
mannaeyjum, Náttúrugripasafn
Vestmannaeyja og grunnskóla-
nemar. Einnig hafa íslenskir og er-
lendir háskólanemar unnið að
rannsóknum á lundanum.
Sú rannsókn sem blaðamenn
kynntu sér sérstaklega í stuttri
ferð til Vestmannaeyja nýlega er
unnin af grunnskólanemum með
stuðningi Rannsóknasetursins og
Náttúrugripasafnsins í Vest-
mannaeyjum. Verkefninu hafa
stýrt Gísli J. Óskarsson, líffræði-
kennari og fréttamaður, Kristján
Egilsson, forstöðumaður Náttúru-
gripasafns Vestmannaeyja, og Páll
Marvin Jónsson, sjávarlíffræðing-
ur og forstöðumaður Rannsókna-
setursins og deildarstjóri Háskóla
Islands í Eyjum.
Auk þess að hafa atvinnu af líf-
fræðikennslu hefur Gísli haft
áhuga á lífríkinu og náttúrunni frá
unga aldri. Hann aflaði sér sér-
menntunar til líffræðikennslu bæði
við Kennaraskóla Islands og síðar í
Kennaraháskólanum í Kaup-
mannahöfn. Hann skipulagði og
stýrði uppgræðslunni á Heimaey
árin 1976-78.
Þeir Gísh, Kristján og Páll Mar-
vin hafa áður unnið með grunn-
skólanemum að vísindalegum verk-
efnum með góðum árangri. Fyrir
þremur árum unnu nemendur und-
ir þeirra handleiðslu að loðnurann-
sókn sem hlaut fyrstu verðlaun í
Hugvísi, vísindasamkeppni ungs
fólks. Verkefnið var sent til þátt-
töku í Evrópukeppni ungra vís-
indamanna í Newcastle 1995 og
hrepptu nemendumir úr Vest-
mannaeyjum 3. sæti.
í framhaldi af þeim sigri var leit-
að eftir þátttöku skólanema í Vest-
mannaeyjum í svonefndu Jason
verkefni á vegum samnefndrar
stofnunar í Bandaríkjunum. Verk-
mm
'■
■ 1 .... • : m
Morgunblaðið/RAX
MIKILL pysjudauði varð í Stórhöfða og víðar í fyrra sumar. Gísli
heldur hér á hræi af fullgerðri pysju sem líklega drapst úr hungri.
Hræin voru víða í lundabyggðinni í Raufinni.
Lundapysjur
í vetrarvist
„LUNDINN er heimsfrægur og einkennisfugl
Vestmannaeyja, það er því kjörið fyrir okkur og
krakkana að vinna þetta verkefni," sagði Krist-
ján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafns
Vestmannaeyja, um Iundarannsóknina.
Til marks um frægð vestmanneyskra lunda
nefnir Kristján að bandaríski rithöfundurinn
Bruce McMiIlan hafi komið til Vestmannaeyja
til að skrifa myndskreytta barnabók um lund-
ann. Auk þess hefur McMillan ferðast mikið um
heimaland sitt og flutt fyrirlestra um Vest-
mannaeyjar og lundann. Rithöfundurinn tók
slíku ástfóstri við Eyjar að hann lét vígja sig í
hjónaband á Stórhöfða í fyrra í suðaustan roki
og rigningu.
í stað brúðargjafa óskuðu þau hjón eftir
framlögum í sjóð sem þau stofnuðu til að efla
Iundarannsóknir. Kristján segir að McMilIan
hafí hrifist mjög af rannsókninni sem
skólakrakkamir taka þátt í og viljað styðja
hana. Kristján fékk það embætti að vera gæslu-
maður sjóðsins og segir töluvert berast af gjöf-
um frá Bandaríkjunum.
í fyrrasumar kom Bruce McMilIan með hóp
fjörutíu ferðamanna, kennara og fuglaskoðara,
til að skoða lunda og annar hópur er væntan-
Iegur næsta sumar.
Óferðafærar pysjur
Náttúragripasafnið í Vestmannaeyjum er
eins konar fuglaspftali. Þar hefur Markús Más-
son, aðstoðarmaður Kristjáns, hlúð að olfu-
blautum fuglum og óferðafærar pysjur verið
fóstraðar þar til þær eru ferðafærar. Kristján
segir að í fyrra hafi pysjan verið sein til og
komið hafi verið til hans með töluvert af aldún-
uðum pysjum. Meðan pysjan er með dún er hún
ekki sjóklár.
KRISTJÁN Egilsson á Náttúrugripasafninu í
með einn vetrargestanna.
LUNDAPYSJURNAR fá sér sundsprett á
hveijum degi í einu sjókerinu. Þeim þykir gott
að fara upp á brfkina og hrista af sér vætuna.
Þegar komið var að lokum pysjutfmans var
komið með þijár pysjur til Krisljáns. Hann seg-
ir að þær hafi verið „algjörir aular“, illa
þroskaðar og vel dúnaðar. Pysjurnar voru ald-
ar á hráum fiski og brögguðust fljótt. Þegar
pysjurnar voru lausar við dúninn setti Krisján
Morgunblaðið/RAX
ÞEGAR loðnan gengur fyrir Suðurland í vetur fá pysjurnar að spreyta sig á að veiða sér til matar.
efnið fjallaði einkum um jarðfræði,
jarðhita, eldgos og lífríkið. Beinar
útsendingar voru frá Eyjum á Net-
inu til milljóna skólabama víða um
heim. Einnig var opnuð spjallrás á
Netinu og bárust þar margar fyrir-
spurnir og í tölvupósti, ekki síst um
lundann.
Fyrirspurn
frá Japan
Gísli segir að rekja megi upphaf
lundaverkefnisins til þess að dag-
skrárgerðarkona frá japanska rík-
issjónvarpinu, NKH, hafði sam-
band við þá Gísla og Kristján
Egilsson og spurði eftir myndefni
og upplýsingum um lunda. „Það
varð heldur fátt um svör,“ segir
Gísli. „Við vissum vel hvernig átti
að drepa lunda og áttum nóg af
myndum af lundaveiðum. Þar fyrir
utan áttum við lítið myndefni og
vissum harla lítið um lundann -
sem er ljúfastur fugla.“ Ekkert
varð úr fyrirhugaðri heimsókn
Japana til að skoða lunda en hjá
Eyjamönnum vaknaði áhugi á að
kanna betur þennan árvissa sum-
ardvalargest.
Fyrstu athuganir hófust vorið
1996 og á grundvelli þeirra voru
mótaðar spurningar sem vonast er
til að hægt verði að svara að rann-
sókninni lokinni. Það er meðal
annars hvort lundaveiði í háf hafi
áhrif á stofnstærðina þegar til
lengri tíma er litið, hve margar
lundabyggðir eru í Stórhöfða og
hvað þar verpa mörg pör, hvort
stærð lundabyggðanna er að
breytast, hvað pysjur verða til í
mörgum holum. Þá verður skoðað
hvað pysjan étur, hvemig hún vex
og dafnar, hvenær hún yfirgefur
holuna og hvort það er unginn eða
foreldrin sem ákveða að hún fari.
Einnig á að athuga hvort lundi
sest að í holu gerðri af manna-
höndum og hvort önnur dýr en
lundar nota holurnar til skjóls. I
vetur hlaut þetta verkefni styrk úr
Veiðikortasjóði og er ætlunin að
Ijúka því árið 1999.
Þéttbýlt í
Stórhöfða
Stórhöfði varð fyrir valinu sem
athugunarstaður. Höfðinn er land-
fastur við Heimaey og hægt um vik
að fara þangað til athugana. í Stór-
höfða er mikil lundabyggð og höfð-
inn er lykilstaður í lundarannsókn-
um vegna viðamikilla fuglamerk-
inga Óskars J. Sigurðssonar vita-
varðar.
Valdar voru þrjár lundabyggðir
sérstaklega til atferlisrannsókna,
Raufin í norðvestanverðum Höfð-
anum, Lambhilla að sunnan og
Stórató að austan. Fyrsta verkefni
grunnskólanemanna var að slá
máli á allar lundabyggðir í Stór-
Morgunblaðið/RAX
Vestmannaeyjum
þær í eitt sjóbúrið til að venja
þær við vatnið. Fjaðraham-
urinn var ekki nógu fitugur
svo þær blotnuðu og því til-
gangslaust að sleppa þeim í
sjóinn. Það var því afráðið að
pysjurnar hefðu vetrarvist í
safninu. „Það er fyrst núna
sem þær eru farnar að fitu-
bera sig,“ sagði Kristján. Nú
fá þær daglegan sundsprett í
fiskabúrinu og æfa sundtökin.
Á loðnuveiðar
Skólabörn, allt frá leikskóla-
aldri og uppúr, heimsækja
Náttúrugripasafnið reglulega
til að skoða lifandi fiska,
krabbadýr og lindýr, auk
fjölda uppstoppaðra dýra,
steinasafn og fleira. Kristján
segir að skólakrakkarnir hafi mjög gaman af
að sjá pysjurnar synda og kafa. Þegar loðnan
fer að ganga ætlar hann að setja lifandi loðnu í
búrið og sjá hvernig pysjunum gengur að veiða
sér til matar.
Kristján elur pysjuraar á loðnu og sfld. Þær
eru nú nær fullvaxta, um 500 grömm að þyngd,
og éta um 150 grömm af fiski á dag. „Meltingin
hjá sjófuglum virðist vera mjög hröð, þeir drita
eins og þeim sé borgað fyrir það,“ sagði Krist-
ján. Ekki er þörf á að gefa þeim að drekka, þær
fá vökvann úr fískinum.
Fram eftir hausti tístu pysjurnar en í lok nóv-
ember fóru þær í mútur og byijuðu að gefa frá
sér hljóð fullorðinna lunda, langdregin a-a-a
hljóð. Lappirnar hafa lýst í vetur og eru orðnar
fölbleikar í staðinn fyrir svartar. Kristján segir
að það taki lunda tvö ár að fá lit fullorðins
fugls.
Pysjurnar hafa ekki enn fengið að taka flugið
en æfa vængina við köfun. Áður en pysjunum
verður sleppt verða þær merktar. Sagði Krist-
ján að það yrði spennandi að sjá hvort þær skil-
uðu sér aftur til Vestmannaeyja.