Morgunblaðið - 15.02.1998, Side 21

Morgunblaðið - 15.02.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 B 21 : I I ] I I I J I f f I « I « i « J « j 4 horn milli lithimnu og homhimnu er gleitt. Af óþekktum orsökum er frárennsli augnvökvans ekki nógu greitt og þrýstingurinn hækkar. I fyrstu er þessi tegund gláku oftast einkennalaus, sjónin helst eðlileg og ekki eru nein óþægindi. Smám saman fer sjóntaugin að skemmast og stundum tekur skjúklingurinn fyrst eftir því að sjónsviðið þreng- ist, hann sér ágætlega það sem er beint framundan en ver það sem er til hliðanna. Hjá sumum verður einnig brenglun á litaskyni. Ef ekk- ert er að gert heldur þetta áfram að versna þar til viðkomandi er orðinn algerlega blindur. Mun sjaldgæfari tegund gláku er þrönghomsgláka en þá er homið milli lithimnu og hornhimnu svo þröngt að frárennsli augnvökvans getur stöðvast skyndiiega. Sjúklingurinn fær þá skyndilega kast með miklum augn- verk, ógleði, roða í auganu og þoku- sýn. Slíkt glákukast krefst skjótra aðgerða vegna þess að án meðferð- ar getur augað orðið varanlega blint á einum eða tveimur dögum. Allir geta fengið gláku en sumir em í meiri hættu en aðrir. Hætta á gláku eykst með aldrinum og þó sérstaklega eftir 60 ára aldur. Gláka er einnig að einhverju leyti ættgeng og þeir sem eiga nána ætt- ingja með gláku era í meiri hættu en aðrir. Stöðugt er unnið að rann- sóknum á gláku og má þar nefna að nýlega fannst gen (erfðastofn) sem ber hættu á að fá vissa tegund gláku sem byrjar á bamsaldri. Þetta er fyrsta glákugenið sem menn finna og rannsóknir á því gætu hjálpað við að skilja betur eðli sjúkdómsins. Hægt er að beita ým- iss konar meðferð við gláku, al- gengast er að fyrst sé gripið til augndropa en hugsanlega síðar til aðgerðar með leysigeisla eða skurð- aðgerðar. Lyfin sem notuð era gera ýmist eða bæði að minnka myndun augnvökvans og auðvelda frá- rennsli hans. Með leysigeisla era brennd 50-100 örsmá göt á netið í framhólfshominu þar sem augn- vökvinn rennur út og með skurðað- gerð er búið til nýtt frárennsli fyrir augnvökvann. Þessar aðgerðir era litlar og tiltölulega hættulausar, ár- angur af þeim er oftast góður en hann endist mislengi. Aðgerðir með leysigeisla eða skurðhníf er hægt að endurtaka einu sinni eða tvisvar en venjulega ekki oftar. Stundum þarf að halda áfram lyfjameðferð þrátt fyrir slíkar aðgerðir þannig að þær leysa ekki allan vandann. .............................:.....\ Svefnleysi námskeið) Fjögurra vikna námskeið fyrir alla sem eiga erfitt með svefn og eru að glíma við svefntruflanir. Kenndar verða öndunar- og teygjuæfingar til að losa um streitu og spennu, sem stuðlar að betri hvíld og dýpri svefni. Frætt verður um leiðir til að hreinsa líkamann og viðhalda heilsu hans. Einnig verður fjallað um mataræði, andleg lögmál o.fl. Leiðbeinandi er Daníel Bergmann. Mán. og mið. kl. 20.00. Flefst 18. febrúar. Heildarjóga grunnnámskeið) fyrir þá sem vilja kynnast jóga og læra leiðir til slökunar. Hatha-jógastöður, öndun, slökun, I hugleiðsla, mataræði, jógaheimspeki o.fl. / Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 26. febrúar. Jógatímar, tækjasalur og pólunarmeðferð. Y0GA#> STUDIO verslun fyrir líkama og sál Umliugsunarefnl í hverri viku! mínútur Eftir fjögurfréttir á sunnudögum. 6> Rás 1 MYNDBIRTING AN LEYFIS HÖFUNDA í Morgunblaðinu sunnudaginn 8. febrúar og í Sjónvarpshand- bókinni var mynd úr kvikmyndinni Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson notuð í auglýsingu frá okkur. Vegna misskilnings láðist að fá til þess leyfi höfunda. Við biðjum aóstandendur myndarinnar og aóra hlutaóeigandi afsökunar á þessu. Vérðhrun Opið laugardag frá kl. 10—16, sunnudag frá kl.13—17. \<#WI5IÐ Mörkinni 6, 108 Reykjavík. S. 588 5518. Kíkið inn. Nýjar vörur streyma inn. WICANDERS GUMMIKORK w í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. j rú||um _ þykktjr 2.00 og 3.2 mm. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIK0RK róar gólfín niiur! PP &co t>. ÞORGRÍMSSON &CO ARMULA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SIMI553 8640 568 6100 NÁMUSTYRKIR Landsbanki íslands auglýsir nú níunda áriö í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 8 styrkir. Einungis þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka (slands, fyrir 15. mars 1998 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. Hver styrkur er að upphæð 175 þúsund krónur. Styrkirnir verða afhentir NÁMU-félögum í apríl 1998 og verða þeir veittir samkvæmt eftirfarandi flokkun: • 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, • 2 styrkir til náms við framhaldsskóla á fslandi, • 2 styrkir tiL framhaldsnáms erlendis, • 1 styrkur til listnáms, • 1 styrkur til náms í einhverjum ofangreindra flokka skv. ákvörðun dómnefndar. Umsóknum er tilgreini nafn, heimilisfang, kennitölu, námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform skal skilað til Landsbanka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. Umsóknir sendist tit: J Landsbanki íslands, « Einstaklingsviðskipti „NÁMUSTYRKIR" Skipholti 21, 155 Reykjavík n-Am-a-n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.