Morgunblaðið - 10.03.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 10.03.1998, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Þróun heimsmetsins í stangarstökki kvennainnanhúss á síðustu vikum 8. mars 1998: 4,48 m S. Dragila, Bandar. 8. mars 1998: 4,48 m D. Bartova, Tékklandi 7. mars 1998; 4,47 m E. George, Ástraliu 6. mars 1998: 4,46 m} D. Bartova, Tékklandi í 1. mars 1998: 4,45 m Anzhela Balakhonova Úkrainu 14. feb. 1998: 4,44 m Vala Flosad., íslandi 14. feb. 1998: 4,43 m D. Bartova, Tékklandi 6. feb. 1998: 4,42 m Vala Flosadóttir islandi Des. 1996: 4,40 m Emma George Ástralíu iZLICtllU Mars 1997: 4,40 m Stacy Dragila Bandarikjunw 4. feb. 1998: 4,41 m Daniela Bartova Tékklandi <$4,57m f4,48 m m 4,60 4,50 Heimsmetið utanhúss setti Emma George i febrúar 1998, 4,57m Janúar1998 Febrúar1998 Mars 1998 ■ ÍSLENSKU handknattleiksdóm- ararnir Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson hafa fengið boð um að dæma síðari leik Brodomerk- ur Split frá Króatíu og Kiel í und- anúrslitum EHF-keppni karla en leikurinn fer fram í Króatíu. ■ ÞÁ hafa Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson verið settir á síðari leik Ikast frá Danmörku og AKVA Volgofrad í Borgarkeppni kvenna. Þeir eiga að dæma síðari leikinn sem háður verður í Dan- mörku. ■ GÚSTAF Bjarnason lék ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik um helgina vegna meiðsla. Notaði hann tækifærið til þess að bregða undir sig betri fætinum og fara til Þýskalands til þess að ganga frá tveggja ára samningi við 2. deildar- liðið Willstatt. ■ SNÆFELLINGAR fengu á sunnudaginn afhentan deildarbikar- inn fyrir sigur í 1. deild karla í körfuknattleik. Þeir innsigluðu sig- urinn með því að leggja Leikni á heimavelli, 107:55. ■ SNÆFELL mætir ÍS í úrslita- keppni 1. deildar karla og Stjarnan mætir Þór úr Þorlákshöfn. FOLK ■ MARION Jones spretthlaupari frá Bandaríkjunum jafnaði banda- ríska metið í 60 m hlaupi kvenna á alþjóðlegu móti í Japan á laugar- dag. Jones hljóp á 6,95 sek. Metið er í eigu Gail Devers. ■ Á SAMA móti varpaði Banda- ríkjamaðurinn John Godina 21,77 m í kúluvarpi karla sem er besti ár- angur sem náðst hefur á þessu ári. ■ CLAUS Jacob Jensen, sem hefur verið í herbúðum Bayer Dormagen í þýsku 1. deildinni í handknattleik gerði fyrir helgina tveggja ára samning við Grosswallstadt, sem tekur gildi í sumar. ■ KRISTJÁN Finnbogason mark- vörður KR, sem um þessar mundir er í láni hjá skoska 1. deildarliðinu Ayr, fékk á sig leiðinlegt mark í bik- arleik gegn Hearts um helgina, en Hearts vann 4:1. ■ ÞANNIG var að Kristján fékk skot á sig þar sem hann var staddur á markteigshorni hægra megin. Hann missti knöttinn niður fyrir sig þar sem hann lenti í hæl hans með þeim afleiðingum að knötturinn skaust til framherja Hearts sem staddur var við hlið Kristjáns. Sá þakkaði fyrir sig með því að innsigla sigurinn. ■ KRISTJÁN hafði fram að mark- inu varið nokkrum sinnum vel og ekkert getað gert að mörkunum þremur sem komu áður en óhappið átti sér stað. ■ EYJÓLFUR Sverrisson kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik hjá Herthu Berlín gegn Köln á útivelli. Er þetta fyrsti leik- ur Eyjólfs eftir meiðsli. Hertha beið ósigur, 2:0. ■ SIGURÐUR Jónsson er meiddur á fótlegg eftir að hafa fengið í hann spark á dögunum. Það kom í veg fyrir að Sigurður léki með félögum sínum í Dundee United gegn Celtic í bikarkeppninni um helgina. Dundee tapaði 3:2 á heimavelli. EVDIDMVMniD rsKIKmfPÍPiK Islenskir afreksmenn í íþróttum eru fyrírmyndir þein-a sem skemmra eru á veg komnir; unga fólksins sem er að stíga fyrstu skrefin í fjölmörgurn íþróttaskól- um landsins, þeirra sem eru að byrja að keppa fyrir alvöru og einnig hinna sem lengi-a eru komnir en teljast ef til vill ekki til afreksmanna á hæsta stalli. Allir geta litið upp til afreks- j/tgggR fólksins og sagt: þetta get ég líka. Tr-úin flytur fjöll. Vala Flosadóttir- hef- ur tvívegis sett heirns- met í stangar-stökki inn- anhúss, og hún ætlar sér miklu hærTa. Hefur að sjálf- sögðu trú á því og það hefur þjóðin líka. Hún segir í Morgunblaðinu í dag að þegar keppinautar hennar- bæta heimsmetið, eins og gerst hefur nokkr-um sinnum síðustu daga, hvetji það hana til enn frek- ari dáða. Vala er glæsileg fyrir- mynd, ekki síst æskunnar sem sér svart á hvítu að þegar mikið er á sig lagt skilai' það árangri; upp- skeran verður ætíð eins og til er sáð. Það hentar ef til vill ekki öðru hverju íslensku barni að stökkva á stöng, en það skiptir ekki megin- móli nú. Fyrirmyndirnar laða að; krakkar hentu spjóti út um allar sveitir fyrir nokkrum árum, hand- knattleikur og knattspyraa hafa jafnan verið vinsæl og ekki er langt síðan ungviðið - bæði strák- ar og stelpur, vel að merkja - hljóp yfir ferðatöskur heima í stofu S kjölfar frábærs árangurs Guðrúnai' Arnardóttur í grinda- hlaupi. „Pant vera Arnór“ hefur ugglaust hljómað á mörgum gras- blettinum þegar skipt er í fót- boltalið og Jón Araar hefur einnig verið og er goð í augum margi-a. Svona eiga fyiirmyndh'nar að vfrka; fá krakkana til að stunda íþróttir - þau finna svo „sína“ grein þó síðar verði og öragglega verður ekki keppnismaðm’ nema úr litlum hluta þessara krakka. Aðalatriðið er að fá þau til að hreyfa sig og leggja þar með grunninn að hollara líferni en ella hefði jafnvel orðið. íþróttahreyfingin sagði nýlega eituriyfjum stiið á hendur þegar Nei, takk! Eg held með íslenska landsliðinu gegn eiturlyfjum hún valdi landslið Islands gegn fíkniefnum. í því era m.a. sumfr áðurnefndra kappa og ber að fagna þessu firamtaki. Engir era betur til þess fallnir en glæsileg- ustu fulltrúar íþróttahreyfmgar- innar að ráðast gegn þeim hrika- lega skaðvaldi sem eiturlyf eru. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Þessi vágestur hefur því miðiu’ tekið sér bólfestu meðal okkai’ fá- mennu þjóðar, gróðafíknin glepui’ fólk til að flytja ólögleg efni til landsins og selja ógæfusömum löndum sínum, sem allt of mörgura reynist erfitt að neita sór um þau efni sem um ræður. Og þar koma fyrfrmyndimar enn og aftur við sögu. Flestir landsmenn halda með og styðja við bakið á landsliði þjóð- arinnar í hinum ýmsu íþróttagrein- um þegar það mætir verðugum andstæðingum í keppni. Nú er kominn tíminn til að styðja við þetta nýjasta landslið íslands. Andstæðinguiinn er allt of öflug- iu", hann þarf að sigra fyrir fullt og allt og það er hægt. Það geríst ekki á einni nóttu en með sameinuðu átaki gerist það. Trúin fiytur fjöll. Skapti Hallgránsson Hvað leggur landsliðsþjáifarínn JÓN KR. GÍSLASON aðaláherslu á í næstu framtíð? Beðið stóra miðheijans JÓN Kr. Gíslason var mjög fengsæll sem leikmaður og síðar þjálfari Keflavíkurliðsins í körfuknattleik. Nú er hann við stjórnvölinn hjá landsliðinu, er að gera góða hluti og segist bjartsýnn. Jón Kr. er ánægður með mannskapinn sem hann er með í höndunum, en segir íslenska liðið þó sárlega vanta stóran miðherja. Aðrar stöður séu hins vegar mjög vel skipaðar. Islenska liðið lék í Bosníu- Herzegovinu og Litháen á dög- unum en næstu verkefni landsliðs- ^^^1 ins eru Norðuríanda- Eftir mót í júlí og önnur Skapta leikjahrina i Evrópu- Hallgrímsson keppninni næsta vet- ur; gegn sömu þjóð- um og ísland hefur þegar mætt á yfirstandandi keppnistímabili. „Nú veit ég hvernig lið allra hinna þjóð- anna era, og get ákveðið á hvaða leiki er best að leggja aðaláherslu. Bestu líkumar á sigri era gegn Eistum heima og Hollendingum úti.“ Jón segist vera búinn að finna leikaðferð fyrir þann mannskap sem hann er með í höndunum, „en það sem við þurfum að bæta við lið okkar er miðheiji, sem er góður undir körfunni; stór maður sem gerir alltaf einhver stig.“ Er lausn í sjónmáli á því vanda- máli að þínu mati? „Við eigum engan slíkan mið- herja dag, en ég sé von í Baldri [Ólafssyni í KR, sem er 2,06 cm]. Hann er hins vegar aðeins 18 ára og ég veit ekki hvort hann verður tilbúinn næsta vetur, það er líklega of snemrnt. Friðrik [Stefánsson úr KFÍ] er líka mjög sterkur; er orð- inn mjög góður varnarmaður og þegar hann fær meiri reynslu og verður betri skotmaður verður hann dýrmætur.“ Hvað með leikmenn í aðrar stöð- ur en miðherja; ertu ekki sáttur viðhina? „Þetta með miðherjann er aðal- vandamálið sem blasir við okkur því við eigum mjög góða leikmenn í allar aðrar stöður; góða leikstjórn- endur, skyttur, framherja og Guð- mundur [Bragason] hefur auðvitað staðið sig frábærlega í miðherja- stöðunni, bæði í vörn og sókn, mið- að við að hann er ekki nema tveir metrar á hæð. Því má ekki gleyma að hann er alltaf að kljást við sér miklu stærri menn.“ Þið lítið fyrst og fremst á þessa keppni sem reynslu, ekki satt? „Jú, ég geri það og forystumenn KKÍ era sem betur fer á sömu skoðun og ég. Þetta er í fyrsta sinn sem við komumst í þessa keppni og reynslan á eftir að reynast okkur dýrmæt í næstu Evrópukeppni. Þá viljum við heldur ekki koma „bak- dyramegin“ inn í milliriðil eins og nú, heldur verða annað af tveimur eða þremur liðum sem komast beint upp úr undanriðli. Að komast í þennan milliriðil, sem við erum að taka þátt í nú, er það besta sem ís- lenskt körfuboltalandslið hefur gert. Ég lék tæplega 160 landsleiki á sínum tíma og upplifði aldrei neitt því líkt sem strákamir eru að gera í dag; þá tókum við alltaf þátt í einhverjum túrneringum; lékum fjóra leiki á fjórum dögum og svo leið langur tími í þá næstu. Nú er þetta allt annað líf: einn leikur í einu og það er ótrúlega dýrmætt fyrir ungu strákana að kynnast andrúmsloftinu á leikjum eins og í Bosníu og Litháen; að leika fyrir framan mörg þúsund brjálaða áhorfendur. Annað sem hefur breyst er að íslenskt landslið miss- ir boltann mun sjaldnar nú en áð- ur. Við misstum boltann að meðal- tali 11 sinnum í leikjunum fyrir jól en átta sinnum í Bosníu og ellefu sinnum í Litháen, þannig að í þess- ari ferð var það fyrir neðan meðal- talið í hinum leikjum okkar í riðlin- um. Ég man eftir því að þegar Ein- ar [Bollason] var landsliðsþjálfari á sínum tíma var hann að berjast við að ná þessari tölu niður fyrir 20 í leik; tölurnar í dag segja því margt um bætta boltameðferð leikmanna háens til að lesa undir stærðfræðipróf í Tækniskólanum. og meira öryggi í sendingum.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson JÓN Kr. Gfslason notaðl tímann í ferðinni til Bosníu og Lit-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.