Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ KAPPAKSTUR ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 B 5 Silfurflaugar McLaren stungu aff í Melboume FINNINN Mika Hákkinen komst við er hann stóð á efsta þrepi verðlaunapallsins eftir fyrsta formúla-1 kappakstur ársins á sunnudag í Melbourne f Ástralíu. Hann tók forystu strax við rásmark- ið og virtist lengi vel ætla að fara með öruggan sigur af hólmi, en forystan gufaði upp er hann ók fyrir misskilning inn á bílskúrasvæðin á 36. hring af 58. Félagi hans, Skotinn David Coulthard, tók við forystu og hvarf úr augsýn en hægði á undir lokin og gaf frá sér sigurinn; leyfði Hákkinen að draga sig uppi og hleypti honum fram úr er tveir hringir voru eftir. „Heið- ursmannasamkomulag,“ sagði Coulthard en áhorfendum fannst sem þeir hefðu verið rændir. Voru komnir til að horfa á 58 hringja einvígi um sigur sem síðar kom í Ijós að samið hafði verið um að lyki í raun á fyrsta hring. McLaren-bílamir sýndu mikla yfirburði á æfingum og tíma- tökum á fostudag og laugardag og voru í sérflokki í sjálf- Ágúst um kappakstrinum. Ásgeirsson Ökuþórar liðsins skriter vissu hvert stefndi og lögðu á ráðin fyrir- fram. Þeir hófu keppni af fremsta rásmarki og til þess að færa liðinu hámarksfjölda stiga í keppni bílsmiða úr mótinu ákváðu þeir að slást ekki innbyrðis eftir fyrstu beygju. „Við höfðum samið um að sá okkar er yrði á undan inn í fyrstu beygjuna fengi að vera óá- reittur í forystu. Eg gekk að slíku því ég þóttist viss um að verða á undan Mika fyrir homið. En þegar mér var tjáð í talstöðina hvaða mis- tök höfðu átt sér stað og hann verið kallaður inn á bílskúrasvæðið fyrir misskilning ákvað ég eftir nokkra umhugsun að orð skyldu standa. Það tel ég að hafi verið drengi- legt,“ sagði Coulthard eftir keppn- ina. Hann bætti við að hann hefði því einungis komist í forystu að Hákldnen var ranglega kallaður inn til dekkjaskipta sem ekki áttu að eiga sér stað fyrr en nokkmm hringjum seinna. Keppnisstjórinn, Ron Dennis, varði gjörðir sinna manna og sagði að í næstu keppni, í Brasilíu eftir þrjár vikur, myndi sama regla gilda en eftir það hefðu þeir frítt spil og gætu slegist innbyrðis. Atvikið hefur valdið nokkru upp- námi og ekki þótt til þess fallið að bæta ímynd kappakstursíþróttar- innar. Deilt er á ráðabruggið því með því sé hægt að efast um að íþróttin snúist fyrst og fremst um einvígi einstaklinga um sigur og sæti. Spurt er m.a. um siðferði veð- mangara sem bjóða upp á veðmál þegar fyrir fram er ákveðið hver skuli vinna. Komist upp um slík at- vik í hestaíþróttum lenda knapam- ir venjulega í fangelsi. Sambæri- legt atvik átti sér stað í síðustu keppninni í fyrra, í Jerez á Spáni, er Coulthard var skipað að hleypa Hákkinen fram úr er nokkrir hringir voru eftir svo Finninn gæti sigrað. Sá atburður hvarf í fárinu sem hlaust af uppgjöri Kanada- mannsins Jacques Villeneuves og Þjóðarverjans Michaels Schumachers um heimsmeistara- tign ökuþóra. Lftil spenna Fyrir utan það er Hákkinen var að draga Coulthard uppi á síðustu hringjunum varð ástralski kappaksturinn eiginlega aldrei 7 m t B J -r/' j } li'P-.. m , m 1 Reuters FINNINN Mika Hákkinen komst við er hann tók við sigurlaunum fyrir fyrsta kappakstur ársins í Mel- bourne á sunnudag. Við hlið hans stendur Skotinn David Coulthard en þeir aka fyrlr McLaren sem hafði fáheyrða yfirburðl og komu báðir bílarnir f mark hring á undan öllum öðrum. Reuters MICHAEL Schumacher, fyrrverandi heimsmeistari, stendur yflr bfl sínum sem bræddi úr sér eftir 25 kflómetra af 305. spennandi. Svo fáheyrðir voru yfir- burðir McLaren-bílanna, að þegar upp var staðið höfðu þeir hringað alla keppinauta sína sem á annað borð komust í mark því 13 bílar af 22 gáfust upp á leiðinni. í því sam- bandi vakti mesta athygli að Mich- ael Schumacher varð að stöðva Ferrari-bíl sinn á sjötta hring er vélin bræddi úr sér. Heimsmeistar- inn frá 1994 og ‘95 er ekki vanur að sýna tilfinningar en er hann steig upp úr bíl sínum leyndu vonbrigðin sér ekki, hann hristi hausinn af gremju og fleygði stýrinu frá sér. Heimsmeistarinn Villeneuve átti heldur aldrei möguleika og varð fimmti. Williams-bíllinn stendur McLaren greinilega langt að baki þótt Þjóðverjinn Heinz-Harald Frentzen hafi orðið þriðji. Vil- leneuve játaði eftir keppnina að það væri ólíðandi niðurlæging að vera hringaður. Umdeilt bremsukerfi „Þeir flugu fram úr, það er ekki bara dekkjunum að þakka, þar kemur fleira til,“ sagði Villeneuve um yfirburði McLaren-bílanna. Með því víkur hann óbeint að um- deildu bremsukerfi þeirra. Fyrir helgi rituðu sex keppnislið með Ferrari í broddi fylkingar Al- þjóðakstursíþróttasambandinu (F- IA) bréf og fóru þess á leit að sam- bandið skýrði afstöðu sína til bremsukerfis McLaren sem liðin telja að brjóti í bága við reglur. Er um að ræða hátæknilegan raf- eindastýribúnað sem kemur í veg fyrir að hjólin læsist og gefur öku- þórnum jafnframt kost á að stjóma bremsun milli hjóla. Með því standa McLaren-bílamir betur að vígi við akstur inn í og út úr beygjum og mátti greinilega sjá í sjónvarpsútsendingu að þeir virt- ust í mun betra jafnvægi í beygj- unum og rásuðu ekki sem bílar keppinautanna. Sagði Hákkinen að bíllinn væri mun betri en í fyrra og þeir Coulthard gætu nánast valið að vild þá línu sem þeir ækju gegn- um beygjur. En fleira en bremsur virðast ráða yfirburðum McLaren og þurfa keppinautamir að bæta bíla sína mikið áður en þeir verða sam- keppnishæfir. FOLK ■ DAVID Coulthard, sem er Skoti, olli breskum kappakstursáhuga- mönnum vonbrigðum í Melbourne. Með því að hleypa Mika Hákkinen fram úr sér gaf hann ekki einungis frá sér sigur annað árið í röð og sinn fjórða í 59 mótum. Einnig bmstu með því vonir Breta um fimmta breska sigurinn í röð í Ástralíu. ■ HAKKINEN var vart hugað líf eftir harða ákeyrslu á vegg í ástr- alska kappastrinum 1995. Lá hann margar vikur milli heims og helju á sjúkrahúsi. Læknamir sem önnuð- ust hann komu í bílskúr McLaren fyrir upphaf keppni á sunnudag og heilsuðu upp á hann. Hákkinen vann sinn annan sigur í formúla-1 í Melboume, hinn fyrsta í Jerez á Spáni í október sl. ■ HAKKINEN hóf keppni í for- múlu-1 með Lotus árið 1991 en gekk til liðs við McLaren tveimur ámm seinna sem félagi Ayrtons Senna. Sá fór 1994 til Williams, hafði í raun sætaskipti við Coult- hard. ■ OLFVIER Panis hjá Prost-liðinu var sektaður um 2.500 dollara fyrir að yfirgefa bíl sinn án þess að taka hann úr gír eða losa kúplinguna eftir að hann snerist á brautinni í tímatöku. ■ DAMON Hill, heimsmeistari 1996, var sektaður um 1.000 doll- ara fyrir að aka of hratt á bílskúra- svæðinu. Þá þótti Michael Schumacher sem hann reyndi að halda aftur af sér í tímatökum og steytti hnefa til Hill er hann komst fram úr. „Ég get ekki gufað upp í hvert sinn sem Schumacher er í brautinni,“ sagði Hill og vísaði ásökunum um ódrengskap á bug. ■ HILL, sem keppir nú fyrir Jord- an, hafnaði í áttunda sæti og sagði að bæta þyrfti bílinn til að ná ofar. Hermt er að Jordan-Uðið sé að endurhanna hann. Aðeins níu bílar luku keppni og vom fjórir öku- mannanna breskir; Coulthard, Hill, Eddie Irvine hjá Ferrari sem varð fjórði og Johnny Herbert er varð sjötti á Sauber-bíl. ■ RON Dennis keppnisstjóri McL- aren brást illur við og sakaði keppi- nautana um óheiðarlegar njósnir er ljósmyndari, sem er mágur Willems Toets, loftaflsfræðings Ferrari, var staðinn að verki í bíl- skúr McLaren. Virðist það ekki vefjast fyrir Ferrari að beita vafasömum meðulum því í fyrra reyndist liðið stunda umfangsmikl- ar hleranir á fjarskiptum keppi- nautanna. ■ BRIDGESTONE hjólbarðafyrir- tækið fagnaði sínum fyrsta sigri á sunnudag eftir en Goodyear-barð- ar höfðu verið uhdir bílunum sem unnu 109 keppnir í röð þar á und- an. ■ JACQUES Villeneuve þótti sárt að verða hringaður. Sárari vora honum úrslitin þar sem hann tap- aði veðmáli við félaga sinn Heinz- Harald Frentzen um hversu langt þeir yrðu á eftir McLaren-bílunum. Frentzen hafði haldið því fram að McLaren myndi hringa Williams- bilana en heimsmeistaranum kok- hrausta þótti það fáránleg tilgáta og lagði fé undir. ■ NU er tækifærið komið fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í for- múla-1 kappakstri. McLaren hefur hannað og smíðað keppnisbíl með tveimur sætum og er ætlunin að leyfa hæstbjóðendum að kynnast kappakstri af eigin raun úr far- þegasætinu. Tekjumar munu renna til góðgerðarmála. ■ WTLLMMS-bílarnir vora þeir einu sem náðu lakari tímum í tíma- tökum í Melboume en í fyrra og þykja nýjar reglur sem áttu að draga úr ökuhraða ekki hafa skilað tilætluðum árangri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.