Morgunblaðið - 10.03.1998, Síða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 B 7
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR
HANDKNATTLEIKUR
Fyrirliðinn
upptekinn
GEIR Sveinsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins í handknatt-
leik, lék aðeins með í fyrsta leik
íslands í mótinu, meiddist þá lítil-
lega í fyrri hálfeik og kom ekki
meira við sögu. Geir horfði á
annan ieikinn og ætlaði að fylgjst
með þeim síðasta en var fenginn
til að afhenda Islandsmeisturum
5. fiokks verðlaun í Víkiiuii og
missti fyrir af fyrri hálfleiknum.
Skrautlegur
markvörður
LEONID Doroshenko einn
þriggja markvarða ísrael vakti
mikla athylgi fyrir klæðaburð í
upphitun. Hann er yfir tveir
metrar á hæð og talsverður um
sig. Fyrir hvem leik kom hann
kappklæddur til leiks með
hanska sem náðu upp á olboga.
Utan yfir þá klæddist hann öðm
pari. Þegar upphitun var lokið
afklæddist hann hönskunum og
æfingagöllunum og var aðeins á
stuttbuxum og stuttermabol í
markinu í leikjum. Þess má geta
að Doroshenko var þriðji mark-
vörður Sovétmanna á Olympíu-
leikunum í Seoul 1988.
60 mörk í
einum leik
EGYPTAR sigmðu á mótinu og
þeir gerðu eiimig flest mörkm,
85 talsins. Munaði þar miklu að
þeir gerðu 34 mörk er þeir unnu
Poi-túgal og 31 er þeir unnu ís-
land. Flest mörk voi-u gerð f leik
Egypta og Portúgala, 60 talsins,
en alls gerðu leikmenn 310 mörk
í mótinu. Það þýðir að 51,66
mörk vom gerð að meðaltali eða
að hvert lið hafi gert 25,8 mörk
að meðaltali í leik. Meðaltalið er
því 76,4 mörk skomð hjá hveiju
liði og komust. Portúgalar næst,
en þeir gerðu 76 mörk.
Rúnar rang-
feðraður
RÚNAR Sigtryggson, leikmaður
með Haukum, var rangfeðraður
á ieikskýrslum íslenska liðsins í
mótiuu. í öllum leikjum þess var
hann sagður Sighvatsson.
ísraelar
ánægðir
ÍSRAELAR fóm ánægðir frá ís-
landi enda lentu þeir í þriðja
sæti. Á sunnudaginn sigmðu þeir
Iið Portúgal 24:23 f spennandi
leik þar sem þeir höfðu undirtök-
in frá byijun þó svo Portúgölum
tækist fimm sinnum aö jafna.
Rom Sagi, markvörður ísraela,
varði 23 skot í leiknum en mark-
verðir Portúgals aðeins fimm
skot og þar má segja að munur-
inn hafi legið.
Neðsta liðið
vann efsta
EITT af þv/ sem fólki finnst
skemmtilegt við íþróttir er að þar
gerist stöðugt eitthvað óvænt.
Eitt af því óvænta í Olís-mótinu
var að neðsta liðið vann það efsta,
Portúgal vann Egyptaland 34:26,
og var það eini sigur þess. Portú-
gal hafði yfirhöndina allan leik-
inn en Egytum tókst tvívegis að
jafna, en komust aldrei yfir.
ÍSLENSKA landsliðið lék sinn
versta leik í langan tíma er það
beið lægri hlut fyrir Egyptum í
þriðja og síðasta leik sínum á
alþjóðlega Olís-mótinu á
sunnudaginn, lokatölur 31:22.
Þar með urðu Egyptar sigur-
vegarar á mótinu, unnu tvo
leiki og töpuðu einum rétt eins
og íslendingar sem höfnuðu í
öðru sæti. ísrael varð í þriðja
sæti og Portúgalir ráku lestina.
Það var ljóst strax í upphafi að
íslendingar myndu eiga í basli
með Egypta. Gegn framliggjandi
vöm gestana var íslenska liðið strax
í vandræðum. Það vildi til að Guð-
mundur Hrafnkelsson markvörður
náði sér vel á strik og varði 12 skot í
mgm fyrri hálfleik. Nægði
fvar það til þess að halda
Benediktsson íslenska liðinu í
skrífar humátt á eftir Egypt-
unum því ekki var
vamarleiknum fyrir að fara.
Síðari hálfleikur var bærilegur
fyrstu tíu mínútumar og tvö mörk í
röð með tíu sekúndna kafla nægðu
til að jafna, 15:15, og vonir stóðu til
að þetta væri upphafið að betri tíð.
En svo var ekki, Egyptar skomðu
hvert markið á fætur öðm. Gerðu
þeir alls 14 mörk úr 15 sóknum og
þegar á móti kom að sóknarleikur
Islands var bitlítill var ekki að sök-
um að spyrja. Þá bættist við að
nokkur dauðafæri íslenska liðsins
vom varin af ágætum markverði
Egypta, Ibrahem Mohamed. Skelfi-
legt varð að sjá leikreynda atvinnu-
menn íslands vera oft og tíðum eins
og kettlinga í höndum lipra Egypta
sem virtust ekki þurfa að hafa mikið
fyrir sigrinum. Smátt og smátt fjar-
aði undan leik íslenska liðsins og
gestimir fógnuðu öraggum sigri og
efsta sæti mótsins um leið.
Fyrir utan ágæta markvörslu
Guðmundar í fyrri hálfleik og á upp-
hafsmínútum þess síðari var fátt
annað jákvætt í leik íslands. Róbert
Sighvatsson var að reyna að vinna
fyrir samherjana í sókninni og gekk
oft ágætlega, en færin vom illa nýtt.
Sóknarnýtingin var 32% í fyrri hálf-
leik en 46% í þeim síðari.
Egyptarnir náðu að rífa sig upp
eftir dapran leik gegn Portúgal á
laugardaginn. Leikur þeirra var af-
slappaður og leikmenn hittu vel á
markið, ólíkt deginum áður þegar
fjölmörg skot rötuðu í stangimar.
Egyptar léku framliggjandi vörn
sem átti ekki að koma Islandi á
óvart en virtist eigi að síður gera
það. Sóknamýting þeirra var 41% í
fyrri hálfleik, 66% í síðari.
Kraftlítið gegn ísrael
Meiri kraft og ákafa vantaði í leik
íslenska liðsins er það mætti Israel
á laugardaginn. Fyrri hálfleikur var
slakur bæði í vörn og í sókn, en
heldur bættu heimamenn í seglin í
sókninni í þeim síðari og unnu 29:26
en ekki er hægt að segja að það hafi
verið með glæsibrag. Staðan í hálf-
leik var jöfn, 13:13.
ísraelsmenn voru yfir lengi vel í
fyrri hálfleik. Vörn Islands hélt illa
og markvarslan var slök. Israels-
menn byrjuðu á að leika 3:3 vörn,
framar en þeir gerðu kvöldið áður
gegn Egyptum. Enn á ný kom sú
vörn íslenska liðinu í opna skjöldu. I
síðari hálfleik komu íslensku leik-
mennirnir af meiri alvöru til leiks.
Náðu forystu og náðu að halda
henni þar til yfir lauk. Vöminni var
breytt úr framliggjandi vörn í 6:0
með ágætum árangri.
Morgunblðaðið/Golli
ÓLAFUR Stefánsson, sem hér er með knöttinn f leiknum gegn Egyptum, hefur oft leikið betur en á alþjóðlega mótinu í Laugardalshöll.
SOKNAR-
NÝTÍNG
nr-
ISLAND
Mörk Sóknir
13 26 50% F.h 13 26 50%
16 30 53% S.h 13 30 43%
29 56 52% Alls 26 56 46%
Langskot
Gegnumbrot
Hraðaupphlaup
Horn
Lína
Víti
„Vorum lélegir“
Eftir leikinn gegn ísrael, þar
sem ákveðið einbeitingarleysi
gerði vart við sig, var það von mín
að menn myndu ná sér betur á
strik í dag, en því miður tókst það
ekki,“ sagði Þorbjörn Jensson,
landsliðsþjálfari í handknattleik,
eftir níu marka tap fyrir Egyptum,
31:22.
„Vissulega setti það strik í
reikninginn hversu mörg dauða-
færi okkar vom varin, einkum í
síðari hálfleik. Þegar við leikum
illa er það til að gera illt verra að
fara illa með þau færi sem bjóðast,
en þetta lýsir e.t.v. einbeitingar-
leysinu. Þegar líða tók á leikinn og
munurinn var orðinn nokkur gáf-
umst við bara upp. Fyrir einbeit-
ingarleysinu er engin einfóld skýr-
ing til. í síðari hálfleik gáfumst við
hreinlega upp þegar á leikinn leið í
stað þess að reyna halda í fimm til
sex mörk. Við voram einfaldlega
lélegir."
Ekki átti framliggjandi vöm
Egypta að koma íslenska liðinu á
óvart, enda Egyptarnir þekktir
fyrir að leika þá varnaraðferð.
M.a. fékk íslenska liðið þá til að
koma hingað í heimsókn fyrir HM
í fyrra til þess að það mætti fá æf-
ingu í að leika gegn varnaraðferð
sem þessari. „Segja má að við höf-
um vitað það um leið og ljóst var
að Egyptar kæmu hingað til lands
á mótið að þeir myndu leika fram-
liggjandi vöm. Upp á síðkastið
höfum við verið að leysa ágætlega
að leika gegn þessari vamarað-
ferð, en nú fór allt í handskolum."
Þá segir Þorbjörn að synd hafi
verið að íslenska liðinu skyldi ekki
takast að færa sér góða mark-
vörslu Guðmundur Hrafnkelsson-
ar í nyt. „Yfirleitt þegar markverð-
imir verja vel hjá okkur verður
það til að aðrir leikmenn hrökkva í
gang en það varð því miður ekki
nú.“
Þú breytir liðimi ekkert þrátt
fýrir að allt gangi á afturlöppunum
í síðari hálfleik, hefði ekki verið
rétt að hleypa fleirum að?
„Eftir á að hyggja hefði ég átt
að leyfa öllum að spreyta sig. En
ég var lengi vel að vonast eftir að
við næðum að hrista af okkur slen-
ið og ná Egyptunum og einnig að
miklar breytingar í sókninni kosta
oft að leikurinn riðlast um stund
og mér fannst ég ekki geta tekið
áhættuna sem því fylgdi vegna
þess að ég var að vona það besta.
Þorbjörn sagði að mótið í heild
hefði hins vegar verið kærkomið.
„Þetta mót er fyrsti liðurinn í und-
irbúningi okkar fyrir undankeppni
HM og því gott að margt kom
fram sem við verðum að bæta því
það er of seint að snúa sér að því
þegar út í leikina í haust verður
komið. Hins vegar er ljóst að ég
ætla að reyna að taka jákvætt á
þeim hlutum sem betur mega fara
í leik okkar, en ekki mála skratt-
ann á vegginn.“
Hann sagði ennfremur að næstu
leikir yrðu hér í fyrri hluta maí en
þá kæmu Japanir og hefðu þeir
óskað eftir fimm leikjum. „Ef við
fömm eftir óskum þeirra ætla ég
að leika þrjá A-landsleiki og tvo
unglingalandsleiki. Síðan kemur
landsliðið aftur saman 8. júní og
verður þá saman í rúman mánuð
og við endum samverana á móti í
Egyptaland 5. til 10. júlí, ásamt
Rússum, Svíum, Frökkum, Þjóð-
verjum og heimamönnum."
SOKNAR-
NÝTING
9 28 13 29 22 57 32% F.h 11 45% S.h 20 39% Alls 31 27 41% 30 67% 57 54%
6 Langskot 11
3 Gegnumbrot 0
4 Hraðaupphlaup 7
2 Horn 1
4 Lina 6
3 Víti 6
Gaman að
vinna stórt
í Höllinni
SPÁNVERJINN Javier Garcia
Cuesta, þjálfari Egyptalands,
var að vonum ánægður með að
bursta Islendinga. „Það er
alltaf gaman að vinna og ekki
sakar að vinna stórt hér í Laug-
ardalshöll,“ sagði Questa eftir
leikinn. „Fyrsti leikur okkar
var allt í lagi en í öðrum leikn-
um [við Portúgal] lékum við
eins og viðvaningar, markvarsl-
an var engin og við gerðum
aragrúa af mistökum um allan
völl. I dag lékum við hins vegar
mjög vel og allir leikmenn voru
einbeittir frá fyrstu mínútu.
Leikskipulagið gekk líka upp.
Við lékum nokkuð framarlega í
vörninni og hún var talsvert op-
in og okkur tókst að halda
sóknum Islendinga í skeíjum.
Sókn okkar var mjög vel skipu-
lögð, menn leituðu að góðu
skotfæri og leikmenn luku
sóknunum af nákvæmni. Ég er
mjög ángæður með hvernig lið-
ið lék,“ sagði Javier Questa.
Stjarnan sigraði í
deildarkeppninni
LÍNUR eru farnar að skýrast í 1.
deild kvenna eftir að næstsíðasta
umferð deildarinnar fór fram um
helgina. Þó eru ekki öll kurl komin
til grafar en Ijóst er að Stjörnu-
stúlkur munu leika við Fram í
fyrstu umferð úrslitakeppninnar og
líklegt að Haukar fái Eyjastúlkur í
heimsókn. Óvíst er um aðra leiki og
úrslit helgarinnar breyttu litlu þar
um, Stjörnustúlkur lögðu Eyjastúlk-
ur að velli í Garðabænum í miklum
markaleik, 32:29, og fengu deildar-
meistarabikarinn afhentan að
leikslokum. FH vann Fram, 25:21, í
Safamýrinni, og að Hlíðarenda
hafði Valur betur gegn Víkingi,
24:20, en það var helst að 25:22
sigur Gróttu/KR á Haukum kæmi á
óvart.
jr
ASeltjamamesi byrjuðu stúlkumar í
Gróttu/KR vel og náðu strax forskoti
sem hefði getað orðið enn meira ef ekki
I hefði komið til bráðlæti í
Stefán stef- sóknarleiknum. Það var að-
ánsson skrífar eins frábær mai’kvarsla
Vigdísai’ Finnsdóttur í
marki Gróttu/KR, sem hélt heimastúlkum
í forystu. Hinir reyndu Hafnfirðingar
náðu um tíma yfirhöndinni en heimasæt-
urnar náðu sér aftur á strik, ekki síst eftir
að þjálfari Haukastúlkna tók reynda leik-
menn út af, lét meðal annars Judit Ez-
stergal sitja á bekknum meginhluta síðari
hálfleiks.
„Þetta var ljúfur sigur, sem fékkst með
baráttu en við erum loks komnar á skrið
og tókst að halda uppi bax’áttu heilan
leik,“ sagði Vigdís, markvörður og fyrii’-
liði Gróttu/KR, eftir leikinn en hún átti
stórleik og varði 23 skot. „Við emm loks
farnar að spila eins og Ágúst, þjálfari okk-
ar, vill en það hefur verið mildl pressa á
honum þótt hann hafi tekið við ágætu búi.
Miklar æfingar em að skila sér og þetta
er að smella saman hjá okkur - við emm
með lið, sem á að vera í toppbaráttunni.
Annars skulduðum við sigur eftir tap fyrir
Val - lið, sem við áttum að vinna.“
Hjá Gróttu/KR var, sem fyrr segir,
Vigdis best en Ágústa Edda Bjömsdóttir,
G. Þóra Þoi’steinsdóttir og Anna Steinsen
áttu ágæta spretti. í Haukum voru Auður
Herroannsdóttir og Harpa Melsteð góðar
til að byrja með en í síðari hálfleik tóku
Thelma Björk Árnadótth- og Tinna Björk
Halldórsdóttir við.
Enn tap hjá Fram
Framstúlkur byrjuðu vel á móti FH í
Safamýrinni en gestirnir úr Hafnarfirði
náðu að jafna, 11:11, fyrir leikhlé. Um
miðjan síðari hálfleik kom dapur kafli hjá
Fram sem FH-stúlkur nýttu sér til að
komast fimm mörk yfir. Það kostaði
Fram-stúlkur mikla vinnu að saxa á það
forskot en það tókst þeim engu að síður
því munui-inn fór í eitt mark, 21:22, þegar
3 mínútur vom eftir. En þá sögðu FH-
stúlkur hingað og ekki lengra og skomðu
þrjú síðustu mörkin.
Þrautseigja hjá Valsstúlkum
Valsstúlkur létu góða byrjun gesta
sinna úr Fossvoginum ekki slá sig út af
laginu, söxuðu jafnt og þétt á forskot Vík-
inga uns þær höfðu 13:12 í leikhléi, sem
var ekki síst slökum varnarleik Víkinga
um að kenna. Eftir hlé hélt Valur áfi-am,
sem frá var horfið og 24:20 sigur Vals
ekki ósanngjarn.
Markasúpa í Garðabæ
Áhorfendur í Gai’ðabænum á laugar-
daginn máttu hafa sig alla við að telja
möi’kin þegar Stjarnan fékk Eyjastúlkur í
heimsókn því þegar upp var staðið vom
mörkin fleiri en mínúturnar. Efsta lið
deildarinnar og bikarmeistarar, Stjarnan,
hafði 32:29 sigur og fékk deildarmeistara-
bikarinn afhentan eftir leikinn.
Garðbæingar náðu strax forystu en
gestirnir úr Eyjum létu ekki svo glatt
stinga sig af svo forskotið var eitt mark í
leikhléi, 15:14. En eftir hlé tóku Stjömu-
stúlkur leikinn í sínar hendur og ÍBV átti
aldrei möguleika á sigri. Eins og við er að
búast í svona mai’kaleik var lítið um vai’n-
arleik en samt stóðu markverðir fyrir sínu
og því var mikið um mörk eftir hraðaupp-
hlaup.
Egyptar
skutu ís-
land í kaf
GLÍMA
Þingeyingar
langsterkastir
Bikarglima íslands fór fram á
Laugum í Þingeyjarsýslu á
laugardaginn. Kaupendur slá hver
annan út í tveimur til þremm- viður-
eignum á leið sinni til úrslita. Keppt
var um fimm titla bikarmeistara og
af þeim hirtu heimamenn Þingey-
inga bróðurpartinn eða fjóra. Sífellt
bætast nýir glímumenn og -konur í
glímuhóp Þingeyinga, sem er ekki
fjölmennur en afar sterkur. Glíman
virðist standa föstum fótum nyrðra
nú sem fyrr.
Inga Gerða sigraði
Það var Inga Gerða Pétursdóttir
HSÞ sem sigraði í kvennaflokki.
Helstu keppinautar hennar vom fé-
lagi hennar Brynja Hjörleifsdóttir,
sem varð önnur, og Magnea Karen
Svavarsdóttir frá HSK, sem varð
þriðja. Sigur Ingu Gerðu er athygl-
isverður fyrir það að hún er aðeins
fjórtán ára og hefði því átt að keppa
í meyjaflokki ásamt Brynju, en þær
færðu sig upp um flokk til að veita
Magneu keppni. Inga Gerða er há-
vaxin og sterk og hefur án efa lært
ýmislegt af fóður sínum, Pétri
Yngvasyni, margföldum glímukóngi
Þingeyinga.
Arngeir varði titilinn
Glíman í karlaflokki var afar
spennandi því sjö kappar börðust
um bikarinn og engan veginn víst
hvemig fara myndi. Jón Birgir
Valsson KR náði góðri stöðu í und-
anúrslitum með því að slá út glímu-
kónginn, Ingiberg Sigurðsson Vík-
Arngeir Friðriksson
verja. Þurfti þrjár glímur áður en
sú viðureign var útkljáð og Jón þar
með kominn í úrslit. Hinum megin
áttust við Ólafur Sigui’ðsson HSK
og bikanneistarinn Amgeir Frið-
riksson HSÞ í undanúrslitum. Eftir
eitt jafnglími tókst Amgeiri að
leggja Ólaf og þar með hófst úrslita-
viðureign þeirra Jóns. Fyxri glíma
þessara kappa varð jafnglími. í
þeiiTÍ seinni var sterklega tekist á
og leitað margra bragða. Að lokum
skall Jón flatur eftir að hafa misst
af bragði og Arngeir varði því titil-
inn án þess að leggja Jón sjálfur.
Mátti varla sjá á milli þessara orku-
miklu glímumanna og ljóst að báðir
munu þeir seilast eftir Grettisbelt-
inu úr höndum Ingibergs 2. maí í
vor þegar Íslandsglíman fer fram.
Ólafur Sigurðsson náði þriðja sæti
eftir að hafa lagt Ingiberg tvívegis.
Ingibergur varð því fjórði. Glímu-
kóngurinn virtist illa upplagður og
kenndi um litlum nætursvefni fyrir
mótið, en hann starfar sem bakari.
„Eg kem bara betur undirbúinn
næst og vinn þetta,“ sagði Ingiberg-
ur að lokum og átti þá við lokamót
Landsglímu, sem verður 28. mars.
Bikai’glíman er eitt af mótum
Landsglímunnar og staðan í stiga-
keppni efstu manna er þannig að
Ingibergur og Jón Birgir hafa tólf
stig eftir þrjú mót en þeir Arngeir
og Helgi Kjartansson ellefu stig eft-
ir tvö og standa því betur.
Þingeyingar sterkir
I flokki sveina 14-15 ára sigraði
Jón Smári Eyþórsson HSÞ eftir
snarpa úrslitaviðureign við Þorra-
meistarann Andra Leó Egilsson
HSK. í flokki meyja sigraði Soffía
Björnsdóttir HSÞ, en hún mætti
Sesselju Bæringsdóttur KR í úrslit-
um. í flokki pilta 11-13 ára varði ív-
ar Sveinbjörn ívarsson KR titil sinn
eftir mjög spennandi úrslitaviður-
eign við Guðna Jensson HSK. Eftir
sitt hvorn sigúrinn í byrjun tókst
Ivari, sem er ári eldri, að leggja
Guðna á snarlegi’i sniðglímu. Þeir
vora langbestu menn í fjölmennum
flokki pilta.
BLAK
Best og efnilegust
VAL á bestu og efnilegustu leik-
mönnum 1. deildar karla og kvenna
í blaki var kunngjört í lokahófi BLI
á laugardagskvöldið og eru við-
komandi á myndinni að ofan; frá
vinstri: Matthías Haraldsson,
Þrótti N., sá efnilegasti í 1. deild
karla, Dagbjört Víglundsdóttir, ÍS,
best í 1. deild kvenna, Jóhanna
Gunnarsdóttir, Völsungi, sú efni-
legasta og Emil Gunnarsson,
Stjörnunni, besti leikmaður 1.
deildar karla.
Ennfremur voru veitt einstak-
lingsverðlaun fyrir helstu afrek
vetrarins. í karlaflokki náði
Búlgarinn Maryan Petrov, Þrótti
N. flestum skoruðum stigum í há-
vörn, en Emil Gunnarsson Stjörn-
unni skoraði flest stig úr smassi og
úr uppgjöfum en Maryan var stiga-
hæstur samtals.
í kvennadeildinni var Dagbjört
Víglundsdóttir, IS með flest skoruð
stig úr uppgjöf, Ingibjörg Gunn-
arsdóttir, IS með flest skoruð stig
úr hávörn en Birna Hallsdóttir var
með flest skoruð stig úr smassi en
Dagbjört var stigahæst samtals.
Stjarnan í úrslit
Eftir tvo síðustu leiki KA og
Stjöi-nunnar í 1. deild karla í blaki
um helgina vai’ð loksins ljóst hvað
lið mætast í undanúrslitaleikjum ís-
landsmótsins. Deildai’meistarai’
Þróttar mæta ÍS en Stjaman mætir
Þrótti Nes.
Lið KA átti góðan endasprett í
síðustu leikjunum og liðið setti veru-
lega pressu á Stjörnuna þegar liðið
skellti heimaliðinu 3:0 í Ásgarði á
fóstudagskvöldið. KA nægði því að
vinna 3:0 á laugardeginum til að
fryggja sér sæti í úrslitakeppninni
en sú ósk rættist ekki. Emil Gunn-
ai’sson fór mikinn í liði Stjörnunnar
á laugai’deginum og hi-einlega dró
sitt lið að landi í leiknum sem endaði
3:0 fyrir Stjörnuna sem hafnaði í
þriðja sæti fyrir vikið.
Deildarmeistai-ar Þróttar fengu
nafna sína úr Neskaupstað í heim-
sókn. Leikirnir skiptu ekki miklu
máli, Reykjavíkm-liðið hafði þegar
tryggt sér efsta sætið með afgerandi
hætti og úrslitin vora í samræmi við
það en þeir enduðu 3:1 og 3:0.
Norðurljósamótið
í skvassi
Ragnheið-
ur komst
lengst
íslendinga
SKANDINAVÍSKIR skvass-
spilarar voi-u sigui’sælir á
Norðurljósamótinu sem fram
fór í Veggsporti við Gullinbrú
um helgina, en mótið var nú
haldið í fjórða sinn og tókst
vel. Þrír í'slenskir spilarar
komust áfram eftir fyrstu um-
ferð. Það voru Kim Magnús
Nielsen sem vann Marius
Kjeldahl frá Noregi, Magnús
Helgason sem lagði Norð-
manninn John Garaer og Jök-
ull Jörgensen eftir sigur á
Hilmari Hilmarssyni. Þeir féll
allir úr leik í annarri umferð.
Ragnheiður Vfkingsdóttir
komst lengst af íslensku kon-
unum. Hún hafnaði í fjórða
sæti, tapaði leik um þriðja sæt-
ið fyrir Kirsten Omdal frá
Nox-egi, 3:0.
Anders Thoren frá Svíþjóð
sigraði í karlaflokki er hann
lagði Ðanann Carsten Vinter
3:0 í úrslitaleik. Thoren er
einn af betri skvassspilurum
Norðurlanda og er í kringum
50. sæti á heimslistanum. Elin
Blikra frá Noregi bar sigur úr
býtum í' kvennaflokki. Hún
lagði Mariu Feddern frá Dan-
mörku 3:0 í úrslitalcik.