Morgunblaðið - 19.03.1998, Síða 3
+
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 C 3
v
Reuters
VONBRIGÐI leikmanna Bayern Miinchen voru skiljanlega mikil í leikslok í
Dortmund í gærkvöldi enda líklegt að tapið hafi gert út um vonir liðsins á
að vinna einhvern titil á leiktíðinni. Hér er framherjinn Carsten Janker með
grátstafinn í kverkunum en Nevio Scala þjálfari Dortmund huggar hann.
liðsins, en hann var þá nýkominn inn á
sem varamaður. Markið skoraði hann eft-
ir hornspyrnu Brasilíumannsins Roberts
Carlos. Þriðja og síðasta markið kom á
89. mínútu og var það Femando Hierro
sem gerði það úr vítaspyrnu. Þetta mark
var huggun harmi gegn hjá Hierro, sem
missir af fyrri leiknum í undanúrslitum,
þar sem hann fékk gult spjald í leiknum,
en hafði fyrri í keppninni fengið annað
slíkt. Þetta var 600. mark Real Madrid í
Evrópukeppni.
„Lið Real Madrid er líklega það besta í
dag,“ sagði Christophe Daum, þjálfari
Leverkusen, að leikslokum. „Það er ekki
einungis skipað góðum leikmönnum, held-
ur leika þeir sem ein heild og uppskera
samkvæmt því.“
HANDKNATTLEIKUR /1. DEILD KARLA
Beláný aftur
markakóngur
Mikil spenna í lokaumferð 1 .deildar
karla sem fer fram í kvöld
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að
nngverski leikmaðurinn Zoltan Bel-
áný, hjá ÍBV, verði markahæstur í 1.
deildarkeppninni annað árið í röð. Þegar
ein umferð er eftir hefur Beláný skorað
161 mark, en næstur á
blaði kemur Sigurður
Sveinsson, HK, sem er
meiddur, með 151
mark. Ragnar Óskars-
son, IR, er í þriðja
sæti með 147 mörk og
þá kemur Valdimar
Grímsson með 137
mörk.
Það er spenna á
toppi og botni þegar
síðasta umferðin fer
fram í kvöld. Fjögur
lið geta náð efsta sæt-
inu. Fram með 65
-f
mörk í plús og KA með 68 mörk, standa
best að vígi, þá kemur Afturelding með
43 mörk og FH með 48 mörk í plús.
Stjarnan og HK berjast um áttunda
sætið í úrslitakeppninni og er staða HK
vænlegri, þar sem liðið
mætir Breiðabliki, en
Stjarnan leikur við
Aftureldingu í Mos-
fellsbæ. Það er ómögu-
legt að spá fyrir um
hvaða lið mætast í úr-
slitakeppninni.
Breiðablik er fallið,
en ÍR og Víkingur
verjast falli. Ef liðin
verða jöfn að stigum,
þurfa þau að leika
aukaleiki um fall. Röð
annarra liða ræðst hins
vegar af markamun.
Fj. leikja U J T Mörk Stig
FRAM 21 15 0 6 560: 495 30
KA 21 13 3 5 580: 512 29
UMFA 21 14 1 6 543: 500 29
FH 21 12 4 5 552: 504 28
VALUR 21 11 4 6 505: 475 26
HAUKAR 21 11 3 7 572: 537 25
ÍBV 21 11 2 8 586: 557 24
STJARNAN 21 10 0 11 539: 538 20
HK 21 8 2 11 519: 517 18
ÍR 21 5 2 14 510: 555 12
VÍKINGUR 21 5 1 15 500: 551 11
BREIÐABL. 21 0 0 21 453: 678 0
ÍÞRÓTTIR
KÖRFUKNATTLEIKUR
Jafnræði og
mikil spenna
ÚRSLITAKEPPNIN í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, DHL-deíldinni,
hefst í kvöld með tveimur leikjum og síðari tveir leikirnir í 8-liða
úrslitum verða annað kvöld. í kvöld leika Grindavík og ÍA annars
vegar og hins vegar KR og Tindastóll. Á morgun taka Njarðvíking-
ar á móti KFÍ og Haukar fá Keflvíkinga í heimsókn. Það lið sem
fyrr sigrar í tveimur leikjum kemst í undanúrslit og í þeim, og í úr-
slitunum, þarf lið að sigra í þremur leikjum til að hafa betur.
Forráðamenn og þjálfarar félag-
anna voru sammála um það á
blaðamannafundi í gær að sjaldan
eða aldrei hefði úrvalsdeildin verið
eins jöfn og spennandi og sögðust
menn því eiga von á skemmtilegri
og spennandi úrslitakeppni. „Eg
held það verði mikið fjör í úrslita-
keppninni í ár, ekki síst vegna þess
að liðin eru það jöfn að ógjörningur
er að segja fyrir um úrslit. Stuðn-
ingsmenn félaganna munu því ör-
ugglega fjölmenna til að hvetja sína
menn, eða það vona ég að minnsta
kosti. Ég held það megi enginn láta
þessa úrslitakeppni framhjá sér
fara,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson,
þjálfari Njarðvíkinga.
Það má segja að sex af átta liðum
í úrslitakeppninni séu svo gott sem
jöfn að stigum. Grindvíkingar urðu í
efsta sæti með 38 stig, tíu stigum
meira en næstu lið og í áttunda sæti
urðu Skagamenn með fjórum stig-
um minna en næstu lið fyrir ofan.
KR, Haukar og Njarðvík enduðu öll
með 28 stig og KFÍ, Keflavík og
Tindastóll urðu öll með 26 stig
þannig að jafnara getur það vart
verið.
Það er forvitnilegt að bera saman
þau lið sem mætast í átta liða úrslit-
unum og verður það gert hér á eftir.
Grindavík - ÍA
Miðað við tölulegar upplýsingar
úr DHL-deildinni í vetur er nokkuð
ljóst að Grindavík á að hafa betur í
viðureigninni við Skagamenn.
Grindavík fékk 16 stigum meira í
deildinni og sigraði í báðum leikjum
liðanna, 85:84 á Akranesi og 71:64 í
Grindavík. Grindvíkingar skora
mest í leikjum sínum, 90,5 stig að
meðaltali í leik, en Skagamenn
minnst, 76 stig að meðaltali, en þeir
nýta skot sín betur en Grindvíking-
ar, eru með 47,1% skotanýtingu en
UMFG 44,8%. Skagamenn hafa
hins vegar fengið 77,3 stig á sig að
meðaltali í vetur en Grindvíkingar
80 stig. Hvað fráköst varðar standa
Grindvíkingar betur að vígi, þeir
tóku 54,1% þeirra frákasta sem í
boði voru í leikjum þeirra í deildinni
en Skagamenn 51,4% og þarna
munar rúmum sex fráköstum í leik
að meðaltali.
Hjá Skagamönnum leikur Damon
Johnson 37 mínútur að meðaltali og
Bjarni Magnússon hefur leikið í
32,3 mínútur að meðaltali. Fjórir
leikmenn Grindvíkinga leika hins
vegar meira en 30 mínútur, Helgi
Jónas Guðfmnsson (35,9 mín.), Kon-
stantinos Tsartsaris (34,9), Walsh
Kvennalið Þróttar í Neskaupstað
hefndi ófaranna úr bikarúrslite-
leiknum á laugardaginn og skellti Is-
landsmeisturum IS, 3:1, í öðrum
undanúrslitaleik liðanna, 15:13,
11:15, 17:16 og 15:6 og liðin leika því
oddaleik á laugardaginn. Það var
mikil stemmning á Neskaupstað í
gærkvöldi og um 300 manns fylgdust
með leiknum, rúmlega 17% bæjar-
búa og þeir áttu sinn þátt í frábæru
Jordan (34,5) og Pétur Guðmunds-
son (31,1). Pétur og Johnson eru
þeir einu sem hafa verið í byrjunar-
liðum félaganna í öllum 22 leikjum
deildarinnar.
Talsverð breyting hefur orðið á
tölfræði Grindavíkurliðsins eftir að
Konstantinos Tsartsaris, Grikkinn
hávaxni, kom til félagsins. Áður en
hann kom tók liðið 69,1% varnar-
frákasta en tekur nú 71,0%. Tölurn-
ar í sóknarfráköstum eru 30,6% áð-
ur en 41,6% nú og úr 48,9% í 56,7%
alls í fráköstum. Áður varði liðið 0,7
skot að meðaltali í leik en núna eru
það 5,4 skot.
KR - Tindastóll
KR-ingar tala nú um fyrir og eft-
ir Jón og eiga við Jón Sigurðsson
þjálfara sem tók við liðinu um ára-
mótin. Þetta er ekki að ástæðulausu
því liðið hefur leikið mun betur eftir
að hann tók við og sigrað í 10 af 12
leikjum, en áður hafði það aðeins
sigrað í fjórum af tíu leikjum sínum.
Liðið skorar sex stigum meira að
meðaltali í leik og fá auk þess 8,7
stigum minna á sig í leik.
KR og Tindastóll unnu hvort sinn
leikinn er liðin áttust við í deildinni í
vetur, KR vann 76:68 á Sauðárkróki
í byrjun febrúar en Tindastóll vann
67:66 er liðin mættust á Nesinu í
byrjun nóvember. Hið nýja íþrótta-
hús á Sauðárkróki, sem tekið var í
notkun í haust, virðist ekki nýtast
félaginu eins vel og það gamla því
Tindastóll hefur sigrað í sex leikjum
heima en í sjö á útivelli. Skotanýt-
ing Tindastólsmanna í heimaleikj-
um í vetur er 48,2% en er 49,8% á
útivelli, vítanýtingin er 65,0% heima
en 67,5% úti og skotanýting
mótherjanna er 45,7% á Sauðár-
króki en 44,0% þegar liðið leikur á
útivelli. Hlutfall frákasta er 50,2% á
heimavelli en á útivelli taka Tinda-
stólsmenn 57,7% frákasta sem í boði
eru.
Tindastóll fékk fæst stigin á sig í
vetur, tveimur færri en Haukar, og
mótherjarnir gerðu aðeins 75,3 stig
að meðaltali gegn þeim. Torrey
John er einn þriggja leikmanna sem
leikur meira en 30 mínútur, en hann
leikur ekki með í úrslitakeppninni. í
hans stað er kominn Nate Taylor.
Hinir sem leika meira en 30 mínút-
ur eru Sverrir Þór Sverrisson (31,4)
og Arnar Kárason (30,1). Hjá KR er
það aðeins Keith Vassel (34,6 mín.)
sem leikið hefur meira en 30 mínút-
ur að meðaltali í vetur. Enginn leik-
maður hefur verið í byrjunarliði í
öllum 22 leikjunum.
gengi Þróttarastúlkna. „Þetta var
yndislega ljúft. Við sýndum að við
getum alveg unnið þær. Við lögðum
áhersluna á að pressa uppgjafirnar
stíft og það gekk vel. Ég verð að
þakkað áhorfendum stuðninginn, en
þeir voru hreint út sagt frábærir,“
sagði Petrún Jónsdóttir, fyrirliði
Þróttar, en hún ásamt Sesselju Jóns-
dóttir og Miglenu Apostolovu voru
bestu menn liðsins.
Haukar - Keflavík
Haukar sigi-uðu með einu stigi í
báðum leikjum félaganna í deild-
inni, 68:67 í Hafnarfírði og 87:86 í
Keflavík og því greinilegt að viður-
eignir liðanna verða jafnar og
spennandi. Haukar fengu 75,5 stig á
sig að meðaltali í vetur en Keflvík-
ingar 85,3 stig. Á móti kemur að
Keflavík skoraði 89,2 stig að meðal-
tali en Haukar 83,6. Fleira bendir
til þess að vörn Hauka sé góð, því
skotanýting mótherja þeirra í leikj-
um gegn Haukum er 43,2%, sem er
það lægsta í deildinni, en mótherjar
Keflvíkinga hittu úr 50,1% skota
sinna í leikjum við liðið.
Haukar tóku 75% frákasta sem í
boði voru í vörninni en Keflvíkingar
68,1% og í sókninni taka Haukar
42,2% frákasta, og eru á toppnum
þar, en Keflvíkingar 32,6%. Og enn
eitt dæmið um vörn Hauka: liðið er í
efsta sæti hvað villur varðar, fékk á
sig 21,5 villur að meðaltali í leik.
Skotanýting liðanna er svo til
jöfn, en Keflvíkingar hafa vinning-
inn í vítaskotum, hitta úr 73,8%
vítaskota og þar eru fremstir þeir
Gunnar Einarsson með 97% nýt-
ingu og Guðjón Skúlason með 93,3%
nýtingu.
Tveir leikmenn hafa verið í byrj-
unarliði félaganna í leikjunum 22 í
vetur, Sherick Simpson í Haukum
og Guðjón Skúlason úr Keflavík.
Allt sem hér er sagt miðar við að
úrslit leiks KFÍ og Hauka, sem KFÍ
vann með einu stigi, standi. Haukar
kærðu, töldu að gleymst hafi að láta
þá fá eitt stig og því hefði leiknum í
raun lyktað með jafntefli og því
hefði átt að framlengja. Dómstóll
vestri dæmdi KFÍ í hag og dómstóll
KKÍ tekur niálið fyrir í dag.
Njarðvík - KFÍ
Staðan eftir tvo leiki liðanna í
deildinni í vetur er 1:1. KFÍ vann
94:86 um miðjan desember á ísa-
firði en Njarðvík hafði betur, 93:74,
í Njarðvík fyrir rúmri viku. ísfirð-
ingar hafa staðið sig vel í vetur, léku
til úrslita í bikarkeppninni og
greinilegt að þar vestra voru menn
ekki með hugann við að halda sér
bara í deildinni, markmiðið var sett
hærra.
Mikil fastheldni er hjá ísfirðing-
um, því þeir hafa verið með sama
byrjunarliðið í 19 leikjum og fjórir
leikmenn hafa leikið meira en 30
mínútur að meðaltali í vetur, David
Bevis (39,8), Marcos Salas (37,7),
Friðrik Stefánsson (36,8) og Olafur
Jón Ormsson (31,2).
Tölulegur samanburður á liðun-
um sýnir að þau eru ansi jöfn. Þar
sem helst skilur á milli er að Njarð-
vík er með 74,9% vítanýtingu en
KFÍ 67,3%. Njarðvíkingar hafa ver-
ið á góðri siglingu að undanförnu,
sigrað í átta af síðustu níu leikjum
og virðast vera að sækja í sig veðrið
á öllum sviðum.
Miklar mannabreytingar urðu
hjá félaginu fyrir tímabilið og það
hefur tekið sinn tíma að hrista það
saman á ný og sést það ef til vill
hvað best á því að 12 leikmenn hafa
átt sæti í byrjunarliði félagsins
þrátt fyrir að þrír leikmenn hafi
verið í byrjunarliðinu í öllum leikj-
unum 22. Þetta eru þeir Teitur Ör-
lygsson, Friðrik Ragnarsson og Páll
Kristinsson.
Hjá ísfirðingum eru einnig þrír
leikmenn sem hafa verið í byrjunar-
liði í öllum leikjunum, David Bevis,
Marcos Salas og Baldur Jónasson.
Sjö leikmenn hafa átt sæti í byrjun-
arliðinu þannig að það hefur oftast
verið eins skipað.
BLAK
ÍS tapaði eystra