Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 4
Bergkamp í þriggja leikja bann HOLLENDINGURINN Dennis Bergkamp, sóknarleikmaður Arsenal, fer í þriggja leikja bann, eftir að hann var rekinn af leikvelli á 33. mfn. fyrir að gefa Steve Lomas, fyrirliða West Ham, olnbogaskot í and- litið í bikarleik liðanna, eftir að Lomas togaði í peysu hans. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, segir að þetta bann komi á versta tíma, þvf að hann þarf á öllum sínum mönnum að halda í lokabar- áttunni í deild og bikar. „Ég gerði rangt, er mjög leiður að þetta hafi gerst,“ sagði Berg- kamp, sem bað félaga sína af- sökunar og skammast sín fyr- ir framkomuna. Hann missir af undanúrslita- leiknum gegn Ulfunum á Villa Park 5. apríl og tveim- ur deildarleikj- um, gegn Bolton 31. mars og Newcastle 11. apríl. West Ham réð ekki við aðeins tíu leikmenn Ar- senal í 90 mín. Fyrirliðinn Tony Adams skoraði sigur- mark Arsenal, 4:3, í víta- spyrnukeppni, þar sem Aust- urríkismaður- inn Alex Mann- ingen, hinn ungi mark- vörður liðsins, 20 ára, varði eina spyrnu. „Alex hefur staðið sig frá- bærlega að undanförnu og á hól skilið," sagði Martin Keown um fé- laga sinn. Þess má geta til gamans að þegar Alex kom til Ar- senal sl. sumar, sagði hann að hann myndi gefa David Seaman tvö ár, áður en hann tæki stöðuna frá honum. Margir eru þeirrar skoðunar að Seaman, sem hefur verið meiddur, eigi erfitt með að vinna sæti sitt aftur og hefur Glenn Hoddle, landsliðsþjálf- ari Englands, áhyggjur, þar sem hann er besti markvörð- ur Englands og mun verja mark Englendinga í HM í Frakklandi. Hann hefur rætt við Wenger, sem var þjálfari hans hjá Mónakó um árið. Wenger hefur sagt Hoddle að hafa ekki áhyggjur, Seaman fari aftur í markið, þannig að hann verður í Ieikæfingu þeg- ar HM byijar. Manningen segir að hann sætti sig við að víkja fyrir Seaman. „Hann er besti markvörður í heimi, en ég Iofa einu - ég hef ekki sagt mitt síðasta orð, kem aftur.“ Seaman segist ætla að vera aðalmarkvörður Arsenal næstu árin, hann eigi eftir þijú ár af samningi sínum. Andy Kelly, markvörður Sheff. Utd., varði þrjár víta- spyrnur er liðið lagði Coventry í vítaspyrnukeppni, 3:1. Sheff. Utd. mætir Newcastle í undanúrslitum á Old Trafford. Tveir stjórnarmenn Newcastle sakaðir um kvennafar og peningabruðl Hlutabréf í Newcastle stóriækka í kjölfarid GENGI hlutabréfa í knatt- spyrnufélaginu Newcastle United hefur stórlækkað eftir að tveir forystumenn þess voru bornir sökum um kvennafar og peningabruðl. Douglas Hall, forseti Newcastle, og Freddy Shepherd, stjórnarmaður liðs- ins, liggja undir þungum ásök- unum um að hafa eytt gríðar- legum fjármunum í kvenfólk og skemmtanir. Samtal þeirra Halls og Shepherds var hljóð- ritað á ferð þeirra til Spánar og birt i breskum götublöðum. ÆT Ahljóðrituninm gerðu þeir grín að stuðningsmönnum liðsins fyrir að kaupa keppnisbúninga liðsins dýru verði, gortuðu af því hve marg- ar konur þeir hefðu komist yfir, sögðu Alan Shearer, leikmann liðs- ins, leiðinlegan og sögðust hafa selt Andy Cole til Man. Utd. fyrir metfé vitandi að hann væri meiddur. Þá líktu þeir konum í Newcastle við hunda. Bresku götublöðin hafa verið iðin við að birta fréttir af málinu en það hefur skaðað félagið gríðarlega. Talið er að verðgildi hlutabréfa í því hafí lækkað um 720 milljónir ís- lenskra króna. Stjórnarmenn biðjast afsökunar 1 Stjómarmennirnir tveir, Shepherd og Hall, báðust í gær af- sökunar á ummælum sem höfð vom eftir þeim í bresku blaði um helgina. Stjóm félagsins sagði í yfirlýsingu að ekki yrði gripið til frekari aðgerða vegna málsins að svo stöddu. Ævareiðir fylgismenn Newcastle kröfðust afsagnar stjórnarmannanna tveggja. í sameiginlegri yfirlýsingu Shepherds og Halls biðjast þeir af- sökunar á þeim óþægindum sem málið hefur valdið. Einnig segir þar að þeir sem þekki tvímenningana geri sér grein fyrir að umrædd um- mæli, sem þeim em eignuð, séu á skjön við skapgerð þeirra. Newcastle United Plc gaf einnig út yfirlýsingu þar sem segir að óháðir stjómarmenn, sem stjómin hafi beðið um að skoða málið, telji óráðlegt að grípa til aðgerða að svo stöddu, þar sem verið sé að kanna lagalega stöðu stjómarmannanna tveggja Jóhannes til Glasgow Rangers JÓHANNESI Karli Guðjóns- syni, knattspyrnumanni frá Akranesi, hefur verið boðið að æfa með skoska liðinu Glasgow Rangers í viku til tíu daga. Jóhannes er 17 ára og sonur Guðjóns Þórðarsonar landsliðsþjálfara. Ekki er ákveðið hvenær Skagamaður- inn ungi fer til Skotlands. Reuters DÓMARINN Mike Reed rekur Dennis Bergkamp af leikvelli í bikarleiknum á Upton Park. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Michael Jordan gerði gæfumuninn Iichael Jordan átti mjög góðan leik fyrir Chicago Bulls sem vann Indiana Pacers 90:84 á útivelli í NBA-ddldinni í körfuknattleik í fyrr- inótt. Hann skoraði 36 stig, hitti úr 14 af 28 skotum sínum og skoraði fjögur síðustu stig leiksins. Þegar sex mínút- ur vom eftir hafði Indiana yfir 81:78, en síðan komu sex stig í röð frá Bulls. Ron Harper og Toni Kukoc gerðu 17 stig hvor og Dennis Rodman tók 19 fráköst. Chris Mullin var atkvæða- mestur í liði heimamanna með 18 stig. „Ég tel það mjög líklegt að við mætum Indiana í úrslitakeppninni," sagði Jordan. „Við höfum sýnt og sannað að við getum leikið vel á móti bestu liðunum, hvort sem þau eru í toppsætunum í austur- eða vestur- deildinni. Houston vann fjórða leikinn í röð er Milwaukee kom í heimsókn, 96:91. Clyde Drexler gerði 15 stig í leiknum og fór þar með yfir 22.000 stiga múr- Michael Jordan inn. Matt Maloney var með 19 stig og Hakeem Olajuwon 18 fyrir Houston. Armon Gilliam og Ray Allen gerðu 20 stig hvor fyrir Milwaukee. Boston Celtic tapaði fimmta leikn- um í röð og nú fyrir Dallas á útivelli 99:93. Chris Anstey gerði 26 stig fyr- ir Dallas og Khalid Reeves 20. Antoine Walker var stigahæstur í liði Boston með 23 stig og Ron Mercer gerði 18. Steve Smith gerði 21 stig fyrir Atlanta sem vann Toronto á útivelli 117-105 og var þetta sjötti sigur liðs- ins í síðustu sjö leikjum. Mookie Blaylock náði fyrstu þrennunni í þrjú ár, gerði 10 stig, tók 11 fráköst og átti 12 stoðsendingar. Doug Christie var langbestur í liði Toronto og gerði 30 stig. New York Knicks sigraði Phila- delphiu 100:96 á heimavelli. Allan Houston gerði níu af 31 stigi sínu á síðustu þremur mínútum leiksins. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.