Morgunblaðið - 07.04.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.04.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1998 B 9 KNATTSPYRNA Juve stöðvaði sigurgöngu Lazio JUVENTUS stöðvaði sigur- göngu Lazio á sunnudaginn en þá mættust liðin í ítölsku 1. deild- inni. Það var markahrókurinn Fil- ippo Inzaghi sem gerði eina mark leiksins á Ólympíuleikvanginum í Róm. Þar með endurheimti Juve efsta sætið, en Inter hafði skotist þangað í nokkrar klukkustundir eftir sigur á Sampdoria. Lazio hefur verið á mikilli sigl- ingu og fyrir leikinn á sunnudaginn hafði liðið leikið 24 leiki án þess að tapa. Eftir fremur daufan fyrri hálfleik þar sem Lazio var betra liðið, náði Juve forystu á 60. mínútu þegar Inzaghi gerði sitt 15. mark í deildinni, skallaði í netið úr miðjum vítateig eftir hornspyrnu. Juventus er einu stigi á undan Inter en liðin leika í Tórínó sunnudaginn 26. apr- fl. Það má segja að með tapinu séu vonir Lazio um meistaratitil úr sög- unni, en liðið varð síðast meistari 1974. Sigur hefði þýtt að Lazio hefði verið stigi á undan Juve, en þess í stað er Juve fimm stigum á undan þegar sex umferðir eru eftir. „Við lékum vel, en mikflvægi sig- ursins kemur aðeins í ljós ef við vinnum Piacenza um næstu helgi,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari Juve, eftir sigurinn. Lazio náði sér ekki á strik eftir markið, ekki heldur eftir að Sven- Göran Eriksson, þjálfari liðsins, sendi tvo sóknarmenn inná undir lokin til að freista þess að jafna. Lazio hafði leikið í 745 mínútur án þess að fá á sig mark þegar Inzaghi skoraði. Rétt undir lok leiksins munaði þó ekki miklu að Lazio tæk- ist að jafna. Diego Fuser átti snaggaralegt skot og boltinn fór í varnarmann en Peruzzi, markvörð- ur Juve, bjargaði meistaralega. „Lazio átti ekki skilið að tapa. Við lögðum okkur alla fram og vor- um ekkert síðri en Juve, þar tfl Nedved var rekinn útaf,“ sagði Eriksson eftir tapið. Inter vann Sampdoria 3:0 með mörkum Benoit Cauets og Luigi Sartors, sem skoruðu með tveggja mínútna millibili, og Ronaldos. Sampdoria var mun betra fyrir hlé en tókst ekki að skora og voru áhangendur Inter mjög óhressir með frammistöðu sinna manna. „Það er mikilvægt að sigra, sér- staklega á þessum árstíma þegar sígui- á seinni hlutann. Þá er mikil spenna í öllum leikjum og allt getur gerst," sagði Luigi Simoni, þjálfari Inter. Fyrsta mark Inter kom eftir frábæran undirbúning Ronaldos, hann splundraði vörn Sampdoria og sendi síðan boltann til Cauets sem skoraði. Ronaldo gerði síðasta mark leiksins og hefur nú gert 19 mörk í deildinni eins og þeir Oliver Bierhoff hjá Udinese og Alessandro Del Piero hjá Juvent- us, en þeir eru markahæstir á ítal- íu. Eusebio Di Francesco tryggði Roma sigur á Atalanta og eru Róm- verjar í fjórða sæti deildarinnar þar sem Udinese tapaði öðrum leiknum í röð. Rómverjar voru ekkert að tvínóna við hlutina og skoruðu eftir þrjár mínútur, en Atalanta hafði ekki fengið á sig mark á heimavelli síðan 18. janúar. Leikmenn Atalanta reyndu eins og þeir gátu að jafna og sóttu hart að marki Rómverja og eitthvað hlaut að láta undan. Boltinn vildi ekki inn og Michael Konsel, markvörður Roma, varð að yfirgefa völlinn með tvo fingur brotna eftir samstuð við Marco Sgro. Bologna gerði út um leikinn við Udinese á fjórum fyrstu mínútun- um, fyrst Rússinn Igor Shalimov eftir 30 sekúndur og síðan landi hans Igor Kolyvanov úr vítaspyrnu eftir fjórar mínútur. Reuters ALEN Boksic, króatíski framherjinn frábærí hjá Lazio, með knöttinn í leiknum gegn Juventus en Frakkinn Zinedine Zidane, potturinn og pannan í spili efsta liðsins, sækír að honum. Hollendingurinn Edgar Davids er í baksýn. Barcelona að stinga af BARCELONA jók forskot sitt í spænsku deildinni upp í átta stig með 2:1 sigri á Oviedo því á sama tíma gerði aðalkeppinauturinn, Real Ma- drid, aðeins jafntefli við At- hletic Bilbao í slökum leik. Barcelona hefur nú 64 stig úr 31 leik en Madrídarbúar eru með 56 stig þrátt fyrir að hafa leikið einum leik fleira, en alls leika Spánverjar 38 umferðir í 1. deildinni. Luis Enrique Martinez gerði sitt 17. mark á leiktíð- inni er hann kom Barcelona á bragðið á 32. mínútu. Eftir að hafa fengið sendingu frá Albert Ferrer vippaði hann yfir markvörð Oviedo, Esteb- an Andres, af stuttu færi. Níu mínútum síðar var annar markahrókur Barcelona á ferðinni, Rivaldo, er hann gerði sitt 18. mark á keppnis- tímabilinu. Hollendingurinn Michael Borgarde minnkaði muninn á 68. mínútu fyrir Ovideo er hann skoraði sjálfsmark án þess að Ruud Hesp, markvörður og sam- verkamaður, fengi rönd við reist. Barcelona leikur í kvöld við Real Betis í Sevilla, viðureign sem frestað var í desember. Man. Utd. á réttri leið MEISTARAR Manchester United gerðu góða ferð til Blackburn í gær og unnu heimamenn 3:1 á Ewood Park. Þar með er United með sex stiga forystu á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Lundúnarliðið á þrjá leiki til góða. CHRIS Sutton gerði 17. deild- armark sitt á tímabilinu, skor- aði úr vítaspyrnu fyrir Blackburn eftir liðlega hálftíma leik, en Gary Neville var brotlegur, togaði Da- mien Duff niður i teignum. Andy Cole lék 100. leik sinn fyrir United og jafnaði með glæsilegu marki snemma í seinni hálfleik, lék á varnarmanninn Stephan Henchoz hægra megin í teignum og renndi boltanum í hornið fjær niðri með vinstri fæti. 23. mark kappans á tímabilinu en hann hafði reyndar aðeins gert eitt mark í síðustu 12 úrvalsdeildarleikjum. Þegar lið- lega stundarfjórðungur var til leiksloka náði David Beckham að senda fyrir mark heimamanna frá hægri. Boltinn fór til Pauls Scho- les, sem var í línu við fjærstöng, í hnéð á honum og þaðan í netið. Ekki beint glæsilegt en mikilvægt fyrir United. Beckham innsiglaði síðan sigurinn með marki á síðustu mínútu. Arsenal og Liverpool léku ekki í deildinni um helgina, en baráttan um sæti í Evrópukeppninni heldur eigi að síður áfram á meðal þeirra sem fyrir neðan eru. Kapphlaupið á milli Chelsea og Leeds um fjórða sætið heldur áfram en bæði liðin höfðu betur í viðureignum sínum með eins marks mun. I botnbarátt- unni bar það helst til tíðinda að Tottenham og Everton gerðu jafn- tefli eins og Wimbledon og Bolton. Leeds heldur enn í vonina um að komast í Evrópukeppnina á næstu leiktíð. Með 2:1 sigri á Barnsley er sú von alls ekki óraunhæf, en það var enginn glæsileiki yfir sigrinum því sigurmarkið var sjálfsmark Adrians Moses tíu mínútum fyrir leikslok. Enn eina ferðina lauk Barnsley leik einum færri þvi Búlgarinn Georgi Hristov var rek- inn af leikvelli á síðustu mínútunni, en áður en til þess kom hafði hann náð að skora eina mark liðsins, jafn- aði skömmu fyrir leikhlé. „Barnsley hefur leikið ágætlega í síðustu umferðunum og staða liðs- ins væri allt önnur hefði liðið leikið svona í fyrri hluta mótsins," sagði George Graham, knattspymustjóri Leeds eftir leikinn. Leikmenn Chelsea heimsóttu Derby á sunnudaginn og gerði Gi- anluca Vialli sjö breytingar á liði sínu frá því sem tók þátt í leiknum við Vicenza í Evrópukeppni bikar- hafa á fimmtudaginn. Einn þeirra sem kom inn í hópinn var John Harley, 18 ára gamall piltur. Hann lagði upp sigurmarkið sem gamli refurinn Mark Hughes gerði með skalla á 37. mínútu. Roberto di Matteo var næm því að auka mun- inn í fyrri hálfleik er skot hans frá miðju fór í'étt framhjá, en skotið tók hann eftir að Russell Hoult hafði hætt sér langt út úr marki sínu. Þetta var þriðja tap Derby í röð í deildinni og þar með hafa vonir um sæti í Evrópukeppninni orðið að engu. Derby er nú í 8. sæti deildar- innar með 45 stig, en Chelsea er í fjórða sæti, hefur 51 stig eins og Leeds, en er með hagstæðara mai-kahlutfall. Everton heimsótti Tottenham á White Hart Lane en þar hefur lið- inu ekki tekist að sigra í tólf og hálft ár. Þegar síðhærður franskur leik- maður skorar á White Hart Lane fagna heimamenn venjulega því þá er það David Ginola sem á í hlut. En á laugardaginn fógnuðu heimamenn ekki þegar síðhærður franskur leik- maður skoraði á 24. mínútu, því það var Michael Madar, leikmaður Everton, en ekki Ginola. Chris Armstrong gerði vonir Liverpool- liðsins um að sigra loks á White Hart Lane að engu er hann jafnaði á 74. mínútu og þar við sat. Stigin, og tap Bamsley, þýða að Everton er þremur stigum frá fallsvæðinu og Tottenham fjórum, en útlitið er döklrt hjá Barnsley. „Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn. Við vörðumst mjög vel og Armstrong var réttur maður á réttum stað. Nú er hver leikur hjá okkur eins og bikarúrslitaleikur," sagði Howard Kendall, knatt- spyrnustjóri Everton, eftir jafn- teflið. „Madar er markaskorari, það fer ekkert á milli mála því hann hef- ur skapað sér ágæt færi í öllum leikjum okkar,“ sagði Kendall um markaskorarann. PSG bjargaði tímabilinu LEIKMENN PSG björguðu leiktiniabilinu fyrir sig og fé- lagið með því að sigra í deild- arbikarkeppninni. PSG vann Bordeaux í vítaspyrnukeppni eftir að staðan hafði verið 1:1 eftir 90 mínútna leik og 2:2 eftir framlengingu. Brasihska varnarmannmum Paulo Gralak og franska sókn- armanninunt Jean-Pierre Pap- in tókst ekki að skora úr sín- um vítaspymum, en þeir vom fyi-stir til að spyrna fyrir Bor- deaux. Leikmenn PSG skor- uðu hins vegar úr öllum sínum spymum og fögnuðu sigri. Papin skoraði glæsilegt mark í framlengingu en skaut yfir í vítakeppninni. Vincent Fernandez, markvörður PSG, varði hins vegar frá Gralak. Það virðist henta Bordeaux illa að leikir endi í víta- spymukeppni því liðið tapaði einnig í úrslitum í fyrra, þá fyrir Strassborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.