Morgunblaðið - 07.04.1998, Blaðsíða 12
Elva Rut Jónsdóttir Norðurlandameistari á jafnvægisslá
„Hef nálgast titil-
inn jafht og þétt“
Strákarn-
ir töpuðu
UNGLINGALANDSLIÐ ís-
lands í knattspyrnu skipað leik-
raönnum 18 ára og yngri tapaði
3:2 fyrir landsliði ítala í íyrstu
umferð alþjóðlegs móts sem
hófst á Ítalíu í gær. Keilvíking-
urinn Þórarinn Kristjánsson
jafnaði tvisvar í fyrri hálfleik en
heimamenn gerðu sigurmarkið í
byrjun seinni hálfleiks.
Belgía vann San Marínó 3:0
en í hinum riðlinum leika
Bandaríkin, Sviss, Noregur og
Wales.
Elva Rut Jónsdóttir úr Björk í
Hafnarfirði varð Norðurlanda-
meistari í keppni á jafnvægisslá á
Norðurlandamótinu í fimleikum
sem fór fram í Ósló um helgina.
Þetta er í fyrsta sinn sem Islend-
ingur verður Norðurlandameistari
í kvennaflokki í fimleikum en Elva
Rut varð auk þess í þriðja sæti í
gólfæfingum og í fjölþraut en í
fimmta sæti í keppni á tvíslá.
„Eg stefndi að því að komast í
úrslit í keppni á slá og tvíslá og
mér líður vel,“ sagði Norðurlanda-
meistarinn við Morgunblaðið, sem
fékk 8,4 í einkunn fyrir æfingamar
á jafnvægisslánni, 8,4 fyrir gólfæf-
ingarnar, 7,75 fyrir æfingar á tvíslá
en 33,225 stig í fjölþraut. „Mér
mistókst aðeins á tvíslánni og varð
því að standa mig betur í næstu
grein, sem var jafnvægissláin. Síð-
ast var ég í öðru sæti en tvö skiptin
þar á undan í því þriðja þannig að
ég hef nálgast titilinn jafnt og þétt.
Sigurinn veitti mér aukið sjálfs-
traust og ég var afslöppuð í gólfæf-
ingunum."
Elva Rut, sem er á þriðja ári í
Flensborg sagði að ekki væri hægt
að bera árangurinn saman við önn-
ur mót. „Dómgæslan var ströng og
ekki er hægt að bera árangurinn
saman við mót heima eða annars
staðar. Hins vegar hvetur árangur-
inn mig til frekari dáða en næst er
það Evrópumótið í Pétursborg í lok
mánaðarins og svo prófin í maí.“
íslenska kvennaliðið stóð sig
betur en áður og varð í þriðja sæti í
liðakeppninni. „Við höfum alltaf
verið í fjórða eða síðasta sæti og
samkvæmt birtum tölum eftir
keppnina á laugardag höfnuðum
við í fjórða sæti. Hins vegar var
villa í útreikningnum og hún var
Morgunblaðið/Halldór
FÉLAGAR Elvu Rutar Jónsdóttur í Björk ásamt þjálfaranum Brynhildi Blomsterberg komu fagnandi
til Norðurlandameistarans á heimili hennar í Hafnarfirði í gærkvöldi en Brynhildur þjálfaði Elvu Rut
fyrstu árin. Elva Rut er lengst til vinstri á myndinnl.
leiðrétt um kvöldið - þá var okkur
tilkynnt að við hefðum orðið í
þriðja sæti,“ sagði Elva Rut en
með henni í liðinu voru Elín Gunn-
laugsdóttir, Elísabet Birgisdóttir
og Jóhanna Sigmundsdóttir.
Rúnar Alexandersson vann
einnig til verðlauna í karlaflokki,
en hann varð í 2. sæti í æfingum í
hringjum og 3. sæti á tvíslá og
svifrá.
Heimaleikjabann og sekt
REAL Madrid verður að leika tvo næstu heimaleiki sína í Evrópu-
keppninni 300 km fiarri heimavellinum, Santiago Bernabeu. Einnig
er félaginu gert að greiða rúmar 60 milljónir króna í sekt til Knatt-
spyrnusambands Evrópu, UEFA, vegna atburða sem átti sér stað í
leik Real Madrid og Borussia Dortmund í Meistarakeppni Evrópu sl.
miðvikudag. Úrslit leiksins standa eftir sem áður en heimamenn
unnu 2:0. Forráðamenn félagsins ætla að áfrýja þessari niðurstöðu.
■ BARCELONA verður án tveggja
lykilmanna næsta mánuðinn, Sergi
Barjuan og Ivan De la Pena, en báð-
ir meiddust þeir um helgina. Meiðsli
Baijuan gætu komið sér illa fyrir Ja-
vier Clemente landsliðsþjálfara og
spænska landsliðið í undirbúningn-
um fyrir HM, en Baijuan hefur átt
víst sæti í liðinu sl. tvö ár.
■ BOBBY ROBSON, fyrrverandi
landsliðseinvaldur Englands, var í
gær ráðinn þjálfari hjá hollenska lið-
inu PSV Eindhoven frá og með
næsta keppnistímabili. Dick Ad-
vocaat núverandi þjálfari PSV flytur
sig til Rangers í Skotlandi í sumar.
■ ÞÓRÐXJR Guðjónsson skoraði
annað mark Genk í 2:0 sigri á
Beveren á útivelli.Genk situr sem
fyrr í 2. sæti 1. deildarinnar í Belgíu,
12 stigum á eftir Briigge en 13 stig-
um á undan Ekeren.
■ ÞÝSKU meistaramir í knatt-
spyrnu, Bayem Miinchen, leika án
brasilíska sóknarmannsins Giovane
Elber það sem eftir er tímabilsins.
Hann meiddist gegn við Bremen, fór
úr axlarlið og viðbeinsbrotnaði.
Hann mun ekki leika með í HM.
■ BJARKI Gunnlaugsson skoraði
tvö mörk í 5:4 sigri Molde á Tromsö í
æfingaleik um helgina. Tryggvi
Guðmundsson lék með allan tímann
en skoraði ekki.
■ BJARKI var hins vegar ekki með
Molde er liðið sigraði Válerenga 3:0
í æfingaleik á sunnudaginn. Brynjar
Björn Gunnarsson var heldur ekki
með Válerenga.
■ TRYGGVI Guðmundsson lék í 83
mínútur er Tromsö vann Moss 2:1 í
æfingaleik á sunnudaginn að við-
stöddum 46 áhorfendum.
■ HELGI Sigurðsson skoraði eitt
mark er Stabæk vann Haugasund
3:1 í æfingaleik í Haugasundi á
sunnudaginn. Heigi lék aðeins fyrri
hálfleikinn.
HANDKNATTLEIKUR
Styr stendur um loka-
keppni EM árið 2000
Stoecklin og
Andersen best
NÚ STENDUR nokkur styr um
tímasetningu á lokakeppni
Evópumótsins í handknattleik sem
fram fer árið 2000 í Króatíu. Evr-
ópska handknattleikssambandið,
EHF, vill að keppnin fari fram í jan-
úar en ekki eru allir jafnhrifnir af
þeirri hugmynd. Hafa forráðamenn
þýska handknattleikssambandsins
og þeir sem stjórna deildarkeppninni
sett sig mjög upp á móti þessari
breytingu. Vilja þeir að haldið verði
sömu stefnu og undanfarin ár og
keppnin fari fram í júní. „Þetta er
útilokað," sagði Heinz Jacobsen tals-
maður þýsku deildarkeppninnar.
„Janúarmánuður er mikilvægasti
mánuður deildarkeppninnar m.a.
sækja þá flestir áhorfendur leiki
deildarinnar. Auk þess erum við ekki
hrifnir af því að slíta mótið í sundur
því ljóst er að gefa verður fjögurra
til fimm vikna frí í deildinni á meðan
keppnisþjóðirnar undirbúa sig og
síðar er keppnin fer fram.“
Sitji Þjóðverjar við sinn keip er
ljóst að það hefur veruleg áhrif á
landslið þau sem keppa á EM, því
flestir bestu handknattleiksmenn
leika í Þýskalandi og hafa þau haft
orð á því að leikmenn fái sig ekki
lausa til þessa verkefnis með lands-
liðunum. Hafa forráðamenn félag-
anna, m.a. Uwe Schwenker, haft á
það á orði að sett verði í samning
leikmanna að þeir verði ekki lausir í
þetta mót. Ástæðan fyrir því að
EHF sækir hart fram að færa mótið
fram í janúar er sú að auðveldara er
að selja sýningarrétt að mótinu í
sjónvarpi á þeim tíma árs, en þegar
komið er fram á sumar. Sömu hug-
myndir hafa verið settar fram um
tímasetningu á HM árið 2001 við lít-
inn fógnuð Þjóðverja.
FRAKKINN Stephane Stoecklin
og Daninn Anja Andersen voru
valin bestu handknattleiksmenn
ársins 1997 í karla og kvenna-
flokki í árlegu vali lesenda World
Handball Magazine en niðurstað-
an var kunngjörð í gær.
Stoecklin sem leikur með Minden
íÞýskalandi fékk 2.121 atkvæði.
I öðru sæti varð Ungverjinn
Jozef Eles með 1.953 atkvæði og
þriðja sætið hreppti Yukihiro
Hashimoto með 1.867.
Fáum þurfti að koma á óvart
að Anja Andersen yrði fyrir val-
inu í kvennaflokki, enda verið
óumdeilanleg besta handknatt-
leikskona heims undanfarin ár
og hafa sumir líkt getu hennar
við getu fremstu karlmanna í
íþróttinni. Hún hefur verið kjöl-
festan í danska landsliðinu sem
nú er ólympíu-, heims,- og Evr-
ópumeistari. Andersen hlaut yfir-
burðakosningu, fékk 1.982 at-
kvæði. í öðru sæti varð Helga
Nemeth frá Ungveijalandi með
1.063 atkvæði.