Morgunblaðið - 07.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1998, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1998 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Ivar Benediktsson skrifar ÖNNUR viðureign FH og Fram í úrslitakeppninni var eins ólík fyrsta leiknum, að flestu leyti, og hugsast gat. í fyrsta leikn- um var FH nær allan tímann í hlutverki músarinnar og Fram í hlutverki kattarins. Á sunnu- dagskvöldið breyttist köttur- inn í mús og músin í kött. FH- ingar kjöldrógu Framara hreinlega svo að Safamýrar- piltar fengu ekkert við ráðið og verða að bíta í það súra epli að mæta Hafnfirðingum þriðja sinni í kvöld á heima- velli. Lokatölur 25:19, eftir að staðan í hálfleik var 13:10 heimamönnum í vil. w Ifyrsta leiknum komu leikmenn Fram einbeittir til leiks og gengu hreint til verks, 6-0 vöm þeirra vai- sterk og sóknarleikur- inn hreyfanlegur og fjölbreyttur. A sama tíma var sem FH-ing- ar væru með hugann við annað og náðu sér ekki á strik fyrr en rétt undir lokin. Á sunnudag- inn var þessu þveröfugt farið. FH- ingar komu, sáu og sigruðu. Þeir vængstýfðu sóknarleik Fram strax í upphafi með því að leika 5-1 vörn þar sem þeir tóku einn leikmann Fram úr umferð frá upphafí og héldu þeirri stefnu allt til enda. Þessari vamaraðferð FH-inga brá einnig fyrir síðasta stundarfjórðunginn í fyrsta leiknum og hafði þá, líkt og nú, deyfandi áhrif á sókndirfsku leik- manna Fram. Má segja að þetta sé eina atriðið sem líkt sé með leikjun- um tveimur. Við þessari vamarað- ferð FH-inga áttu Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari Fram, og lærisvein- ar hans ekkert svar nú frekar en áður. Sóknarmennimir vora mjög staðir og sterk vöm FH með frábæran markvörð, Suik Hyung Lee, sér að baki, hafði tögl og hagldir frá upphafi til enda. Vöm og góð markvarsla, sem hefur verið aðal Fram í vetur, var ekki svipur hjá sjón gegn öguðum sókn- araðgerðum FH. Skemmst er frá SOKNARNYTING Annar leikur liðanna í undanúrslitum, leikinn í Hafnarfirði 5. apríl 1998 Fram Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 13 26 50 F.h 10 27 37 12 26 46 S.h 9 25 36 25 52 48 AIIs 19 52 37 Langskot Gegnumbrot Hraóaupphlaup Horn Lína Víti Þannig vörðu þeir Suik Hyung Lee, FH: 25/2 (10/1): 17(6) langskot, 3(2) eftir gegnumbrot, 1(1) úr hraðaupphlaupi, 2 úr homi, 2(1) vítakast. Reynir Þór Reynisson, Fram: 11 (4): 5(1) langskot, 1(1) eftir gegnumbrot, 2(1) úr hraðaupphlaupi, 2(1) úr homi, 1(0) af línu. Þór Björnsson, Fram: 3 (1): 1 langskot, 2(1) eftir gegnumbrot. því að segja að FH-ingar höfðu tögl og hagldir nær allan leikinn. Ef und- an er skilinn stuttur kafli rétt eftir miðjan fyrri hálfleik þar sem Fram var í tvígang marki yfir voru það FH-ingar sem voru yfir. Þeir vora þremur mörkum yfir í hálfleik og héldu sínu striki í þeim síðari án þess að ráðalausir leikmenn Fram gætu nokkra björg sér veitt. Það er ljóst að leikmenn Fram verða að fara vel yfir þennan leik ætli þeir sér lengra í keppninni. Allt fór úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis og með hreinum ólíkindum að þeir væra ekki betur búnir undir að mæta vamarleik FH en raun bai’ vitni. Átti sterk vörnin þó ekki að koma á óvart og þjálfari liðsins sagði eftir fyrsta leikinn að leikmenn sínir væra við henni búnir. Greinilegt er að sá undirbúning- ur hefur eitthvað skolast til. Njörður Amason var eini leikmaður Fram sem reyndi hvað hann gat til að klóra í bakkann. Nú reynir á margumtalaða reynslu FH-inga er þeir mæta í Safa- mýrina og sýna fram á að þeir geta leikið vel á útivelli í úrslitakeppninni. Viðureignir þeirra við Hauka og Fram á útivelli benda til þess að jafnvægið skorti. Morgunblaðið/Ásdís HAUKASTÚLKUR eru komnar í úrslit íslandsmótsins eftir sigur á Víkingum í Hafnarfirði á sunnudag- inn. Hér þakka þær áhorfendum fyrir stuðninginn, talið frá vinstri: Hanna G. Stefánsdóttir, Alma Hallgrímsdóttir, Heiðrún L. Karlsdóttir, Ásbjörg Geirsdóttir, Tinna Björk Halldórsdóttir, Guðný Agla Jónsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, Thelma Björk Árnadóttir og Judit Esztergal. Endurtekið efni Stefan Stefansson skrifar HAUKAR og Stjarnan mætast í úrslitum íslandsmótsins í handknattleik kvenna þriðja árið í röð. Haukar sigruðu Vík- inga í þriðju viðureign liðanna á sunnudag og Stjarnan lagði Val, einnig í oddaieik, á laug- ardag. Haukar hafa orðið ís- landsmeistarar síðustu tvö ár, í bæði skiptin eftir sigur í síð- asta leik í Garðabæ, þannig að Stjörnustúlkur eiga harma að hefna. Við bjuggumst við hörkuleik, þar sem bragðið gæti til beggja vona og þar sem við náðum ekki að vinna þær í deildinni voram við orðnar reiðar,“ sagði Harpa Melsteð fyrirliði Haukastúlkna eftir 23:19 sigur á Vík- ingum í Hafnarfirði. „Við höfum of oft verið að glopra niður góðum leikjum á síðustu sekúndunum í vet- ur og það mátti ekki gerast í þessum leik. Við voram allar að leika vel og unnum vel saman, Judit og Auður era að koma til og það var gott að ná að fagna vel í lokin - sjálfstraustið er að koma,“ bætti Harpa við. Gestirnir úr Fossvoginum náðu fljótlega forystunni en Guðný Agla Jónsdóttir í marki Hauka kom í veg fyrir að hún yrði of mikil. Haukar lokuðu fyrir sendingar inná Heiðu Erlingsdóttur í hominu og tóku um tíma Höllu Maríu Helgadóttur úr umferð en þá losnaði um Kristínu Guðmundsdóttur, sem opnaði vörn Hauka ítrekað. En hægt og rólega kom sjálfstraustið hjá Hafnfirðing- um - ekki síst þegar Harpa Melsteð braut sér leið í gegnum vörn Vík- inga. Síðari hálfleikur var sveiflukennd- ur. Víkingar náðu forystu en þá varði Guðný í marki Hauka þrisvar í röð Ahættan þess virði „VIÐ fundum að sóknarleikur Fram hikstaði á fóstudaginn þegar við skiptum yfir í fimm plús einn vöm og því ákvað ég að halda uppteknum hætti,“ sagði Kristján Arason, þjálf- ari FH. „Eg hafði ekki mikla trú á að þeir gætu fundið lausn við þessari vörn á þeim stutta tíma sem leið milli leikjana. Þess vegna tók ég þessa áhættu og hún gekk upp.“ Kristján sagðist ennfremur vera mjög ánægður með þann aga sem leikmenn sýndu að þessu sinni. Þeir hafi aldrei gefið eftir og leikið af mikilli einbeitingu frá upphafi til enda. „Einnig fengu allir leikmenn að spreyta sig þannig álagið dreifðist vel á milli allra í liðinu. Það er í sam- ræmi við það sem við höfum verið að gera í vetur og er væntanlega að skila sér í því að allir era reiðubúnir í slaginn." Kristján segir að reynslan geti vegið þungt í oddaleiknum. „í FH- liðinu era margir leikmenn sem hafa leikið úrslitaleiki og ég hef fulla trú á mínum leikmönnum í þeim leik.“ Förum rækilega yfir leikinn „Leikur okkar í heild er slakur. Varnarleikurinn var lélegur þar sem engin barátta er og við erum ekki reknir út af í vöminni fyrir að leika fasta og góða vörn. Þar með var tón- inn gefinn fyrir sóknarleikinn þar sem leikmenn eru staðir, hlutirnir era gerðir of hægt og á vitlausum tíma,“ sagði Guðmundur Þór Guð- mundsson, þjálfari Fram. „Leikur- inn var bara virkilega slakur. Nú verðum við að fara rækilega yfir okkar mál og munum svo sannarlega gera það þótt tíminn sé ekki langur." Hvernig stendur á þessum miklu sveiflum milli leikja? „I úrslitakeppni sem þessarí skipt- ir stemmningin og einbeitingin innan liðsins öllu máli. Á föstudaginn vor- um það við sem komum vel einbeittir til leiks en að þessu sinni voru það FH-ingar. Þetta ræður miklu máli.“ Voru þínir menn of öruggir eftir sigurinn á fostudaginn, tókst þér ekki að koma þeim í skilning um að sá leikur var einungis upphafíð? „Þessu er erfitt að svara, a.m.k. vora þeir ekki eins og við ætlum að vera. Þeir voru bara einfaldlega ekki reiðubúnir til þess að takast á við FH-inga af þeirri grimmd sem þurfti til, það er alveg ljóst.“ Þið eigið þá eftir að liggja yfír þessum leik og leita svara við því sem miður fór? „Það er alveg ljóst, við þurfum að skoða þennan leik til hlítar og koma með svör jafnt í vöm sem sókn. Á það verður síðan að reyna í næsta leik hvort okkur tekst það.“ Morgunblaðið/Ásdís HERDÍS Sigurbergsdóttir og Inga Fríða Tryggvadóttir fagna innilega eftir 19:13 sigur á Val f oddaleik á laugardaginn. og Haukar komust yfir. Þá var kom- ið að Kristínu Maríu Guðjónsdóttur í marki Víkinga, að verja vel auk þess sem stangirnar flæktust fyrir skytt- um Hauka svo að Víkingar komust inn í leikinn á ný. En þá skildu leiðir þvi Harpa Melsteð tók aftur að brjótast í gegnum vörn Víkinga og við það efldist lið hennar til muna, sem reyndist Víkingum um megn. Vörn Hauka var sterk og stúlk- urnar börðust allan leikinn en er á leið mátti sjá að þokunni létti því all- ar aðgerðfr urðu þraggari. „Við höf- um ekki leikið eftir getu í vetur en það er ekki hægt að fara í sumarfrí án titils - ekki eftir tvo í fyrra,“ sagði Guðný Agla eftir leikinn en Hauka- stúlkur geta þakkað henni fyrir að halda þeim á floti lengi vel. „Eg fékk mitt tækifæri núna í vetur og þá er bara að standa sig. Ég hef æft vel og svo er það þrjóskan." Guðný Agla, Harpa og Auður Hermannsdóttir vora bestar af Haukastúlkum. Lengi vel virtust Víkingsstúlkur ætla að þrauka út leikinn en það gekk ekki eftir. Vörnin var ágæt og markvarslan enn betri en varnar- menn hefðu mátt vera mun betur á varðbergi þegar boltinn hrökk af markverði þeirra. Kristín María, Halla María og Kristín voru bestar hjá Víkingum. „Ef við spilum ekki betur en þetta eigum við ekki skilið að vinna. Það var vendipunktur þeg- ar við hættum að spila agað í sókn- inni því það má ekki sýna Hauka- stelpum veiku hliðarnar, þær era fljótar að nýta sér þær,“ sagði Inga Lára Þórisdóttir þjálfari Víkings- stúlkna eftir leikinn. Tvö mörk eftir hlé Stjörnustúlkur sneru heldur betur við blaðinu í oddaleiknum við Val í Ásgarði. Eftir að sprækar Valsstúlk- ur höfðu ráðið ferðinni fyrir hlé tókst þeim ekki að skora nema tvö mörk eftir hlé á meðan Garðbæingar skor- uðu tólf og tryggðu sér sigur 19:13. Miklu fargi var létt af Aðalsteini Jónssyni, þjálfara Stjörnustúlkna, eftir leikinn. „Ég er ofboðslega feg- inn að þetta gekk upp hjá okkur,“ sagði hann. „Eg vissi að við gætum unnið svo að málið sneríst um hvort við teldum nóg komið í vetur. I fyrri hálfleik voram við ekki að spila eins og við eigum að gera því ég held að innst inni hafi mínar stelpur verið smeykar við ungar Valsstelpur. Þær áttuðu sig síðan í hálfleik á því að það væri ekki nema hálftími eftir, ég öskraði ekki mikið í búningsherberg- inu en spurði hvort þær vildu láta staðar numið eða fara og berjast um hvem bolta.“ Útlitið var ekki bjart fyrir Garð- bæinga er leið á fyrri hálfleik því Valsstelpur vora mun grimmari og náðu sanngjarnri 8:4 forystu. Garð- bæingar voru alls ekki með á nótun- um - virtust bíða eftir að allt færi að ganga þeim í haginn og leiknum lyki. I leikhléinu náðu bikar- og deildar- meistararnir áttum. Þeir byrjuðu strax að taka Brynju Steinsen úr umferð og það dró vígtennurnar úr Valsstúlkum því sóknarleikurinn vai’ð bitlaus. Það fundu Stjörnu- stúlkur, þær lokuðu vörninni, sjálfs- traustið komst í samt lag og Valur sá aldrei til sólar. Lijana Sadzon vai’ði vel í Stjörnu- markinu en Herdís Sigurbergsdótt- ir, Ragnheiður Stephensen og Hrund Grétarsdóttir voru bestar. Valsstúlkur vora mun sterkari fyrir hlé en eflaust hefur pressan orðið þessum ungum stúlkum um megn, sérstaklega eftfr að lykilleik- maðurinn, Brynja Steinsen, var tek- inn úr umferð. Þær geta samt sem áður verið sáttar við veturinn því þær hafa tekið stórstígum framfór- um og eru til alls líklegar, reynslunni ríkari, eftir tímabilið. Larissa Luber í markinu var góð eins og Brynja og Gerður Beta Jóhannsdóttir. „Við ætluðum að leggja áherslu á að halda uppi hraðanum en liðið virtist ekki þola pressuna - að vera yfir og svona stutt frá því að komast alla leið,“ sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Brynja hefur áður í vetur verið tekin úr um- ferð en núna tókst stelpunum ekki að leysa það vandamál, þær þorðu eiginlega ekki að gera neitt. Annai’s er ég ánægður með veturinn því búið er að byggja upp ágætislið og koma því á flot. Samt er ég ekki ánægður með úrslitin og taldi að við ættum frekar skilið að komast áfram.“ Svarl og hvítl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.