Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 1
A Ð
R A L A N D S
B
1998
LA UGARDA GUR 25. APRIL
BLAÐ
■■■■
w , ''.iíÍ ' i !7*
GOLF
Frábært hjá Birgi Leifi
Birgir Leifur Hafsteinsson er í fremstu
röð að loknum þremur keppnisdögum á
golfmóti á Rimini á Italíu sem er í
áskorendamótaröðinni. Leifur Geir fór
18 holumar á 68 höggum í gær, fjórum
undir pari, og er í 5. til 7. sæti, tveimur
höggum á eftir fyrsta manni. Hann
fagnaði sumri með því að fara hringinn
á 74 höggum í fyrradag og var í 23. til
27. sæti, en 50 fyrstu af 150 fengu að
halda áfram.
„Þetta gekk mjög vel hjá mér og ég
var í góðum gír,“ sagði Skagamaðurinn
við Morgunblaðið í gærkvöldi spurður
um keppni dagsins. „Eg spilaði rosa-
lega vel og náði átta fuglum en var
kiaufi á fjórum holum þar sem ég fékk
skolla. Þá var ég of ákafur og þrípútt-
aði einu sinni þegar ég ætlaði mér
fugl.“ Birgir Leifur var á 69 höggum
eftir fyrsta dag en sagði eftir 36 holur
að nú gæti hann farið að taka áhættu.
„Ég gerði það og yfirleitt skilaði áhætt-
an árangri en ég má samt ekki fara of
geyst. Samt sem áður er ég ánægður
með árangurínn sem lofar góðu fyrir
síðasta hring.“
Stephen Hendry úti í
kuldanum og Steve
Davis á sömu leið
STEPHEN Hendry, sexfaldur heimsmeistari í
snóker, sá sæng sína upp reidda þegar hann
mætti Jimmy Wliite í fyrstu umferð heimsmeist-
aramótsins f Sheffield á Englandi. Þegar hlé var
gert á leiknum síðasta vetrardag var staðan 8:1
og White hélt uppteknum hætti sumardaginn
fyrsta, vann sannfærandi 10:4. White, sem hefur
sex sinnum leikið til úrslita, aldrei sigrað en fjór-
um sinnum tapað fyrir Hendry í úrslituni, lét
mótherjann ekki slá sig út af laginu og gerði það
sem til þurfti til að sigra.
„Ég vildi ljúka þessu af sem fyrst en þegar spil-
að er við Stephen er leikurinn ekki búinn fyrr en
menn hafa tekist í hendur." White hefur ekki ver-
ið upp á sitt besta að undanförnu en sigurinn
breytti miklu. Möguleikai- hans á titlinum voru
taldir 50-1 en eftir sigurinu 12-1. „Nú á ég mikla
möguleika á að verða meistari og ef ég held
áfram að leika á sömu braut sé ég ekki hvað ætti
að koma í veg fyrir það.“
Hendry tók ósigrinum sem sannur fþróttamað-
ur. „Ég samgleðst honum verði hann meistari. Ég
verð að viðurkenna að ég átti von á að sigra en
hann var frábær, hefur aldrei leikið svona vel á
inóti mér. Hefði liann leikið svona í úrslitaleikjum
hefði hann fagnað heimsmeistaratitli."
Rammarnir fóru þannig, skor Hendrys á und-
an: 12-106, 67-70, 7-78, 23-103, 2-71, 0-84, 21-56,
91-2, 18-79, 72-59, 82-26, 71-54, 29-78, 39-62.
Steve Davis, sexfaldur heimsmeistari, virðist
ætla sömu Ieið og Hendry en Mark Williams frá
Wales var 11:5 yfir í gærkvöldi þegar leik þeirra
var hætt. Þeir Ijúka viðureigninni í dag en Willi-
ams, sem vann sjö ramma í röð, þarf aðeins að
sigra í tveimur römmum til viðbótar til að fara
áfram.
KNATTSPYRNA
Leiftur
fékk
lið frá
Úkraínu
Leiftur í Ólafsfirði mætir liði frá
Ukraínu í fyrstu umferð Getrauna-
deildar Evrópu, Intertoto-keppn-
inni, og á fyrst heimaleik en dregið
var í fyrstu þrjár umferðimar í
gær.
Keppnin verður með nýju sniði í
ár þar sem lið frá helstu knatt-
spyrnuþjóðum ætluðu að hunsa
keppnina sem fyrr yrði fyrirkomu-
laginu ekki breytt. 40 lið byrja í
fyrstu umferð og leika heima og að
heiman 20. eða 21. júní og 27. eða
28. júní en leikið er með útsláttar-
fyrirkomulagi. Sigurvegararnir 20
bætast í hóp 12 liða af 20 sem rað-
að er og lendir sigurvegarinn úr
viðureignum Leifturs á móti fyrsta
liði Danmerkur. Þeir leikir eiga að
fara fram 4. eða 5. júlí og 11. eða
12. júlí. í þriðju umferð koma hin
átta röðuðu lið og þá mætir sigur-
vegarinn úr fyrrnefndum leikjum
fyrsta liði frá Hollandi 18. eða 19.
júlí og 25. júlí. Að þremur umferð-
um loknum verða 12 lið eftir og
verður sami háttur hafður á og áð-
ur í fjórðu umferð en leikið verður
29. júlí og 5. ágúst. Að lokum leika
síðustu sex liðin um þrjú sæti í
Evrópukeppni félagsliða, UEFA-
keppninni, 11. og 25. ágúst.
Þau átta lið sem koma síðast inn í
keppnina eru frá Ítalíu, Frakk-
landi, Spáni, Þýskalandi, Hollandi,
Portúgal, Englandi og Belgíu en
engin þjóð á rétt á að senda fleiri
en tvö lið.
SKIÐI / ANDRESAR ANDAR LEIKARNIR
Sumar og
sól í Hlíð-
arfjalli
ANDRÉSAR andar leikarn-
ir á skíðum hófust í Hlíðar-
Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson
KNATTSPYRNA
Eyjólfur bjargvættur
fjalli við Akureyri á sumar-
daginn fyrsta. Þá var reynd-
ar ekki mjög sumarlegt í
fjallinu en í gær var allt ann-
að upp á teningnum; sól var
og blíða og keppni gekk
mjög vel. Þá var keppt bæði í
göngu og alpagreinum, með-
al annars í stórsvigi ellefu
ára, þar sem þessi stúlka
spreytti sig í keppni við jafn-
aldra sína en það eru börn á
aldrinum sex til tólf ára sem
taka þátt í leikunum.
Akureyringar hafa verið
sigursælir á leikunum til
þessa, sem skýrist hugsan-
lega á því að besta skíðafær-
ið á landinu í vetur hefur
einmitt verið í Hlíðarfjalli,
þannig að þeir hafa æft við
bestar aðstæður.
Eyjólfur Sverrisson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, tryggði ný-
liðum Hertha dýrmætt stig í
þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í
gærkvöldi þegar hann jafnaði 1:1
á móti Bielefeld 10 mínútum fyrir
leikslok.
„Við höfðum tapað tveimur leikj-
um í röð og ástandið í Berlín var
vægast sagt á suðupunkti," sagði
Eyjólfur við Morgunblaðið. „Stað-
an í deildinni er íljót að breytast og
eftir gott gengi vorum við komnir á
hættusvæði en stigið bjargaði okk-
ur. Við erum í níunda sæti og eig-
um þrjá leiki eftir, við Bochum,
Leverkusen og Duisburg.“
Eyjólfur lék í þriggja manna
vöm liðsins sem fyrr en fór fram
undir lokin og skoraði í fyrstu
sóknartilburðum sínum. „Við feng-
um klaufamark á okkur í fyrri hálf-
leik en annars lékum við vel í vörn
og sókn, einkum eftir hlé. Spilið
gekk vel og nóg var af fyrirgjöfun-
um en við náðum ekki að nýta þær.
Undir lokin sagði þjálfarinn mér að
fara fram, ég tók hann á orðinu,
fékk boltann þegar ég nálgaðist
mark mótherjanna, tók hann með
mér á ferðinni og sópaði honum á
milli fóta markvarðarins. Þungu
fargi var af okkur létt og gaman
var að gera þetta mikilvæga mark.
Þetta var þriðja mark mitt í deild-
inni í vetur og allt hafa þetta verið
úrslitamörk svo ég get verið
ánægður eins og allir aðrir hérna í
Berlín.“
KÖRFUKNATTLEIKUR: HELGI JÓNAS OG ANNA MARÍA KJÖRIN BEST/B4