Morgunblaðið - 25.04.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.04.1998, Qupperneq 4
KÖRFUKNATTLEIKUR Helgi Jónas og Anna María best að mati leikmanna HELGI Jónas Guðfinnsson, leik- stjórnandi Grindvíkinga og Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík voru bestu leikmenn efstu deilda karla og kvenna í körfuknattleik í vetur að mati leikmanna deild- anna. Niðurstaðan í kjöri leik- manna var tilkynnt um miðnætti í nótt í lokahófi Körfuknattleiks- sambands íslands á Broadway. Baldur Ólafsson miðherji úr KR var valinn besti nýliði úrvals- deildar (DHL-deildar), og í 1. deild kvenna er Guðrún Arna Sig- urðardóttir úr ÍR besti nýliðinn. David Bevis hjá KFI var valinn besti erlendi leikmaðurinn í DHL- deildinni og Jennifer Boucek hjá Keflavík er besti útlendingurinn í 1. deild kvenna. Kristinn Óskarsson úr Keflavík var valinn besti dómarinn í úrvals- deild og Jón Halldór Eðvaldsson, einnig úr Keflavík. Jón Sigurðsson, sem tók við liði KR á keppnistímabilinu, var kjör- inn besti þjálfarinn. Úrvalsdeildar 1. deild kvenna, Nike-liðið svokallaða, er svona: Erla Reynisdóttir Keflavík, Alda Leif Jónsdóttir ÍS, Guðbjörg Norðfjörð KR, Anna María Sveinsdóttir Keflavík og Erla Por- steinsdóttir Keflavík en eftirtaldir voru valdir í Nike-lið karla úr DHL-deildinni: Falur Harðarson Keflavík, Helgi Jónas Guðfinnsson UMFG, Teitur Örlygsson UMFN, Sigfús Gizurarson Haukum og Friðrik Stefánsson KFÍ. Stjömurnar stóðu undir væntingum Kinder frá Ítalíu varð Evrópu- meistari félagsliða í körfuknatt- leik, vann AEK frá Grikklandi 58:44 í úrslitaleik í Barcelona á Spáni í fyrrakvöld. Aður vann ítalska liðið Benetton Partizan frá Júgóslavíu 96:89 í keppni um þriðja sætið. Leikmenn Kinder voru mun ákveðnari í úrslitaleiknum og betur undir álagið búnir. Liðið komst í 5:0 og lét forystuna aldrei af hendi. Staðan var 28:20 í hálfleik og þegar sjö mínútur voru til leiksloka var munurinn 12 stig, 41:29. Gríska liðið komst í 45:41 en Júgóslavinn Pe- drag Danilovic og Frakkinn Antoine Rigaudeau voru vandanum vaxnir og skoruðu mikilvæg stig. Ahangendur gríska liðsins hurfu fljótt á braut en fógnuður Itala var að vonum mikill. „Ég vissi að bestu menn mínir stæðu undir vænting- um, yrði viðureignin jöfn, og þeir gerðu það,“ sagði Ettore Messina, þjálfari meistaranna. „Það er auð- velt að kenna einstaklingum um en leikur liðsins vekur athygli," sagði þjálfari AEK, Yannis Ioannidis, sem hefur sex sinnum stýrt liði til úrslita í keppninni síðan 1989 og aldrei fagnað sigri. Rigaudeau var stigahæstur með 14 stig, Danilovic skoraði 13 stig og Hugo Sconochini 10 stig. Banda- ríkjamaðurinn Willie Anderson, sem gerði 21 stig fyrir AEK í und- anúrslitum, var haldið niðri og skor- aði aðeins fjögur stig. Jose Lasa var stigahæstur með sjö stig og Bran- islav Prelevic skoraði sex stig. Reuters AUGUSTO Binelli, leikmaður Kinder Bologna, lyftir Evrópubik- arnum hátt á loft eftir að liðið sigraði AEK í úrslitaleik. Bæði Utah og Phoenix hefja úrslitakeppnina með því að tapa á heimavelli Stórleikur hjá nýliðanum Houston kom Utah svo sannai'- lega í opna skjöldu með góðum leik í Salt Lake City er félögin áttust við í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildar. Houston sigraði 103:90. San Antonio var einnig á sig- urbraut á útivelli í fyrstu viðureign sinni við Phoenix og vann sex stiga sigur, 102:96. í leikjum Austurdeild- ar höfðu heimaliðin betur í sínum viðureignum, Charlotte lagði Atl- anta, 97:87 og Indiana vann Cleveland nokkuð örugglega, 106:77. Clyde Drexler, sem hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna að lokinni þessari leiktíð, var greini- lega ekki tilbúinn að hætta snemma og lagði sig verulega fram í leikn- um. M.a. fór hann hamförum í þriðja leikhluta og gerði þá 13 af 22 stigum sínum. „Við lögðum okkur fram í þessum leik,“ sagði Rudy Tomjanovich, þjálfari Houston. „Fyrir leikinn sagði ég mínum önn- um að ég væri óánægður með hvernig um okkur væri talað, nú væri kominn tími til að afsanna það sem sagt væri. Leikmennirnir tóku af skarið og vísuðu orðum ýmissa um liðið til föðurhúsanna." „Við kokgleyptum þær fullyrð- ingar að leikmenn Houston væru orðnir gamlir og þeir þyldu ekki álagið í úrslitakeppninni," sagði JeiTy Sloan þjálfari Utah. Kevin Willis gerði 18 stig og tók 14 fráköst og Hakeem Olajuwon var 16 stig og 13 fráköst. Charles Barkley var með 12 stig. Karl Ma- lone gerði 25 stig fyrir heimamenn auk þess að ná 11 fráköstum. Tim Duncan átti öðrum leik- mönnum fremur þátt í sigri San Antonio á Phoenix. Hann skoraði 32 stig, þar af 18 í fjórða og síðasta leikhlutanum. „Það gekk bara allt upp hjá mér,“ sagði Duncan í leiks- lok, en þess má geta að hann gerði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleik. Síðan fóru hlutirnir að ganga upp hjá þessum nýliða. David Robinson félagi hans tók 15 fráköst jafnframt því að gera 26 stig. Hjá heimamönn- um var Kevin Johnson með 18 stig og Jason Kidd 17 auk þess að taka 11 fráköst. Indiana gerði út um viðureign sína á heimavelli við Cleveland með stórskotahríð í fyrri hálfleik þar sem leikmenn liðsins gerðu m.a. 8 þriggja stiga körfur. Náðu þeir fyr- ir vikið góðri forystu sem gestirnir áttu aldrei möguleika á að minnka. Chris Mullin var með 20 stig í leikn- um og félagi hans Reggie Miller gerði einu stigi minna. Leikmenn Indiana voru með 69% skotnýtingu í fyrri hálfleik og voru með 21 stigs forskot er komið var að hálfleik. „Leikurinn var okkur erfiður, því Cleveland-liðið hefur verið að fara illa með okkur í vetur,“ sagði Miller í leikslok. „Við þurftum því að sanna okkur, en ekki þeir.“ Shawn Kemp var með 25 stig fyrir gestina og tók 13 fráköst. Þá gerði Zydrunas Ilgauskas 16 stig auk þess að ná 10 fráköstum fyrir gest- ina sem aðeins einu sinni hafa tapað leik í úrslitakeppni með meiri mun. Charlotte tókst loks að sigra Atl- anta í úrslitakeppni í fyrsta sinn í 3 ár, er liðið vann 97:87 á heimavelli. Glen Rice gerði 34 stig fyrir heima- menn og skoraði úr 15 af 19 lang- skotum sínum. Tíu af stigum sínum gerði hann í þriðja leikhluta þegar leiðir skildi með liðunum í fyrsta og eina skiptið. Steve Smith var at- kvæðamestur gestanna með 35 stig, en samt sem áður var skotnýting hans ekkert sérstök. Kiel hamp- aði EHF- bikarnum EFSTA lið þýsku 1. deildar- innar í liandknattleik, Kiel, lagði Flensborg-Handewitt 26:21 í síðari leik liðauna í úr- slitum EHF-keppninnar, Evr- ópukeppni félagsliða, á mið- vikudagskvöldið. Flensborg hafði betur í fyrri leiknum sem fram fór í Flensborg sl. helgi, 25:23. Það ríkti mikil gleði í leikslok á meðal fjöl- margra stuðningsmanna Kiel, en uppselt var á leikinn, 7.250 höfðu borgað sig inn er Svíinn Magnus Wislander fyrirliði tók á móti bikarnum. Er þetta annar titillinn sem hann hampar á þessari leiktíð því liðið vann líka þýska bikarinn á dögunum og stendur vel að vígi í deildinni. FOLK ■ PAUL Ince, fyrirliði Liverpool, varð fyrir aðkasti eftir landsleik Englands og Portúgals á miðviku- dagskvöld. Þegar landsliðsmaður- inn yfirgaf Wembley var hann sleg- inn í andlitið svo sprakk fyrir á vör. Árásannaðurinn var handtekinn. ■ HVER leikmaður í 23 manna hópi hjá Real Madrid fær sem sam- svarar tæplega 18,4 millj. kr. sigri liðið Juventus í úrslitaleik Meistara- deildar Evrópu 20. maí. ■ JUPP Heynckes, þjálfari Real, er hins vegar með í samningi sínum ákvæði um að hann fái 27,5 millj. kr. í aukagreiðslu verði liðið Evrópu- meistari. ■ REAL Madrid fær 13.900 miða á leikinn fyrir stuðningsmenn sína en 66.000 ársmiðahafar eru hjá félag- inu og meira en 44.000 manns hafa óskað eftii' miða á úrslitaleikinn. ■ AC Milan hefur hækkað tilboð sitt í Brasilíumanninn Flavio Conceicao hjá Deportivo Coruna í tæplega 690 millj. kr. úr 560 millj. kr. Leikmaðurinn, sem er samn- ingsbundinn til 2003 með ákvæði um að hann megi fara á samnings- tímanum séu greiddir um 2,3 millj- arðar kr„ er með um 84 millj. kr. í árslaun og sagði að þau myndu tvö- faldast færi hann til ítalska liðsins. ■ ENZO Scifo hefur ákveðið að brjóta odd af oflæti sínu og gefur kost á sér í belgíska landsliðið í knattspyi'nu á ný. „Þegar barn rýk- ur að heiman og kemur svo aftur og bankar á dyrnar opnar maður fyrir því,“ sagði Georges Leekens, lands- liðsþjálfari Belga, en bætti við að miðjumaðurinn, sem er 32 ára, ætti ekki vísa stöðu í liðinu. ■ BELGAR voru mjög ánægðir með ákvörðun Scifos. „Þetta er gott fyrir belgíska knattspyrnu," sagði varnarmaðurinn Eric Van Meir. ■ RUUD GuIIit sagði í fyrradag að hann vildi ekki taka að sér enskt lið á næsta keppnistímabili en ef til vill síðar og þá helst lið sem hefði aldrei unnið neitt. ■ PELE tilkynnti á sumardaginn fyrsta að hann styddi Svíann Lenn- art Johansson í kosningu forseta FIFA. Hann sagðist ekki hafa neitt á móti Blatter en Johansson væri lýðræðislegri. ■ GARY McAlIister, fyrirliði Skotlands, missir af HM vegna meiðsla en fékk í fyrradag það verk- efni að fylgjast sérstaklega með landsliði Brasilíu, mótherja Skotlands í fyrsta leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.