Morgunblaðið - 07.05.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998 C 5 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís rfssamninga, annars vegar við Forvörð, sem rekur endurhæfingastöðina Mátt, og hins vegar við Lykílhótel ehf. ir samningana. Frá vinstri: Elías Níelsson frá Mætti, Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, Júlíana Jónsdóttir, hótelstjóri á Hótel Cabin, og Porbjörn Jensson, landsliðsþjálfari. 1 leikir við Japani i allir fram utan höfuðborgarsvæðisins Japanska liðið kemur til landsins um miðjan dag á laugardag, aðeins seinna en gert var ráð fyrir, vegna verkfalls í Danmörku. Liðið fer því beint austur og spilar við A-landsliðið í Neskaupstað kl. 21.00 um kvöldið. Islenska liðið fer hins vegar snemma dags til Neskaupstaðar og mun æfa þar fyrir leikinn og kynna handbolt- ann. Daginn eftir, á sunnudaginn, verður leikið á Fáskrúðsfírði og verð- ur það um leið fyrsti landsleikurinn í handknattleik sem fram fer þar. Þriðjudaginn 12. maí leikur 20 ára landslið Islands við japanska liðið á Hvolsvelli og aftur daginn eftir, á mið- vikudag, í Þorlákshöfn. Einn nýliði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari hefur valið 14 leikmenn fyrir leikina við Japan. Þeir eru: Guðmundur Hrafnkelsson, Val, og Reynir Þór Reynisson, Fram, sem eru markverð- ir. Aðrir leikmenn: Björgvin Björg- vinsson, KA, Patrekur Jóhannesson, Essen, Gunnar Viktorsson, Fram, Dagur Sigurðsson, Wuppertal, Júlíus Jónasson, St. Otmar, Olafur Stefáns- son, Wuppertal, Daði Hafþórsson, Fram, Valdimar Grímsson, Stjöm- unni, Njörður Arnason, Fram, Geir Sveinsson, Wuppertal, Sigfús Sig- urðsson, Val, og Guðjón Sigurðsson, Gróttu/KR, sem er aðeins 18 ára og er jafnframt eini nýliðinn í hópnum. Þorbjörn sagðist hafa ákveðið að taka Guðjón Sigurðsson inn í lands- liðshópinn aðallega til að hann fengi að kynnast A-landsliðinu og vinnu- brögðum þess. „Guðjón er líka í 20 ára landsliðinu og ætti því að geta miðlað af reynslu sinni þangað. Ég valdi ekki þá leikmenn í landsliðið sem enn eru í verkefnum með liðum sínum erlendis, eins og Róbert Sighvatsson og Kon- ráð Olavson. Hinir strákarnir sem leika erlendis verða allir komnir heim í frí, þannig að við þurftum ekki að leggja í neinn kostnað til að kaupa leikmenn sérstaklega heim í leikina,“ sagði Þorbjörn. Næsta alvöruverkefni íslenska landsliðsins verður þátttaka í und- ankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Egyptalandi á næsta ári. Dregið verður í riðla 7. júní og verður Island í öðrum styrkleikaflokki, en fjögur lið eru í hverjum riðli og verður leikið heima og heiman. Efsta liðið úr riðlinum kemst til Egyptalands. Leik- imir í riðlakeppninni fara fram í haust. ísland í ríðli með meisturum Dana Islenska landsliðið, skipað ieik- mönnum 20 ára og yngri, tekur þátt í riðlakeppni Evrópumótsins og er í riðli með heimsmeisturum Dana í þessum aldursflokki og Pól- verjum. Búlgai-ía átti að vera fjórða liðið í riðlinum en hætti við þátt- töku vegna fjárskorts. Leikirnir í riðlinum fara fram í KA-heimilinu á Akureyii 5.-7. júní og fer efsta liðið í úrslitakeppnina sem fram fer í Innsbruck í Austurríki 21.-29. ágúst. Þorbjörn Jensson er þjálfari 20 ára liðsins og var að velja það lið í fyrsta sinn nú. I hópnum eru 20 strákar, fæddir 1978 og síðar. Hóp- urinn er skipaður eftirtöldum leik- mönnum: Ragnar Oskarsson og Ingimundur Ingimundarson, báðir úr IR. Frammararnir Kristján Þor- steinsson og Róbert Gunnarsson. Halldór Sigfússon, Hafþór Einars- son, Heimir Arnason, Kári Jónsson og Flóki Olafsson, allir úr KA. Sig- urgeir Ægisson og Svemr Þórðar- son úr FH. Hjalti Gylfason og Max- im Trúfan úr Víkingi. Sigurgeir Höskuldsson, Daníel Ragnarsson, Ingvar Sverrisson og Bjarki Sig- urðsson, allir úr Val. Guðjón Sig- urðsson og Heiðar Guðmundsson úr Gróttu/KR og Þoití Gunnarsson úr Fjölni. Þorbjörn sagðist ekki vita mikið um mótherja Islendinga annað en að Danir væru með mjög gott lið, enda heimsmeistarar. „Við erum líka með gott lið og flestir okkar stráka hafa spilað hér í íyrstu deildinni og hafa því töluverða reynslu. Ég hef fylgst vel með þess- um strákum í vetur og það var erfítt að velja þennan hóp, enda eigum við marga efnilega hand- knattleiksmenn í þessum aldurs- flokki,“ sagði Þorbjöm. 20 ára liðið mun æfa um helgina og leika síðan tvo leiki við Japani í næstu viku. Síðan kemur liðið sam- an aftur 21.-24. maí og eftir það verður hópurinn skorinn niður í 15 leikmenn. Liðið verður svo saman á Akureyri í æfingabúðum í viku fyr- ir mótið, sem verður í umsjón KA- manna. on mætir fyrrverandi félögum í Schutterwald í úrslitaleikjum um sæti í 1. deild is sigur kemur til greina og þá féllu tveir dómar í röð okkar megin, en þeir hefðu alveg eins geta hafnað þeirra megin, en svona eru íþróttirnar. Upp úr þessu skoruðum við tvö mörk í röð og við það lögðu leikmenn Kiel niður rófuna fjórum mörkum undir enda ekki nema tvær mínútur eftir.“ Róbert sagðist hafa leikið allan tímann í vöm jafnt sem sókn og skorað þrjú mörk. Héðinn hefði leik- ið í sókninni og gert fjögur mörk. „Héðinn hefur verið að leika vel síð- an hann kom til liðsins rétt fyrir áramót.“ Keppnistímbilinu er ekki alveg lokið hjá Róberti og félögum því nú taka við tveir leikir við 2. deildar lið- ið Schutterwald sem Róbert lék með í fyrra. Verður leikið heima og að heiman og samanlögð markatala ræður því hvort liðið leikur í 1. deild er keppni hefst að nýju síðla sum- ars. Hameln, sem Alfreð Gíslason þjálfar, og Rheinhausen eru þegar fallin. í þeirra stað komu Bad Schwartau sem Sigurður Bjarnason leikur með og Dutenhofen en þau lið sigmðu í suður- og norðurhluta 2. deildar. Schuttei'wald og Nordhom urðu í öðru sæti í deildunum tveim- ur og léku til úrslita um það hvort þeirra fengi að leika við þriðja neðsta lið 1. deildar, þ.e.a.s Dor- magen. Fyrri viðureign Dormagen og Schutterwald verður í Dormagen á laugardaginn og hin síðari á heima- velli Schutterwald annan sunnudag. „Auðvitað hefðum við viljað fá síð- ari leikinn á heimavelli, en hann féll þeim í skaut," sagði Róbert. „Við verðum að taka því og mæta af full- um krafti í heimaleikinn á laugar- daginn. Það kemur ekkert annað til greina en halda sætinu í deildinni þó víst sé að það verði erfítt að sækja þá heim. Ég þekki heimavöll Schutterwald vel eftir að ég lék með liðinu í fyrra, það er alltaf full- skipað áhorfendum og mikil stemmning.“ Róbert sagðist reikna með að vera áfram í herbúðum Dormagen hvort sem liðið leikur í 1. eða 2. deild, en í næstu viku yrði það enda- lega ákveðið er hann á fund með for- ráðamönnum félagsins. „Ég neita því samt ekki að ég hef verið að skoða önnur tilboð, en líklegra er samt að ég verði um kyrrt hjá Dor- magen.“ Róbert sagði að vissulega hefði árangur Donnagen valdið vonbrigð- um og ekki verið gaman að vera i baráttunni í neðri hlutanum allt tímabilið og við falldrauginn í síð- ustu umferðunum. Mikil eftirvænt- ing var fyrir síðasta leikinn því ekki var víst að sigur myndi nægja til að ná aukaleikjunum ef Hameln hefði sigrað Minden í síðasta leik. „Við lukum okkar leik fimm mínútum á undan leiknum í Hameln og það ríkti gífurleg spenna á meðan beðið var frétta. Lengi vel var sagt að þeir væru marki yfir og það hefði þýtt að við hefðum þurft að leika við þá aukaleiki í vikunni um fallið því markatalan hefði orðið jöfn á milli okkar. En síðan bárust fréttirnir og vissulega var þungu fargi af okkur létt. Nú er bara að berjast fyrir sæt- inu gegn gömlu félögunum og horfa síðan fram á veginn og bæta við sig fyrir næsta tímabil og koma þá sterkari og reynslunni ríkari til leiks.“ ■ ÞORRI Gunnarsson, handknatt- leiksmaður úr Fjölni í Grafarvogi, var valinn í 20 ára landsliðið sem tekur þátt í riðlakeppni EM í næsta mánuði. Hann er fyrsti handknatt- leiksmaðurinn úr Fjölni sem er val- inn í landslið HSÍ. Hann er örvhent- ur homamaður. ■ JAPANSKA landsliðið sem kemur hingað í æfingabúðir um næstu helgi er nánast það sama og lék á HM í Kumamoto. Leikjahæsti maður liðs- ins er markvörðurinn Hashimoto Yukihiro, sem hefur leikið 172 landsleiki. ■ ÍSLENSKA stúlknalandsliðið, 20 ára og yngri, tekur þátt í riðlakeppni EM sem fram fer í Tékklandi 5.-7. júní. Islenska liðið er í riðli með Austurríki, Tyrklandi og Portúgal. Efsta liðið í riðlinum fer áfram í úr- slitakeppnina sem verður í Brat- islava í byi'jun september. ■ GUNNAR Gunnarsson verður eft- irlitsmaður í EM-riðli 20 ára lands- liða sem fram fer í Svíþjóð 5.-7. júní. Þar leika Makedónfa, Noregur, Hvíta-Rússland auk heimamanna, Svía. ■ GARY Neville leikmaður Manchester United segir að kaupin á Jaap Stam geti þýtt að aðrar áherslur kunni að verða teknar upp hjá félaginu og nýir menn hiklaust keyptir takist félaginu ekki að end- urheimta titilinn á næsta ári. Þá um leið verði þeir sem hafi skipað liðið undanfai'in misseri að berjast af meiri krafti fyrir sæti sínu. ■ „VIÐ megum ekki slaka á, þá verður okkur ýtt til hliðar,“ sagði Neville sem óttast mjög um hag sinn hjá United þrátt fyrir að hafa nýlega gert sjö ára samning við það. „Ég hef orðið vitni að því að betri leikmenn en ég eru settir til hliðar eða seldir frá Manchester United. „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvað gerist verði ég settur til hliðar.“ HSI í sam- starf við Mátt og Lykilhótel Handknattleikssamband ís- lands skrifaði í gær undir tvo samstarfssamninga, annars vegar við Forvörð, sem rekur endurhæfingastöðina Mátt og hins vegar við Lykilhótel ehf. Báðir samningarnir gilda til ái-sloka ársins 2000. Samningurinn við Forvörð felur m.a. í sér að öll landslið HSÍ fái aðgang að Mætti til þrekþjálfunar og styrkingar. Þetta er í fyrsta sinn sem for- varnarstðð gerir slíkan samn- ing við stórt sérsamband. Þessi samningur gerir það að verkum að hægt er að gera átak í styrktaræfingum og þrekæfingum landsliðsmanna HSÍ. Samningurinn við Lykilhót- el felur í sér samstarf við Lyk- ilhótel hvar sem er á laudinu. Lykilhótel mun sjá um gist- ingu fyrir erlend landslið sem hingað koma til keppni svo og aðra erlenda gesti HSI. Félög iunan HSÍ munu einnig njóta góðs af samstarfinu með hag- stæðu verði á gistingu á Lykil- hótelum um land allt. LEIKFANGAVERSLUN GOLFARANS Nethyl 2, Reykjavik « Simi: S77-2S2S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.