Morgunblaðið - 07.05.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1998 ■ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ BLAÐ IR1 PE |L (U Zagallo búinn að tilkynna liðið í fýrsta leik HM! MARIO Zagallo, hinn gamalkunni landsliðsþjálfari heimsmeistara Brasilíu í knattspymu, er vanur að tilkynna byrjunarlið sitt kvöldi fyrir leik líkt og margir starfsbræðra hans, en bregður nú út af van- anum vegna heimsmeistarakeppninnar, sem hefst í Frakklandi eftir rúman mánuð. Hann hefur nefni- lega þegar tilkynnt byrjunarlið sitt í fyrsta leik, gegn Skotum 10. júní. Zagallo kynnti leikmannahóp sinn á blaðamanna- fundi í Rio de Janeiro í fyrradag, og gerði sér síðan lítið fyi-ir og greindi fundamnönnum frá hvaða ellefu leikmenn yrðu í byrjunarliðinu gegn Skotum. Taffarell verður í markinu og aðrir eru: Cafu, Ald- air, Junior Baiano og Roberto Carlos, sem verða í vöminni, Dunga, Cesai- Sampaio, Giovanni og Ri- valdo á miðsvæðinu og í fremstu vígh'nu Ronaldo og Romario. Zagallo, sem greindi frá því að breytingar yi-ðu ekki gerðar á þessu liði fyrir fyrsta leik, nema einhver leikmannanna yrði fyrir meiðslum, hefur aldrei stillt upp nákvæmlega þessu liði á þeim fjór- um áinm síðan hann tók aftur við, en hann hefur stýrt því í 63 leikjum á þeim tíma. „Þjálfai-i hefur nú, í fyrsta skipti, kjark til að til- kynna hverjir em í liðinu,“ sagði brasilíska knatt- spyrnugoðið Pele. „Þessa var þörf þannig að nú er ekki þörf á neinum vangaveltum lengiu- og liðið get- ur farið að búa sig undir átökin." Ekld var margt sem kom á óvart við val Zagallos á liði sínu, nema hvað Edilson, miðvallarleikmaður- inn frábæri frá Sao Paolo, sem hefur verið fasta- maður síðustu árin, er ekki í byrjunarliðinu. Eyjamenn fá þýskan framherja í DAG kemur í herbúðir íslandsmeistara Eyja- manna í knattspymu þýski framherjinn Jens Pascel, sem leikið hefur með Liibeck. Að sögn Jó- hannesar Ólafssonai’ fonnanns knattspyrnudeildar IBV verður hann í Eyjum næstu vikuna til reynslu. „Eg tel allar líkur á að við gerum við hann samning, hann er maðurinn sem okkur vantar,“ sagði Jó- hannes. Pascel er 24 ára og 190 cm hár, örvfættur og hef- ur verið markheppinn með liði sínu í vetur. M.a. gerði hann þrjú mörk í 6:3 sigri Lubeck í gær í 3. deildinni. „Við höfum verið að leita okkur að fram- herja í nokkurn tíma til þess að stækka hópinn hjá okkur fyrir sumarið. Það sýndi sig í fyrrasumar að það veitir ekki af því að hafa góðan fjölda leikmanna og samkeppni í hverri stöðu til þess að geta verið með í baráttunni allt keppnistímabilið. Við höfum hins vegar tekið okkur góðan tíma til þess að fínna rétta leikmanninn því við höfum ekki vijjað taka livei-n sem er.“ Jóhannes sagði það ekki vera dýran kost að fá Pascal tii liðsins. Hann væri með lausan samning við félag sitt og því þyrfti ekkert að greiða því fyiir hann. Inter UEFA- meistari INTER sigraði Lazio 3:0 í úr- slitum UEFA-keppninnar í París í gærkvöldi. Brasiliumað- urinn Ronaldo gerði þriðja mark Inter og var það frábær- lega vel gert. Öll mörkin voru gerð af Suður-Ameríkumönn- um, það fyrsta gerði Chilebúinn Ivan Zamorano á upphafsmín- útunum og Argentínumaðurinn Javier Zanetti bætti öðru við með skoti af 20 metra færi. Á myndinni hér fyrir ofan fagnar Ivan Zamorano sem kom Inter á bragðið með því að gera fyrsta mark liðsins í gær. ■ Leikurinn / C4 AFREKSMANNASJÓÐUR ÍSÍ Menntamálaráðherra hyggst leggja fram árlegan styrk í Afreksmannasjóð „Miklar gleðifréttir“ Menntamálaráðherra vonar að gengi verði frá samkomulagi við íþrótta- og ólympíusamband íslands á næstu dögum þess efnis að ráðuneytið leggi fé í Afreks- mannasjóð ÍSÍ, en hann er nú ein- göngu fjármagnaður með hlutdeild af hagnaði af Lottóinu. Bjöm Bjarnason ráðherra lagði til á fundi ríkisstjómarinnar í gær að ríkið taki ásamt Iþrótta- og ólympíusambandi íslands þátt í að fjármagna afreksmannasjóð til að efla árangur íslensks afreksfólks í íþróttum á alþjóðavettvangi og var tillaga hans samþykkt. „Eg fékk umboð ríkisstjómar- innar til að ganga til samninga við ISI um þetta samstarf. Um að við legðum sjóðnum til fé á grundvelli samkomulags sem gert yrði. Ég vonast til að hægt verði að ganga formlega frá samkomulagi þess efnis við ÍSÍ á næstu dögum,“ sagði Bjöm Bjarnason í samtali við fréttavef Morgunblaðsins. Afreksmannasjóður ÍSÍ er nú fjármagnaður með 8% hlutdeild af Lottóhagnaði sambandsins, u.þ.b. 12 milljónir króna á ári. Verði af samkomulagi við menntamálaráðu- neytið um mótframlag af hálfu þess stefnir í að sjóðurinn hafi úr meiri fjármunum að spila til að styðja við bakið á íslensku íþrótta- fólki í fremstu röð. í skýrslu nefndar menntamála- ráðherra um eflingu íþróttastarfs, sem lögð var fram í desember sl., er m.a. lagt til að ríkið taki ásamt ISÍ og e.t.v. íleiri aðilum þátt í að fjár- magna afreksmannasjóð til að efla árangui- afreksfólks í íþróttum á al- þjóðavettvangi og Stefán Konráðs- son, framkvæmdastjóri ÍSÍ, fagnaði samþykkt ríkisstjómarinnar í gær. „Þetta eru miklar gleðifréttir og stórtíðindi fyrir íþróttahreyfinguna; það er sannarlega ánægjuleg stefnubreyting að ríkisvaldið vilji koma með formlegum hætti inn í af- reksíþróttimar," sagði Stefán. „Mér finnst Bjöm einn allra besti íþrótta- málaráðherra i langan tíma, hann hefur sýnt hreyfingunni mikinn skilning, bæði með auknum stuðn- ingi og með úttektum sem varða starfsemi okkar. Við hjá íþrótta- og ólympíusambandinu emm honum þakklát fyrir að hafa unnið vel að þessu máli og einnig ríkisstjórninni fyrir að sýna afi-eksstarfinu þennan skilning. Með tilkomu þessa fram- lags breytist algjörlega umhverfi styrkja til afreksíþróttamanna því fleiri eiga möguleika á að fá stuðn- ing,“ sagði framkvæmdastjórinn við Morgunblaðið. KNATTSPYRNA: FLJÚGANDI HOLLENDINGUR SÁ BESTI í ENGLANDI / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.