Morgunblaðið - 07.05.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1998, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 7. .MAÍ 1998 BORN OG UNGLINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Minden úr mynd- inni hjá Reyni Þór EKKERT verður af því að Reynir Þór Reynisson mark- vörður Fram gangi til liðs við þýska 1. deildarliðið GWD Minden, en hann var á æfingu hjá liðinu fyrir nokkrum dög- um. Ekki er þó talið lokum fyrir það skotið að hann leiki í Þýskalandi á næsta vetri því samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur 2. deildar liðið Solingen sýnt honum áhuga. Rúnar Sigtryggsson hand- knattleiksmaður með Haukum segist vænta tilboðs frá þýska 2. deildar liðinu Göppingen á föstudaginn. f samtali við Morgunblaðið í gær sagðist hann ætla að gefa sér helgina til þess að vega það og meta. Hann heimsótti félagið fyrir nokkru og hefúr síðan verið í sambandi við forráða- menn þess og hafa þeir nú boð- að að tilboð sé væntanlegt. Sebastían til Fram SEBASTÍAN Alexandersson handknattleiksmarkvörður, sem leikið hefúr með Aftureldingu sl. þrjú ár, hefur ákveðið að færa sig um set og leika með Fram á næstu leiktið. Sebastfan hefur verið varamarkvörður Aftureldingar og í vor voru forráðamenn félagsins ekki tilbúnir að endurnýja samninginn við hann. Frammarar gripu því tækifærið og tryggðu sér mark- vörðinn til þess að fylla skarð Reynis Þórs Reynissonar landsliðs- markvarðar, sem þeir telja Ifklegt að leiki utan landsteinanna á næstu leiktfð. PÍLUKAST FOLK ■ MIKIL meiðsli hrjá nú menn í herbúðum Chelsea aðeins viku áður en liðið leikur til úrslita við Stutt- gart í Evrópukeppni bikarhafa. Sjö leikmenn úr byrjunarliðinu ganga ekki heilir til skógar. Þetta eru Frank Sinclair, Michael Duberry, Dennis Wise, Graeme Le Saux, Andy Myers og Gianfranco Zola. ■ ZOLA hefur verið á Ítalíu síð- ustu daga til þess að fá bót meina * sinna. ■ EKKI bætti úr skák um sl. helgi að Frank Leboeuf meiddist í ökkla í leik gegn Neweastle. „Staðan er ekki góð,“ sagði Gwyn Williams að- stoðarknattspymustjóri Chelsea í gær. „Við viljum vera með okkar besta lið gegn Stuttgart og einnig gegn Bolton í síðasta leiknum í deildinni á sunnudaginn.“ ■ CHELSEA óskaði eftir því að leikurinn við Bolton yrði fluttur fram á laugardag til þess að liðið fengi örlítið lengri tíma til að búa sig undir úrslitaleikinn við Stutt- gart. ■ FORRÁÐAMENN úrvalsdeildar- innar neituðu og segja að hefðu þeir heimilað að leiknum yrði flýtt hefði lögreglan sett sig á móti breyting- unni. Astæðan er sú að Fulham á að leika heimaleik á laugardaginn í úr- slitum 2. deildar um sæti í 1. deild 4 að ári. Óli varð tvöfaldur Reykja- víkur- meistari ÓLI Á. Sigurðsson varð á dögun- um tvöfaldur Reykjavíkurmeistari í pílukasti, sigraði bæði í einmenn- ingi og tvímenningi. Þá varð Anna K. Bjamadóttir Reykjavíkur- meistari kvenna þriðja árið í röð. í einmenningi karla varð Þröst- ur Ingimarsson í öðru sæti, Óli sigraði hann í úrslitum 5:2. Sæ- mundur varð þriðji eftir að hafa sigrað Ingva Ingvason 4:1 í leik um það sæti. Elín Asbjömsdóttir varð önnur í einmenningi kvenna, Anna sigraði hana 3:1 í úrslitaleiknum. Guðveig B. Guðmundsdóttir varð þriðja, sigraði Unni Reynisdóttur 3:0 í leik um sætið. Óli Á. Sigurðsson og Þröstur Ingimarsson sigraðu í tvímenn- ingi, lögðu þá Einar Óskarsson og Þorgeir Guðmundsson í úrslitum, 5:2.1 þriðja sæti urðu Ingvi Ingva- son og Sigurður Aðalsteinsson, sem sigraðu Gunther Fresmann og Friðrik Diego í leik um sætið, 4:3. Á myndinni era allir verðlauna- hafar á Reykjavíkurmótinu. KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristján LID Þórs sem fagnaði sigri í drengjaflokki á íslandsmótinu f körfubolta um helgina. Fremri röð f.v. Davíð Jens Guðlaugsson, Guðmundur A. Aðalsteinsson, Þórarinn Jóhannsson, Magnús Helgason, Hermann D. Hermannsson, Einar Öm Aðalsteinsson og Ágúst H. Guðmundsson, þjálfari. Aftari röð f.v. Baldvin Sigurðsson, stjórnarmaður, Ásmundur Oddsson, Orri Hjaltalín, Hrafn Jóhannesson, Jón Ingi Baldvinsson, Hannes Árdal og Sigmar Stefánsson. Fýrsti meistaratitill Þórs ÓR varð íslandsmeistari í drengjaflokki á íslandsmótinu í körfubolta sem lauk fyrir skömmu. Þetta er jafnframt fyrsti Islands- meistaratitill félagins í karlaflokki. I lokaslagnum á íslandsmótinu mættust þau fjögur lið sem náð hafa bestum árangri í fjóram túrnering- um í vetur, Þór, KR, Keflavík og KR-c. Þór lagði KR að velli með 10 stiga mun og KR-c vann nauman sigur á Keflavík. Þór og KR-c léku því til úrslita og vann Þór 13 stiga sigur, 72:59, eftir að hafa verið und- ir í hálfleik, 29:35. KR-ingar hafa verið mjög sigur- sælir í drengjaflokki undanfarin ár en að þessu sinni höfðu Þórsarar betur í lokaslagnum um Islands- meistaratitlinn. Þórsarar höfðu einnig betur gegn KR-ingum í bik- arkeppninni og slógu þá út í undan- úrslitum og mættu Keflvíkingum í úrslitaleik. SKIÐI Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurmeistarar heiðraðir SKÍÐARÁÐ Reykjavíkur heiðraði Reykjavíkurmeistara í alpagreinum 1998 í hófi sem haldið var í Framheim- ilinu á þriðjudagskvöld. Vegna snjó- leysis í vetur tókst ekki að halda Reykjavíkurmót í flokkum 13 ára og eldri. Það var því ákveðið að taka sam- an árangur reykvískra skíðamanna á öðrum skíðamótum vetrarins og veita þeim viðurkenningu sem stóðu sig best. Haukur Amórsson, Armanni, var fremstur reykviskra skíðamanna í karlaflokki, Jóhann F. Haraldsson, KR, í öðru sæti og Pálmar Pétursson, Ármanni, í þriðja. Theodóra Mathiesen, KR, var best í kvenna- flokki. Amar Gauti Reynisson, ÍR, var bestur í flokki 15-16 ára, Óskar Stein- dórsson, Fram, í öðru sæti og Svein- bjöm Sveinbjömsson, Armanni, þriðja. í sama flokki kvenna var Lilja Rut Kristjánsson, KR, best, Helga Björk Ámadóttir, Armanni, önnur og Dag- mar Ýr Sigurjónsdóttir, Víkingi, þriðja. Fanney Blöndal, Víkingi, var best í flokki 13-14 ára stúlkna. Guðrún Bene- diktsdóttir, Armanni, önnur og Sólrún Flókadóttir, Fram, þriðja. Þórarinn Birgisson, KR, var bestur í sama flokki drengja. Jón Valberg, ÍR, annar og Karl Maack, KR, þriðji. í flokkum 12 ára og yngri var keppt í Bláfjöllum, í svigi og stórsvigi. Þeir sem stóðu sig best í samanlögðum ár- angri vom: 11-12 ára drengir: Gunnar Lár Gunnarsson, Ármanni, Ari Berg, ÍR, og Andri Gunnarsson, KR. 11-12 ára stúlkur: Elín Amardóttir, Ár- manni, Hrönn Kristjánsdóttir, Ár- manni, og Agnes Þorsteinsdóttir, IR. 9-10 ára drengir: Guðjón Ó. Guðjóns- son, Armanni, Elvar Om Viktorsson, Víkingi, Ámi Sæmundsson, IR. 9-10 ára stúlkur: Kristín Þrastardóttir, Fram, Agla G. Bjömsdóttir, Ármanni, og Selma Benediktsdóttir, Ármanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.