Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Leikmenn Arsenal þurftu ekki mikið að hafa fyrir sigri á Newcastle í bikarúrslitunum á Wembley Stóðust „ÞESSI sigur er stórkostlegur og sá stærsti sem hægt er að vinna,“ sagði Marc Overmars sem skoraði fyrra mark Arsenal í 2:0 sigri á Newcastle í úrslitum ensku bikarkeppninnar. „Hann jafnast á við sigur í Meistaradeild Evrópu,“ bætti hann við og brosti ákaft enda full ástæða til. Sigur Arsenal var öruggur og vel við hæfi hjá félaginu að enda keppnistímabilið á honum eftir að hafa unnið enska meistaratitilinn tveimur vikum áður. Arsenal hefur leikið frábærlega seinni hluta vetr- ar undir stjórn franska hagfræðingsins Arsene Wengers. Þetta var fyrsta heila leiktímabil hans með lið og hefur á þeim tíma tekist að koma saman einstaklega skemmtilegu liði, skipuðu leikmönnum víðsvegar að. Allir hafa þessir leikmenn blómstrað undir stjórn Wengers sem hyggst styrkja lið sitt enn frekar fyrir næstu leiktíð í titilvörninni og sókninni í Meistaradeild Evrópu. Þetta var í annað sirrn sem Arsenal vinnur tvöfalt, þ.e.a.s. deildar- og bikarkeppnina sama árið. Knattspymustjórinn Wenger er því fyrsti útlendingurinn sem stýrir liði til tvöfalds sigur á sömu leiktíð. Hann bar mikið lof á lið sitt í leikslok enda fyllsta ástæða til. „Liðið hefur unnið stórkostlega síð- ustu mánuði," sagði Wenger í leiks- lok. Arsenal var sterkari aðilinn í íyrri hálfleik og því kom engum á óvart er Hollendingurinn hrað- skreiði, Overmars, kom Arsenal á bragðið á 24. mínútu. Lið Newcastle náði aldrei að ógna andstæðingi sín- um verulega enda sóknarleikurinn máttlaus. I síðari hálfleik færðu leikmenn Newcastle sig heldur upp á skaptið. Nikolaos Dabizas átti skalla í slá upp úr miðjum hálfleik og skömmu síðar slapp Alan Shear- er inn fyrir vöm Arsenal og skaut í stöng úr upplögðu færi. Við svo búið mátti ekki standa hjá norður-Lúndúnarliðinu og hinn 19 Trappatt- oni fékk kveðjugjöf MARK Mario Baslers á 89. mínútu, beint úr aukaspyrnu, tryggði Bayern Miinchen þýska bikarinn f knattspyrnu sem var um leið kveðjugjöf leikmanna tii þjálfarans, Giovannis Trapattonis, lokatölur, 2:1. Leikmenn Bayern lentu hins vegai- í kröppum dansi gegn Duis- burg að viðstöddum tæplega 80.000 áhorfendum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Duisburg hefúr ekki verið á meðal aðsópsmestu liða í deildinni, en skaut stuðningsmönnum Bayera skelk í bringu með því að skora fyrsta markið á 20. mínútu og var þar að verki Bachirou Salou. Bayern gekk illa að snúa leiknum sér í hag ogyar marki undir í hálfleik. í síðari hálfleik var allt annað að sjá til Iærisveina Trappattonis og strax á þriðju mínútu skallaði Christ- ian Nerlinger í stöng. Markus Babbel jafnaði metin 20 mfnútum fyrir leikslok og glæddust vonir Bæjara og greinilegt var að af þeim var þungu fargi Iétt. „Nú get ég yfirgefið Þýska- land stoltur," sagði Trappattoni, en hann tekur við þjálfun Fiorentina í sumar. Arsenal ætlar ekki að láta staðar numið eftir árangur leiktíðar- innar. Allt verður lagt í sölumar til þess að ná árangri í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili þar sem enskt félag hefur ekki unnið Evrópukeppni meistaraliða í 14 ár. Fyrir utan nýjan samning við Arsene Wenger, sem tryggir hon- um rúmlega 130 milljónir í laun á ári, þá fær hann um 25 milljónir punda til leikmannakaupa, eða upp- hæð sem svarar til um 3 milljarða króna. „Mér líður vel hjá Arsenal og ef ég fæ það frelsi til að vinna sem ég óska eftir þá verð ég áfram hjá félaginu," segir Wenger. „Ég geri mér vonir um að fá tvo sterka leik- menn til liðsins auk þess sem ég vil halda öllum þeim sem eru í liðinu í dag,“ bætir Wenger við. Ósk hans er sú að geta gengið frá leikmanna- kaupunum áður en heimsmeistara- keppnin hefst 10. júní nk. Dave Dein, varaformaður stjóm- ar Arsenal og maðurinn sem fékk Wenger til félagsins, segist gera sér grein fyrir miklvægi þess að Frakk- inn verði áfram við stjórnvölinn. „Það er ekkert leyndarmál að við höfum fengið boð í Wenger og ég get staðfest að meðal þeirra sem borið hafa víumar í hann er franska knattspyrnusambandið sem nú leit- ar logandi ljósi að landsliðsþjálfara. A hreinu er hins vegar að hann fer hvergi," segir Dean. „Hann kann vel við sig og þær aðstæður sem hann vinnur við. Wenger hefur gjörbreytt liðinu til hins betra. Þeg- ar hann tók við gerðum við okkur vonir um að vinna titilinn innan fjögurra ára. Á fyrsta heila árinu sem hann er við stjórnvölinn vinnur liðið tvöfalt, það er stórkostlegt. Fyrst og fremst sannar árangurinn að stjóm félagsins gerði hárrétt er það samþykkti að ráða Wenger til Arsenal, hvað svo sem öllum mót- mælum viðkom og efasemdarödd- um.“ Daginn eftir sigurinn í bikar- keppninni komu nærri 300.000 stuðningsmenn liðsins saman á göt- unum nærri Highbury til þess að fagna hetjum sínum. Þeim var öll- um fagnað innilega og gleðin náði hámarki þegar Wenger gekk fram á sviðið og ávarpaði mannfjöldann og þakkaði þeim stuðninginn, einkum í nóvember og desember þegar allt gekk á afturfótunum. „Ef andinn í kringum félagið er réttur þá geri ég það sem því er fyrir bestu. Peningar skipta þar engu máli, þeir drógu mig ekíd til Arsenal og þeir hafa aldrei verið aðalatriðið í lífi mínu,“ sagði Wenger m.a. í ávarpi sínu. ára gamli Frakki, Nicolas Anelka, stakk sér inn fyrir vöm Newcastle og stakk varnarmenn þess af á sprettinum á 24. mínútu síðari hálfleiks. Hann skoraði auðveldlega og innsiglaði sigurinn. Eftir þetta var allt loft úr lærisveinum Kenny Dalglish sem játuðu sig sigraða. „Ungu mennimir í liðinu hafa tekið miklum framfórum og hðsand- inn hefur batnað mikið á síðustu mánuðum og hver sigur hefur aukið sjálfstraustið,“ segir Wenger um þá breytingu sem hefur orðið á Arsenal frá því fyrir áramót. „Leik- menn hafa náð betur saman og í raun ótrúlegt hvað það hefur tekið stuttan tíma að fá þennan ólíka hóp til þess að vera sem ein heild.“ Um bikarúrslitaleikinn sagði Wenger að mikið álag hefði verið á liðinu að mæta til leiks sem meistar- ar, krafa stuðningsmanna og margra annarra hefði verið um sig- ur. „Það hefðu orðið mér vonbrigði að vinna ekki. e.t.v. stýri ég ekki liði í úrslitaleik á Wembley að nýju.“ Hann viðurkenndi þó að deildar- meistaratitillinn væri sér mikilvæg- ari. Dalglish sagði Arsenal verðskulda sigurinn þó vissulega hefði hann viljað fá mark í síðari hálfleik. „Arsenal lék ekki eins vel og það best getur að þessu sinni, mér fannst mega greina þreytu- merld á leikmönnum í síðari hálfleik." Reuters TONY Adams, fyrirliði Arsenal, og markvörðurinn David Seaman, fagna eftir að Adams tók við bik arnum á Wembley. Adams er orðinn sigursælasti leikmaður Arsenal fram til þessa, hefur verið í átta siguriiðum, sjö sinnum sem fyrirliði. Hann hefur þrisvar orðið enskur meistari, tvisvar bikarmeistari, tvisvar deildarbikarmeistari og einu sinni fagnað sigri í Evrópukeppni bikarhafa. Það eru tíu ár síðan Adams varð fyrirliði Arsenal. Bikar eftir 36 ára bið HEARTS vann Rangers, 2:1, í úrslitum skosku bikarkeppn- innar og fagnaði því innilega að þetta var í fyrsta sinn í 36 ár sem félagið vinnur stórmót þar í landi. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn síðan 1985 sem Rangers vinnur ekkert af stóru mótunum þremur í Skotlandi. Leikmenn Hearts byrjuðu af miklum krafti og strax á 2. mínútu fengu þeir vítaspymu eftir að fyrirliðinn Steve Fulton var felldur innan vítateigs. Col- in Cameron skoraði af öryggi úr spymunni. Frakkinn Steph- ane Ádam innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik er hann komst einn inn fyrir vörn Rangers og skaut föstu skoti, hægra megin úr vítateignum án þess að Andy Goram fengi vörnum við komið. Markahrókurinn Ally McCoist kom inn á í byrjun síð- ari hálfleiks. Þetta var síðasti stórleikur hans fyrir Rangers. Hann minnkaði muninn á 81. mínútu með skoti rétt utan vita- teigs, en lengra komust leik- menn Rangers ekkd þrátt fyrir ákafar tilraunir. Geri það sem er Arsenal fýrir bestu álagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.