Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 8

Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 8
SNÓKER ■ MAGSÚS Teitsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks FH í handknattleik kvenna á næstu leiktíð. Magnús hefur undanfarin Kristján Helgason varð Evrópumeistari áhuga/atvinnumanna í Helsinki Loksins hafðist það „ÞETTA var frekar léttur sigur, altjent mun auðveldari en ég átti von á,“ sagði Kristján Helgason eftir að hann hafði sigrað á Evr- ópumóti áhuga/atvinnumanna í snóker sem fram fór í Finnlandi. í tæplega fjögurra tíma úrslitaleik á sunnudaginn vann Kristján Möltubúann Alex Borg 7:2 eftir að hafa haft yfir nær allan leik- inn. „Loksins hafðist þetta hjá mér,“ bætti Kristján við því hann hefur verið í úrslitum tvö sl. ár en beðið lægri hlut í bæði skipt- in. „Það var virkilega kominn tími til að vinna. Sigurinn er mikil- vægur áfangi á ferli mínum og verður vonandi til þess að vekja aukna athygli á mér og auðvelda mér að fá styrktaraðila,“ sagði Kristján, sem nýlega vann sér keppnisrétt sem atvinnumaður í snóker. Borg vann fyrsta rammann í úr- slitaleiknum, sem var frekar lokaður eins og Kristján orðaði það, þ.e.a.s. báðir keppendur fóru sér hægt, lögðu mikla áherslu á að verjast til þess að gefa ekki á sér færi og sýndu mikla þolinmæði. Kristján jafnaði metin í öðrum ramma, en Borg svaraði um hæl. Kristján vann þvínæst þrjá næstu ramma og hafði 4:2 þegar tekið var hlé. Eftir hlé horfði Kristján ekki um öxl, vann þrjá ramma og inn- siglaði sigur sinn á mótinu með glæsilegum hætti. „Leikurinn var frekar lokaður allan tímann, kannski eins og við mátti búast, en ég hafði þó reiknað með að hann myndi opnast þegar á leið.“ Staðráðinn að vinna snóker, en Kristján segist hafa lagt stund á íþróttina síðan 1989. Morgunblaðið/Halldór KRISTJÁN Helgason mundar kjuðann. Hann fagnaði sigri á Evr- ópumóti áhuga/atvinnumanna sem fram fór í Finnlandi. KNATTSPYRNA / DEILDARBIKARINN Einokun Breiðabliks órofin Morgunblaðið/Jon Svavarsson SIGRÚN Óttarsdóttir fyrirliði Breiðabliks hampar deildarbikarn- um eftir sigur á Valsstúlkum. Kristján sagði það ekki hafa haft neikvæð áhrif á sig þó hann hefði tapað í úrslitum tvö síðustu ár. „Það efldi mig frekar til dáða en hitt og gerði mig enn staðráðnari í að vinna.“ Hann sagði ennfrernur að undanúrslitaleikurinn við N-ír- ann Mark Esdale hefði verið erfið- ari. „Það var opinn leikur og tók virkilega á.“ Kristján vann þá viðu- reign 6:3. Eins sagði hann leikinn við félaga sinn, Jóhannes B. Jóhannesson, í átta manna úrslit- um hafa verið erfiðan. „Við þekkj- umst mjög vel, enda varð úr æsispennandi leikur, þar sem við unnum ramma á víxl.“ Kristján vann að lokum, 5:4. Kristján er ekki alveg ókunnur Borg því þeir mættust í undanúr- slitum í fyrra og þá vann Kristján 6:1. „Þessi leikur var ósköp svipað- ur.“ Næsta mót Kristjáns er íslands- meistaramótið um næstu helgi, en síðan taka við æfingar þar til hann fer til Englands í ágúst til þátttöku í undankeppni atvinnumannamót- anna. Hann er 24 ára og varð heimsmeistari unglinga 1993. Síð- an þá segist hann hafa haft það takmark að verða atvinnumaður í Knattspyrnukonur gáfu góð fyrirheit um sumarið á gervi- grasinu á Ásvöllum á sunnu- daginn þegar fram fór úrslita- leikurinn í deildarbikarkeppni kvenna, því Breiðablik og Val- ur buðu upp á baráttuleik með fimm mörkum, framlengingu og vítaspymu. Af þessum fimm mörkum skoraði Margrét Ólafsdóttir þrjú fyrir Breiða- blik en Ásgerður H. Ingibergs- dóttir tvö fyrir Val svo að Kópavogsstúlkurnar hömpuðu deildarbikarnum þriðja árið í röð, jafnoft og spilað hefur verið um hann. Vonandi gáfu veðurguðirnir ekki sín fyrirheit á sunnudaginn, með strekkingsvindi og rigningarskvettu við og við. Blikar voru Stefán atkvæðameiri tO að Stefánsson byrja með en það kom skrifar ekki í veg fyrir að Ás- gerður kæmi Val í 1:0 á 17. mínútu eftir langa sókn. Blikar héldu eftir sem áður tökum á leikn- um en smám saman komust Vals- stúlkur inn í hann. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Margrét Blik- um á blað með glæsUegu marki þeg- ar hún vippaði boltanum af tám vamarmanna Vals nokkrum metrum utan vítateigs og þrumaði honum síðan yfir markvörð Vals. Fimm mínútum síðar kom svo Margrét Blikum í 2:1 þegar hún stökk allra hæst eftir homspymu og skallaði boltann af krafti í netið. Eftir það höfðu Blikastúlkur meiri völd á vell- inum, en Valsstúlkur skal ekki van- meta og eftir góðan sprett fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði As- gerður í 2:2 svo að framlengja varð leikinn. Hart var barist en á 12. mínútu framlengingarinnar vai- Sigríði Þorláksdóttur bragðið innan vítateigs og vitaspyrna dæmd. Úr henni skoraði Margrét sitt þriðja mark og sigurmark Breiðabliks. Bæði lið voru skipuð í bland þraut- reyndum leikmönnum og stúlkum sem era að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og áhugafólk um kvennaknattspyrnu þarf ekki að ótt- ast framtíðina, því þessi blanda skilaði ágætum leik. Auðvitað var oft svolítill vorbragur á spilamennsk- unni en leiktíðin er að byrja. Hjá Breiðabliki var Margrét best en Sigrún Óttarsdóttir og Kristrún L. Daðadóttir voru ágætar. Sigrún Þor- láksdóttir átti góða spretti og 15 ára nýliði, Erna Sigurðardóttir, stóð sig með prýði í vöminni. Af Valsstúlkum áttu Bergþóra Laxdal, Soffía Ámundadóttir og Hjördís Símonar- dóttir bestan leik. Sýnishom af sumrinu „Mér líst mjög vel á sumarið og þessi leikur var sýnishorn af knatt- spymunni í sumar, því það var barist fram á síðustu sekúndu og deildin verður jöfn og skemmtileg. Það var líka gott að byrja sumarið með þrennu og sigri,“ sagði Margrét tvö ár þjálfað kvennahð Hauka og stýrði því til sigurs á Islandsmót- inu og bikarkeppninni í fyrra. Magnús tekur við af Viðari Símon- arsyni. ■ MAGNÚS Aron Hallgrímsson kringlukastari úr HSK kastaði 60,08 m á móti í Hafnarfirði á sunnudaginn sem haldið var í tengslum við vígslu fijálsíþrótta- vallar þar í bæ. Þetta er besti árangur Magnúsar í kringlukasti og í fyrsta skipti sem hann kastar yfir 60 m. ■ VÉSTEINN Hafsteinsson úr ÍR, lærimeistari Magnúsar og Islands- methafi í kringlukasti varð annar með 57,20 m og Jón Arnar Magnússon, UMFT, varð þriðji með 49,50 m sem einn hans besti árangur. ■ DAVÍÐ Jónsson, kylfingur úr GS, setti glæsilegt vallarmet á Hvaleyrarholtsvellinum í Hafnar- firði er hann lék völlinn á 67 högg- um á vormóti Hafnarfjarðar. Gamla metið átti Sveinn Sigur- bergsson, GK, sem lék á 69 högg- um 1997. ■ ANJA Andersen og félagar hennar í norska liðinu Bækkelaget unnu um helgina Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Eftir jafntefli við Kars Zagreb í fyrri leiknum vann Bækkelaget 28:17 á heimavelli að viðstöddum 7.000 áhorfendum. Er þetta í fyrsta skipti sem norskt félagslið vinnur Evrópukeppni í handknattleik. Ólafsdóttir úr Breiðabliki, sem sýndi að hún er ein af bestu knattspyrnu- konum landsins. En verður róðurinn ekki þungur íyrir Breiðablik, sem misst hefur marga sterka leikmenn? „Mér líst æ betur á liðið okkar því hópurinn hefur þjappast mikið sam- an. Það eru komnar góðar stelpur og sérstaklega er gaman að sjá nýja vamarmenn, sem ég treysti fullkom- lega þrátt fyrir ungan aldur.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.