Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 18
18 D ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐALSKIPULAG ÖLFUSHREPPS 1997-2009
Þorlákshöfn
HELZTU breyting-arnar frá eldra skipulagi byggja á fyrirhugaðri lagningu svonefnds Suðurstrandarvegar, sem á eftír að hafa mikii áhrif á þróun
byggðarinnar. Til viðbótar kemur skipulagning nýs grófiðnaðarsvæðis og athafnasvæðis, sem sést ofarlega tíl vinstri á uppdrættinum. Það á eft-
ir að laða að margs konar atvinnustarfsemi. Við suðuijaðar byggðarinnar er gert ráð fyrir fjórum nýjum íbúðarsvæðum.
Þorlákshöfn
Ný skipulagstillaga á að
varða leið inn í næstu öld
Ný skipulagstillaga fyrir Þorlákshöfn er
nú til kynningar. Athygli vekur fyrirhugað-
ur Suðurstrandarvegur, sem mun tengja
bæinn við byggðina á Reykjanesi. Nýjar
lóðir fyrir atvinnustarfsemi munu gera
Þorlákshöfn eftirsóknarverða fyrir margs
konar fyrirtæki. Magniis Sigurðsson
kynnti sér tillöguna.
“■j HIN NÝJA skipulagstil-
laga fyrir Þorlákshöfn er
mjög metnaðarfull, en
■ hún nær til ársins 2009 og
tekur til þéttbýlis í bænum og
aðliggjandi svæða innan jarðarinn-
ar Þorlákshöfn eða um 33 ferkm.
alls. Tillagan er byggð á núgildandi
^skipulagi með frávikum og nær til
þess landrýmis, sem duga á bænum
næstu 12 árin.
Helztu breytingamar felast í fyr-
irhugaðri lagningu svonefnds Suð-
urstrandarvegar, sem á eftir að
hafa mikil áhrif á þróun byggðar-
innar. Til viðbótar kemur skipu-
lagning nýs grófiðnaðarsvæðis og
athafnasvæðis, sem á eftir að laða
að margs konar atvinnustarfsemi
vegna nálægðar sinnar við höfnina í
Þorlákshöfn. Skipulagstillagan er
gerð af könnunar- og skipulagsstof-
^unni Landmótun og að tillögunni
hafa einkum unnið landslagsarki-
tektarnir Gísli Gíslason og Ingi-
björg Kristjánsdóttir.
Nú eru íbúar í Þorlákshöfn um
1230 og um 1550 í Ölfushreppi öll-
um. Atvinnulíf í bænum byggist á
útgerð og fiskvinnslu og margir
koma úr næstu byggðarlögum á
hverjum degi til að stunda þar
vinnu. Eins eru nokkrir, sem búa á
Þorlákshöfn en vinna í Reykjavík.
Samgöngur til og frá Þorlákshöfn
eru greiðar mikinn hluta af árinu
og þaðan eru ekki nema 28 km. til
Selfoss og um 50 km. til Reykjavík-
ur.
Þjónusta við íbúana er góð, en í
bænum er heilsugæzla með lækni
og hjúkrunarfólki. I bænum er ein-
setinn grunnskóli og í sama
húsnæði er einnig deild frá Tónlist-
arskóla Arnessýslu. Iþróttakennsla
og sundkennsla fara fram í íþrótta-
miðstöðinni við skólann. f bænum
er ennfremur þriggja deilda
leikskóli og nýbúið er að bjóða út
rúmlega 2200 ferm. byggingu, sem
mun m. a. hýsa menningarmiðstöð
Ölfushrepps.
Mikið Iandrými
Landrými er mikið við Þorláks-
höfn, höfnin góð og vegna staðsetn-
ingar sinnar er bærinn vel í stakk
búinn sem tengistaður íslands við
Evrópu. Um leið er Þorlákshöfn
mjög heppilegur staður fyrir iðnað-
ar- og þjónustufyrirtæki, sem vilja
vera utan við höfuðborgarsvæðið
en þó skammt undan.
Önnur auðlind, sem Þorlákshöfn
státar af, er ótæmandi gnægð af
bergvatni og samkvæmt skipulags-
áætluninni er lögð mikil áherzla á
að standa vörð um það. Hraunið er
lagskipt og vatnið flæðir frá
Heiðinni háu undir hraunið og fram
í sjó. Alls staðar er grunnt að bora
-ofan á góðar vatnslindir og það svo,
að vatnsfrekustu fyrirtæki bæjar-
ins hafa eigin borholu á lóðum sín-
um.
Nóg er einnig af heitu vatni í
Þorlákshöfn til húshitunar og
iðnaðar. Heita vatnið er mjög ódýrt
og er selt í gegnum hemil til íbúðar-
húsa en um magnmæli til fyrir-
tækja. Hitaveitan nýtir jarðhita í
landi Bakka í Ölfusi og er vatn leitt
í ofanáliggjandi pípu um 11 km leið.
Reiknað er með, að hitaveitan geti
séð Þorlákshöfn fyrir nægu heitu
vatni um langa framtíð.
Talsverður þróttur hefur verið í
athafnalífinu á Þorlákshöfn að und-
jmfornu og atvinnuástand gott. Af-
leiðingin er góð eftirspum eftir
bæði íbúðarhúsnæði og atvinnu-
húsnæði. Talsvert hefur því verið
byggt af íbúðarhúsnæði og nýjar
íbúðir eru nú stærri en áður, auk
þess sem íbúum á hverja íbúð hefur
fækkað. Nýjar íbúðir eru flestar í
einbýlishúsum, en nokkuð hefur
verið byggt af fjölbýlishúsum. Sam-
kvæmt skipulagstillögunni er gert
ráð fyrir, að í framtíðinni verði
meira byggt af minni einbýlishús-
um og raðhúsum í bænum.
Grunnt
ofan á fast
Hraunið hefur mikil áhrif á alla
byggingastarfsemi í Þorlákshöfn,
en bærinn stendur á hrauni og
svæðið umhverfis er líka hraun. Yf-
irborðið er fremur slétt og
ósprungið, þannig að grundun
mannvirkja er auðveld eins og sagt
er á fagmáli. Ný íbúðarsvæði eru
einkum fyrir sunnan núverandi
byggð, þannig að grunnskólinn í
bænum verður í framtíðinni meira
miðsvæðis í byggðinni.
Samkvæmt skipulagstiliögunni
er gert er ráð fyrir fjórum nýjum
byggingarsvæðum fyrir íbúðar-
byggð. Þar af eru tvö, sem er ætlað
að geti byggzt á skipulagstímabil-
inu og eru þau ásamt auðum lóðum,
sem enn eru til staðar við svo-
kallaða Norðurbyggð um 14 hekt-
arar.
Það er líka hagkvæmt að byggja
í Þorlákshöfn. „Við bjóðum góðar
einbýlishúsalóðir á hagstæðu
verði,“ segir Sigurður Jónsson,
skipulags- og byggingafulltrúi bæj-
arins. „Þannig kostar 800 ferm. lóð
um 900.000 kr. og það óháð
rúmmetrastærð hússins. Inni í
þessari fjárhæð eru gatnagerðar-
gjöld og annað, en engin aukagjöld
eru tekin fyrir úttektir. Eftir því
sem ég bezt veit, eru þetta mun
hagstæðari kjör en á höfuðborgar-
svæðinu.“
Verzlunar og þjónustufyrirtæki
eru einkum við tvær helztu
aðkomuleiðimar inn í byggðina.
Samkvæmt skipulagstillögunni
verður miðbæjartengdri starfsemi
beint að miðju byggðarinnar þar
sem ný aðkomugata tengist Sel-
vogsbraut og svo til austurs
meðfram Selvogsbraut norðan-
verðri.
Iðnfyrirtæki í bænum byggja all-
flest á þjónustu við útgerðina. Þó
eru nokkrar undantekningar þar á,
m. a. er þar starfrækt fyrirtæki í
jarðefnaiðnaði, bifreiðaverkstæði,
vélsmiðja o. fl. Umfang jarðefna-
iðnaðar hefur aukizt mikið í seinni
tíð og landþörf þeirrar starfsemi er
mikil. Samkvæmt skipulagstillög-
unni er tekið frá rúmt svæði fyrir
grófiðnað við gamla Þorlákshafnar-
veginn norðan byggðarinnar eða
alls um 50 ha svæði.
Afram er gert ráð fyrir fiskeldi á
þremur svæðum við ströndina fyrir
vestan bæinn. Nýjar iðnaðarlóðir of-
an fyrirshugaðs Suðurstrandarveg-
ar eiga líka að henta vel fyrir vatns-
freka starfsemi á borð við fiskeldi.
Þáttaskil með
Suðurstrandarvegi
Suðurstrandarvegur á eftir að
breyta miklu fyrir Þorlákshöfn, en
samkvæmt skipulagstillögunni mun
vegurinn liggja til vesturs út frá
bænum og fylgja síðan ströndinni
um Selvog allt til Grindavíkur.
„Hellisheiðin er oft teppt á vetuma,
þannig að umferðin fer þá jafnvel
meira um Þrengslaveginn," segir
Sigurður Jónsson. „Suðurstrandar-
vegur myndi breyta mjög miklu, en
hann myndi tengja Þorlákshöfn við
allt Suðurland og síðan og ekki sízt
við Reykjanes.
Þá myndu skapast möguleikar á
útflutningi frá Þorlákshöfn um
Keflavíkurflugvöll á ferskfiski, sem
fluttur yrði út flugleiðis. Vöruupp-
skipun og vörudreifing frá Þorláks-
höfn myndi einnig aukast til muna
og útskipun á vörum sömuleiðis,
þar sem siglingaleiðin til Evrópu
myndi styttast, en það tekur meðal-
skip um 9 klukkutíma að sigla fyrir
Reykjanes. Þorlákshöfn yrði um
leið miklu meiri þjónustumiðstöð
fyrir Suðurland í heild en nú er.“
Með fyrirhuguðum framkvæmd-
um við höfnina myndast 7 ha svæði