Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 B 3 BÆJAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGAR 1998 liðnu kjörtímabili og menn unnið mjög þétt saman. Nú reynir á að gera það líka á því næsta og ef það tekst held ég að það geti þess vegna komið til með að vera áfram. Sérstaðan hér er auðvitað sú að hér eru A-flokkarnir, Kvennalist- inn og Framsóknarflokkurinn sam- an. Við höfum upplifað að vera í meirihluta í borginni og með Alþýðuflokk í ríkisstjórn, einn flokkanna og svo aftur Framsókn en við höfum aldrei látið landsmálapólitík spila neitt inn í okkar samstarf. Okkur hefur tekist að halda henni utan við." Ættu að horfa í aðrar áttir Hefur misjafnt gengi einstakra flokka sem standa bak við Reykja- víkurlistann og staða þeirra eftir kosningarnar nú einhver áhrif á samstarf ykkar? „Nei, við höfum alltaf haldið því utan við og ég á ekki von á öðru en að við gerum það hér eftir sem hingað til." I umræðum eftir að úrslit lágu fyrir var því kastað fram að eftir sigurinn í Reykjavík sem má að ein- hverju leyti líta á persónulegan sig- ur þinn var því kastað fram að þú þættir fýsilegt leiðtogaefni vinstri afla í landsmálum. Hvað finnst þér um slíka hugmynd? „Ég held að fólk ætti nú að líta í aðrar áttir að leiðtoga fyrir slíku starfi. Ég bauð mig fram til að vera borgarstjóri næstu fjögur árin og hef hugsað mér það." Ertu bjartsýn á næsta kjörtíma- bil? „Ég horfi bjartsýnum augum til kjörtímabilsins og held áfram mín- um verkum, það verður ekki mikil breyting í sjálfu sér. Við höfum heil- mikið verk að vinna á kjörtímabil- inu og verðum að standa saman um það og gera eins vel og við getum." ir sig sjálft að þegar svo alvarlegar athugasemdir eru gerðar við R- listann að fjórðungur kjósenda gerir við hann þær alvarlegu breytingar að strika út nöfn auk þess sem aðrir hafna honum þegar þeir kjósa aðra lista, þá hlýtur það að vera merki þess að það hafi áhrif, það er augljóst. Útstrikun- um hefði ekki verið beitt í þessum mæli ef málið hefði ekki komið upp en hvort það hefði haft áhrif á það hvorn þessara lista menn völdu get ég ekkert fullyrt um. En þessi hugtakanotkun um ófrægingarherferð eða róg finnst mér vera misnotkun. Auðvitað koma upp fullyrðingar um einstak- linga í svona kosningum, það hefur gerst á báða bóga og það er ekki verið að skrifa listana sjálfa fyrir slíku, við berum ekki ábyrgð á öll- um einstaklingunum en ég tel að þessi mál séu ekki til lykta leidd." Gef öðrum tækifæri til að leiða hópinn Þú lagðir pólitíska framtíð þína að veði í kosningunum, hver verða viðbrögð þín við úrslitunum? „Veðið er fullgilt og þetta er það sem ég get staðið við. Ég er kjör- inn borgarfulltrúi og mun ræða það við minn hóp en ég er staðráðinn í því að gefa öðrum tækifæri til að leiða hópinn. Það þarf að gerast með góðum fyrir- vara til þess að vel verði unnið. Ég hef tekið ákvörðun um að draga mig í hlé á kjörtímabilinu en ekki hvenær það verður. Ég vil gefa öðrum færi á að leiða hópinn og ég tel mikilvægt að það gerist fljótt. Það er svo annað mál hvenær ég tek ákvörðun um að draga mig út úr borgarfulltrúa- starfi. Þetta tvennt þarf ekki að fara saman og það getur verið að ég starfi lengur sem borgarfulltrúi en oddviti sjálfstæðismanna. Það eru kaflaskil í lífi mínu og ég hlýt að snúa mér að öðru því megináhersla mín verður ekki á pólitískum vettvangi," sagði Arni Sigfússon að lokum. gekk í gegnum miklar hremmingar á kjörtímabilinu," sagði hann. Magnús benti á að prófkjör flokks- ins í Hafnarfirði hafi verið haldið í nóvember sl. „Við vorum lánsöm með að þátttakendur í prófkjörinu voru mjög hæfir einstaklingar, sem hafa síðan unnið gríðariega gott starf," sagði hann. „Það hefur ríkt gleði og samheldni í þeim hópi. Það þarf að fara töluvert langt aftur í tímann til að finna jafn góðan sigur. Menn vissu ekki hvernig færi, þar sem annað framboð var í bænum nánast undir merkjum Sjálfstæðisflokksins." Þorsteinn Njálsson B-lista Þéttbýlis- flokkur sem á fullt erindi „EG ER auðvitað mjög ánægður með úrslitin, enda er 70% fylgis- aukning mjög mikið fyrir flokk sem ekki hefur verið inni með mann í 12 ár," sagði Þorsteinn Njálsson oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í samtali við Morgunblaðið á sunnu- dagskvöld. „Eg er einnig sannfærður um það að viðræður okkar við Sjálfstæðis- flokkinn eigi eftir að leiða til meiri- hlutasamstarfs. Við staðsetjum okkur fyrir miðju og teh'um okkur vera að sýna fram á það að Framsóknarfiokk- urinn sé þéttbýlisflokkur sem eigi fullt erindi hér. Aherslur okkar á hin svokölluðu grænu mál eru að verða mjög miklar og stefnuskrá okkar er algerlega byggð á fjólskyldugrunnin- um. Þetta virðist leggjast vel í fólk auk þess sem mjög margt gott fólk hefur komið til liðs við flokkinn. Þá hefur það eflaust haft sín áhrif að mikil óánægja og sundrung hefur verið innan gömlu flokkanna í bæn- um," sagði Þorsteinn. Ingvar Viktorsson oddviti A-lista Enginn veit hvað átt hefur „ÞESSI niðurstaða er okkur alþýðu- flokksmönnum að sjálfsögðu mikil vonbrigði," sagði Ingvar Viktorsson, oddviti Alþýðuflokksins í Hafnar- firði. „Og ég tel að hún eigi einnig eftir að verða Hafnfirðingum von- brigði því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur verið mikið og óvægið fjölmiðlafár í gangi um Hafnarfjörð og Hafnfirðinga á undanfórnum ár- um og tel ég það hafa bitnað á okkur að ósekju. Það er hins vegar ekki við neinn annan að sakast en okkur sjálf og alveg ljóst að okkur hefur ekki tekist að koma skilaboðum okkar til bæjarbúa. Annars eru þessi úrslit ákveðið afturhvarf tO fortíðar og það hlýtur að teljast eðlileg afleiðing úrslitanna að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefji viðræð- ur. Við alþýðuflokksmenn munum hins vegar bíta á jaxlinn, bölva í hljóði og blása til sóknar á ný." Ellert Borgar Þor- valdsson H-lista Skýr skilaboð „VIÐBRÖGÐ þeirra sem stóðu að framboði Hafnarfjarðarlistans eru auðvitað vonbrigði," sagði Ellert Borgar Þorvaldsson oddviti Hafnar- fjarðarlistans. „Það verður að segja það alveg eins og er að niðurstaðan kom okk- ur óþægilega á óvart. Aftur á móti sýnist mér bæjarbúar hafa sent fleirum en okkur skýr skilaboð um óánægju. Auk þess sem kjörsókn var 6% minni en í síðustu kosning- um voru hátt í 400 seðlar annaðhvort auðir eða ógildir. Hátt á annað þúsund manns hefur því annað hvort ekki hirt um að koma til kjörstaðar eða komið til að sýna óánægju sína. Fólki hefur því greinilega ofboðið það annarlega ástand sem hér hefur ríkt í stjórn- málum að undanförnu. Það er alveg ljóst að Hafnarfjarð- arlistinn áfrýjar ekki þeim dómi sem hann fékk. Ég tel þó að menn hafi kannski ekki alveg sætt réttlátri meðferð. Hér hafa verið gerðir ýmsir ágætir hlutir þrátt fyr- ir að bæjarfulltrúar hafi verið mis- jafhlega lausir í rásinni og umræða í fjölmiðlum hafi oft á tíðum verið með ólíkindum." Lúðvík Geirsson F-lista „Sækjum þriðja manninn „ÞESSI úrslit eru skýr skilaboð frá Hafnfirðingum um að þeir vilji breyta stjórnarháttum og stokka upp spilin," sagði Lúðvík Geirsson oddviti Fjarðarlistans í Hafnarf- irði. „Þau sýna það einnig að þrátt fyrir að Alþýðuflokkurinn væri með sérframboð vildu menn sýna fram á það að jafnaðar- og félags- hyggjufólk í Hafnarfirði gæti starfað saman. Auðvitað vilja menn alltaf meira en miðað við all- ar aðstæður og það ástand sem hér hefur ríkt í bæjarmálum er þetta alveg þolanleg niðurstaða fyrir Fjarðarlistann. Við vildum auðvitað og ætluðum okkur að sækja þriðja manninn en hann kemur í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur það nú í hendi sér hvaða leiðir hann vill fara en ég á í sjálfu sér ekki von á því að það flækist neitt fyrir ríkisstjórnarflokkunum að ná Bessastaðahreppur Guðmundur G. Gunnarsson D-lista Fengu báða nýju fulltrúana „EINS og nærri má geta þykja okk- ur úrslitin mjög góð," sagði Guð- mundur G. Gunnarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins (D) í Bessa- staðahreppi, en flokkurinn vann í kosningunum þá tvo menn sem bættust við er hreppsnefhdarmönn- um var fjölgað úr 5 í 7. „Við fögnum þessum úrslitum enda bættum við við okkur tveimur mönnum frá síðustu kosningum og hugsum okkur gott til glóðarinnar að koma í framkvæmd þeim hugð- arefnum og stefnumálum sem við lögðum áherslu á í kosningabarátt- unni. Þar er mér efst í huga ein- setning grunnskóla, sem við höfum ákveðið nú þegar, og stækkun leikskóla sem er orðin mjög að- kallandi. Þetta er ungt sveitarfélag og mikil fólksfjölgun hérna. Það er því í mörg horn að líta en við höfum góðan fjárhag og horfum björtum augum til framtíðarinnar. Eg vil að lokum koma því á framfæri að ég er ákaflega þakklátur þeim sem stóðu að framboðinu og kjósendum fyrir þessa niðurstöðu." Bragi J. Sigurvins- son Á-lista Sjálfstæðis- menn snera aftur heim „ÞAÐ gefur augaleið að úrslit kosn- inganna eru okkur vonbrigði," sagði Bragi J. Sigurvinsson, oddviti félagsins Álftnesings (Á), í Bessastaðahreppi. „Það er hins veg- ar h'tið annað við því að gera en að bretta upp ermarnar og halda áfram okkar starfi." „Ég tel að það hafi haft sitt að segja að við lentum í orrahríð undir lokin, er einn félagi okkar yfirgaf okkur í kjölfar slakrar útkomu í prófkjöri, þó ég segi ekki að það hafi gert útslagið. Við vorum einir í andstöðu á síðasta kjörtímabili og vorum því einir að berjast á móti tveimur. Einnig tel ég okkur hafa fengið mikið fylgi frá Sjálfstæðis- flokknum í síðustu kosningum og að það hafi verið að skila sér aftur heim í þessum kosningum. Þá hefur mikið af nýju fólki verið að flytja í hreppinn og það lítur út fyrir að það sé mikið til Sjálfstæðisfólk." Sigtryggur Jónsson H-lista D-listi framfylgi stefnu okkar „ÞAÐ er alls ekki hægt að segja að við séum ánægð með úrslitin enda vildum við fyrst og fremst koma í veg fyrir að Sjálfstæðismenn kæmust í hreinan meirihluta," sagði Sigtryggur Jónsson, oddviti lista hagsmunasamtaka Bessastaða (H). „Meirihluti hreppsbúa styður hins vegar greinilega Sjálfstæðismenn sem bættu við sig 5% á meðan við bættum við okkur 3%. Samstarf okkar við Sjálfstæðis- flokkinn gekk mjög vel á síðasta kjörtímabili og það eru okkur von- brigði að vera ekM lengur í aðstöðu til að halda því áfram sem við höfum verið að byggja upp. Þrátt fyrir að við værum bara með einn mann á móti tveimur mönnum þeirra vorum við í aðstöðu til að veita þeim meira aðhald en við getum nú gert í minni- hluta. Við lítum hins vegar svo á að stefna Hagsmunasamtakanna hafi orðið ofan á en að fólk vilji láta Sjálfstæðismenn fylgja henni. Við erum auðvitað ánægð ef stefna okk- ar kemst í framkvæmd en vildum auðvitað heldur fá að framfylgja henni sjálf." Garðabær Ingimundur Sig- urpálsson D-lista „Með allra bestu úr- slitum í Garðabæ" „VIÐ erum auðvitað ánægð með þann hlut sem við fengum út úr þessum kosningum," sagði Ingi- mundur Sigurpálsson oddviti D- lista í Garðabæ. „Þetta er með allra bestu úrslit- um sem fengist hafa í Garðabæ og lítur því mjög vel út. í framhaldinu munum við byggja á þeim góða grunni sem lagður hefur verið. Það voru fjölmörg ný mál sem við lögð- um áherslu á í þessari kosninga- baráttu og við munum að sjálfsögðu reyna að fylgja þeim eftir eins og við höfum lofað. Við munum m.a. leggja áherslu á að fjölga dag- vistarrýmum á leikskólum bæjar- ins, efla innra starf skólanna og efla þjónustu við eldri borgara. Við er- um með mjög gott fólk á lista sem hefur unnið mjög vel saman í þess- ari kosningabaráttu og ég hlakka til að vinna með því fólki á komandi kjörtímabili." Sigurður Björgvins- son J-lista Meðbyr í lokin „ÞETTA eru viss vonbrigði þar sem við hefðum auðvitað viljað fá meira fylgi," sagði Sigurður Björgvinsson oddviti Garðabæjarlista (J) er Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum við úrslitum sveitar- stjórnarkosninganna. „En við verðum að taka tillit til þess að við erum í Garðabæ sem er sterkasta vigi Sjálfstæðisflokksins og getum því ekki verið annað en þakklát fyrir að hafa hlotið atkvæði fjórða hvers kjósanda. Við fundum fyrir góðum meðbyr á lokasprettin- um og erum ánægð með að hafa haldið tveimur mönnum. Þetta samstarf vinstri-flokkanna er nýtt afl í Garðabæ og ég tel að við eigum eftir að sanna okkur og hafa þetta næst. Fólk þarf tíma til að átta sig á því að við getum unnið saman en það var mikið af góðu fólki með okkur í þessari kosninga- baráttu og við munum vinna vel á þessu kjörtímabili og sýna það og sanna að þetta sé hægt." Einar Sveinbjörns- son, B-lista Markar engin þáttaskil „VIÐ erum ánægð með að hafa haldið okkar manni þrátt fyrir að við hefðum gert okkur vonir um að fá eitthvað meira fylgi," sagði Einar Sveinbjörnsson, oddviti B-lista í Garðabæ. „Við vissum þó allan tímann að það yrði á brattann að sækja með það að rjúfa áratuga völd Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ og því er varla hægt að tala um mikil von- brigði. Sveiflan til Sjálfstæðis- flokksins kom að miklu leyti frá vinstri flokkunum og þrátt fyrir að hlutföll riðluðust ekki þá er Sjálf- stæðisflokkurinn tvímælalaust sig- urvegari þessara kosninga. Ég tel þessar kosningar því alls ekki koma til með að marka nein þáttaskil. Það verða sáralitlar breytingar í Garða- bæ á þessu kjörtímabili." Kópavogur Gunnar I. Birgisson D-lista ¦i g ¦ ¦ ¦ *t ¦___¦ Folk virðist ánægt með meiri- hlutann „VIÐ erum bara ánægðir. Við bæt- um við okkur fylgi og meirihlutinn bætir við sig miklu," sagði Gunnar I. Birgisson, oddviti sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Kópavogs, þar sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa starfað sam- an í meirihluta. „Framsóknarflokk- urinn er sigurvegari þessara kosn- inga og við óskum honum til ham- ingju með það. Meirihlutinn fær um 62% atkvæða, svo að fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.